Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Blaðsíða 11
1 Jlagur-XHímmn Miðvikudagur 29. janúar 1997-11 Mörg stóðhestsefm í uppsiglingu Skorri frá Blönduósi, knapi Vignir Siggeirson. Fyrir tveimur vikum var flallað um það hér í HESTAMÓTUM að frekar dauft væri yfir hestamennsk- unni. En síðan þá hefur mikill skriður komist á tamningar og þjálfun. HESTAMÓT sló á þráð- inn til tveggja tamningamanna á Suðurlandi til að heyra í þeim hljóðið. Vignir Siggeirsson á Stokks- eyri sagði að margir væru á biðlista, því hann hefði ekki get- að sinnt öllum beiðnum. Hann sagði að þau hjón væru reyndar með talsvert af eigin hrossum, sem heíðu orðið að bíða í fyrra en væru komin á tamningaaldur. I vetur hefði hann ekki tekið annað af stóðhestum en það sem hann væri spenntur fyrir. Hann nefndi tvo unghesta sem færu vel af stað. Annar væri rauðhjálmótturá fimmta vetur frá Vatnsleysu í Skagafirði, und- an Glampa frá Vatnsleysu sem er undan Smára Hrafnssyni frá Borgarhóli og Albínu frá Vatns- leysu. Móðir Hjálms, en svo heit- ir folinn er Nýjung frá Vatns- leysu undan Hersi frá Stóra- Hofi. Hjálmur fer vel af stað og spennandi að fylgjast með hon- um. Um hann hefur verið stofn- að hutafélag. Stefnt er að því að sýna Glampa föður hans í vor. Þá væri Orrasonur á Qórða vet- ur undan Stör frá Unalæka, en Stör er 1. verðlauna hryssa und- an Hervari frá Sauðárkróki og Fiðlu frá Snartastöðum, (ná- skyld Svarti frá Unalæk). Þessi foli kemur strax með góðan vilja. Svo er Skorri frá Blönduósi áfram hjá Vigni, en hann sýndi þennan hest í fyrra. Skorri er á 5. vetur undan Orra frá Þúfu og Sikkju frá Eiríksstöðum sem er undan Feng frá Bringu og Eld- HESTA- MÓT Kári Arnórsson ingu 3246 frá Eiríksstöðum. Á bak við þennan fola eru magn- aðir tölthestar. Eiríksstaðahross- in voru annáluð fyrir gott tölt, ekki síst Elding. Fengur 986 afi Skorra gaf marga góða töltara þó Pjakkur frá Torfunesi, sem vann íjórganginn á Hellu 1991, væri þeirra þekktastur. Fengur var sonur Sörla 653 frá Sauðár- króki sem var sonur Fengs 457 frá Eiríksstöðum , en hann var líka afi Eldingar. Vignir segir að Skorri h'ti út fyrir að verða magnaður klárhestur. Þá er Vignir með nokkrar efnilegar hryssur í tamningu og þjálfun og von á fleirum, sem ætlunin er að stefna með á fjórðungsmótið á Vesturlandi í sumar. Efstur í kynbóta- spá í sínum árgangi Magnús Trausti Svavarsson á Hlemmiskeiði sagði að næg verkefni væru framundan. Hann er með umsjón á tamningu hrossa frá Þverá í Skíðadal, en það er hópurinn sem Norðmenn keyptu á síðasta ári og verið hefur í Litlu Tungu í Holtum. Margt væri athyglivert í þeim tryppum og m.a. væri graðhest- ur á Qórða vetur undan Hirti frá Tjörn og Eldingu frá Þverá, bráðmyndarlegur. Magnús er með þrjá aðra fola á ijórða vet- ur. Tívar frá Kjartansstöðum í Flóa er undan Þokka frá Garði og Ternu frá Kirkjubæ. Þetta er mjög hreyfingafallegur foli og ekki skortir hann ættina. Þá er Orrasonur frá Hlemmiskeiði undan Tign frá Vorsabæ, en hún er alsystir Gassa frá Vorsabæ. Þessi foli er með hæstu kynbóta- spá í sínum árgangi yfir landið, 136 stig. Annar foh frá Hlemmi- skeiði er undan Pilti frá Sperðli og hryssu frá Ey í Landeyjum, bráðefnilegur. Svo eru í tamn- ingu nokkur tryppi frá Hlemmi- skeiði undan Galdri frá Laugar- vatni. Þau fara vel af stað segir Magnús. Þar er prúðleikinn góð- ur og einnig fríðleikinn. Þá þurfi ekki að spyrja um fótagerðina. Þessi tryppi eru mjög fljót að vaxa upp úr því að vera tryppi. Þau fara fljótlega að vinna sem fuhorðin hross. Hamur frá Þóroddstöðum, sem sagt var frá í síðustu IIESTAMÓTUM, er kominn til Magnúsar og verður þar í þjálf- un til vors og stefnt með hann á fjórðungsmótið á Kaldármelum eins og við sögðum frá. En verkefnin eru sem sé nægileg og úr efnilegum trypp- um að spila. Þegar h'ður nær vori kemur svo í ljós hvað af þessum tryppum fer í kynbóta- dóm. f HESTAMÓTUM á næstunni verður haldið afram að segja frá fleiri tamningamönnum á Suð- urlandi og víðar. Samþykktir fagráðs Aðeins tveir dómarar Eins og greint hefur verið frá í HESTAMÓTUM þá samþykkti fagráð í hrossarækt, að tillögu kynbóta- nefndar, tilhögun kynbótadóma 1997. Tillagan var þannig: 1. Dómarar séu tveir og dæmi hvor fyrir sig. 2. Hverju hrossi sé stillt upp einu sinni í byggingardómi. 3. í lok dóms á hverju hrossi fyrir sig (bygging fyrst, síðan hæfileikar) komi dómarar saman og ákveði eina ein- kunn fyrir hvern eiginleika fyrir sig (sjö eiginleikar í byggingu og sjö í hæfileik- um), þar sem reglan sé sú að tekið skuli meðaltal ger- ist þess þörf. Megintilgangur samráðs er að leita skýr- inga, sé munur á milli dóm- ara mikill auk þess að skrá sameiginlega í athuga- semdareiti dómblaðs eftir því sem það á við hverju sinni. 4. Hross sem koma til hæfi- leikadóms, en hafa ekki ver- ið dæmd áður, skulu einnig byggingardæmd með eftir- farandi undantekningu þó: Á stórmótum sem haldin eru að aflokinni forskoðun (hér- aðssýningum) er ekki gert ráð fyrir að hross séu dæmd aftur fyrir sköpulag. Ef hins vegar forráðamenn ein- stakra hrossa á mótinu óska eftir slíkum endurdómi skal orðið við því. Fyrir þessum þætti skal því gert ráð í dag- skrá stórmóta. 5. Ekki skal hafa eldri dóma til hliðsjónar þegar hross eru endurdæmd. 6. Reglur um sýningargjöld verða þær sömu og giltu 1996 með eftirfarandi breyt- ingum: a) Hlutur Bændasamtaka ís- lands og búnaðarsambands skal mismunandi eftir því hve umfangsmiklar sýning- arnar eru. Ef dæmd eru 35 eða fleiri hross á dag að jafnaði þá renna 30% sýn- ingargjaslda til BÍ og 70% til viðkomandi búnaðarsam- bands. Ef hrossafjöldinn er 25 til 34 þá er skipting á milli aðila í sömu röð 40:60 og ef 24 eða færri hross eru dæmd á dag til jafnaðar þá skiptast sýningargjöld jafnt á milli aðila. b) Viðkomandi búnaðarsam- bandi er auk þess heimilt að hækka sýningargjöld á hross sem ekki voru grunnskráð fyrir 1. apríl sýningarárið. Sú upphæð rennur óskipt til viðkomandi búnaðarsam- bands. c) Ekki skal innheimt sýningar- gjald á stórsýningu nema í nauðirnar reki. í staðinn skulu tekjur af sýningum ræktunarhópa ( og hlið- stæðra auglýsenda) renna til greiðslu kostnaðar við kyn- bótasýningar á stórmótum. Við þessa tillögu var bætt að dómskerfið verði í sífelldri, ár- legri endurskoðun og að minn- isbókum kynbótadómara verði safnað saman og þær geymdar til úrvinnslu að hausti. Ágúst Sigurðsson kynbóta- fræðingur fylgdi tillögunni úr hlaði og greindi frá úttekt á dómum sumarsins 1996, en helstu niðurstöður þeirrar út- tektar voru þessar: • Sú breyting sem gerð var á notkun dómskalans 1990 (aukin teygni) hefur skilað árangri. Það kemur í ljós að arfgengi reiknast hærra byggt á dómum frá 1990- 1995 en reiknað arfgengi byggt á dómum 1980-1989. • Teygnin 1996 hefur dottið allnokkuð niður í öllum eig- inleikum nema skeiði sam- anborið við árin 1990-1995. (Sjá súlurit). • Reyndari dómarar ná betri árangri hvað varðar teygni en þeir sem minna dæma. • Samræmi milli dómara er mjög mikið. í 50% tilfella eru dómara alveg sammála, þ.e. gefa sömu einkunn og í 99,4% tilfella er munur milli dómara 1 stig eða minna. Þau tilfelli þar sem dómarar eru ósammála sem nemur meira en 1 stigi eru flest í eiginleikunum stökki og skeiði. Með hliðsjón af því mikla sam- ræmi sem er á milli dómara virðist lítið tapast í nákvæmni við að fækka dómurum niður í tvo, sem þó yrði gert í sparnað- arskyni fyrst og fremst. í 0,6% tilfella er munur á milli dómara meiri en einn heill og þessum tilfellum ætti að vera hægt að eyða með því að dómarar ræði saman og rökstyðji sitt mál að dómi loknum því augljóslega er hér um að ræða að einhver dómaranna hefur gert mistök. Tveir sátu hjá. Nokkrar umræður urðu um til- löguna og sátu tveir Fagráðs- menn Þórir ísólfsson og Bjarni Maronsson hjá við afgreiðslu hennar. Þeir vildu algerlega sjálfstæðan dóm og ekki yrði haft samráð nema á yfirlitssýn- ingu. Einnig vildu þeir yfirlits- sýningu byggingardóms. Nokkrar umræður urðu um að ekki mætti hafa eldri bygg- ingardóma til hliðsjónar. Hætta væri á því að verulegar sveiflur yrðu á milli sýninga sem mörg- um þætti gagnrýniverðar. Fram kom að nauðsynlegt væri að hafa þul á yfirlitssýnig- um þegar dómarar væru aðeins tveir. (Ath. muna súlurit). Lágmörk fyrir úrvalskynbótahross. Fagráð hefur samþykkt breyt- ingar vegna útflutnings á kyn- bótahrossum. Hér er um að ræða lágmörk kynbótagildis til auglýsinga vegna útflutnings. Lágmörkin breytast þannig að nú þarf að auglýsa ósýnd kyn- bótahross með 130 stig eða hærra í kynbótamati aðalein- kunnar og dæmd hross með 125 stig eða meira í kynbóta- mati aðaleinkunnar. Áður voru þessi mörk 125 stig og 120 stig. Einkunnalágmörk inn á fjórðungsmótið á Kaldármelum 1997. Fagráð hefur ákveðið inntöku- skilyrði í einstaklingssýningar á fjórðungsmótið á Vesturlandi í sumar. Fyrir stóðhesta 6 vetra og eldri, aðaleinkunn 7,90 Fyrir stóðhesta 5 vetra „ 7,80 Fyrir stóðhesta 4 vetra „ 7,75 Fyrir hryssur 6 vetra og eldri, aðaleinkunn 7,90 Fyrir hryssur 5 vetra „ 7,80 Fyrir hryssur 4 vetra „ 7,70

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.