Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.01.1997, Page 3
iDagur-Smrom
Þriðjudagur 7. janúar 1997 - 3
F R É T T I R
Kostar 50-60 milljómr
að lengja kennaranámið
Gildistöku laga um
fjögurra ára kennara-
nám grunnskóla-
kennara hefur ítrekað
verið frestað vegna
niðurskurðar til
menntamála.
Stjórn Kennarasambands
íslands telur brýnt að
lengja kennaranám grunn-
skólakennara úr þremur árum í
íjögur eins og lög gera ráð fyrir.
Lenging kennaranámsins um
eitt ár mundi skapa meira svig-
rúm til kennslu í faggreinum og
kennslufræðum frá því sem nú
er.
Guðmundur Ragnarsson
fjármálastjóri Kennaraháskóla
Islands telur að lenging kenn-
aranámsins um eitt ár mundi
líklega kosta ríkið um 50-60
miljónir króna og þá aðallega í
beinum kennslukostnaði. Hins-
vegar mimdi fastur kostnaður
við rekstur Kennaraháskólans
breytast óverulega.
Hann segir að fyrst í stað
mundi kostnaðurinn ekki auk-
ast að ráði vegna þess að nú-
verandi nemar á þriðja ári
mundu þá halda áfram einn
vetur í viðbót. Kostnaðaraukinn
mundi þess vegna ekki koma
fram af mestum þunga fyrr en í
fyrsta lagi þremur árum eftir
skráningu fyrstu nýnema í íjög-
urra ára kennaranám.
Eiríkur Jónsson formaður
Kennarasambandsins segir að
því miður hafi stjórnvöld ítrekað
frestað gildistöku laga sem
kveða á um að kennaranám
grunnskólakennara eigi að vera
íjögur ár. Par vega einna þyngst
ákvarðanir stjórnvalda um nið-
urskurð til menntamála. Því til
viðbótar hafa stjórnvöld borið
fyrir sig þeirri röksemd að íjórða
kennsluárið mundi leiða til þess
að enginn grunnskólakennari
mundi útskrifast í eitt ár.
Formaður KÍ ítrekar þá
skoðun sambandsins að undir-
staða góðrar kennslu og góðs
skóla sé vönduð kennara-
menntun. Þess vegna sé nauð-
synlegt að stórauka fjárveiting-
ar til að kennarar geti sinnt
sinni lög- og kjarabundinni
endur- og framhaldsmenntun.
Sérstaklega þegar haft er í
huga að skólaþróunin einkenn-
ist af örum breytingum og
auknum kröfum sem gerðar
eru bæði til nemenda og kenn-
ara. -grh
Reykjavíkurborg
Fleiri styrkir
Styrkþegum Félagsmálastofn-
unar Reykjavíkurborgar hef-
ur fjöigaö gríðarlega á tímabil-
inu 1986 til 1995, sérstaklega
þó á árunum 1991 til 1995.
Þetta kemur fram í úttekt sem
Félagsmálastofnun hefur látið
vinna í framhaldi af nýjum
starfsreglum.
Árin 1989 til 1991 voru
styrkþegar hjá Félagsmála-
stofnun tæp 2700. Árið 1993
fjölgaði þeim úr tæpum 2900 í
tæp 3300 og svo aftur um rúm
500 milli ára 1994 og 1995.
Þetta kemur fram í úttekt hjá
F élagsmálastofnun.
Fjárútlát Félagsmálastofnun-
ar vegna fjárhagsaðstoðarinnar
hafa aukist í samræmi við fjölg-
un styrkþega og nema til að
mynda samtals 682 milljónimi
króna árið 1995 en aðeins 540
milljónum árið 1994. Þessi
aukning stafar helst af breytt-
um úthlutunarreglum stofnun-
arinnar.
í úttektinni segir að megin-
ástæðan fyrir auknum útgjöld-
um vegna fjárhagsaðstoðar frá
1993 sé aukning atvinnulausra
í borginni. Atvinnulaust fólk sé
rúmlega 60 prósent þeirra sem
fá fjárhagsaöstoð.
„Aukningin hefur yfirleitt
verið 25 prósent milli ára en er
ekki nema 12 prósent milli
1995 og 1996. Það þýðir að
skjólstæðingarnir eru 200-300
færri en voru. Það tel ég mjög
gott. Ég held að aðalskýringin
sé sú að fólk hafi það betra,“
segir Guðrún Ögmundsdóttir,
formaður Félagsmálaráðs.
-GHS
Siglufjörður
Rækjuskelsverksmiðja
í burðarliðnum
SR-mjöl hf. og útgerðar-
og fiskvinnslufyrirtækið
Þormóður rammi hf. á
Siglufirði hafa unnið að því
undanfarnar vikur að koma
á fót rækjuskelsverksmiðju
á Siglufirði. Jón Reynir
Magnússon, framkvæmda-
stjóri SR-mjöls hf., segir að
verkfræðistofa hafið unnið
að undirbúningsrannsókn-
um og kannað rekstrar-
grundvöllinn, ekki síst með
tilliti til umhverfismála sem
hafi ýtt málinu töluvert
áfram. Von er á skýrslunni í
þessum mánuði. Jón Reynir
segir að skel hafi verið
þurrkuð hjá verksmiðjunni
til þessa en markaður fyrir
hana hafi verið mjög
ótryggur. Á Hvammstanga
og í Krossanesi á Akureyri
séu reknar mjölverksmiðjur,
en á Siglufirði sé ekki hug-
myndin að framleiða mjöl
heldur sé verið að sækjast
eftir trefjaefnunum úr skel-
inni. Markaður sé m.a. fyrir
tefjaefnin til framleiðslu
megrunarfæðu, til lyíjagerð-
ar og til hreinsibúnaðar við
sundlaugar. Afurðaverðið er
þokkalegt í dag en kostnað-
urinn er einnig verulegur.
Framleiðslan, ef af verður,
er ekki mannaflafrek en
getur stuðlað að fleiri stöðu-
gildum í skyldum iðnaði. GG
Matvörudreifing
Hvarflar ekki einu
sinni að mér að kæra
etta hefur ekki hvarflað
að mér hvað þá meira.
Kaupin hjá KÁ eru mér
velþóknanleg fremur en hitt,“
sagði Gunnar B. Guðmundsson
kaupmaður í Horninu á Sel-
fossi. Hann var spurður hvort
kæra til Samkeppnisstofnunar
vegna fákeppni á matvöru-
markaði á Suðurlandi væri yfir-
vofandi frá honum. Eins og
kunnugt er hefur KÁ keypt
stórmarkaðinn Kjarval á Sel-
fossi, sem var í eigu Hofs hf. í
Reykjavík, sem er eigandi Hag-
kaups og 50% hlutaijár í Bónus.
Matvörureksturinn mun hafa
gengið erfiðlega, en Hof hefur
„Kaupin hjá KÁ
eru mér vel-
þóknanleg,“
segir kaupmaður
í Horninu á Selfossi.
hins vegar eignast rekstur slát-
urhúss Hafnar-Þríhyrnings,
sem mun aðalatriðið. Með þess-
um kaupum er KÁ nánast eitt
um hituna í matvörudreifingu á
Suðurlandi - ef undan er skilið
Hornið.
„Verslunarmál á Suðurlandi
hafa lengi verið mikið tilfinn-
ingamál, menn hafa oft verslað
eftir stjórnmálaskoðunum. Auð-
vitað er þetta ekki svona lengur
nema að litlu leyti, yngra fólk
hlustar ekki á þetta og fer
þangað sem það fær góða þjón-
ustu. Ég á mikinn íjölda góðra
viðskiptavina sem halda tryggð
við Hornið hvað sem á gengur.
Og við hjónin urðum vör við
það í dag að mánudagstraffíkin
var einstaklega lífleg. Ég óttast
ekkert þessa samkeppni KÁ og
kærumál eru ekki mitt fag,“
sagði Gunnar í gær. -JBP
Smásöluversiun
Útsöluferðir til íslands?
að er næstum sama hvar
maður ber niður, kaup-
menn eru á því að jóla-
kauptíðin hafi gengið vel. Fram-
an af kvörtuðu raftækjasalarnir
undan fríhafnarsölunni, minni
raftækjum sem menn festa
gjarnan kaup á í fríhöfnum,"
sagði Sigurður Jónsson fram-
kvæmdastjóri Kaupmannasam-
takanna í samtali við Dag-Tím-
ann í gær. Miðborgarkaupmenn
sem rætt var við voru sérlega
glaðir, enda ríktu engin Kringlu-
veður undir lok aðventunnar.
Útsölur eru komnar í fullan
gang í flestum verslunum, og
jólagjöf síðasta árs fæst þar
kannski á hálfvirði!
„Mér dettur í hug í sambandi
við útsölurnar hér, hvort Flug-
leiðamenn hefðu ekki átt fyrir
löngu að reyna fyrir sér með út-
söluferðir útlendinga til íslands.
Erlendir ferðamenn gætu gert
góð innkaup hér, ekki síst á
merkjavöru í fatnaði, sem fæst
á góðu verði hér á landi, auk
þess sem útlendingar fengju
endurgreiddan Vaskinn að stór-
um hluta, eða 15%,“ sagði Sig-
urður Jónsson í gær.
Þessi hugmynd hefur reynd-
ar verið reifuð við Flugleiða-
menn af fulltrúum Kaupmanna-
samtaka íslands. -JBP