Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Blaðsíða 2
2 - Laugardagur 25. janúar 1997 jDagur-'3Iímittn Frétt Dags-Tímans á þriðju- dag um mjög hóflega ánægju Kristínar Ástgeirs- dóttur með „dónaskap" Grósku vakti mikinn úlfaþyt. „Það hefur ekki verið hringt svona mikið í háa herrans tíð,“ sagði einn þingmaður krata í gær, „síminn var byrj- aður fyrir allar aldir um morg- uninn og stoppaði ekki.“ Þar voru óánægðir sameiningar- sinnar að bera sorg sína á torg við þingmanninn og hverja aðra. w Isömu röðum fer sögum af titringi „gömlu mannanna", Sighvats og Svavars. Þeir vita ekkert hvað verður úr þessu Grósku dæmi, „svo eru þau að tala um að bjóða fram,“ varð einum úr lávarðadeild- inni að orði, frekar óhress. Eða óviss. Herbúðirnar hafa öðlast líf í það minnsta. Flokksstjórn krata kemur saman í dag og miðstjórn Allaballa líka - meira seinna. Helsti Efnahagsbanda- lagsgúrú Sjálfstæðis- flokksins á þingi hristi höfuðið yfir „ESB útspili" Margrétar Frímanns. „Hún segir að EES samningurinn hafi fært okkur ábata, en er enn á móti hon- um, hún vill ESB á dagskrá - en til að vera í minnihluta á móti. Hvað er þetta „á dag- skrá“ eiginlega?" spurði þing- maðurinn í heita pottinum. Meira um miðstjórnarfund Allaballa. Einn helsti allaballinn norðan heiða rétt komst með flugi suður um kaffileytið í gær eftir 36 klukkustunda töf. „Hugsaðu þér, til að hlusta á Sighvat!" sagði hún og hló að óbæri- legum léttleika tilverunnar. Áfengismál 12-15 ára drekka minna Unglfngum 12-15 ára sem höfðu neytt áfeng- is fækkaði um meira en fjögur þúsund á tveim árum en hinir drekka nú meira en áður Áfengisneytendum á aldrin- um 12-15 ára fækkaði gífurlega (úr nær 7 þúsund í 2.700) milli áranna 1993 og 1995, sam- kvæmt könnunum á áfengis- neyslu 12-24 ára íslendinga, sem Gallup gerði á fyrir Áfeng- isvarnaráð vorið 1996 og tveim árum áður. Hlutfall 12-13 ára unglinga sem einhvern tíma hafa smakkað áfengi lækkaði úr 17% niður í 4%. Á landsvísu þýðir það fækkun úr 1.500 nið- ur í 350 börn. í hópi 14-15 ára lækkaði hlutfallið úr 62% niður í 27%. Unglingum á þessum aldri sem hafa drukkið hefur því fækkaði úr 5.400 niður í 2.400 á þessum tveim árum. Heildar áfengisneysla ung- menna hefur samt aukist. Hlutfall alls 12-24 ára hóps- ins sem aldrei hefur neytt áfengis hefur stækkað umtals- vert (úr 25 í 37%) á aðeins tveim árum. Og hópurinn sem ekkert drakk árin fyrir könnun sömuleiðis (úr 35 í 46%). Al- Hefurþú einhvern tíma neytt áfengis? 100%i 80% ■ 60% ■ 40% 20% Greint eftir aldri □ 1996 —11994 17% 4% gengasti upphafs- aldur áfengis- neyslu hef- ur á sama hátt hækk- að úr 14- 15 ára upp 16-17 ára. Þetta er talin mjög góð þróun, ekki síst í ljósi þess sem glöggt kom í ljós í könnun- inni, að því yngra sem fólk var þegar það neytti áfengis í fyrsta sinn, því líklegra er það til að lenda í mikilli neyslu síð- ar. Einnig kom í ljós mikil fylgni milli heilsulífsstíls (reykinga og íþróttaiðkunar m.a.) og neyslu áfengis. Slæmu fréttirnar eru hins vegar þær, að þótt sá hópur sem ekki drekkur hafi stækkað jókst samt áfengisdrykkjan. Þeir sem drekka gera það nú oftar og meira en áður - um 15% þeirra kringum vikulega 0% 88,3% 76,6% 62,3% 27,3% 12-13 14-15 16-17 eða oftar. Fyrsta áfengisneyslan var bjór mun oftar í síðari könnun- inni en fyrri. Og yfir 80% byrja í partíum með vinum sínum. Vin- ir útvega unglingum helming- inn af áfenginu og foreldrarnir um fimmtung. Meirihluti ung- menna heldur að vinir þeirra drekki oftar en þeir sjálfir en aðeins 3% að sjálfir drekki þeir meira en vinirnir. Patreksfjörður Er enn í félagsheinulinu Sigurður Ingi Pálsson, veit- ingamaður á Patreksfirði, hafði í gær enn ekki farið út úr félagsheimilinu. Hann og kona hans höfðu ákveðið að opna veitingastaðinn Felguna í gærkvöldi, þegar Dagur-Tíminn hafði samband, og var búist við margmenni, enda segjast þau hjónin hafa fundið mikinn stuðning meðal bæjarbúa og annarra landsmanna. Þorrablót Kvenfélagsins, sem rekja má upphaf deilunnar til, átti að vera í kvöld en það verð- ur ekki því kvenfélagskonur hafa sent miða í hús þar sem þær segja að blótinu sé frestað um óákveðinn tíma. Sigurður Ingi, sem rekið hefur félags- heimilið, vildi ekki una þeim skilmálum að „pelafyllerí" yrði á þorrablótinu, það væri brot á lögum, en húsið er með vínveit- ingaleyfi. Bæjaryfirvöld tóku við sér í kjölfar þessa og vildu Sig- urð Inga út, en hann segist eiga rétt á 6 mánaða uppsagnar- fresti eins og staðið hefur verið að leiguskilmálum. Sigurður og Qölskylda bíða þess að fá viðbrögð frá lögfræð- ingi stjórnar hússins. Á meðan ekkert heyrist frá honum má búast við að hann haldi „stofu- fangelsinu" áfram, en hann hef- ur ekki farið út fyrir hússins dyr síðan sl. mánudag. BÞ Flassari fær sekt Tveir ungir menn á Selfossi hafa verið dæmir fyrir að hafa ráðist að sjúkraflutnings- mönnum á Selfossi, fyrir hneykslanlega ölvun á al- mannafæri og annar þeirra fyr- ir að sýna rass og kynfæri framan í vegfarendur. Mennirnir eru fæddir 1978 og 1979. Sjúkraflutningsmenn voru á ferð í lögreglubíl á síð- asta ári, þegar annar mann- anna sýndi sig á miðjum Aust- urvegi í miðbæ Selfoss. Sjúkra- flutningsmennirnir stöðvuðu lögreglubílinn og gerðu athuga- semd við framferði mannsins. Sá neitaði að koma inn í bílinn til viðræðna. Kom þá til átaka milli félaga flassarans og sjúkraflutningsmannanna, sem endaði með með því að þeir síð- arnefndu fengu högg í andlitið. Við yfirheyrslur játuðu árás- armennirnar brot sín greiðlega. Sá sem sýniþörfina hafði var dæmdur til 40 þús. kr. sektrar- greiðslu. Hinn fékk 2ja mán. skilorð. -sbs. Egilsstaðir Háspennu- rofi fauk Háspennurofi, 30 volt að stærð, við Egilsstaði fauk niður aðfaranótt föstudags og er tjónið metið á 5 til 6 milljónir króna en rofinn er talinn ónýt- ur. í ljós kom að veila var kom- in í festingar í undirstöður. Það hefur þau áhrif að há- spennulína sem liggur frá Ey- vindará við Egilsstaði og niður á F.skiíjörð, gamla stofnli'nan, er ekki í sambandi og flutnings- getan því skert að því magni. Engu að síður annar RARIK raforkuþörfinni á Austurlandi vel og hvergi er um rafmagns- leysi að ræða en öryggi fór af línum tímabundið. GG VEÐUR O G FÆRÐ Reykjavík Akureyri t>un Man pn MIO -15 10- ■10 5- Sun Mán Þrí Mio m ■1 1 1 1 3 lO O in 0 1 1 /V / / / ..... . VSV5 VNV 6 VSV5 SSV 5 VSV5 V5 V4 SV4 SV4 VSV5 V7 VSV5 SV5 VSV 6 VSV5 V5 VSV5 SV4 Stykkishólmur Egilsstaðir iS. Sun Mán Þri 5- -10 °- M- 5 .5 JSjpj [tmáísmul L*Jm\ llillllll. 0 VfSVf6 VNV7 l/Sl^6 SSV'ö l/Sl'6 V6 V5 SV5 SSV6 Mið °C 10- 5- 0- -5- -10- -15 Sun Mán Þri Mið mm ------15 -10 - 5 0 Bolungarvík !? Sun Mán 10------------ 5- 0- Þri Mið mm VSV4 V 6 V 4 SV4 VSV 5 VSV6 V5 VSV4 SV4 Kirkjubæjarklaustur Mán Þri °5 Sun VSV7 VNV6 VSV6 SV 5 V V5 VSV4 SV5 SSV5 -10 5 0 -10 - 5 0- -5- 1V'SV'4 VNV 4 V4 SV3 VSV4 V3 VNV3 VSV3 SV3 Mið mm Blönduós Stórhöfði Sun Mán 5 0 -5 -10 Þri Mið Mán Þri / -15 -10 10- 5- m - 5 - 0 0- -5- u; VSV4 VSV5 V6 VSV6 SSV6 VSV 6 V5 SV5 SV4 va VNV9 V8 SSV7 VSV8 V8 V 7 VSV6 SV7 Björn S. Einarsson veðurfrœðingur Suðvestankaldi eða -stinningskaldi með allhvössum éljum um sunnan- og vestanvert landið en léttskýjað norðaustanlands. Vægt frost um mestallt land. Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Færð á vegum Snjókoma og skafrenningur er á öllu Vestan- og Norðanverðu landinu. Stórhríð og mikið hvassviðri er á Holtavörðuheiði og mjög slæmt ferðaveður. Á Vestfjörðum eru allar heiðar ófærar.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.