Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Blaðsíða 9
|Dagur-®íxramt
Laugardagur 25. janúar 1997 - 9
RITSTJORNARSPJALL
Birgir
Guðmundsson
aðst.ritstjóri
skrifar
Prestar hafa verið að tala
um að „flýta upphafi bisk-
upskjörs“ og skipað sér í
flokka með og á móti. Satt að
segja hef ég átt í erfiðleikum
með að skilja hvað þetta „upp-
haf biskupskjörs" þýðir, en
orðalagið er einhvern veginn
svo sérkennilegt að ég hallast
helst að því að það sé komið frá
Geir Waage, formanni Prestafé-
lagsins, og einum helsta tals-
manni þess að flýta sem mest
þessu upphafi. En guðhræddur
góðkunningi minn benti mér á
að spurningin snerist um hvort
flýta ætti þeim tímapunkti sem
talið er við hæfi að færa átökin
um nýjan biskup út úr skúma-
skotunum og tala um þau á al-
mannafæri. Kirkjunnar menn
eru enn að velta þessu fyrir sér,
en greinilegt er að hugmyndin
um að flýta upphafi biskups-
kjörs hefur með öðrum hætti
gert vart við sig víðar í þjóðfé-
laginu. Þannig hafa menn með
ýmsum hætti víða um land ver-
ið að flýta upphafi næstu sveit-
arstjórnarkosninga, sem verða
eftir rúmt ár - í það minnsta
eru menn farnir að huga að
vígstöðu sinni og möguleikum
þegar upphafið skellur á.
Snjall leikur
Sá sem virðist einna lengst
kominn í þessum efnum - (Geir
Waage stjórnmálanna?) - er
Árni Sigfússon. í vikunni hefur
hann verið að koma á sjón-
varpsskjái landsmanna og beð-
ið þá um að segja upp bifreiða-
tryggingum sínum. Árni er að
vara menn við því að festast í
sínum gömlu tryggingum einu
sinni enn og sitja uppi með með
okurprísa. Sjálfur geti hann út-
vegað lægra verð og ef menn
kaupa ekki beint af honum þá
er í það minnsta líklegt að
gömlu tryggingafélögin muni
lækka sitt verð til að standast
samkeppnina. Pessi skilaboð
sendir Árni Sigfússon ekki til
landsmanna í krafti stöðu sinn-
ar sem oddviti sjálfstæðis-
manna í Reykjavík. Hann gerir
það sem formaður Félags ís-
lenskra bifreiðaeigenda. Þetta
framtak Árna er með hans
snjöllustu leikjum, því þrátt fyr-
ir allt eru bfleigendur þakklátur
hópur og Árni Sigfússon er
Friðrik Sophusson,
Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson,
Gunnar Jóhann Birg-
isson, og Ellert
Schram eru dæmi
sem kastað hefur
verið fram um hugs-
anlega arftaka.
vissulega vinur þeirra. Árni er
því í hlutverki bjargvættsins,
mannsins sem bfleigendur eiga
skuld að gjalda - óháð því hvar
þeir eru í pólitík.
Ég hvet ykkur...
En Árni er hins vegar í pólitík
og þar sem Árni er aðeins einn
og ekki „tví-einn“ eða „þrí-
einn“ þá er ógerlegt að skilja á
milli stjórnmálamannsins og
bfleigendavinarins Árna Sigfús-
sonar. Þetta veit auðvitað Árni
og notar því tækifærið til að
flýta upphafi borgarstjórnar-
kjörsins með því að koma sjálf-
ur fram í sjónvarpi með skila-
boð til þjóðarinnar. Enda segir
Árni ekki: „FíB hvetur bfleig-
endur til að segja upp trygging-
um sínum." Hann segir ábúðar-
fullur við okkur hérna megin
við sjónvarpsskjáinn: „Ég hvet
ykkur....“ Þetta kann Árni vel
og hefur nú sýnt að hann er
vaxandi stjórnmálamaður.
Ég sagði áðan að trúlega
væri þessi „vinur bfleigand-
ans“- leikur hjá Árna með því
snjallasta sem hann hefur gert.
Bæði er að hann er að gera bfl-
eigendum raunverulegan
greiða, sem skilað hefur sér í
lægri tryggingum annað hvort
hjá FÍB eða í formi lækkunar
hjá gömlu félögunum. En pólit-
ískt gefur þetta Árna ýmis
sóknarfæri, sem honum annars
stóðu ekki til boða. Þessi sókn-
arfæri eru bæði innan flokksins
og gagnvart R- listanum.
Styrkir Árna
innan flokksins
Almælt hefur verið að sterk öfl
innan Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík geti hugsað sér ein-
hver annan forustumann en
Árna fyrir næstu kosningar. Það
er ekki vel séð að tapa borg-
inni. Hins vegar hefur nokkuð
strandað á því að engin augljós
kandídat hefur verið til staðar
sem gæti tekið forustuna með
trúverðugum hætti. Friðrik
SOphusson, Vilhjálmur Þ. Vilj-
hálmsson, Gunnar Jóhann Birg-
isson, og Ellert Schram eru
dæmi sem kastað hefur verið
fram um hugsanlega arftaka.
Enginn þeirra er þó með sann-
færandi hætti betri kostur en
Árni, allra síst eftir að Árni hef-
ur náð að koma sér upp um-
talsverðu baklandi þar sem bfl-
eigendur eru. Þess utan má
segja að sýnileiki Árna, foringja
sjálfstæðismanna í Reykjavík í
tenglsum við tryggingarnar haíl
orðið til þess að „flýta upphafi“
borgarstjórnarkosninganna.
Það væri erfitt fyrir flokkinn,
eftir þetta útspil Árna að fara
að skipta um foringja núna. Það
hefur aldrei þótt góð lausn á
Þar á bæ hafa menn
semsé ekki síður en
Árni flýtt upphafi
borgarstjórnarkjörs,
svo gripið sé til hins
kirkjulega orðalags.
aðsteðjandi vanda, að skipta
um hest í miðju straumvatni.
Það vita sjálfstæðismenn núna
af biturri reynslu úr síðustu
kosningabaráttu. Eins og málin
standa í dag er því lang líkleg-
ast að Árni Sigfússon muni
leiða lista sjálfstæðismanna í
kosningunum eftir rúmt ár.
Slagurinn
við R-listann
Bakland bfleigendavinarins
gagnast honum þó ekki aðeins
við að verja stöðu sína innan
Sjálfstæðisflokksins. Óhjá-
kvæmilega mun þetta hjálpa
honum í baráttunni við R-list-
ann og ekki veitir af. Stjórnar-
andstaða sjálfstæðismanna hef-
ur einhvern veginn ekki verið
mjög öflug, heildræn eða mark-
viss. Upphlaup hér og upphlaup
þar í bland við upphrópanir um
skattahækkanir, „skítaskatt“,
eða „sjónhverfingar" munu ekki
fleyta sjálfstæðismönnum inn í
Ráðhúsið á ný. Meira þarf að
koma til, ekki síst í ljósi þess að
nú á seinni hluta kjörtímabils-
ins er málflutningur Reykja-
víkurlistans og starf orðið mun
samstilltara en áður og fátt sem
virðist ætla að spilla fyrir því.
Um síðustu helgi voru t.d.
stofnuð jafnaðarmannasamtök-
in Gróska sem hrærðu upp í
mörgum þeim sem að Reykja-
víkurlistanum standa, en hefðu
hugsanlega getað spillt fyrir
samstarfinu innan R-listans,
t.d. milli A-flokka fólks annars
vegar og svo kvennalistakvenna
og framsóknarmanna hins veg-
ar. Forustumenn listans, með
Ingibjörgu Sólrúnu í broddi
fylkingar, pössuðu sig vandlega
á að blandast ekki inn í það
mál, sem sýnir að samstarfið
gengur smurt og erfiðleikalaust
fyrir sig. Eins og komið hefur
fram í fréttum er R-listinn far-
inn að undirbúa hvernig staðið
skuli að listauppstillingu fyrir
kosningarnar, prófkjöri og þess
háttar. Þar á bæ hafa menn
semsé ekki síður en Árni flýtt
upphafi borgarstjórnarkjörs,
svo gripið sé til hins kirkjulega
orðalags.
Fyrst upphafið er....
Þá sögu hef ég heyrt um kunn-
an húsvískan hagyrðing að
hann hafi einhvern tíma gengið
á eftir konu sem var með
óvenju svera og mikla kálfa. Þá
á hann að hafa sagt: „Augun
komast hæst að hné/ hugir
margs þó vona./ Hvernig ætli
kýrin sé/ fyrst kálfarnir eru
svona?“ Flest bendir til að
„upphafi borgarstjórnarkjörs“
hafi verið flýtt og Árni Sigfús-
son er mættur til leiks í klóku
útspili hvað svo sem annars má
um það segja. R-listinn er sömu
leiðis að gera sig kláran í slag-
inn og í Ijósi þessara tilþrifa er
óhjákvæmilegt að spyrja:
Hvernig æth kosningaslagurinn
sjálfur verði fyrst upphafið er
svona?