Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Blaðsíða 5
t
J3agur-®mtbm
Landakaup ungmenna um
90 milljónir í fyrra
Vitað er að á útihátíðum unglinga er mikið um landa.
Þeir sem drekka
landa voru miklu
færri 1995 en tveim
árum áður en
drykkjan jókst í
þeim hópi.
Ungmennum sem drukku
landa fækkaði stórlega
milli áranna 1993 og
1995 (úr 32% niður í 20%) og
þó hvergi meira en í hópi 14-15
ára. En þeir sem á annað borð
héldu tryggð við landann juku
drykkjuna töluvert. Deilt niður
á allan hópinn (samtals um 55
þúsund manns á aldrinum 12-
24 ára) minnkaði landadrykkj-
an úr rúmlega 1,5 flöskum í 1,1
flösku að meðaltali á mann.
Landakaup þessa hóps hafa
samkvæmt því minnkað úr um
83 þúsund flöskum niður í 61
þúsund flöskur á þessum tveim
árum - eða úr rúmlega 120
milljónum niður í rúmlega 90
milljónir, m.v. 1.500 kr. meðal-
verð á lítra (flösku). Landakaup
þeirra sem eldri eru vantar í
þessar tölur. Neysla á landa var
meðal þess sem Gallup spurði
um í umfangsmikilli könnun
gerðri fyrir Áfengisvarnaráð
vorið 1996 og bar saman við
samsvarandi könnun frá 1994.
í ljós kom að næstum enginn
byrjar í landanum fyrir 14 ára
aldur. Þeim 14-15 ára sem
drukku landa einhvern tíma á
árinu fækkaði gífurlega (úr 21%
niður í tæp 6%). Landadrykkja
minnkaði llka stórum hjá 16-19
ára ungmennum en minnst hjá
tvítugum og eldri. Kringmn
30% allra 16-24 ára segist hafa
drukkið landa einhvern tíma á
árinu 1995 - sem gefur til
kynna að landakaup þeirra sem
komnir eru á „Ríkisaldur" séu
líka umtalsverð.
í síðari könnuninni sögðust
um 20% allra 12-24 ára hafa
drukkið landa árið áður, en nær
þriðjungur svaraði svo tveim
árum fyrr. En þeir sem voru í
landanum höfðu aukið neysl-
una um meira en fimmtung, úr
rúmlega 6 flöskum upp í rúm-
lega 7,4 flöskur að meðaltali í
þessum hópi.
Könnunin leiddi mjög glöggt
í ljós að því yngri sem krakkar
eru þegar þau byrja að drekka,
þeim mun meira drekka þau
seinna. Af þeim 18 ára og eldri
sem byrjað höfðu áfengis-
drykkju þegar þeir voru 12 ára,
var nú meira en helmingurinn
(55%) í hópi landadrykkju-
manna, og drukku að jafnaði
yfír 20 flöskur árið 1995. Af
þeim sem byrjuðu 15 ára var
innan við þriðjungur í landan-
um (með 5 flöskur). Og af þeim
sem frestað höfðu til 17 ára
aldurs að smakka áfengi voru
aðeins 13% í landahópnum í
fyrra og með aðeins eina flösku
að meðaltali.
Staría ekki
í umboði
flokks
Stjórn sjálfstæðisfélagsins í
Hveragerði hefur sagt skil-
ið við bæjarfulltrúa flokks-
ins og segir þá ekki stabfa á
vegum félagsins lengur. Ekkert
lát er á væringum meðal sjálf-
stæðismanna í bænum.
Fram kemur í Sunnlenska
fréttablaðinu að skorað var á
bæjarfulltrúana að slíta meiri-
hlutasamstarfi D- og H-lista í
bæjarstjórn Hveragerðis en H-
listinn er sameiginlegt framboð
vinstri flokka og framsóknar-
manna. Enginn minnihluti er í
bæjarstjórninni, en sú sér-
kennilega staða kom upp, þeg-
ar Knútur Bruun, fyrrum odd-
viti flokksins, sagði skilið við fé-
laga sína. Félagsfundur í Ing-
ólfi, félagi sjálfstæðismanna í
Hveragerði, samþykkti að sh'ta
bæri samstarfinu en því var
ekki sinnt. Því afréð stjórn Ing-
ólfs að slíta á tengsl flokks og
fulltrúa en þeir starfa áfram í
eigin nafni. Þingmenn sjálf-
stæðismanna á Suðurlandi,
Þorsteinn Pálsson og Árni John-
sen reyndu að sætta menn í
vetur en án árangurs. -hþ.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, og Gerður G. Óskarsdóttir í dyrum Fræðslumiðstöðvarinnar. Inni má sjá
Sigrúnu Magnúsdóttur, borgarfuiltrúa og formann fræðsluráðs. Mynd:ÞöK
Fræðslumiðstöð opnuð
Lyfta hefur verið
sett í húsið og að-
gengi fatlaðra bætt,
en innra skipulag
skólans er að
mestu óbreytt.
Reynt hefur verið að sýna
trúnað við húsið, tíma
þess og sögu, við þessar
endurbætur," sagði borgarstjór-
inn í Reykjavík, Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir, þegar hún af-
henti Miðbæjarskólann með
formlegum hætti fyrir starfs-
semi Fræðslumiðstöðvar og
Námsflokka Reykjavíkur.
Gagngerum endurbótum á
innviðum þessa elsta barna-
skólahúss höfuðborgarinnar í
upprunalegri mynd er nú lokið.
Þær kostuðu tæpar 134 millj-
ónir og mun það vera í sam-
ræmi við upphaflega kostnað-
aráætlun, en allt ytra byrði
hússins var endurnýjað árið
1980.
Lyfta hefur verið sett í húsið
og aðgengi fatlaðra bætt, en
innra skipulag skólans er að
mestu óbreytt, þó að riokkrum
kennslustofum sé nú skipt með
gleri og léttum veggjum. Mið-
bæjarskólanum er nú skipt í
tvennt eftir notkun stofnananna
tveggja, en hluti af starfsemi
Námsflokkanna hefur verið
fluttur í skiptistöð SVR í Mjódd-
inni.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Sérfræðingur í háls-, nef-
og eyrnalækningum
70% staða sérfræðings í háls-, nef- og eyrnalækn-
ingum við háls-, nef- og eyrnadeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar.
Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu
ásamt hæfileikum á sviði samskipta, samvinnu og
sjálfstæðra vinnubragða.
Umsóknarfrestur er til 10. mars 1997.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Eiríkur Sveinsson,
yfirlæknir.
Umsóknir, á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt upplýs-
ingum um nám og fyrri störf, sendist framkvæmda-
stjóra sjúkrahússins, Halldóri Jónssyni.
Öllum umsóknum um starfið verður svarað.
Forstöðumaður eldhúss
- stjórnunarstaða
Laus er til umsóknar staða forstöðumanns eld-
húss FSA.
Um er að ræða heila stöðu sem veitist frá 1. mars n.k.
eða eftir samkomulagi. Forstöðumaður er yfirmaður
starfsmanna eldhúss og ber stjórnunarlega og rekstr-
arlega ábyrgð á starfsemi eldhússins, matreiðslu á
fæði fyrir sjúklinga og rekstri mötuneytis fyrir starfs-
menn.
Umsækjendur þurfa að hafa meistararéttindi í mat-
reiðslu eða hafa lokið námi í matarfræði, næringar-
fræði eða öðrum skyldum greinum. Við ráðningu verð-
ur ennfremur lögð áhersla á nám eða reynslu í stjórn-
un, frumkvæði og góða hæfni til samskipta.
Umsóknir sendist Vigni Sveinssyni, aðstoðarfram-
kvæmdastjóra, fyrir 15. febrúar n.k. og veitir hann jafn-
framt nánari upplýsingar um starfið.
Öllum umsóknum um starfið verður svarað.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
- reyklaus vinnustaður -