Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Qupperneq 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Qupperneq 2
2 - Miðvikudagur 29. janúar 1997 jÐíigur-'CEftnmm Heiti Potturinn Hafi menn haldið að for- sætisráðherrann væri búinn að týna kímnigáfunni, þá kom annað í Ijós á þorra- blóti sjálfstæðismanna í Kópavogi á laugardags- kvöldið. Ræða Davíðs Odds- sonar, 17 kílóum léttari en áður, hress og unglegur, hristi af sér hvern brandar- ann öðrum betri. Ýmsir ráða- menn fengu sinn skammt, ráðherrann sjálfur ekki und- anskilinn. Núverandi og fyrr- verandi forseti komu við sögu. Og það gerði sam- starfsflokkurinn líka. Fjöldi „stjórnmálaskýrenda" var á staðnum. Sumum fannst ráðherrann ganga of langt, og jafnvel að hann ýjaði að óánægju með sam- starfsflokkinn... Skattmenn íslands láta ekki að sér hæða. [ pott- inum í gær heyrðum við frá fyrstu hendi um ítarlegt bréf frá Skattstofu Reykjavíkur til iðnmeistara, sem krafinn var skýringa á innkaupum frá föndurbúð, - heilar 139 krón- ur! Það fór ekki fram hjá vökrum augum skattmanna að snyrtistofa á ekki að versla við föndurbúð. Skýr- ing var þó á þessu. Nú er að vita hvort tekið verður mark á henni. Einn pottverji veðj- aði á að svo yrði ekki, skatt- verjar teldu almenning upp til hópa glæpsamlega í skatta- málum... Eftir utandagskrárumræð- ur á þingi í gær, þar sem Gunnlaugur Sigmundsson kom fram sem harður stór- iðjumaður eru menn farnir að kalla iðnaðarráðherra Álfinn, en Gunnlaugur gengur undir nafninu Stálfinnur.... FRÉTTIR, Þórir Einarsson, ríkissáttasemjari, Jóngeir Hlynason, framkvæmdastjóri VMS og Geir Gunnarsson, varasátta- semjar eiga erfitt verk fyrir höndum, enda allir með lausa samninga. Ágreinmgur um bardagaaðferð Skiptar skoðanir Kvort hjóla eigi fyrst í Davíð áður en slagur- inn verður tekinn við atvinnurekendur. s herslumunur er innan verkalýðshreyfingar um forgangsröðina við gerð komandi kjarasamninga. Innan Rafiðnaðarsambandsins leggja menn t.d. áherslu á að ríkið svari fyrst ákveðnum grundvall- arspurningum um breytingar í skattamálum og öðrum þáttum er lúta að velferðarkerfinu áður en hægt sé að taka slaginn við atvinnurekendur. í röðum ófag- Iærða leggja menn hinsvegar áherslu á launahækkanir áður en tekist verður á við stjórnvöld í Ijósi reynslunnar í samskipt- um við þau. Á umræðustigi Guðmundur Þ. Jónsson formað- ur Landssambands iðnverka- fólks segir að engin ákvörðun liggi fyrir í þessum efnum, enda séu þessi mál öll enn á um- ræðustigi. Fyrst sé að koma sér saman um stefnuna gagnvart ríkinu og síðan hvernig sú kröfugerð verður borin fram. Hann býst við að þessi mál muni skýrast í næstu viku. Gylfi Arnbjörnsson hagfræð- ingur ASÍ segir að í undirbún- ingi að væntanlegri kröfugerð á hendur rikinu sé m.a. verið að skoða stöðuna í ýmsum málum er lúta að velferðarkerfinu og hvað hafi gerst í þeim þáttum á undanförnum árum. í því sambandi er t.d. undir smásjánni sú þróun sem hefur orðið í auknum álögum í lyíja-, heilbrigðis-og skattamálum svo nokkuð sé nefnt. Til að snúa þeirri þróun við eru uppi á borðum hugmyndir um fjölga þrepum í skattakerfinu og lækka tekjutengingu í bótakerf- inu auk ýmissa annarra þátta sem verkalýðshreyfingin hefur lagt áherslu á á undanförnum árum til að stuðla að jöfnun lífskjara. -grh Hafísinn F.kkt land- fastur Igær kom í ljós í könnun- arflugi Landhelgisgæsl- unnar að líkurnar á land- föstum ís allra næstu daga við Ísaíjaröardjúp höfðu minnkað en þó er ekki hægt að spá fyrir um framhaldið síðar meir. Vel var greiðfært á siglingaleið en þó voru stakir jakar varasamir. Næst landi var ísjaðarinn 5 sjómflur norðaustur af Horni, en hann var 7 sjó- mflur norður af Kögri og 9 sjómflur nv. af Rit. Þéttleiki ísjaðarins var víðast 4-6/10 og 7-9/10. Norðaustur af Horni voru þéttar ísspangir. Þór Jakobsson á Veður- stofunni sagði í samtali við Dag-Tímann í gærkvöldi að útlit væri fyrir óhagstæðar vestlægar áttir en það kæmi væntanlega í ljós um eða upp úr helginni hvort ís yrði landfastur. BÞ Dalvík Sr. Magnús kjörinn Sr. Magnús Gamalíel Gunnarsson, sóknar- prestur að IJálsi í Fnjóska- dal, var einróma kjörinn sóknarprestur á Dalvík á sameiginlegum fundi aðal- og varamanna þeirra ijög- urra sóknarnefnda sem prestur á Dalvík þjónar. Sóknarbörn hafa vikufrest til að óska eftir almennum prestkosningum, en til að svo megi verða þarf skrif- lega beiðni íjórða hvers kosningabærs manns í prestakallinu. Fimm um- sóknir bárust, þ.á.m. frá tveimur konum en til gam- ans má geta að meirihluti þeirra sem atkvæðisrétt höfðu voru konur. GG FRÉTTAVIÐTALIÐ Skipafélög sameinast um aðleggja ánýjarálögur Stefán Guðjónsson Jrkvstj. Fél. ísl stórkaupmanna Stórkaupmenn hafa áhyggjur af 100% markaðshlutdeild Eimskips á siglingaleiðinni Ísland-Banda- ríkin. Þeir treysta ekki einokun og segja að svo stór markaðshlut- deild hljóti að velga athygli Samkeppnisstofnunar. - Stefán, er eitthvað að óttast þótt tvö skip hverfi af Ameríkuleiðinni? „Ef hagræðing verður á Ameríku- leiðinni, eins og skipafélögin tala um þá vonum við auðvitað að hún skili sér, og þá meina ég að ílutningsgjöld muni lækka. Vissulega eru kaupmenn ugg- andi um sinn hag þegar engin sam- keppni ríkir lengur x' Ameríkusigling- um. Minni samkeppni þýðir að öllu jöfnu hærra verð“. - Munu stórkaupmenn senda er- indi til Samkeppnisstofnunar vegna þessarar fákeppni? „Ég tel það alveg víst og eðlilegt að Samkeppnisstofnun skoði þetta mál að eigin frumkvæði. Annað finndist mér skrýtið. Við höfum hinsvegar ásamt Kaupmannasamtökunum sent Eimskip og Samskip athugasemdir. Þær eru sendar vegna annars sem gerst hefur í flutningamálefnum sem við erum afar ósáttir við. Það eru þjónustugjöld sem skipafé- lögin hafa sameinast um að taka upp fyrirvaralaust, á sama tíma, og setja upp nánast sama verð. Skipafélögin hafa lagt á þrjú gjöld, afgreiðslugjald, gámagjald og gjald fyrir að útbúa farm- skjöl. Afgreiðslugjald eða stykkjagjald er 460 krónur hjá Eimskip, 5 krónum hærra hjá Samskipum. Gámagjald er 980 krónur þegar flutt er í heilum gám- um, - og 880 krónur kostar að útbúa farmskjöl. Þessi gjöld voru tekin upp um áramótin hjá báðum skipafélögun- um. Þarna verður um umtalsverðar upphæðir að ræða fyrir skipafélögin, trúlega hátt í 40 milljónir króna á ári, sem fara síðan út í verðlagið." - Og flutningsgjöldin hjá íslensku félögunum eru í hœrri kantinum? „Flutningsgjöld hér eru miklu hærri en gerist víðast hvar annars staðar í heiminum. En auðvitað vonum við að hagræðingin sem skipafélögin tala um skili sér í lægri farmgjöldum, sem vegi þá á móti þessum gjöldum. Kaupmenn hafa í krafti samkeppni náð verulegri hagræðingu í verslun sem skilað hefur neytendum lægra verði á íjölmörgum nauðsynjavörum. Við eigum allt okkar undir öruggum og öflugum samgöngum á sjó og lofti, vel- megun landsmanna er undir hag- kvæmum samgöngum komin. Það er skoðun okkar að aðeins með öflugri samkeppni sé tryggt að neytendur njóti hagkvæmustu kjara,“ sagði Stefán Guðjónsson í gær. -JBP

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.