Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.01.1997, Síða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.01.1997, Síða 7
Jlagur-<Eímhm Þriðjudagur 14. janúar 1997 - 19 MENNING O G LISTIR Skáldleg Reykjavík Leikfélag Reykjavíkur: Fagra veröld eftir Karl Ágúst Úlfsson, byggð á Ijóðum Tómasar Guðmundssonar. Tónlist: Gunnar Reynir Sveinsson. Söngstjórn: Jóhanna V. Þórhalisdóttir. Hljómsveitarstjórn: Kjartan Valdemarsson. Leikstjórn: Brynja Benediktsdóttir. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins 11. janúar. Gunnar Stefánsson skrifar um leiklist Leikfélagið er aldargamalt og efnir vitaskuld til hátíð- ar af því tilefni. Að kvöldi afmælisdags frumsýndi Leikfé- lagið verk sem Karl Ágúst Úlfs- son hefur samið utan um Reykjavíkuljóð Tómasar Guð- mundssonar, aðallega úr Fögru veröld. Raunar mun upphaf verksins að rekja til Gunnars Reynis Sveinssonar sem samdi mörg lög við ljóð Tómasar sem hér eru sungin. Má segja að lögin séu kjarni leiksins. Ekki ætla ég mér að kveða upp dóm um þau eftir fyrstu heyrn, enda stendur slíkt öðrum nær. Lög Gunnars Reynis hljómuðu vel en engin leið að segja um hversu mörg þeirra muni öðlast h'f á vörum þjóðarinnar. Stund- um fannst mér þau ekki falla alls kostar að ljóðunum, enda var textanum þá breytt - til skaða - eða einstök orð endur- tekin, án þess að það virtist þjóna listrænum tilgangi. Ekki fór þó hjá því að manni yrði hugsað til hins nýlátna ljúflings Sigfúsar Halldórssonar sem samdi lög við ýmis Reykjavíkur- ijóð Tómasar sem ævinlega syngja í huga manns. Framlag Karls Ágústs er dá- lítil saga - eða sögur - úr Reykj- avíkurlífi kreppuáranna, frá þeim tíma þegar Tómas orti ljóð sín. Það er oft sagt að Tóm- as hafi opnað sýn þjóðarinnar á fegurð höfuðborgarinnar. Það listræna afrek hans, er okkur örðugt að skilja og meta. Skáld- ið sigraði og ljóðin búa með okkur. En að yrkja slík fagnað- arljóð í svartasta skugga krepp- unnar er vissulega undravert og sýnir það, meðal annars, að við skyldum forðast einfaldan skilning á samfélagshræringum hvers tíma. Vitanlega svöruðu ljóð Tómasar ákveðinni þörf í menningarþróun Reykjavíkur. Hitt er jafnskiljanlegt að rót- tækum mönnum þætti furðu gegna að svo skyldi ort eins og á stóð, líkt og skáldið stæði ut- an við samtímann. Mig minnir að Jóhannes úr Kötlum hafi skrifað um Fögru veröld í þeim tón þegar bókin kom út. Það hefði kannski verið ástæða til að tefla þessum tveimur ágætu kreppuáraskáldum saman í leikverki. Karl Ágúst gerir ekkert slíkt. Tómas skáld stendur hjá hon- um utan við atburðina, hann athugar, skráir og syngur um það sem hann sér. Annars er ekkert reynt að grafast fyrir um persónuleika skáldsins. Það er von að menn veigri sér við því í okkar litla þjóðfélagi að fjalla um þekkta menn aldarinnar í skáldverkum eins og alsiða er erlendis. Karl Ágúst býr til nokkur pör eða grúppur í Reykjavík sem eiga að sýna bæjarlífið. Það er Guðrún af Skaganum sem kem- ur í bæinn og á erfitt með að aðlagast anda hans, þótt vin- konurnar reyni að draga hana með sér og hlægi að henni. Hún er í kynnum við Klemens, búra- legan bóndason úr nágrenninu, sem áður en lýkur er búinn að selja borginni jörðina og farinn Fagra veröld er sýning sem rennur vel en það er einkum að þakka ódrepandi töfrum listar Tómasar Guð- mundssonar. að aka leigubíl hjá Steindóri. Svo er það Kristín sem rekur matsöluhús og er gift Berg sem þumbast þar yfir blöðum en heldur alvöruþrungin erindi í útvarpi um viðsjárverðar þjóð- félagsnýjungar - sem hann að lokum verður að taka við. Síðan er það unga róttæka skáldið Finnbogi sem vill yrkja baráttu- ljóð um fátæktina og kúgun auðvaldsins en bíður herfilegan ósigur fyrir Tómasi. En reyndar er ungi komminn bara sonur Eyjólfs út- gerðarmanns og braskara, fær vinnu vegna föður síns sem borgar fyrir hann kaffið, en strákur launar fyrir sig með því að selja sveita- manninum bíl föður síns að honum forspurð- um. Svo eru ýmsir fleiri sem koma við sögu en yfir og allt um kring er skáldið, gefur út skáldlegar yfirlýsingar og kveð- ur bólgna kommúnista, nasista, íhaldsborgara og búra í kútinn með töfrum listar sinnar. Fagra veröld er engan veg- inn meiri háttar leikverk, enda var ekki við því að búast eins og til er stofnað. Ég sé sýninguna sem svipmynd úr Reykjavík fjórða áratugarins, í ljósi Tóm- asar. En ljóð hans eru raunar enginn samtímaspegill í raun réttri, heldur sjálfstæður feg- urðarheimur. Fyrir bragðið verða þau og hin prósaíska saga sem Karl Ágúst segir aldrei fyllilega samloða, og er það helsti galli sýningarinnar. Hún er með öðrum orðum nokkuð sund- urlaus og per- sónugerðirnar sem fram eru leiddar lítið meira en framhliðin. En að þessu sögðu er skylt að geta þess að Karli Ágúst er auðvitað þröngt mark- aður bás og verður ekki annað sagt en hann hafl unnið verk sitt lipurlega. Sam- talstexti hans er liðlegur, stund- um nokkuð hnyttinn. Þá hefur leikstjórinn skipað þessu öllu í sjónræna heild af glöggri sýn á möguleika sviðsins. Sýningin rann vel og hélt athygli manns allt til enda. Þar var þó einkum að þakka ódrepandi töfrum list- ar Tómasar, þeim tregablandna fögnuði og ljóðræna þokka sem í henni felst. Þannig má skoða sýninguna sem hyllingu Reykja- víkurskáldsins og í því ljósi er hún viðeigandi og falleg fram- kvæmd á stórafmæli Leikfélags Reykjavíkur. Sýningin er fjölmenn mjög og ekki ástæða til að nefna alla sem að henni koma. Þó er sjálf- sagt að telja Jóhönnu Jónas sem er ágæt í hlutverki Guð- rúnar og Hinrik Ólafsson er einnig góður sem Klemens, að ekki sé gleymt sjarma Maríu Ellingsen sem leikur Reykjavík- urmeyna Fanneyju. Björn Ingi Hilmarsson sækir í sig veðrið í seinni tíð og verður furðu mikið úr nokkuð vandræðalegu hlut- verki Finnboga. Ekki er að spyrja að eldri leikurunum, Margréti Helgu Jóhannsdóttur og Pétri Einarssyni, þau standa fyrir sínu, og ungu elskendurn- ir, Jenný, Sóley Elíasdóttir og Gústi, Kjartan Guðjónsson, voru hæfilega saklaus og brosleg í sinni kreppuáraást. Þess er skylt að geta að Fögru veröld var vinsamlega tekið á hátíðarkvöldi í Borgar- leikhúsinu. Öll óskum við Leikfélagi Reykjavíkur heilla á stórafmæli, þökkum því mikið og merkilegt starf í íslensku menningarlífi í heila öld. Við vonum að því megi auðnast að ná fóstfestu við breyttar aðstæður, rísa til afreka af endurnýjuðum þrótti. Til þes er ætlast á nýrri öld. „Fagra veröld er engan veginn meiri háttar leikverk, enda var ekki við því að búast eins og til er stofnað. “ Gítartónleikar á Hvammstanga Haukur Ágústsson skrifar um tónlist Fimmtudaginn 9. janúar var efnt til tónleika í Fé- lagsheimilinu á Hvamms- tanga. Tónleikarnir voru á veg- um hins ötula Tónlistarfélags Vestur-Húnvetninga, sem stendur fyrir fjölda tónleika af ýmsu tagi á hverjum vetri. Á tónleikunum 9. janúar kom fram gítarleikarinn Kristján Eldjárn. Kristján hóf leik sinn á Son- atina Meridional eftir Manuel Ponce. Verkið skiptist í þrjá hluta, sem heita Campo, Copla og Fiesta. í byrjun virtist Krist- ján ekki vera orðinn heitur í leiknum, en í lokakaflanum, sem er eins og svipmyndir af ijöri fíestunnar, var kominn all- góður hiti í leik hans. Næsta verk á efnisskránni var Svíta BWV 996 í e-moll eftir Johann Sebastian Bach. Verkið er í sex köflum: Preludio, pass- agio, presto, Allemande, Cour- ante, Sarabande, Bourré og Gigue. Kristján brá fyrir sig rómantík í flutningi, ekki síst í fyrsta kaflanum, en náði mjög svo bærilegum tökum á barrok- stíl verksins er á leið. Leikur hans var víða góður og bar einna hæst túlkun hans á Sara- bande þrátt fyrir smágalla í ílutningi, sem annars bar vott um öryggi í leik. Eftir hlé voru nútímaleg verk á efnisskránni. Fyrst útsetning Kristjáns sjálfs fyrir gítar á All Apologies eftir Kurt Cobain. Út- setningin er nokkurs konar til- brigði yfir stef lagsins. Hún er skemmtilega unnin og víða for- vitnileg, t.d. í lipurlegum leik að ómstríðum strófum, sem koma nokkrum sinnum fyrir í verk- inu. Collectici Intim eftir Vincente Ascencio, sem var næstsíðasta verkið á efnisskrá Kristjáns Eldjárns, var verulega skemmtilegt í flutningi hans. Innlifun í sérkennileg hrif verksins var víða hrífandi. Það býr yfir verulegri spennu og ekki síður gnótt blæbrigða í hinum fimm köflum sínum, sem bera heitin La Serenor, La jola, La Calma, La Gaubanca og La Frisanca, og skiluðu þau sér skemmtilega í túlkun gítarleik- arans, sem víða fór á kostum. Lokaverkin á tónleikum Kristjáns Eldjárns voru Paisaje Cubano con Campanas og Danza del Altiplano eftir Leo Brouwer. í þessum stuttu verk- um var Kristján kominn í essið sitt og sýndi víða mjög falleg til- þrif á gítarinn. í verkunum not- ar höfundur gítarinn á sérlega laðandi hátt og náði Kristján vel að draga fram hin ýmsu blæbrigði ásláttar og hljóms. Tónleikar Kristjáns Eldjárns í Félagsheimilinu á IJvamms- tanga voru mjög svo áheyrnar virði. Honum virðist láta best að leika nútímaleg verk, en þau gæðir hann sál og hita, sem ánægjulegt er að njóta.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.