Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.01.1997, Side 9
íIB'-
Jktgur-®ímimt
Þriðjudagur 7. janúar 1997 - 9
ÞJOÐMAL
Ekkert bolmagn í boLíiski
Eins og kunnugt er hefur atvinnulíf í nokkrum
sjávarplássum raskast verulega að undan-
förnu. Má þar nefna Þingeyri á Vestfjörðum,
Sauðárkrók og Hofsós á Nl. vestra og nú
síðast fjöldaatvinnuleysi hjá Hraðfrystihúsi
Ólafsfjarðar. Dagur-Tíminn spurði fjóra
þingmenn úr jafnmörgum flokkum um vanda
þessara byggðarlaga, orsök vandans og leiðir
til úrbóta varðandi framtíð bolfiskvinnslunnar.
Sitt sýndist hverjum.
Sighvatur Björgvinsson
Rangar ákvarð-
anir stjórnenda
vega þungt
etta er tví-
þætt. Ann-
ars vegar er
þetta ástand
afleiðing
kvótakerfisins
en hins vegar
hafa verið
teknar rangar
ákvarðanir í rekstri einstakra
fyrirtækja. Það er ekki hægt að
einfalda málið með því að segja
þetta aðeins vandamál tengt
stjórnun fiskveiða, einstakar
ákvarðanir ákveðinna fyrir-
tækja eiga jafnvel stærri þátt í
vandanum."
Sighvatur segir að tilraunir
um lagfæringu á fiskveiðistjórn-
unarkerfinu hafi ekki hlotið náð
fyrir augum Alþingis. Hins vegar
hafi samruni fyrirtækja ieyst
hluta vandans, dregið hafi úr
stjórnunarkostnaði og samnýting
og hagræðing hafi aukist. „Vandi
bolfiskvinnslunnar í landi er
fyrst og fremst sá að hráefnis-
þátturinn í vinnslunni hefur far-
ið vaxandi. Menn hafa brugðist
við of litlu hráefni með því að
kaupa eða leigja kvóta. Kvóta-
verð hefur stöðugt farið hækk-
andi þannig að kostnaðurinn við
að afla hráefnisins vex stöðugt.
Þetta þýðir í raun að eftir því
sem hagur sjávarútvegsins batn-
ar í heildina kemur það meira
fram í hækkuðu kvótaverði
fremur en bættri afkomu vinnsl-
unnar. Þetta er vítahringur."
Ánægður með Halldór
Sighvatur segir að ef litið sé á
sjávarútveginn í heiid sé arður-
inn tekinn út með hækkaðri
verðlagningu á aílaheimildum.
„Hvernig er hægt að draga úr
því? Það er ekki líklegt að það
takist að lækka verð sem
ákveðið er á markaði með
einhverjum stjórnvaldsathöfn-
um. Hins vegar er það viður-
kennt lögmál í markaðsvið-
skiptum að ef framboðið eykst
ætti verðið að lækka. Þetta tel
ég vera á bak við það sem Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra hefur lagt til. Það eigi að
taka þá viðbót sem kann að
vera ákveðin á næstu árum í
kvótakerfinu og úthluta ekki
eins og nú er gert heldur setja
inn á þann markað þar sem
kvótaviðskipti fara fram til að
auka framboð og lækka verðið.
Þetta er kjarninn í hugmyndum
um veiðileyfagjald. Það er
ánægjulegt að formaður Fram-
sóknarflokksins hafi tekið undir
sjónarmið okkar með þessum
hætti, ég sé satt að segja ekki
mörg önnur úrræði.“
Þingmenn ekki
spurðir ráða
Hvað um vanda Þingeyringa?
„Þarna hafa orðið gríðarleg-
ar breytingar til hins verra. Á
fyrstu árum mínum í þing-
mennsku var ómanneskjulegt
vinnuálag meginvandmál Þing-
eyringa vegna miklis landburð-
ar af fiski. Bæði Kaupfélagið og
útgerðarfyrirtækið stóðu mjög
vel en fóru síðan út í ijárfest-
ingar á viðbótarskipi sem stóð
ekki undir sér. Niðurstaðan er
sú að fyrirtækið er illa statt og
hefur misst frá sér skipin. Stór
hluti vandans þar stafar því af
röngum ákvörðunum sem tekn-
ar voru af stjórnendum fyrir-
tækisins. Við þingmenn vorum
ekki spurðir ráða, enda eru
þeir ekki inni á gafli í rekstri
einkafyrirtækja. Síðan þegar
allt er komið í strand er okkur
kennt um og sagt að við eigum
að leysa þetta.“
En er til lausn? Sighvatur
segir hana vandfundna en menn
hafi skoðað tvær leiðir með
milligöngu Byggðastofnunar.
Báðar leiðirnar séu torsóttar og
töluverðan tíma taki væntanlega
að koma atvinnulífinu á Þingeyri
í viðunandi horf. Lokaorð hans
eru: „Það er staðreynd að þótt
kvótakerfið hafi skapað Vestfirð-
ingum mikil vandamál þá eru
þarna fyrirtæki eins og Hrað-
frystihúsið í Hntfsdal sem hefur
komist vel í gegnum þau vanda-
mál með skynsamlegri stjórnun.
Þótt það megi kenna stjórnvöld-
um um margt, þá má ekki
kenna þeim um alla hluti. Menn
hafa einfaldað þessi mál um of.“
Vilhjálmur Egilsson
Skainmtíma-
lausnir til lítils
Hefðbundin
land-
vinnsla á bol-
fiski hefur ekki
þróast þannig
á undanförn-
um árum að
hún haldi sam-
Frá Hofsósi, gallinn settur í skápana.
keppnishæfni sinni. Afurðaverð
hefur lækkað á sama tíma og
söltun sækir á auk þess sem
fersk flök hafa verið flutt út í
meiri mæli en áður. Einnig má
benda á að þær vinnslugreinar í
sjávarútvegi sem ekki hafa náð
launakostnaði niður í 10-15%
eru í erfiðleikum, kostnaðurinn í
bolfiskvinnslu er of hár, hlutfall
launa og hráefnis. Við þessar að-
stæður gengur ekki að halda úti
fyrirtækjum með hreinum
taprekstri. Þá er mikilvægt að
aðilar í atvinnurekstri ftnni leiðir
til úrbóta en þær liggja ekki á
lausu,“ segir Vilhjálmur Egilsson
þingmaður.
Kvóta til fiskvinnslu-
stöðvanna
„Það hefði átt að fara að tillög-
um Tvíhöfðanefndarinnar sál-
ugu, að heimila fiskvinnslu-
stöðvum að eignast kvóta. Þá
hefði jafnræðið milli vinnslu og
veiða aukist. Ég tel fyllilega
tímabært að taka upp þessa
umræðu þannig að stöðvarnar
geti boðið veiðarnar út.“
Hvernig meturðu atvinnu-
ástandið í þínu kjördæmi? „Það
eru erfiðleikar, sérstakiega á
Sauðárkróki og Hofsósi þar sem
menn hafa treyst á bolfiskinn.
Ég held að þarna muni engar
snöggar breytingar eiga sér
stað, enda eru skammtíma-
lausnir til lítils. Ég sé enda ekki
að neinum sé gerður greiði með
því að halda taprekstri áfram.
Það verður að finna leiðir til að
skila hagnaði og ein af þeim er
þessi leið sem ég ræddi áðan,
að gefa fiskvinnslustöðvum
möguleika á að eiga kvóta án
þess að eiga skip.“
Stefán Guðmundsson
Fullvinnsla er-
lendis skýtur
skökku við
Sjávarútvegsráðherra metur
stöðuna þannig að ekki sé
þörf á sértæk-
um aðgerðum
til bjargar
landvinnsl-
unni. Hitt er
ljóst að vandi
ýmissa byggð-
arlaga er
mjög alvarleg-
ur og það er ekki bara vanda-
mál viðkomandi íbúa heldur
umhugsunarefni fyrir stjórn-
málamenn, hvernig málum er
komið,“ segir Stefán Guð-
mundsson alþingismaður.
Hann segir vanda land-
vinnslunnar vera vandamál
sem þurfi að skoða í mjög víðu
samhengi og ekki megi gleyma
hve miklir ijármunir hafi verið
festir í landvinnslunni. En hann
gagnrýnir einnig áherslur sölu-
samtaka, s.s. SÍF. „Nú virðist
orðið óhagkvæmt að vinna
þessar afurðir hefðbundið, og
ég spyr af hverju sölufyrirtæki
hafa lagt áherslu á að fullvinna
fiskafurðir erlendis á sama
tíma og hér er engin áhersla á
að vinna fiskinn aila leið í neyt-
endapakkningar," segir Stefán
Guðmundsson.
Steingrímur J. Sigfússon
Áratuga gamlir
markaðir í húfi
Eg hef var-
að við
þessu ástandi
allt frá síðasta
sumri og sagt
að þetta gæti
ekki endað
öðruvísi en
illa hjá ein-
stökum fyrirtækjum og byggð-
arlögum vegna hinnar lélegu
afkomu í bolfiskvinnslu og þá
sérstaklega í frystingunni," seg-
ir Steingrímur J. Sigfússon.
„Ég er eindregið þeirrar
skoðunar að vanda bolfiskland-
vinnslunnar verði að skoða sér-
staklega. Um leiðir til úrbóta
má nefna að menn hefðu átt að
láta það vera að hækka trygg-
ingagjald og í öðru lagi mætti
skoða óbeinar aðgerðir eins og
t.d. að greiða fyrir aðgangi
landvinnslunnar að hráefni."
Steingrímur segir einnig mikil-
vægt að henda „hinum vitlausu
úreldingarreglum" og auka
vinnslu á uppsjávarfiski beint
til manneldis. „Það er mikill
áhugi víða hjá fyrirtækjum að
hverfa úr hefðbundinni botn-
fiskvinnslu og einbeita sér að
uppsjávarfiski eða flatfiski.
Þessari þróun ætti að flýta því
þá öðlast þau sem eftir verða
meira olnbogarými."
Fráleit fjarvistarsönn-
un ríkisstjórnarinnar
Steingrímur varar þó við hug-
myndum um að hætta frystingu
bolfisks enda séu markaðir í
húfi sem tekið hafi áratugi að
byggja upp. „Þetta snýst ekki
bara um atvinnuhagsmuni í
einslökum byggðarlögum held-
ur líka þróun og framtíðar-
möguleika íslensks sjávarút-
vegs. Ef menn hætta í frystingu
bolfisks meira og minna þá eru
markaðir í húfi sem búið er að
byggja upp áratugum saman.
Stjórnvöldum ber að skipta sér
af málum, það er hiklaust gert í
nágrannalöndunum, hákapítal-
ískum ríkjum. Þetta á ekkert
skylt við kjaftæði um opinber
afskipti heldur er þetta skyn-
semi til að bjarga enn meiri
hagsmunum. Fjarvistarsönnun
ríkisstjórnarinnar, að henni
komi málið ekki við, finnst mér
fráleit. Menn ættu ekki að bjóða
sig fram ef þeir líta þannig á að
þeim komi ekki við ef atvinnu-
lífið er að rústast í heilu byggð-
arlögunum."
Sérstaklega sagði Steingrím-
ur um vanda Hraðfrystihúss Ól-
afsijarðar að aukið samstarf og
sérhæfing geti þar hjálpað til
við að létta á vandanum.