Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Blaðsíða 3
Jlagur-'QImtúin Miðvikudagur 29. janúar 1996 - 3 F R É T T I R Akureyri Kennarar samþykkja vítur á skólanefnd Þóra Steina Gísladóttir, kennari í GA, veifar skýrslu um skólaskipan og húsnæðismál sunnan Glerár og var mikið niðri fyrir eins og fleirum á kennarafundi í gær. Myn&jHF Foreldrar og kennarar Gagnfræðaskólans eru afar ósáttir við fyrir- hugaða sameiningu skólans og Barnaskóla Akureyrar. Kennarar í Gagnfræða- skóla Akureyrar sam- þykktu á fundi í gær vítur á skólanefnd bæjarins og mót- mæltu því sem þeir kalla ger- ræðisleg vinnubrögð við skipu- lag skólamála. Á fundi skóla- nefndar í dag verður rætt um þróun skólaskipan grunnskól- anna sunnan Glerár, og sam- kvæmt tillögu sem fyrir liggur er stefnt að því að þar verði 3 hverfisskólar frá 1. til 10. bekk og að skólahverfln verði þau sömu og eru í dag. Það þýðir að 3 bekkir bætast við Lundar- skóla og Oddeyrarskóla. í haust verða Barnaskóli Akureyrar og Gagnfræðaskólinn sameinaðir í Brekkuskóla, undir stjórn eins skólastjóra og tveggja aðstoðar- skólastjóra. Á kennarafundi í Gagnfræða- skólanum í gær mætti starfandi formaður skólanefndar Akur- eyrarbæjar, Jón Ingi Cæsarsson, sem rakti þá meginstefnu nefndarinnar að á Akureyri ættu að vera starfandi hverfis- skólar, þótt það væri umdeilan- legt hvort væri betra, safnskól- ar eða hverfisskólar. Skóla- nefndin teldi að Glerá ætti að ekki að ákveða stefnuna í skólamálum. Jón Ingi áréttaði að verið væri að bjarga húsnæðismálum Barnaskólans og taldi að skóla- nefnd væri einhuga í málinu. Stjórn Foreldrafélags Gagn- fræðaskólans hefur mótmælt því harðlega að skólanefnd taki ákvarðanir um svo mikilvæg ijölskyldumál án kynningar og frekari umíjöllunar. Það er ein- dregin ósk stjórnarinnar að við- horf nemenda og foreldra í skólunum verði kannað ítar- lega. GG Fíkniefnalögreglan Björn hættir Björn Halldórsson, yfirmaður fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík, hefur ákveðið að hætta störfum fyrir 1. júh' nk. Björn sagði í gær að ákvörðunin tengdist ekki þeirri Ijölmiðla- umræðu sem orðið hefur að undanförnu um vinnuaðferðir fíkniefnalögreglunnar heldur hefði hann tekið þessa ákvörð- un í haust. Borgarráð Grænt ljós á Nesjavelli Borgarráð samþykkti í gær drög að samningum við Landsvirkjun um Nesjavalla- virkjun. Borgarráð samþykkti einnig tillögu borgarstjóra um að engin ástæða væri til að fela Þjóðhagstofnun eða öðrum að gera úttekt á arðsemi virkjunar- innar. Tillaga borgarstjóra var lögð fram í tilefni af tillögu Guð- rúnar Zoega, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem hefur dregið arðsemismat virkjunar- innar í efa. Alfreð Þorsteinsson, formaður veitustofnana Reykja- víkur, segir hins vegar að samn- ingurinn um virkjun Nesjavalla, sé Reykvíkingum mjög hagstæð- ur. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir á Nesjavöllum hefjist í vor. -grh Slippstöðin-Oddi hf. Unnið í Slippnum á Akureyri. Líkur á samning- um við Rússa Framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar- Odda hf. á Akureyri segir auknar líkur á að fyrirtækið nái samningum við stóra skipaútgerð í Múrm- ansk um skipavið- gerðir. Um ræðir að- ila sem hefur um 50 skip á sínum snærum. að er ekkert frágengið og umfang þessara viðgerða er óráðið ennþá. Við höfum unnið í þessu máli í þrjú ár en ný- verið þokuðust viðræður talsvert áleiðis. Við erum vissulega nær samningum en áður,“ sagði Ingi Björns- son, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar í samtali við Dag-Tímann í gær, en Slippstöðin hefur ekki átt viðskipti við þessa aðila áð- ur. Ingi segir að öðru leyti að staðan sé mjög góð og mikið sé um verkefni framundan. „Síðustu tvö ár hafa verið mjög góð í skipaiðnaði á ís- landi en það er e.t.v. ótíma- bært að tala um nokkurn vaxtarbrodd. En það hefur gengið vel hjá útgerðum, margir hafa látið breyta skipum sínum og farið í við- gerðir," sagði Ingi. Stærstu verkefni Slipp- stöðvarinnar hafa að und- anförnu verið smíði fisk- vinnslubúnaðar og ísetning í skip. Eins hefur breyting togara í frystiskip verið veigamikill þáttur. BÞ Vmnulöggjöfin Póstatkvæðagreiðslur kosta milljónir króna Talið er að póstat- kvæðagreiðslur verka- lýðsfélaga vegna verk- fallsboðunar muni kosta í heild um millj- ónir króna, ef ekki tugi milljóna. Sem dæmi um kostnað ein- stakra félaga þá áætlar Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, að póstatkvæða- greiðsla muni kosta félagið hátt í 300 þúsund krónur. Hjá Ein- ingu á Akureyri er talið að þetta form á atkvæðagreiðslu muni kosta félagið um 400 þús- und krónur. Þá er viðbúið að Dagsbrún-Framsókn verði að inna af hendi álíka upphæð. Þá er ótalinn kostnaður félaga vegna þeirrar vinnu sem þetta mun hafa í för með sér að við- bættum kostnaði vegna auglýs- inga og annað sem kann að falla til. „Við höfum alltaf sagt að lýð- ræðið sé dýrt,“ segir Björn Snæ- björnsson, formaður Einingar á Ákureyri. Félagið hefur áður viðhaft póstatkvæðagreiðslu meðal félagsmanna og þá kost- aði það félagið um 500 þúsund krónur vegna auglýsinga. Björn segist vera mjög meðmæltur þessu formi á atkvæðagreiðsl- um og m.a. vegna þess að þannig nær félagið til mun fleiri félagsmanna en með hinu hefð- bundna fundaformi. Auk þess er hægt að senda með atkvæða- seðlunum ýmislegt efni til upp- lýsingar fyrir félagsmenn. Við breytingu á vinnulög- gjöfinni sl. vor var nánast tekið fyrir það form sem áður þekkt- ist þegar stjórnir og trúnaðar- mannaráð stéttarfélaga gátu fengið heimild til verkfallsboð- unar á félagsfundum. í póstat- kvæðagreiðslu þarf einungis einfaldan meirihluta til að fella eða samþykkja verkfallsboðun. Önnur form á atkvæðagreiðsl- um, sem lögin bjóða uppá eru mun flóknari í framkvæmd. Samkvæmt nýju lögunum er allur sveigjanleiki í að- draganda verkfalla nánast úr sögunni. Á atkvæðaseðli um verkfall þarf að til- taka ákveðinn dag, eins og tíðkast t.d. hjá kennurum. Samninganefnd viðkomandi félags getur þó frestað framkvæmd boðaðs verkfalls ef ákvörðun um það er tekin með meira en þriggja daga fyrirvara. Hins- vegar þarf samþykki atvinnu- rekenda ef ákvörðun um frest- un er tekin tveimur dögum fyrir verkfall. -grh Körfuknattleikur Grindavíkursigur Grindvíkingar sigruðu Þórsara í DHL-deildinni í körfu- knattleik í gærkvöldi í Grindavík með 113 stigum gégn 84. Staðan í leikhléi var 54-41 Grindvíkingum í vil. Þórsarar áttu litla möguleika gegn frísku liði heimamanna. Stigahæstur Grindvíkinga var Hermann Mayers með 31 stig en hjá Þórsur- um var Fred Williams með 28 stig. Næsti leikur í deildinni verður nk. fimmtudag þegar Þór fær ÍR-inga í heimsókn. Björn Snæbjörnsson formaður Einingar á Ak „ Við höfum alltaf sagt að lýðrœðið sé dýrt. “ ureyri lÉlÍPSI r

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.