Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Blaðsíða 7
IQagur-ZEímmrt Laugardagur 25. janúar 1997 - 7 ERLENDAR FRETTIR Þorrablót Varnarbandalög Þorrablót verður haldið í Freyvangi laugardaginn 1. febrúar 1997. Húsið opnað kl. 20.30. Hljómsveit Rafns Sveinssonar leikur fyrir dansi. Brottfluttir hreppsbúar velkomnir. Miðapantanir í síma 463 1196 þriðjudag 28. og mið- vikudag 29. janúar milli kl. 20.00 og 22.00. Nefndin. Lettneskir hermenn á aefingu. NATO og Rússland Baksvið Dagur Þorleifsson Iblöðum stendur á þá leið að Javier Solana, framkvæmda- stjóri NATO, hafi haft allvíð- tækt umboð til sanminga frá aðildarríkjum bandalagsins 16 er hann fór til Moskvu til við- ræðna við rússneska ráðamenn. Erindið var að fá Rússland til að samþykkja fyrirhugaða víkk- un NATO austur á bóginn. En Prímakov utanríkisráð- herra og aðrir rússneskir ráða- menn, sem hinn spænski fram- kvæmdastjóri NATO ræddi við, tóku ekki í mál að verða við þeirri beiðni. Gagnkvæm tilhliðrunarsemi Þrátt fyrir það er líklegast að NATO bjóði Póllandi, Tékklandi og Ungverjalandi aðild í sumar. Rússland segist að vísu ekki samþykkja að þessi fyrrverandi Varsjárbandalagslönd sameinist NATO, en á Vesturlöndum gera margir ráð fyrir því að ráða- menn í Moskvu ________ muni samt sætta sig við það í raun. Ýmsir segja sem svo að Vestrið hafi spillt fyrir sér í máli þessu með of mikilli tregðu á að bjóða Rúss- landi sáttmála, verði tillit til Einn þeirra Með hliðsjón af hugmynd um „nýtt Atlantshafssamfélag" Vesturlanda og Rússlands eru Vesturlönd í vafa um það hversu mörg og hvaða fyrr- verandi Varsjárbandalagsríki og sovétlýðveldi skuli tekin í NATO. stríðinu í austur. Einn segir að Rússland muni að vísu ekki samþykkja þá stækkun, en láta þar við sitja, annar hótar „við- brögðum" o.s.frv. Menningarheild Vesturlanda Ekki er heldur laust við að Vesturiönd séu tvílráð í þessum málum. Þar eiga menn enn í erfiðleikum með að gera upp við sig hvað NATO eigi að vera, þegar það telst ekki lengur varnarbandalag gegn Rússa- veldi. Raunveruleikinn á bak við þetta tafl tveggja tvílráðra aðila er eitthvað á þessa leið, m.a.: Fyrrverandi Varsjár- bandalagslönd og sovétlýðveldi, sem tilheyra menningarheild Vesturlanda, vilja eindregið komast í bandalög þeirra, af efnahagsástæðum, af því að þeim finnst þau eiga þar heima vegna menningarlegs skyldleika og til þess að tryggja öryggi sitt gagnvart Rússlandi. Á Vestur- löndum er um að ræða tilhneig- ingú til að verða við þeim ósk- um. Vitaskuld er saman við þá tilhneigingu tortryggni í garð Rússlands, þótt minni sé en ________ fyrr, og hugsun á þá leið að best sé að nota tækifærið, með- an Rússland er í lamasessi, til að styrkja að- stöðu Vestur- landa gagnvart því til frambúð- ar. þar sem tekið sérstöðu þess. er Braithwaite, fyrrum ambassador Bretlands í Moskvu, sem segir að samstarf Vestursins og Rússlands í ör- yggismálum sé dæmt til þess að mistakast, nema því aðeins að það sé á „jafnréttisgrundvelli" og að aðilar viðhafi gagnkvæma tilhliðrunarsemi í málum þar sem hagsmunir þeirra rekist á. Það flækir þessi mál að mestur hluti valdanna í Rúss- landi er í höndum forseta, sem er veikur og óvinnufær. Þar af leiðandi er rússneska forystan sundruð, tvílráð og mikið til óvirk. í samræmi við þetta er að æðstu mönnum Rússlands, for- setanum, utanríkisráðherran- um, varnarmálaráðherranum o.s.frv., ber ekki saman í um- mælum um fyrirhugaða út- þenslu andstæðingsins úr kalda verði ekki hleypt inn í „fyrstu umferð“ í sumar, muni aldrei verða af því. Þau vilja nota tækifærið til að komast í banda- lög Vestursins meðan forysta Rússlands er veik og her þess lamaður af skorti á rekstrarfé. Með hliðsjón af sögunni munu þau telja sig hafa ástæðu til að óttast, að Vesturlönd muni, til þess að tryggja sem best sam- starf við Rússland í „nýja Atl- antshafssamfélaginu", sam- þykkja að lönd þessi þrjú verði að einhverju marki rússneskt áhrifasvæði. AKUREYRARBÆR Rafveita Akureyrar Rafveita Akureyrar vill ráða rafmagnstæknifræð- ing / verkfræðing, tímabundið við sérstök verk- efni, sem fyrst. Þekking á teikniforritum í tölvu er nauðsynleg (MicroStation). Verkefnin eru fðlgin í forritun stjórntölvu, hönnun og teiknun tengimynda og landaupplýsingakerfi. Laun skv. kjarasamningi Stéttarfélags tæknifræð- ingá / verkfræðinga við Akureyrarbæ. Upplýsingar um starfið veita rafveitustjóri og tækni- fulltrúi Rafveitunnar í síma 461 1300. Einnig veitir starfsmannastjóri upplýsingar um kaup og kjör í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyr- arbæjar í Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 7. febrúar n.k. Starfmannastjóri. 20-50°/o afsláttur „Nýtt Atlantshafs- samfélag“ Bandaríkjastjórn orðar öðru hvoru fyrirætlanir um „nýtt Atl- antshafssamfélag“ (New Atlant- ic Community) sem Rússland verði aðili að og gegni þar mik- ilvægu hlutverki. Virðist með því vera átt við fyrirhugað bandalag er nái yfir ailan norð- urhluta hnattarins, þótt ekki muni talið viðeigandi að orða það þannig. Svo er og að heyra að ekki einungis Bandaríkin, heldur og Þýskaland og Frakk- land séu smátt og smátt að ger- ast því fráhverfari að taka Eystrasaltslönd í NATO, þar eð Rússum muni sárna enn meira að fyrrverandi sovétlýðveldi gangi í það bandalag en fyrr- verandi Varsjárbandalagsríki. Eystrasaltslýðveldin sækja hins vegar fast að komast í NATO, af ótta við að ef þeim H H L5( )/n afsláttur /U við kassa

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.