Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.01.1997, Side 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.01.1997, Side 1
LÍFIÐ í LANDINU Þríðjudagur 14. janúar 1997 - 80. og 81. árgangur - 8. tölublað STÚLKAMEÐ HIMBRIMAÁRÁTTU Fuglinn segir bí bí bí en ekki Gulla. Hún kallast á við himbrimana á alvöru Him- brimamáli, talar við dgr og heillast af hljóð- um. Hún hringar tungu, lœtur neðri vörina titra og kannar ítrustu mörk raddband- anna. Gulla er líka að lœra söng, hún spilar á fiðlu og tekur myndir. Gunnlaug Þorvaldsdóttir er nemi í ijórða bekk í MH. Áhugamál stúlk- unnar verður að teljast sérstakt en það er að nema hljóð, festa þau í minni og herma eftir þeim. í uppáhaldi eru himbrimarnir, kannski vegna þess að þeir voru fyrstu fuglarnir sem hún talaði við. „Við eigum sumarbú- stað upp hjá Elliðavatni og þar get ég fylgst með fugl- unum. Ég er mikið nátt- úrubarn og reika oft um í marga klukkutíma og hermi eftir hljóðum. En ég byrjaði fyrst að herma eft- ir himbrimunum sem eru uppáhaldsfuglarnir mínir. Þeir eru svo flottir. Þetta eru svona köllunarhljóð sem ég mynda og þeir svara mér alveg en verða stundum dálítið ruglaðir. Ég get auð- veldlega gleymt mér við þetta.“ Kurr og hvæs Gulla tekur nokkur dæmi. Hún er dúfa, hún er kvæsandi köttur og hún er sög sem einhver leikur á. „Sögin er mjög skemmtileg, þetta er svona lekandi hljóð, voða sorglegt." Þegar hún var tólf ára og passandi börn fór hún daglega í Húsdýragarðinn að kurra við dúfumar. „Þá náði ég dúfnahljóðinu og hef algjörlega náð að festa það í minni. Ég hef líka náð að herma eftir gæsum og svönum en hef ekki gef- ið mér nægilegan tíma í það, maður þarf að gera hljóðin oft til þess að gleyma þeim ekki. Því þótt það geti verið auðvelt að herma eftir einhverju þeg- ar maður heyrir það er erfiðara að muna hljóðin.“ Gulla er mest fyrir að herma eftir fuglum, það er líka erfiðast, en hún á kött sem hún talar auðvitað við, mjálmar og hvæsir. „Kettirnir í hverfinu voru einu sinni leiðinlegir við mína kisu og þá kom ég út og hvæsti á þá. Þeir urðu dauðskelkaðir og hlupu í burtu, allir nema kisan mín.“ Oa möluðuö þið þá saman? „Ég get náð hljóðinu en ekki malað samfellt, það er of erfitt.“ Sonur minn Himbrimi Gulla fuglaeftirherma hjalaði ekki eins og önnur lítil börn heldur hermdi eftir hljóðum sem hún heyrði í Prúðuleikurunum eða sú var niðurstaða foreldr- anna. „Þegar ég var þriggja ára fórum við mamma út í Viðey og ég varð hrædd við kríurnar. Ég hljóp til mömmu og sagði að það væri fugl sem gerði ... og svo hermdi ég eftir hljóðinu. Fuglar hafa alltaf haft mikil áhrif á mig og ef ég eignast ein- hvern tíma strák ætla ég að skíra hann himbrima." Hún semur ljóð og les upp í skólanum en til að gæta fyllsta öryggis fer hún frekar með eitt gam- alt en nýtt og auðvitað er það um him- brimana. Ljóðið orti hún átta ára gömul. Þeir koma þarna siglandi úr þokunni þessir himbrimar þetta var svo undarleg nótt að allir voru með rauðar kinnar þeir sigldu þarna yfir stokkinn svo hœgt og hljótt. „Svo getur maður náttúrulega jarmað og ég hermi bara eftir öll- um hljóðum sem ég heyri. Þegar ég heyri hvalahljóð þá næ ég þeim stundum en maður þarf eiginlega að hafa þetta á spólu svo maður geti æft sig. Mér finnst gaman að nota röddina sem hljóðfæri og þegar mamma og pabbi komu frá Kína einu sinni með kínverska músík í farteskinu heillaðist ég af söngnum og hermdi mikið eftir kínverksum hljóðum. Möguleikar raddarinnar eru ótrúlegir, maður getur framkvæmt hin ýmsu hljóð ef maður bara finn- ur hvar þau liggja í háls- inum.“ Kyssi kisa Gulla efast ekki um að hún eigi eftir að þróa þetta áhugamál sitt frekar en hafa aðrir fengið að njóta kurrs, hvæss og himbrimaákalla? „Ég hef komið fram á skemmtunum í skólanum og svoleiðis. Fyrir síðustu söngvakeppni framhaldsskólanna ákváðum við Viddi vinur minn að semja „Fuglar hafa alltafhaft mikil áhrif á mig og ef ég eignast einhvern tíma strák œtla ég að skíra hann Himbrima. “ „Kettirnir í hverfinu voru einu sinni leið- inlegir við mína kisu og þá kom ég út og hvœsti á þá. Þeir urðu dauðskelkaðir og hlupu í burtu allir nema kisan mín. “ lag á síðustu stundu. Lagið sem við sömdum á tveimur tímum hét Kyssi kisa og í því mjálmaði ég og hvæsti. Þetta kom mjög vel út. Ég fékk líka kikk út úr því að leika köttinn minn.“ Eftirhermuáhuginn tengist áhuganum á tónlist en Gulla lærir söng í F.Í.H., hún spilar líka á fiðlu og „Fólk heldur að ég sé stórskrít- in en það legg- ur við hlustir þegar ég kem með dœmin. “ hefur auðvitað reynt að ná hljómum hennar. „Það eru fáir sem geta myndað þessi hljóð sem ég næ að mynda og það þarf að finna rétta staðinn í háls- inum. Fólk heldur nátt- úrulega að ég sé stórskrít- in en það leggur við hlust- ir þegar ég kem með dæmin.“ -mar

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.