Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Blaðsíða 1
Karlmennska Foringjar HELGARUTGAFA Verð í lausasölu 200 kr. Miumxv- (mmíxm v Laugardagur 25. janúar 1997 - 80. og 81. árgangur 17. tölublað "t“ f Jakinn sjötugur Guðmundur J. Guðmundsson varð sjötugur í gær og fögnuðu margir tímamótunum með verkalýðsforingjanum sem varði lunga ævistarfs síns með Dagsbrún. Halldór Björnsson, núverandi formaður Dagsbrúnar, er á myndinni ásamt Jakanum en hvort talið hefur snúist um kjarabaráttuna eða léttari mál skal ósagt látið. Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður var veislustjóri í hófi Guðmundar. BP/Mynd wimar Formaður Alþýðubandalagsins boðar breytta stefnu í utanríkismálum. Það kvað við nýjan tón á miðstjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins í gaer, þegar Margrét Frímannsdóttir, for- maður flokksins, boðaði breyt- ingu á utanríkisstefnunni. Hjörleifur Guttormsson, þing- maður flokksins, er ósáttur við boðskapinn, sem sást á því að hann stóð ekki upp og kiappaði fyrir henni, eins og nær allir aðrir á fundinum. „Það kemur mér afar mikið á óvart að hér skuli hafðar uppi af formanni Alþýðubandalagsins vangavelt- ur um aðild að Evrópusam- bandinu. Ég verð að lýsa mikl- um vonbrigðum með það. Og mér finnst sú greining, sem þarna var sett fram, bæði varðandi innanlandsvettvang og alþjóðlegan, ekki hitta nagl- ann á höfuðið." Stefnir í kiofn- ing ef þessari stefnu verðrn- hafdið til streitu? „Mér sýnist að það sé verið að bjóða upp í darraðardans, sem enginn veit hvaða niðurstöðu fengi og það er ekki verkefni dagsins," segir Hjörieifur. Sighvati Björgvinssyni, for- manni Alþýðuflokksins, þótti ræða Margrétar mjög athyglis- verð. „Hún er að þarna að opna fyrir umræðu um mál, sem hafa lengi valdið miklum deiium. T.d mn að endurmeta afstöðu flokksins til Nato; um að skoða alla þætti Evrópumálsins, þ.á m. hugsanlega aðiidarumsókn. Hún er að boða umtalsverðar breytingar á ríkisrekstri og breytingu á sjóðakerfinu. Það eru mörg athygiisverð slöia- boð, sem koma fram á þessum fundi, sem eru til vitnis um það að Alþýðubandalagið er a.m.k. að skoða, að breyta áhersl- um sínum í ýmsum stórum málum,“ segir Sighvatur. En er ekki formaður Alþýðubandalags- ins að færa flokk sinn nær Alþýðu- flokknum? „Eigum við ekki að segja að bilið milli okkar hafi a.m.k. minnkað mjög.“ -yj Sjá einnig bls 4. Hjörleifur Guttormsson alþingismaður „Mikil vonbrigði að formaður Alþýðu- bandalagsins sé með vangaveltur um aðild að Evr- ópusambandinu. “ Fjölskyldutrygging sem tekur mið afþörfum aiirar fjölskyldunnar Lífið í landinu Þingmaður og matmaður íslendingaþættir fyigja blaðinu í dag íslenska óperan Danshöfimdur hættir störfum í skyndingu og snöggum hætti undir lok vik- unnar. Ástrós sagði í gærkvöldi að hún vildi ekki greina frá þeim ágreiningi sem komið hefur upp á milli hennar og forsvars- manna óperunnar. Hún sagði þó að dansar sem hún hefði samið, yrðu ekki sýndir í óper- unni sem frumsýnd verður eftir hálfan mánuð. Ágreiningurinn mun varða ólíkt listrænt mat Ástrósar og stjórnendanna, en leikstjóri í Kátu ekkjunni er Andrés Sigurvinsson. Ekki náðist í Garðar Cortes óperustjóra í gærkvöldi og Ólöf Kolbrún Harðardóttir, fyrrum óperustjóri, sagðist eldd vilja ræða málið við fjölmiðla. Hún sagði að brottför Ástrósar breytti engu um frumsýningar- kvöldið. Unnið yrði að lausn vandans. -JBP Listdanssljórí ís- lensku óperunnar hefur skyndilega hætt störfum og tek- ur með sér alla dansa sem hún samdi fyrir sýningu sem sýna á eftir hálfan mánuð. Það er rétt að ég er farin frá íslensku óperunni. Ég lét af störfum,“ sagði Ástrós Gunnarsdóttir, danshöf- undur og listdansstjóri, sem starfað hefur við uppsetningu á Kátu ekkjunni. Uppsögn Ástrós- ar bar að með tilþrifamiklum Stjórnmál Boðið upp í darraðardans I

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.