Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.01.1997, Qupperneq 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.01.1997, Qupperneq 3
^Dagur-®TOimn Þriðjudagur 14. janúar 1997 - 15 SKÓLALÍFIÐ í LANDINU „Nei, ég sakna þess ekki verulega að hafa persónuleg samskipti við nemendur, þó að vitanlega væri það skemmtilegra," segir Haukur Ágústsson, kennslustjóri fjarnáms Verkmenntaskólans á Akureyri, sem hér er á skrifstofu sinni. Mynd: -GS. Við teljum að ekki hafi verið stigið stærra skref til jöfnunar á náms- aðstöðu fólksins í landinu, en með tilkomu þessa fjarnáms. Nemendur okk- ar eru gjarnan fólk sem ekki gæti stund- að nám með öðrum hætti til dæmis vegna búsetu eða annarra aðstæðna," segir Haukur Ágústsson, kennslustjóri fjarnáms Verkmenntaskólans á Akur- eyri. Byggt á gagnvirkum sendingum Fjarnám, byggt á gagnvirkum tölvusend- ingum, hófst við VMA vorið 1994. Á ákveðnum dögum vikunnar fá nemend- ur send verkefni, sem aimennt er gert ráð fyrir að séu viku vinna. Þeim ber svo að skila eftir vikuna eða í síðasta lagi háifan mánuð til baka til kennarans og þá með sama hætti og þau voru send nemandanum. í skólanum eru verkefnin yfirfarin og þau síðan send tii baka aftur til nemandans. Einnig eru í nokkrum greinum notað- ar æfingar á veraldarvefnum. Þær eru gagnvirkar og gert er ráð fyrir að nem- andinn vinni þær sjálfur allt þar tii út- koman er orðin 100% rétt og einkunnin er 10. - Einsog aðrir nemendur hafa íjarnemar námsbækur og vinna sín verkefni eftir þeim. í annarlok ganga þeir til prófs, sem eru þreytt í þeim skóla sem viðkomanda hentar best. Sé nem- andinn búsettur utan landsteinanna er skrifstofu ræðismanns eða sendiráði gjarnan breytt í prófstofu um stund. Fjarnemum fer fjölgandi „Þetta er til þess að gera einföld aðferð við skólahald. Hún hefur hvergi verið viðhöfð á Norðurlöndunum eftir því sem ég best veit, og ég veit ekki af henni annarsstaðar, þó svo að hún hljóti að „Þetta er til þess að gera einföld aðferð við skólahald. “ vera notuð víðar en hér. Nánar hliðstæður eru í ijarkennslu Kennarahá- skólans og Fósturskól- ans hér á landi. Kennsla okkar og þessara skóla hefur vakið athygli víða,“ segir Haukur Ágústsson. - Grunnbúnaðurinn sem þarf til ijarnáms er tölva og mótald, sem helst má ekki vera minna en 14.400 baud. - Auk þessa tækjabún- aðar þarf nemandinn netfang á tölvunetinu, sem opnar honum al- mennan aðgang að því. Fyrstu fjarnemendur við VMA vorið 1994 voru 17 talsins. Haukur var þá eini kennari og kenndi námsáfangana ensku 102 og 212. Síðan hefur nemendum sí- fellt verið að fjölga, sem og námsgrein- unum. Á nýhafinni vorönn verða þær alls 24 og kennararnir álíka margir. Nemendur eru vel á annað hundrað. - Kennslugjald fyrir fyrsta námsáfanga er 10 þús. kr., annar áfangi kostar 8 þús kr. og sá þriðji og þaðan af fleiri kosta 6 þús. kr. hver. Persónuleg samskipti væru skemmtilegri „Nei, ég sakna þess ekki verulega að hafa persónuleg samskipti við nemend- ur, þó að vitanlega væri það skemmti- legra. Ég hef heyrt á sumum nemendum að þeir sakna nokkuð persónulegra samskipta við kennara sína, enda þótt þeir telji það ekki hafa haft áhrif á nám- ið sem slíkt,“ segir Haukur. Tækifæri fjarnemenda VMA og kenn- ara þeirra til að sjá og hittast geta verið Nemendur á skólabekk. Heyrir það kannski sögunni til í næstu framtíð að nemendur mæti í skólann og fara öll samskipti milli kennara og nemenda fram í rafrænu formi. Hver veit? „Nemendur á þeirri önn, sem nú er að hefjast íNamibíu, Rússlandi, Mexíkó, Frakk- landi, Bandaríkjunum og víðar. “ mjög takmörkuð. Þannig eru nemendur á þeirri önn, sem nú er að hefjast í Namibíu, Rússlandi, Mexíkó, Frakklandi, Bandaríkjunum og víðar. í hinum fjar- lægari löndum eru nemendur gjarnan einstaklingar sem starfa þar á vegum ís- lenskra fyrirtækja. Hér innanlands eru nemendur á því sem næst hverju lands- horni. Þá má nefna áhöfn togarans Sig- urbjargar frá Ólafsfirði, sem, einsog greint var frá í Degi-Tímanum á laugar- dag, mun stunda fjarnám frá borði í vet- ur. Erfitt að sjá þróunina fyrir Sem stendur eru tölvusamskipti VMA og fjarnemenda hans að mestu í rituðu máli. „Það er erfitt að sjá fyrir sér hver þróunin í þessum efnum verður, til dæm- is hvenær farið verður að flytja bæði hljóð og mynd í gegnum tölvur milli nemenda og skóla á hagkvæman og not- hæfan hátt, en að því mun án efa koma. Tæknin er í svo örri þróun um þessar mundir að við sjáum ekki fullkomlega fyrir hver framvindan í fjarnámi verður, þó að við teljum víst, að íjarnám í gegn- um tölvur sé framtíðarleið til náms,“ segir Haukur Ágústsson. -sbs. Kópavogur „Landið er ein heild í flamámi“ „Fjamám er framtíðarleið tilnáms“ Kynni mín við nemendur í gegnum þessi tölvusamskipti hafa orðið persónulegri en ég bjóst við. Þegar ég hitti nemendur aughti til auglitis er persónuleiki þeirra ekki ósvipaður því sem ég hef gert mér í hugarlund,“ segir Jóna Pálsdóttir íslenskukennari í fjar- námi Verkmenntaskólans á Akureyri. Aðalstarf Jónu er ís- lenskukennsla við Mennta- skólann í Kópavogi. Síðast- liðið haust kom hún að máli við fjarkennslumenn í VMA. Varð úr að hún tók að sér kennslu í ijórum námsáföngum í íslensku við skólann. Og þar sem fjarlægðir í rúmi og tíma skipta engu máli í tölvusamskiptum senda nemendurnir verkefni sín ýmist beint til Jónu eða þá til VMA, sem miðlar þeim áfram til hennar suður í Kópavog. „Landið getur orðið ein heild í Ijarnámi, enda skipta fjarlægðir engu. Þá horfi ég til dæmis til þess að sérskólar geti fært út kvíarnar og náð til nemenda um allt land. Þar nefni ég til dæmis ferðamála- nám við Menntaskólann í Kópavogi - og að nemendur þurfi ekki endilega að sækja hingað,“ segir Jónu. í fjarkennslu sinni á sl. haustönn sendu nemendur Jónu verkefni inn til hennar - og þegar hún hafði yfirfarið þau voru þau síðan sett upp á póstlista, þannig að hver gat farið yfir hjá öðrum og lært af bekkjar- systkinmn sínum. Þá voru einnig settar upp í náminu einskonar frímínútur, þar sem nemendur sendu hverjir öðrum tölvu- póst og áttu þannig samskipti sín í millum. „Nemendahópur sl. haust var mjög skemmtilegur. Þarna voru bændur á Norður- og Suðurlandi, sjómenn á Vest- fjörðum og Austurlandi, skrifstofufólk í Reykjavík, fiskvinnslukonur á Hofsósi og Siglufirði, húsmóðir við Eyjaíjörð, leik- skólakona í Grindavík og skrifstofustúlka í Reykjavík," segir Jóna Pálsdóttir. -sbs. „Sérskólar geta fœrt út kví- arnar og náð til nemenda um allt land. Þar nejhi ég ferðamálanám við MK. “ Villingaholtshreppur „Ég sé ekki kennarann“ Ifjarnáminu tek ég þau námsfög sem ég hef sjálf áhuga á - og það eru helst þau fög sem falla að sjúkraliðanámi. Ég starfa við hjúkrunarheimilið Ljós- heima á Selfossi og í fyllingu tímans stefni ég að því að ljúka sjúkraliðanámi - og vel mér þá námsgreinar sem falla að þeirri hugmynd minni,“ segir Birna Guð- mundsdóttir, húsmóðir á Egilsstöðum í Villinga- holtshreppi í Flóa. Birna hóf fjarnám við Verkmenntaskólann á Akureyri sl. haust. Áður hafði hún um hríð _____________________ stundað nám í öldunga- deild Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fjar- námið segir hún að henti sér þó betur. „Ég vinn vaktavinnu uppi á Selfossi, er hér með heimili og við með sveitabú- skap. Mér finnst mikill tímasparnaður nást með þessu námi, ég get sest niður við námsbækurnar og tölvuna þegar mér hentar. Nei, mér finnst ég síður en svo vera kennaralaus þó ég stundi nám með þessum hætti. Það einasta er að ég sé ekki kennarann berum augum,“ segir Birna. „Mér Jinnst mikill tíma- sparnaður nást með þessu námi, “ segir Birna á Egils- stöðum. Birna á Egilsstöðum segir að margir hafi sýnt þessu námi sínu áhuga. „Augu fólks eru að opnast fyrir því að þetta sé hentugur möguleiki tU að afla sér menntunar. Það er ekki spurning að ég ætla að halda áfram í þessu námi,“ segir hún. - sbs.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.