Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.01.1997, Síða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.01.1997, Síða 10
22 - Þriðjudagur 14. janúar 1997 ÍDagur-Œímmtx RADDIR FOLKSINS eiðis... Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602 Akureyri Dags er sárt saknað - verulegra umbóta er þörf Þorleifur Ananíasson skrifar Eg var spurður að því um daginn hver væri ástæðan fyrir deyfð og áhugaleysi sem virðist ríkjandi um hið sig- ursæla handknattleikslið K.A. um þessar mundir. Eftir að hafa hugsað málið um tíma komst ég að þeirri niðurstöðu að ein aðal ástæða þessarar deyfðar væri sú að almenningur á Akureyri hefur verið sviptur tengslum sínum við liðið að miklu leyti með dauða dagblaðsins Dags. Dagur hefur þjónað Akureyr- ingum og nærsveitamönnum um 80 ára skeið og í gegnum blaðið hafa bæjarbúar komist í nána snertingu við það sem hefur verið að gerast í bænum, hvort heldur sem það er á íþróttasviðinu eða öðrum svið- um bæjarlífsins. Á hverjum degi gátu menn lesið nýjustu fréttir, bæði stórar og smáar og blaðið Hins vegar komust illu heilli kaup- menn, sjoppueig- endur og braskarar til áhrifa á blaðinu í krafti hlutafjáreign- ar og þá varð fjandinn laus. var kjörinn vettvangur til skoð- anaskipta og til þess að skapa stemmningu í kringum menn og málefni. En í sumar var bund- inn endir á þetta allt saman þegar ákveðið var ð sameina blaðið Tímanum og á einni nóttu var þetta áratuga gamla fyrirtæki Akureyringa lagt nið- ur í sinni gömlu mynd og fært í hendur Reykjavíkurvaldsins. Ég ásamt ijölda annarra átti eríltt með að sætta mig við þessi málalok og sá ekki ástæðuna fyrir því að fórna Degi fyrir Tímann. Dagar Tímans voru að sönnu taldir. Blaðið sem áður var eitt það besta á markaðn- um hafði staðnað og ekki fylgst með. Fjölmargar tUraunir höfðu verið gerðar til að endurreisa þetta gamla málgagn fram- sóknarmanna t.d. með stofnun N.T. (Nútímans), en allt kom fyrir ekki. Sífellt fækkaði þeim sérvitringum sem migu upp í vindinn og voru áskrifendur að Tímanum. Dagur hins vegar hafði verið í vexti og framför um árabil og engin ellimerki þar að sjá. Hins vegar komust illu heUli kaupmenn, sjoppueig- endur og braskarar til áhrifa á blaðinu í krafti hlutafjáreignar og þá varð fjandinn laus. Þessir aðilar sem oft höfðu sagt að þeir vildu ekki auglýsa í þessum „Kaupfélagssnepli" sem þeir kölluðu blaðið voru að sjálf- sögðu tilbúnir til að ganga til liðs við Reykjavíkurvaldið þegar færi gafst og Degi var því fórn- að í þessari síðustu tilraun til þess að halda lífi í Tímanum. Fenginn var uppþornaður skemmtikraftur úr Reykjavík tU þess að ritstýra hinu nýja blaði og blanda þeim saman á viðeig- andi hátt, þ.e. gera eitt blað úr tveim. Ekki vafðist blöndunin fjrir kappanum, en hún varð þó í sömu hlutföllum og „róni“ myndi blanda vodka í kók þar sem vodkinn samsvaraði Tím- anum. Menn fengu Tímann nær allan, með íslendingaþáttum og öllu, en lítið fór fyrir því efni sem Dagur hafði áður flutt og Qöldi Akureyringa hefur gefist upp á því að leita frétta úr bæj- arhfinu í þessu nýja blaði, en snúið sér þess í stað að Mogg- anum og DV. íþróttaumfjöllun blaðsins er fyrir neðan allar hellur og sem dæmi get ég sagt að þegar þetta er skrifað og vika er liðin af nýju ári, hafa enn ekki komið úrslit úr 1. deildarleik K.A. og Hauka sem leikinn var á milli jóla og nýjárs og ekki þótti ástæða til að telja upp marka- skorara í leik K.A. gegn F.H. nokkrum dögum síðar þótt nokkrum hnum væri þó fórnað af dýrmætu plássi blaðsins und- ir þann leik. Bæði Mogginn og Fenginn var upp- þornaður skemmti- kraftur úr Reykjavík til þess að ritstýra hinu nýja blaði DV gerðu báðum þessum leikj- um góð skil. Sama má segja um fleira sem verið hefur ofarlega á baugi í bænum að undan- förnu, t.d. var lítil sem engin umfjöllun um sölu Akureyrar- bæjar á hlutabréfum sínum í Ú.A. á dögunum. Við höfum hins vegar fengið allt að vita um vandræði Reykvíkinga í sambandi við strætisvagnaleiðir og þess háttar stórmál. Ritstjór- inn ungi og málglaði hefur líka sagt að nú sé blaðið orðið að landsmálablaði, en ekki lengur sérblað fyrir þennan þjóðflokk sem byggir Eyjafjörðinn. Vinnubrögð hans og ákafi fyrir því að afmá sem mest af gildum Dags minna helst á þeg- ar landkönnuðir og trúboðar gengu miUi bols og höfuðs á þjóðflokkum sem þeir fundu áð- ur fyrr og neyddu uppá þá sína siði og venjur, enda vissu þeir að sjálfsögðu hvað öðrum var fyrir bestu. Margir hafa lýst yfir óánægju sinni með hið nýja blað, en allt kemur fyrir ekki. Hinn sjálfum- glaði ritstjóri blæs á allt slíkt og er jafnan tilbúinn með tölur úr könnunum sem þeir gera ef- laust sjálfir og eiga að sanna ánægju lesenda með afkvæmið. Það minnir á töframenn eins og Baldur Brjánsson og Davíð Oddsson sem alltaf geta galdrað fram hluti uppúr hatti eða framúr ermi þegar þarf að koma fólki á óvart eða gera það kjaftstopp. En auðvitað er þetta orðinn hlutur, Dagur kemur eflaust aldrei aftur. Hins vegar verður þetta nýja blað að taka sig verulega á ef ekki á illa að fara fyrir því. Og ritstjórn þess ætti ekki að vera hrædd við að gera hlut Akureyringa verulega mik- ið meiri en nú er. Það eru jú þeir sem hafa einhvers að sakna, við höfðum Dag, en þessar hræður sem keyptu Tím- ann af skyldurækni við ílokkinn hafa ekkert misst. Og þeir myndu eflaust láta sér duga að gerast áskrifendur að Marka- skránni ef hún væri gefin út á vegum Framsóknarflokksins. Með von um verulega breyt- ingu í átt til gamla Dags. Lesandi hringdi ^fj^huadaswtur" ^o^arlundariiriagnum árs a^AJturéy,' ‘fsfámf "'“í1 jðla °S ný- færandi enda gekkhfiíJ í-f100 1 frásö^r EuBdasla-turi^t11^?1 r-En vei! hnigu, Og gulur Ut’ hruga við hringhum þar sem bae/m1 ASkógarlundar- andinn QnóðirinWmfóru' Les' eigendur sjáj sóma slnn® að h" ?Unda- ser poka til að hi-rfio - LV1 að hafa með gæludýr sínl Þetta er upp eftir H líka benda ?au^einn VÍðbJÓður uð var í sambandi vi/h nfUna sem not' Bretlandi. Myndu mo hundaskítsátakið í ^ * & * Hver kannast ekki við hversu erfitt getur ver- ið að sjá björtu hliðarnar þegar skammdegis- hrollurinn er að ná tökum á manni. Sama er hvort um er að kenna dimmunni úti sem linnulítið er allan sólarhringinn eða að mann- legu samskiptin eru með þeim hætti að langir skuggar og kuldatrekkur leika um sálartetrið. Gætum þess að verða aldrei svo upptekin við söfnun veraldlegs auðs að tillitssemi, vinátta, velvilji og samhugur verði orð sem týnist úr orðabókinni. Það er nefnilega margsannað að „Margur verður af aurum api“ en sér það ekkert endi- lega sjálfur. Annað orðtæki öllu mikilvægara er til í okkar ágætu tungu og vert að minna á í umrótinu, en það er: „Aðgát skal höfð í nær- veru sálar.“ Uppákoma í Kjós Kjósarbændm- eiga lof skilið fyrir að bregðast til varnar í tíma gegn enn meiri mengun en þegar er fyrir hendi í Hvalfirði og nágrannasveitum. Þeir hafa með málflutningi sín- um bent á að ekkert slugs verður liðið í mengunar- vörnum af landsmönnum. Þetta er þörf og góð uppá- koma. íslenska járnblendifé- lagið hf. á Grundartanga hefur því miður brugðist í varnarleiknum. Og ekki nóg með það, fyrirtækið hefur í skjóli nætur iðkað þann leik að sleppa út úr- gangsefnum í formi gufu og reyks. Það er forkast- anlegt. Fyrir hvern vinna þeir? Það er grátbroslegt að Hollustuvernd, sem á að vinna fyrir hinn almenna íslending, virðist í sívax- andi mæli ganga erinda verksmiðj ueigendanna. Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður, afar vakandi maður í umhverfismálum, hefur ýjað að því að sér- fræðingar Hollustuverndar mæli stundum þvert um hug sinn til að þóknast stefnu stjórnvalda í stór- iðjumálum. Og satt að segja virðast gæslumenn umhverfis- og náttúru- verndarráða í HoUustu- vernd og Umhverfisráðu- neyti umfram um að gera lítið úr umræðunni um hugsanlega mengun frá stóriðju. Þetta er auðvitað und- arlegt. Erlendir stóriðju- höldar koma ekki með fyr- irtæki hingað til lands af annarri ástæðu en þeirri að hér eru góð skilyrði til að framleiða og græða fé. Þeir koma ekki af hjarta- gæsku einni saman. Þeim á auðvitað að vera fullljóst að þeir geta ekki gengið um landið okkar eins og hverja aðra ruslakistu, sem auðvitað er ódýrari leið fyrir þá. Undirlægjuháttur Undarlegt er að heyra að álfabrikkur í nágranna- löndum okkar skila marg- falt minna af eiturefnum út í náttúruna en það magn sem hollustuyfirvöld hér á landi virðast sætta sig við. Hvers konar undir- læguháttiu er þarna á ferðinni? Umsjón: Jón Birgir Pétursson.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.