Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.01.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.01.1997, Blaðsíða 5
JDagur-'QKmimx Þriðjudagur 14. janúar 1997 -17 VIÐTAL DAGSINS Sprengipöntun á saltfíski í fiskverkun Trausta hf. á Hauganesi. Á myndinni eru, frá vinstri talið, Hilmir Sigurðsson, Guðlaug Carlsdóttir og eiginmaður hennar og viðmælandi dagsins Elvar Reykjalín. Mynd: -siguríturBogi. Trausti hf á Hauga- nesi er um þessar mundir að senda á Spánarmarkað 9 tonn affullunnum saltfiski í neytendaumbúðum. „Hef orðið fyrir von- brigðum með stœrri útflutningsfyrirtœki í saltfiski. Þau hafa engan áhuga á að þróa saltfisksöluna, frá þvíformi sem hún hefur verið í síðustu öldina, “ segir Elvar Reykjalín. Víð fengum skömmu fyrir jól algjöra sprengipöntun frá aðilum úti á Spáni um kaup á 9 tonnum af útvötnuð- um og fullunnum saltfiski í neytendaumbúðum. Þá erum við að tala um sambærilega vöru og við höfum verið að markaðssetja hér innanlands síðustu árin. Nú er markaðs- starf okkar ytra síðasta eina og hálfa árið að bera árangur. í lok þessa mánaðar munum við senda einn gám af þessari vöru utan og erum núna alveg á fullu að vinna upp í pöntunina en fyrir hana fáum við greiddar röskar fjórar milljónir kr.,“ seg- ir Elvar Reykjalín, einn af eig- endum fiskverkunarinnar Trausta á Hauganesi við Eyja- Qörð. Úr söltum mar í pottinn Hjá Trausta hf. hefur síðustu árin verið unnið merkilegt þró- unarstarf við verkun á saltfiski í neytendaumbúðir; ,,....það er vöru sem er unnin allt frá því fiskurinn er dreginn úr söltum mar, þar til hann fer í pottinn í eldhúsi neytenda sem geta mat- reitt hann með ýmsum hætti. Ég veit ekki betur en við sóum eina fyrirtækið hér innanlands sem fullvinnum vörur með þessum hætti. Umhugsunarvert er hvers vegna fleiri hafi ekki farið út í þá fullvinnslu saltfisks og út- flutning hans líkt og við gerum. Hitt er þó annað mál að erfitt er koma þessum samböndum á á útilutningsmörkuðum og hef- ur kostað mikinn barning, tíma og peninga. Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með stærri útflutningsfyrirtæki í saltfiskin- um. Þau virðast engan áhuga hafa á að þróa saltfisksöluna, frá því formi sem hún hefur verið í síðustu öldina. Það er grátlegt að geta ekki útvegað meiri vinnu og virðisauka hér innanlands með fullvinnslu á saltfiskinum," segir Elvar. „Fiskurinn frá okkur hefur fengið góðar viðtökur á Spánar- markaði, þar sem honum er dreift sem hágæðavöru," heldur Elvar áfram. Hann segir að fyr- irtæki sitt hafi verið í samstarfi við þróunardeild Sölumiðstöðv- ar hraðfyrstihúsanna, sem hafi verið affarasælt. Fjölskyldufyrirtæki á gömlum merg Trausti hf. er íjölskyldufyrirtæki sem stendur á gömulum merg. Það er í eigu frændanna Jóns og Hilmis Sigurðssonar og El- vars og Ragnars Reykjalín, og mæðra þeirra félaga; þeirra Huldu Vigfúsdóttir og Nönnu Steindórsdóttur. - Auk þess að reka fiskverkun á Hauganesi gerir fyrirtækið út vélbátinn Víði Trausta EA, sem um þess- ar mundir er á rækjuveiðum og verður væntanlega allt þetta ár. „Við urðum að taka öll húsa- kynni okkar hér á Hauganesi í gegn vegna þessa útflutnings- starfs. Byggðum nýja pökkunar- og frystiaðstöðu og endurbætt- um húsnæði okkar á margan annan hátt. Jú, auðvitað eru þær eftirlits- og heilbrigðiskröfur sem gerðar eru til húsakynna starfsemi sem þessarar á marg- an hátt ósanngjarnar. En eigum við annars nokkuð að fara út í að gagnrýna þær í þessu spjalli okkar?“ segir Elvar Reykjalín. Annar gámur fer í haust „Það verður sjálfsagt einhver bið á næstu saltfisksendingu okkar á Spánarmarkað. En við búumst þó við að senda annan gám utan seinnipartinn næsta sumars eða í haust. Það er gott að hafa góðan tíma til að vinna upp í pöntunina, til dæmis hvað varðar fisköflun af mörkuðum og annarsstaðar frá. Hér hefur verið mikið að gera síðustu vik- ur og þetta átta til tólf manns á fullu allan daginn við að út- vatna og pakka saltfiski, hvort heldur hann fer á innanlands- eða Spánarmarkað," segir Elv- ar Reykjalín, framkvæmdastjóri Trausta hf. á Hauganesi við EyjaQörð. -sbs. Foreldrarnir - kennararnir og öll yndislegu börnin Jóhanna Halldórsdóttir skrifar Er nú ekki mælirinn fullur að ætla sér að bæta við skólamálaumræðuna? Fyrirsögnin ein nóg til þess að fólk flettir á næstu síðu, enda flestir hættir að botna eitthvað í málaílokki þeim sem kallast „grunnskóli“. Reyndar er það tæplega málaflokkur lengur, heldur frekar vandræðageml- ingur sem verið er að reka í sinn heimadilk. Hott! Hott! Heim í hérað! Sem er sjálfsagt ágætis hugmynd út af fyrir sig. Mér finnst það óskaplega misjafnt hversu mikinn áhuga fólk hefur á skólamálum, á það jafnt við um fólk sem er foreldr- ar, kennarar, sveitarstjórnar- fólk, já eða nemendur. Allt þetta ætti jú kannski að vera á kafi í uppbyggingu menntakerfisins, hlaðið metnaði fyrir hönd barnanna og sjálfs sín, og sem betur fer eru margir fullir vilja og eiga góðar hugmyndir, - ásamt því að gera sér grein fyr- ir að við töpum af börnunum úr héraði vegna þess að við bjóð- um þeim ekkert heima. Og hvernig er menntunin sem þau fá meðan þau eru í grunnskól- um? Hvaða kröfur gerum við foreldrar og kennarar? Hvaða kröfur gera sveitarstjórnir til skólans, hvernig kynna þær sér skólamálin? Hvaða kröfur gera börnin? Þetta eru ekki litlar spurningar, og svari nú hver fyrir sig! Þó ég hafi mikinn áhuga á skólamálunum, á ég ekkert eitt svar við þessum spurningum. Umræðan er mikil og óvissa um framtíðina. Ég verð reyndar að viðurkenna að sú svartsýni sem virðist ríkjandi hjá meirihluta þeirra „venjulegu foreldra" (þ.e. foreldrar eins og ég og þú sem hafa enga sérfræðiþekk- ingu á skólum nema þá að eiga barn sem þarf að fara í skóla) sem tjá sig um yfirfærslu grunnskólans eða eitthvað ann- að þar að lútandi, sú svartsýni kemur mér dálítið á óvart. En ég játa fúslega að ég er örlítið smeyk við yfirfærsluna, smeyk við sveitarstjórnir sem ráða mismunandi stöndugum sveit- arfélögum, og grípa jafnvel t.il þess að skera niður, minnka framlög. (Ég vildi óska þess að það væri ekki alltaf íjárfest svona mikið í steinsteypu ...) Það er svo auðvelt að skera niður „eitthvað" á pappír, það er stórt og mikið böl í þjóðfélag- inu nú þegar, skera niður án þess að hugsa út í það á hverjum það bitnar, eða án þess að hugsa um hvort hægt sé að hagræða í einhverju öðru. Ætti ekki að vera auðvelt að reka góða skóla, þegar við get- um ekki lengur bent á þann sem er næstur fyrir ofan og sagt: „Þeir vilja hafa þetta svona, þetta á víst að vera svona, það er nú einhver viskan að sunnan"!? Það er nú málið, það bendir hver á annan og all- ir eru sífellt að afsaka sig eða verja, en hver á að lokum ábyrgðina? Er það kennarinn? Foreldrið? Skólanefndin? Sveitastjórnin? Það er engin einn sem á ábyrgðina á börnunum og menntun þeirra, heldur allir þessir aðilar í samstarfi. Þegar við lærum það, höfum við lært stóra lexíu. Vitið þið kannski um nokkuð sem er jafn þreyt- andi og foreldri sem segir að skólinn eigi að kenna börnun- um, sjá um menntun þeirra að öllu leyti? Eða kennara sem segist ekki skilja hegðun barns- ins eða leiðindi: „Það hlýtur að vera eitthvað að heima, það er ekkert að hér“! Ég veit ekki hvort það er prenthæft, en ég heyrði einn langafa á níræðis- aldri segja um daginn, er skóla- mál bar á góma: „Hugsið ykkur hvað væri hægt að byggja upp metnaðarfulla og árangursríka skóla á upplýsingaöldinni, börnin væru látin safna upplýs- ingum, vinna úr þeim, fá hug- myndir og fylgja þeim eftir. Verst er að sveitarstjórnarfólk hefur svo takmarkaðan áhuga á skólamálunum, þetta eru mest karlar sem eiga uppkomin börn og þau náttúrlega farin burtu." Svo hló hann auðvitað. Skyldi vera sannleikspunktur í þessu? Það er einhver sofandaháttur í okkur á landsbyggðinni, einmitt þegar við þurfum að taka hönd- um saman og sameinast um brýn verkefni. Saman erum við sterk, ekki satt? Það er líka svo- lítið sorglegt að sofa og leyfa öðrum að grípa tækifærin, - gera betur. Börnin eru yndisleg, íjölhæf og áhugasöm um allt í kringum sig, þau eru framtíðin, en þau eru líka nútíðin. Við þurfum að leggja metnaðinn í rétta hluti og axla öll okkar skammt af ábyrgð. Börnin eiga allt gott skilið, hvatningu, aga, ást, upp- fræðslu. Hvert á sinn hátt þurfa þau að fá að vera einstaklingar og finna sína leið. Ég get ekki séð nein vandamál við „grunn- skólagemlinginn" ef hver og einn rækir sitt hlutverk, ef allir eru hlekkir í keðjunni í lagi. En þið? Einn í lokin: Við vorum að fara yfir skóladagatalið með börnunum núna í byrjun árs, þarna á bekkjarkvöldið að vera og þarna diskótekið, svo er páskafrxið þarna ... Sonur okk- ar greip fram í: „Já, en hvenær er verkfallið? Er það ekki alltaf eftir áramót líka?“ Hann er 8 ára. Bragð er að þá .... segi ég nú bara! Geislar sólu gylli lönd á gœfuferli löngum. í lófa geymdu litla hönd lífs á vegi þröngum. Gleðilegt ár!

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.