Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.01.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.01.1997, Blaðsíða 11
|Dagur-'®ttOTrat Þriðjudagur 7. janúar 1997 -11 í Þ R Ó T T I R KARFA • Bikarkeppnin HANDBOLTI • 2. deild ÍSHOKKÍ • íslandsmótið KR og Kefíavík / úrslit Bimirnir vom itúl hindmn fyrir SA Skautafélag Akureyrar lagði Björninn að velli á Skauta- svellinu á Akureyri á laug- ardaginn 10:2. Leikur liðanna var sá fyrsti á íslandsmótinu, ákveðið var að fella niður leiki fyrstu umferðar vegna ágrein- ings sem reis upp eftir viður- eign Bjarnarins og SR. Liðin þrjú í deildinni munu því leika tvær umferðir fyrir úrslita- keppni tveggja efstu liðanna. Níu leikmenn Akureyrarliðs- ins komust á blað í leiknum. Fyrstu lotunni lyktaði með 2:0 sigri SA, en þeim tveimur síðari lyktaði með 4:1 sigri SA. Mörk SA: ltúnar ltúnarsson 2, Haraldur Vilhjálmsson, Ágúst Ás- grímsson (eldri), Ágúst Ásgrímsson (yngri), Allan Johnson, Fggert Hannesson, Ingvar Jónsson, Sig- urður Sigurðsson. Stoðsendingar hjá SA: Rúnar Rún- arsson, Sigurður Sigurðsson, Egg- ert Hannesson, Sveinn Björnsson. Mörk Bjarnarins: Ágúst Torfason og Snorri Sigurðsson. Stoðsendingar Bjarnarins: Clark McCormick. Nú liggur orðið ljóst fyrir hvaða lið það eru sem leika til úrslita í bikar- keppni KKÍ og Renault laugar- daginn 1. febrúar næst kom- andi. Undanúrslitin fóru eins og marga grunaði, að hart yrði barist í leik KR og UMFG og Keflvíkingar sigldu vandræða- laust fram hjá nýliðum KFÍ. Þeir stóðu sig þó vel og voru vel að því komnir að komast í und- anúrslitin. Keílavíkurstelpurnar fóru að dæmi strákanna og unnu sér réttinn til að leika úr- slitaleikinn á þægilegan hátt. Reyndar hefur stúlknalið Kefla- víkur ekki tapað feik á keppnis- tímabilinu. Það kom heldur ekki á óvart að KR stelpurnar fóru hraðbrautina í úrslitin, yfirburðir þeirra voru miklir gegn ÍR-ingum. KR - Grindavík 73-69 KR-ingar byrjuðu leikinn betur og náðu strax forystu þó ekki væri hún mikil. Hermann Hauksson opnaði leikinn og framan af fyrri hálfleik var hart barist og liðin skiptust á um að leiða. Um miðjan fyrri hálfleik, eftir að varnarjaxlinn Óskar Kristjánsson kom inná, náði KR forustunni á nýjan leik, 22-20 og eftir það litu þeir ekki um öxi. Bilið breikkaði og hálfleiks- tölurnar voru 46-33. Grindvík- ingarnir gerðu sig seka um mörg mistök, vörnin var hörmuleg auk þess sem þeir settu ekki upp sóknarkerfin sem best hafa reynst þeim til þessa. Stundum fannst manni eins og þeir væru að spila „fædd og skírð“ við Hermann Myers í stað þess að taka af skarið og skjóta á körfuna í góðum færum. Á sama tíma var leikgleðin í fyrirrúmi hjá KR sem geta fagnað nýja banda- ríska leikmanninum sínum, Ge- off Herman. Hann stóð fyffilega fyrir sínu. Seinni hálfleikur var mun skárri af hálfu íslandsmeistar- anna. Að vísu var allt í járnum þar til um 6 mínútur voru eftir. KR hafði enn 13 stiga forystu, 65-52 en þá loks hrukku Grind- víkingar verulega í gang. Þeir minnkuðu muninn niður í 2 stig þegar 17 sekúndur voru eftir. Reyndar fengu íslandsmeistar- arnir mörg tækifæri til að hala inn sigur á lokamínútunum en þau gengu þeim flest úr greip- um. Það voru því KR-ingar sem brostu breitt í leikslok. Þeir fá nú tækifæri í fyrsta sinn síðan 1991 að leika til úrslita í bikar- keppninni. Þökk sé góðum varnarleik þeirra. Keflavík - KFÍ 79-59 Keflvíkingar völtuðu yfir keppi- nauta sína frá ísafirði í undan- úrslitaleik þeirra. Um einstefnu var að ræða allan tímann og gestirnir nánast slógust við vindmyllur. Slíkur er getumun- urinn á þessum liðum. Damon Johnson gat leikið sér að vild og svo var um flesta heimamenn. Það fer ekki á milli mála að Sig- urður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinganna, veit nákvæm- lega hvað hann á að gera við þá skemmtilegu blöndu leikmanna sem hann hefur í höndunum. Það er nokkuð sama hvaða leikmenn hann hefur inná hverju sinni, liðið getur alltaf leikið á sama hraða og það er munaður sem önnur lið í DHL- deildinni hafa ekki. Reyndar sagði Sigurður eftir leik að sínir menn hefðu leikið illa, og þar væri enginn undanskilinn. „Við bara gerðum það sem við þurft- um að gera.“ ísfirðingarnir hafa of fáa góða leikmenn til að geta tekist á við sterkustu liðin í deildinni með einhverjum ár- angri. Friðrik Stefánsson er sterkur strákur sem kann eitt og annað fyrir sér en hann skortir tilfinnanlega þá reynslu sem til þarf í baráttunni við þá bestu. Á móti lágvöxnu liði Keflvíkinga getur hann leikið lausum hala en það er ekki nóg, hann þarf meiri aðstoð en hann fékk í undanúrslitaleikn- um á sunnudaginn. Sömu lið í úrslitum kvenna Eins og áður er fram komið verða það KR stúlkurnar sem fá Páll Axel Vilbergsson og félagar úr Grindavík máttu þola tap fyrir KR í undanúrslitum bikarkeppninnar. Hér er Páll í baráttu við Birgi Mikaeisson. það verðuga verkefni að vinna bikarinn af stöllum sínum frá Keflavík. KR burstaði ÍR stelp- urnar á sunnudagskvöldið í Seljaskólanum, 51-83 og ættu því að geta mætt fullar sjálfs- trausts í úrslitaleikinn eftir u.þ.b. þrjár vikur. Keflavíkur- stelpurnar unnu svo UMFN með sama mun í Njarðvík, 41-73. Þessi sömu lið, KR og Keflavík, léku einnig til úrslita um bikar- inn á síðasta ári og þá unnu Suðurnesjastúlkurnar stórsigur. Mynd: BGS KR liðið hefur styrkst mikið á þessu ári þannig að öruggt má telja að sigur Keflvíkinga verði ekki jafn sjálfsagður nú auk þess sem dýrseðlið sem nauð- synlegt er í hverjum leik hlýtur að vakna hjá KR eftir ófarirnar í fyrra. Það er því ljóst að laug- ardagurinn 1. febrúar verður hátíðardagur með stóru H í Keflavík og Vesturborginni. gþö Frá viðureign Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins. Mynd: jhf KR-Grindavík 73:69 Stig KR: Geoff Herman 20 Ilermann Haukss. 16 Jonathan Bow 15 Birgir Mikaelss. 15 Ingvar Ormarsson 5 Óskar Kristjánsson 2 Stig UMFG: Herman Myers 23 Helgi Jónas 12 Marel Guðlaugss. 10 Páll Axel Vilbergss. 9 Jón Kr. Gíslason 8 Unndór Sigurðsson 5 Pétur Guðmundsson 2 Fráköst: KR 35 UMFG 36 Villur: KR 15 UMFG 13 Keflavík-KFÍ 79:59 Stig Keflavíkur: Damon Johnson 23 Guðjón Skúlason 16 Kristinn Friðrikss. 12 Kristján Guðlaugss. 9 Albert Óskarsson 6 Falur Harðarson 6 Gunnar Einarsson 3 Birgir Örn Birgis 2 Elentínus Margeirss. 2 Stig KFÍ: Friðrik Stefánsson 18 Derrick Bryant 15 Ilrafn Kristjánsson 12 Guðni Guðnason 6 Baldur Jónsson 3 Andrei Wallejo 3 Ingimar Guðmundss. 2 Mikilvægur sigur Þórs Þórsarar stigu stórt skref í átt að sæti í 1. deildinni með sigri á Breiðablik í leik liðanna í Smáranum í Kópavogi á laugar- daginn. Lokatölur urðu 22:23. Víkingur heldur enn fullu húsi stiga í deildinni eftir 30:15 sig- ur á ÍH. Víkingur er með 22 stig, en Þór hefur hlotið 19 stig, en bæði liðin hafa leikið ellefu leiki. KR, sem lagði HM í Mos- fellsbæ, 21:22 hefur hlotið 16 stig úr tíu leikjum og Breiðablik er með tveimur stigum minna eftir tíu leiki. KNATTSPYRNA KA-sigur í Bautamóti KA-menn urðu sigurvegarar á hinu árlega Bautamóti í innanhússknattspyrnu, sem haldið var í KA-heimilinu um síðustu helgi. KA-1 varð sigur- vegari í mótinu, en liðið lagði Dalvík að velli í úrslitaleik 3:2. Leiftur, sem lék án margra sterkustu leikmanna sinna, náði þriðja sætinu með sigri á KA-3, 1:0. BLAK Sætaskipti Þróttur Reykjavík sigraði nafna sína frá Neskaupstað í tveimur viðureignum liðanna á Neskaupstað um helgina. Báðum leikjunum lyktaði með 3:0 sigri Reykjavíkurliðsins sem þar með skaust í toppsætið. Staðan er nú þessi: Þróttur R. Þróttur N ÍS KA Stjarnan 8 7 1 22: 7 22 86 2 18: 7 18 8 3 5 11:17 11 7 2 5 9:16 6 5 0 5 2:15 2 SKIÐAGANGA Daniel varð / fjórða sæti Daníel Jakobsson, hafnaði í 5. sæti á Skandinaviska bik- armótinu í 10 km göngu sem fram fór í Svíþjóð á laugardag- inn. Daníel sem keppir fyrir As- arna í Svíþjóð, kom í mark á 24:43,4 mínútum og varð hálfri mínútu á eftir sigurvegaranum Per Elofsson sem keppir fyrir IFK Umea.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.