Dagur - Tíminn Akureyri - 17.09.1997, Síða 2
2 - Miðvikudagur 17. september 1997
JDagur-'3ImTtmT
F R É T T I R
Heimkoma
Flutt heim til íslands
Torill Grindahl er flutt til íslands og komin í nám í leirlist við Myndlista- og
handíðaskóla íslands.
Heiti Potturinn
Pottverjar eru mjög að spá
í hver verði nýr umhverf-
isstjóri Landsvirkjunar, en
það embætti hefur nú bæst í
tölu þeirra sem laus eru. Ekki
er nú sami glamúrinn yfir
þessu og bankastjóra-,
fréttastjóra- eða útvarps-
stjóra svo ekki sé minnst á
sendiherrastöður,
en...mikilvægt er starfið.
Þegar pottverjar
viðurkenndu að þeir hefðu
ekkert heyrt kom
uppástunga: Hjörleifur
Guttormsson! Viðurkenndur
náttúruunnandi, virtur fyrir
þekkingu sfna á þessu sviði,
fyrrverandi iðnaðar- og
orkuráðherra. Hvað vilja
menn meira?
agan endalausa um
höfuðlausa herinn heldur
áfram: enn er ekki hægt að
ráða fréttastjóra, núna vegna
þess að Guðrún Helgadóttir
vill vita hvað afleysarinn
ætlar að gera. Engum hefur
dottið í hug að spyrja að þvf
hingað til! Ekki í miðju
pólitísku plotti.
Og í því töluðu orði, meira
um farsa. Ævar Örn
Jósepsson, útvarpsmaður á
Rás 2, fékk ekkert atkvæði í
útvarpsráði í síðustu viku og
tók þá hatt sinn og staf og
fór beint í vinnu á Bylgjunni.
Útvarpsráð mælti þá með
konu sem hafði ráðið sig
annars staðar í vinnu,
væntanlega orðin þreytt á
seinaganginum. Þegar þetta
rann upp fyrir ráðinu var
ákveðið að greiða aftur
atkvæði og hver fékk þá fullt
hús nema Ævar Örn, sem
sat og stýrði Þjóðbrautinni á
Bylgjunni, þegar fréttir
bárust af því hann gæti
fengið vinnu hjá RÚV.
Norsk stúlka sem
leitaði móður sinnar
hér á landi í vor, er
flutt til landsins og
nemur nú myndlist.
Norska stúlkan Torill
Grindahl, sem telur sig
hafa fæðst á íslandi sam-
kvæmt fæðingarvottorði en hafa
verið ættleidd ung til Noregs, er
flutt til landsins og hefur haílð
nám í leirlist við Myndlista- og
handíðaskóla íslands. Torill
vakti athygli í vor þegar hún
kom til íslands til að leita að
upprunalegri móður sinni. Sú
leit bar þó engan árangur hér.
„Þegar ég kom heim til Nor-
egs eftir að hafa verið á íslandi
í vor, fékk ég upplýsingar um að
móðir mín væri dáin. Það er
leitt en betra að vita það heldur
en að vita nákvæmlega ekkert
um hana,“ segir Torill.
Hún er mjög ánægð með að
Formaður
Alþýðubandalagsins
telur rétt að taka
gjald fyrir notkun á
sameiginlegum
auðlindum
landsmanna.
s
g er þeirra skoðunar að
það eigi að taka gjald fyr-
ir notkun á sameiginleg-
um auðlindum þjóðarinnar
hverju nafni sem þær nefnast,"
segir Margrét Frímannsdóttir,
formaður Alþýðubandalagsins.
vera komin í Myndlista- og
handíðaskóla íslands enda hef-
ur hún alltaf haft mikinn áhuga
á leirlist. Hún kveðst hafa heyrt
að leirlistardeildin þar væri
Hún hefur beðið starfshóp, sem
er að vinna tillögur í skattamál-
um fyrir landsfund flokksins í
nóvember, að fjalla um þessa
hugmynd og mögulegar út-
færslur á henni. Umræða um
auðlindaskatt hefur til þess ver-
ið mjög bundið við veiðileyfa-
gjald, en Margrét segir ekkert
vit í að tala um gjald fyrir eina
sameiginlega auðlind en ekki
aðrar. í þeim efnum verði að
vera samræmi og það sé rétt-
lætismál að auðlindir þjóðar-
innar séu leigðar þeim sem þær
nýta gegn sanngjörnu gjaldi.
„Mér fmnst eðlilegt að menn
skoði hvort ekki er hægt að
taka upp slíka samræmda
gjaldtöku, en ég hef ekki fast-
rrrjög góð og því hafi hún ákveð-
ið að sækja um inngöngu. Nám-
ið tekur nokkur ár og því má
búast við að Torill dveljist hér
og læri íslensku. -GHS
mótaðar hugmyndir um með
hvaða hætti það verði best gert.
Við erum að skoða þau mál.“
Margrét Frímannsdóttir, formaður
Alþýðubandalagsins, vill
auðlindagjald.
Lífeyrismálin
Djúpt á
samkomu-
lagi
Dráttur hefur orðið á lokum
nefndarstarfs um sam-
ræmda lífeyrislöggjöf. Nefnd
sem fjármálaráðherra skipaði
og átti að skila af sér 15. sept-
ember hefur enn ekki klárað
sig af og gerir það vart fyrr en
um mánaðarmótin.
Á síðasta þingi var hart deilt
um lífeyrisfrumvarp ríkisstjórn-
arinnar. Það var afgreitt til síð-
ari umræðu frá efnahags- og
viðskiptanefnd með breyting-
um, en málinu var frestað fyrir
þinglok. Einkum var deilt um
tvö atriði; skilgreiningu á lág-
marksiðgjöldum til samtrygg-
ingar eða ráðstöfun á hluta ið-
gjaldanna og hins vegar um
skylduaðildina að lífeyrissjóð-
unum.
Ekki er að heyra á viðmæl-
endum blaðsins að líkurnar á
samkomulagi hafi aukist. Full-
trúar aðila vinnumarkaðarins
eiga sæti í nefndinni, en þar er
engan fulltrúa stjórnarandstöð-
unnar að finna. fþg
Ríkisútvarpið
Fnn frestað
U' tvarpsráð tók ekki afstöðu
til ráðningar nýs frétta-
stjóra Sjónvarps á fundi sínum í
gær. Á síðasta fundi mætti
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs-
son, formaður útvarpsráðs,
ekki á fundinn en þá hafði verið
gert ráð fyrir að gengið yrði frá
málinu. I gær samþykkti svo
ráðið að fresta enn afgreiðsl-
unni eftir tillögu Guðrúnar
Helgadóttur sem vildi fá fram
nánari upplýsingar um starfs-
mennina. Staða Boga Ágústs-
sonar var auglýst í lok ágúst en
hann hverfur til annarra starfa
innan stofnunarinnar í eitt ár.
BÞ
Alþýðubandalagið
Margrét vill auðlindagjald
FRÉTTAVIÐTALIÐ ,
Aldinn til ráða, ungur til dáða
Bjarni Ármannsson
bankastjóri
Fjárfestingarbankans hf.
Bjarni Ármannsson var í gœr
ráðinn bankastjóri
Fjárfestingarbankans, en
stofnfé hans er 6,8 milljarðar
króna.
- Kom þessi ráðning þér á óvarl?
„Já á margan hátt gerði hún það.“
- Þú kemur ungur nýútskrifaður
tölvunarfrœðingur inn í
fjármálaheiminn þegar
verðbréfamarkaður er í mótun. Hvað
var það sem dró þig inn í þennan
heim?
„Pétur Blöndal bauð mér fyrst starf
hjá Kaupþingi 1989 sem óg þáði ekki þá
en ég kom þar til starfa 1991. Ég hef
alltaf haft gaman af stærðfræði og
honum tókst einhvern veginn að tendra
áhuga minn á reikniheiminum og
tengslum hans við hinn raunverulega
heim. Þannig dróst ég inn í
verðbréfaheiminn sem er kannski
óraunverulegastur af þeim öllum, en
skiptir fólk þó svo miklu máli.“
- Þó þú sért ungur að árum þá er
starfsaldur þinn nánast jafn aldri
verðbréfamarkaðarins eins og við
þekkjum hann í dag
„Já, þegar maður horfir á veltutölur
þá sér maður að 1991, þegar ég byrjaði
hjá Kaupþingi, eru tvö félög á
Vcrðbréfaþingi íslands, en nú eru þau
fjörutíu. Það segir sig sjálft að á
verðbréfamarkaði þar sem eru tvö félög
er ekki mikið að gerast. Þessi markaður
á enn eftir að þroskast og stækka
mikið."
- Nú er munur á því að stjórna
Verðbréfafyrirtœki eða stórum
fjárfestingarbanka?
„Þetta er önnur tegund starfsemi þó
aðalatriðin séu þau sömu. Það þarf að
móta starfsvið þessarar stofnunar og
lagaramminn gefur rúmar heimildir um
það. Verkefnið er að móta þessi megin
markmið, stefnu bankans, hvar hann
ætlar að staðsetja sig á
fjármálamarkaðnum og hvaða skipulagi
hann ætlar að beita til þess. Eg hef
ákveðnar hugmyndir um þróun
starfseminnar, en ég vil frekar að þær
hugmyndir komi fram í stefnu og
starfsemi bankans heldur en að fara að
ræða þær hér. Það mun skýrast á næstu
vikum og mánuðum hvert bankinn
stefnir og hvar hann mun ávaxta sitt
fé.“
- Nú hefur oft verið rœtt um
opinbera sjóði með neikvœðum
formerkjum. Óttast þú pólitískan
þrýsting á útlán bankans?
„Ég held að menn séu klárlega á
réttri leið. Með stofnun þessa banka er
verið að draga þessar stofnanir inn í eitt
hlutafélag og það er búið að gefa út þá
yfirlýsingu að það eigi að selja 49%
hlutafjár mjög hratt. Þannig að það er
ljóst að ríkið hefur verið að draga úr
umsvifum sínum á (jármálamarkaöi og
þar með dregur úr áhrifum pólitíkusa."
- Nú ert þú ungur að árum og það
hefur verið áberandi á
fjármálamarkaði að megin uppistaða
nútíma fjármálaheims á íslandi er
ungt fólk. Hefurðu fundið fyrir
áhyggjum eldri fjármálamanna af
þessu?
„Nei, en ég held að sambland af
þessu hvoru tveggja sé mjög heilbrigt.
Það er alveg ljóst að það er ungt og vel
menntað fólk sem hefur rifið upp
þennan ijármagnsmarkað úr nánast
engu og grundvöllur þess er auðvitað sá
að því hefur verið gefið athafnafrelsi og
rými til að gera það. En ég held að
setningin: aldinn til ráða, ungur til
dáða, eigi hér vel við.