Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Blaðsíða 6
6 - Laugardagur 25. janúar 1997 ílagur-HIimmn Veiðibíll LandRover, árg. '65, bensín. Uppteknar bremsur, nýtt raf- kerfi, uppgerður '96, skoðaður '97. Verðtilboð. Upplýsingar í síma 588-3238 og 552-2126. Framsóknarflokkurinn Þorrablót framsóknarfélaganna í Reykjavík Þorrablót framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldið 1. febrúar n.k. í Borgartúni 6, Reykjavík (Rúgbrauðsgerðinni). Heiðursgestur: Halldór Ásgrímsson Veislustjóri: Jón Kristjánsson. Skemmtiefni: Jóhannes Kristjánsson, happadrætti o.fl. Verð kr. 2.900. Miðapantanir á skrifstofu Framsóknarflokksins í síma 562 4480 Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ást- kærs eiginmanns mins, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, LÁRUSAR KJARTANSSONAR, bónda, Austurey I, Laugardal. Hermannía Sigurrós Hansdóttir, Kjartan Lárusson, Auður Waage, Ragnar Matthías Lárusson, Fríða Björk Hjartardóttir, Margrét Sigurrós Lárusdóttir, Karl Eiríksson, Hanna Lárusdóttir, Þorsteinn Þorvaldsson, Kristín Jóhanna Andersdóttir, Ástgeir Arnar Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hiýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengda- móður og ömmu, HALLDÓRU SIGURÐARDÓTTUR, Víðilundi 9, Akureyri, sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 14. janúar. Vigfús Ólafsson, Anna Gunnur Vigfúsdóttir, Anton Sölvason, Sigurlaug María Vigfúsdóttir, Jónas Franklín, Sigurður Vigfússon, Þóra Leifsdóttir, Hulda Vigfúsdóttir, Ómar Stefánsson, Gunnar Vigfússon, Jóhanna Friðriksdóttir, Dóra Vigdís Vigfúsdóttir, Þórður Mar Sigurðsson og barnabörn. Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur hlýju og sam- úð við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengda- föður og afa, SIGVALDA KRISTJÁNSSONAR, Skipasundi 12, Reykjavík. Ingibjörg Guðbjörnsdóttir, Guðbjörn Sigvaldason, Jónína Marta Árnadóttir, Kristján Jóhann Sigvaldason, Silja Hlín Guðbjörnsdóttir, Gfsli Freyr Guðbjörnsson. Rannsóknir Eykur lýsisneysla hættu á magasári? Lýsisneysla tvöfaldar magasár í stressuð- um rottum. Spurning með menn. Niðurstöður fóðurrann- sókna á stressuðum rott- um sýndu að þær 'sem aldar voru á lýsisblönduðu fóðri fengu meira en tvöfalt fleiri magasár heldur en þau dýr sem alin voru á fóðri blönduðu með kornolíu eða venjulegu fóðri. Frá þessu segir Sigmundur Guðbjarnarson prófessor í grein um streitu og hjartað í blaðinu Hjartavernd. Rannsóknir á magaslímhúð og magaveggjum sýndu að dýr sem alin voru á lýsi höfðu mun minna af efni sem er mjög mik- ilvægt fyrir eðlilegar varnir og viðbrögð magans við margs konar örvun og áreiti. „Líklegt er að mikil lýsisneysla hafi veikt varnarkeríi magaslímhúðarinn- ar,“ segir prófessor Sigmundur. Samanburður við menn sé að vísu ekki mögulegur en vert að geta þess að hér á landi sé neysla magalyfja tvöfalt til þre- falt meiri en tíðkist á hinum Norðurlöndunum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif taugasteitu á myndun magasára hjá rottum, sem skipt var í þrjá hópa sem fengu mis- munandi fóður. Til að valda dýrunum streitu voru þau lokuð inni í þröngu búri yfir nótt. Nið- urstöðurnar sýndu að dýrin höfðu öll fengið mörg en smá magasár eftir 16 tíma dvöl í búrinu, en lýsisöldu rotturnar þó meira en tvöfalt fleiri sár en hinar sem áður segir. „Þótt þorskalýsi sé hollt og heppilegt fyrir hjarta og æða- kerfið þá er höfsemi best í þessu efni sem og öðrum og ætti ein matskeið af þorskalýsi á dag að duga vel,“ segir Sig- mundur Guðbjarnarson. Hornafjörður Mynd: GS Saltað í 30 þús. tunmir af sfld hjá Borgey hf. Borgey hf. á Hornafirði hefur saltað sfld í liðlega 30 þúsund tunnur á ver- tíðinni, og skiptist það nokkuð til helminga, heilsöltuð sfld og flök. Mikill markaður er enn fyrir sfldarflök í Þýskalandi, Danmörk og Svíþjóð umfram þessar 15.500 tunnur af flökum Nýjar perur Munið ódýru morguntímana alla virka dagafrákl. 8-14. Aðeins kr. 280,- Á46“ skjá um helgina: Laugardagur: Man. Utd.-Wimbledon kl. 15. Sunnudagur: Newcastle-Nott. Forest kl. 13.30. Sunnudagur: Chelsea-Liverpool kl. 16. KA-heimilið Simi 462 3482. Búist við að loðnan nái 15% hrognafyll- ingu um 10. febrúar og þá geti hrogna- frysting hafist. sem búið er að salta í. Ágúst Sigurðsson, framleiðslustjóri Borgeyjar hf., segir að öll sfld sé nú flökuð á áðurnefnda markaði þar sem markaður fyr- ir heilsaltaða sfld á Rússlands- markað sé nú mettur. Alls hafa veiðist um 83 þúsund tonn af sfld, þar af 38 þúsund tonn til frystingar og 27 þúsund tonn til söltunar og hefur hlutfall sfldar til bræðslu aldrei verið lægra á þessum árstíma. Að sama skapi er meðalverð- mæti hvers tonns af sfld sem berst að landi aldrei meira, verðmætasköpun aldrei meiri. Langmestu hefur verið landað á Neskaupstað, Hornafirði og Vestmannaeyjum, eða um 48% heildaraflans. Allur sfldarflotinn er í höfn vegna veðurs, þar af þrír bátar á Hornafirði; Jóna Eðvalds SF sem landar hjá Skinney hf. Húnaröst landaði sfld en Víkur- berg loðnu sem er fryst á Rúss- landsmarkað og lýkur þeirri vinnu í dag. Hrognafylling loðn- unnar er nú 8,8% en reiknað er með að hægt verði að fara í hrognatöku og frystingu kring- um 10. febrúar nk. en þá ætti loðnan að hafa náð hæfilegri hrognafyflingu, eða um 15%. Það er háð því skilyrði að hún komi í hlýrri sjó. Þá má búast við miklum atgangi á Aust- ijarðahöfnum í fyrstingu auk þess sem frystitogarar munu liggja við bryggju víða fyrir austan og taka við hráefni tfl frystingar. Sfldarbátarnir hafa verið að fá aflann í Litla-Dýpi, þ.e. austur af Hvalbak en loðn- an hefur verið að veiðast nokkru sunnar, eða á Papa- grunni. Hún hefur verið að fær- ast nær landi, ganga upp á grunnið. GG

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.