Dagur - Tíminn Akureyri - 12.09.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 12.09.1997, Blaðsíða 6
6 - Föstudagur 12. september 1997 ^ctgur-®hrrtmt Uppstokkun eða orðalagsbreytingar? '■ Jóhannsdóttir Stofnfundir Landsbankans hf. og Búnaðarbankans hf. voru haldnir í fyrradag og kosin ný bankaráð og nýir for- menn. Reyndar er fullmikið í lagt að tala um ný ráð, því margir þeirra sem þar sitja, voru þar fyrir. Það er líka um það samið að yfirmenn bankans verða þeir sömu og nú er. Ann- að starfsfólk á einnig rétt á sambærilegu starfi á sambæri- legum kjörum hjá hlutafélögun- um. Við fyrstu sýn gæti því virst sem breytingarnar séu varla meiri en orðalagsbreytingin ein. Því fer íjarri, segir boðberi breytinganna, Finnur Ingólfs- son, viðskiptaráðherra. Hann segir að framundan séu einar umfangsmestu breytingar á ís- lenskum fjármagnsmarkaði í áraraðir. Rfkið hyggst draga úr hlut- deild sinni á þessum markaði, en mörgum hefur þótt nóg um hversu fyrirferðarmikið það hefur verið. Selja á stóran hlut í fjárfestingabankanum nýja þeg- ar á næsta ári og hann allan síðar. Frá og með áramótum verður ábyrgð ríkisins á rekstri Landsbanka og Búnaðarbanka afnumin og keppa þeir þá eftir- leiðis á jafnréttisgrundvelli við aðra banka og sparisjóði, sem lengi hafa gagnrýnt ríkis- ábyrgðarfyrirkomulagið. Einnig verður hafinn undirbúningur að því að auka hlutafé í ríkisvið- skiptabönkunum og selja einka- aðilum. Hrókeringar í banka- ráðum Viðskiptaráðherra skipar í bankaráð hlutafélagabank- anna, en áður voru bankaráðs- menn kjörnir hlutfallskosningu á Alþingi. Ráðherra leitaði eigi að síður álits formanna A-flokk- anna og tilnefndu þeir 2 menn í hvorn banka. Kjartan Gunnarsson var for- maður bankaráðs Landsbank- ans, en Helgi S. Guðmundsson tekur við af honum enda um það samið milli stjórnarflokk- anna að skipta á formanni í bönkunum tveimur. Pálmi Jóns- son, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður for- maður bankaráðs Búnaðar- bankans hf. Einn aðalbankastjóri Þrír bankastjórar eru í hvorum banka og svo verður áfram, en þó í breyttri mynd. Það verður ráðinn einn aðalbankastjóri og hann á að fara með megin- ábyrgð á daglegum rekstri ásamt tveimur bankastjórum. Viðskiptaráðherra segir að þetta sé svipað fyrirkomulag og í íslandsbanka, nema hvað þar heiti þeir framkvæmdastjórar og séu fleiri en bankastjórarnir í nýju hlutafélagabönkunum. Þegar hefur verið gengið frá því að Björgvin Vilmundarson verði aðalmaðurinn í Landsbankan- um og Stefán Pálsson í Búnað- arbankanum. Hinir eru Sólon Sigurðsson og Jón Adolf Guð- jónsson í Búnaðarbanka og Halldór Guðbjarnarson og Sverrir Hermannsson í Lands- bankanum. Sverrir er reyndar kominn á löggiltan ellilífeyris- aldur og þrátlátur orðrómur um að hann láti af störfum á næsta ári og að umsamið sé að Kjartan Gunnarsson taki við. Þetta hefur þó ekki fengist stað- fest. Gamlir vendir Máltækið segir að nýir vendir sópi best og því mætti kannski draga þá ályktun að það verði lítið sópað í ríkisviðskiptabönk- unum. Finnur Ingólfsson lagði á það áherslu á blaðamannafundi í fyrradag að það væru banka- ráðin sem réðu bankastjórana, rétt eins og hann eða aðrir for- ystumenn ríkisstjórnarinnar hefðu ekkert með það að gera. Hann sagðist hins vegar alveg sáttur við að hafa sömu menn áfram. Breytingar á bönkunum ætti ekki gera í stórum stökk- um. Verið væri að afnema ríkis- ábyrgð á rekstri þeirra og því mikilvægt að fara varlega og vekja ekki áhyggjur þeirra sem skipta við þá. Núverandi stjórn- endur bankans njóti trausts og séu í trúnaðarsambandi við við- skipamenn og lánadrottna og það sé mikilvægt. „Það er ekki skynsamlegt að gera einhverja byltingu. Þarna munu auðvitað eiga sér stað einhverjar breyt- ingar í framtíðinni og ég bendi á það að það verður töluverð endurnýjun í bankaráðunum. Menn stíga varlega til jarðar til að tryggja áframhaldandi traust þeirra, sem hafa við- skipti við þessi fyrirtæki, á starfsemi þeirra." Ekkert nýtt Gunnlaugur Sigmundsson, flokksbróðir Finns, er alls ekki sammála þessu. „Ég vildi að bönkunum yrði breytt til þess að ná fram sparnaði þar og gera þá þannig úr garði að þeir uppfylltu betur þjónustuhlut- verk sitt við almenning. Eitt af því sem nefnt var í því sam- bandi var að gera yfirstjórnina skilvirkari og ég taldi einna mikilvægast í því sambandi að vera með 1 aðila sem bæri ábyrgð á þessum rekstri og réði aðra stjórnendur með sér. „Ég sé bara ekki að það sé neitt nýtt að gerast annað en það að menn hafa lagað samkeppnis- stöðu annarra fjármálastofnana gagnvart ríkisviðskiptabönkun- um með því gera þá að hlutafé- lögum og taka af þeim ríkis- ábyrgðina, en það er ekki sjá- anlegt neitt nýtt sem gerir ríkis- bankana sem slíka að betri stofnunum." Bara orðleikur Gunnlaugur segir það engu breyta að einn þriggja banka- stjóra beri titilinn aðalbanka- stjóri. „Það er bara orðaleikur. í dag er bankastjórn sem í eru bankastjórarnir 3 og einn þeirra er talsmaður hennar. Það hefur verið Björgvin í Landsbankanum og Stefán í Búnaðarbankanum." Gunn- laugur segir að íslandsbankinn hafi geflst upp á þessu 3 stjórna fyrirkomulagi og valið að gera 1 mann ábyrgan. Það sé afar mikið unnið með því kerfl. „Og ég er alveg klár á því að niður- staðan núna er ekki byggð á rekstrarlegum sjónarmiðun, heldur er þetta pólitísk mála- miðlum." Bankarnir eru eign almenn- ings, segir Gunnlaugur, og hann á kröfu á að vel sé með þá far- ið. „Og við skulum ekkert gleyma því að það hafa tapast milljarðar í þessu bankakerfi." Launakjörin endur- skoðuð Launamál bankastjóra hafa ver- ið landsmönnum eilíft hneyksl- unarefni, enda flestir hátt í milljón króna menn og hafa fengið sérgreitt fyrir allskonar viðvik, sem þó hafa verið unnin í vinnutíma þeirra sem banka- stjóra. Á þessu á að verða breyting, samkvæmt þeim áherslum sem Finnur kynnti. Bankaráðum hlutafélagabank- anna er ætlað að setja skýrar reglur um starfskjör yfirstjórnar og ákveða heildarlaun í ráðn- ingarsamningi. í því felst m.a. að bankastjórar þiggi ekki laun fyrir setu í stjórnum, nefndum og ráðum fyrirtækja og stofnana á vegum viðkomandi banka. Ólíklegt verður hins vegar að teljast að topparnir í bönkunum verði lækkaðir í launum. Hins vegar virðast þeir eiga að fara að vinna betur fyrir kaupinu sínu, ef marka má viðskiptaráð- herra. „Það er alveg ljóst að með hlutafélagafyrirkomulaginu og skráningu á Verðbréfaþingi verða kröfurnar miklu meiri en áður til þessara stjórnenda," sagði viðskiptaráðherra þegar hann kynnti breytingarnar. Hér er líka rétt að riija upp að Finnur lýsti yfir í umræðum um bankamálin á þingi að Al- þingi ætti rétt á upplýsingum um starfskjör bankastjóra, þótt bönkunum væri breytt í hlutafé- lög. En sem kunnugt er taldi samgönguráðherra sig ekki geta upplýst þingheim um kjör yfirmanna Pósts og síma eftir að þeirri stofnun var breytt í hlutafélag. Finnur verður ef- laust minntur á yfírlýsingu sína eftir áramót. intgl T i 1 b o & Intel pentium • Intel VX mó&urborð / 512k Cache • 32Mb EDO vinnsluminni > 53 Trio PCI skjákort m/2mb > 15“ vandafiur Philips Digital skjár > 3,1Gb har&ur diskur > 24x Hra&a Toshiba geisladrif > SoundDlaster 16 hljó&kort > 2x60W hátalarar > WindowsDS á Geisladisk > 33600 Innbyggt mótald - fri Internet áskrift > Lyklaborð, mús og motta til 1-11-97 a&eins 139.900,- stgr. Rátt verð 158.900,- stgr. Glerárgata 30 Sími- 461 2290

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.