Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Blaðsíða 10
10 - Miðvikudagur 29. janúar 1997 Jlagur-'ðlúrttmt SKOÐUN íþróttir -171 hvers? Æfingin skapar meistarann og hann verður örugglega góður þessi snáði í sundlauginni á Dalvík. Mynd. Gs Guðni Þ. Ölversson skrifar Eins og alþjóð veit er mikil keppni milli KSÍ, HSÍ og KKÍ um hylli áhorfenda að íþróttakappleikjum. Jafn- framt keþpa íþróttagreinar, þær sem þessi sambönd standa fyr- ir, um hylli ungviðisins og reyna að fá sem flesta stráka og stelp- ur til að stunda „sína“ íþrótt. Grasrótin er jú í yngri flokkum félaganna og því skiptir miklu máli fyrir íþróttina að fá sem flesta til liðs við sig á unga aldri. Snemma beygist krókur- inn, æfingin skapar meistarann o.s.frv. Börnum og unglingum er innrætt hve íþróttirnar séu hollar og mannbætandi og for- eldrar og kennarar telja upp- eldislegt gildi þeirra ótvírætt þegar það hentar þeim. I íþrótt- unum förum við eftir reglum og reglur eru reglur og þeim skal hlýtt. Þeir sem brjóta reglurnar taka út sína refsingu. Þctta er allt saman bæði satt og rétt og einnig gott og gilt. Sé hinn sanni íþróttaandi svífandi yfir vötnunum, er enginn vafi á, að það er hverju mannsbarni hollt að taka þátt í íþróttastarfi. Félagsstörfin í íþróttahreyf- ingunni eru einnig þroskandi, bæði börnum og fullorðnum. Foreldrar sem fylgja börnunum sínum til æfinga og keppni, fá smá saman aukinn áhuga, sem verður til þess að þeir eru komnir á fullt í félagsstarfið, áður en langt um fíður, öllum til ánægju. Þannig fæst oft mjög hæft og áhugasamt fólk til starfa fyrir félögin. Þetta er hinn góði hluti íþróttastarfsins. Félagsandi Sú var tíðin að hollusta manna og kvenna við sitt iþróttafélag var algjör. Sá sem hóf barn að 'aldri að leika fótbolta með Val lét sér aldrei til hugar koma að skipta um félag og fara t.d. yfir í Fram. Á slíkt var litið sem helgispjöll og þeir sem lentu í því óláni að flytja á milli hverfa og skipta um félag voru júdasar þess tíma. KR-ingar, Valsarar eða Víkingar, sem fluttu út á land og héldu áfram að halda með sínu gamla félagi, voru fyr- irlitnir ef þeir komu út úr skápnum með ást sína á féfag- inu. Engum heilvita Eskfirðingi datt í hug að leika fótbolta með Þrótti Nes. eða Val á Reyðar- firði. Rígurinn var of mikill til þess. Hvert félag hlúði að sínu og íþróttamennirnir voru stoltir af að bera búning félags síns. Nú er það af sem áður var. Félögin reyna nú hvað mest þau mega að tæla efnilegustu einstaklingana hvert af öðru. Dæmi eru um að 11-12 ára börn eru „keypt“ yfir til betur megandi íþróttafélaga. Fréttist af efnilegum unglingi í fótbolta, handbolta eða körfubolta eru „stóru“ félögin óðara búin að gera viðkomandi „tilboð“. Á slíku eru að sjálfsögðu tvær hliðar. Önnur hliðin er sú, að einstaklingurinn fær oftast betri þjálfun hjá stóra félaginu. Viðkomandi fær einnig fleiri tækifæri til þess að keppa í íþrótt sinni. Það er t.d. meira . um að vera í handbolta í Hafn- arfirði en á Hofsósi. Fleiri leikir og meira fjör fær flesta ung- linga til að sperra augu og eyru því þeir vilja að sjálfsögðu vera þar sem atgangurinn er mestur. Hin hliðin er sú að smærri félögin, úti á landsbyggðinni, eiga aldrei möguleika á að skrapa saman íþróttaflokki sem getur keppt við þá bestu á höf- uðborgarsvæðinu, einfaldlega vegna þess að besta íþróttafólk- ið þeirra er komið í önnur og stærri félög, oftast á suð-vestur- horninu. Einu félögin í flokka- íþróttum á landsbyggðinni sem geta att kappi við lið í Reykjavík og nágrenni, eru þau sem hafa úr það miklu fjármagni að moða, að þau geta keypt til sín þá leikmenn sem þau vilja fá. íþróttafólk er keypt á milli iandshluta eins og þorskkvóti. Vínandi Fyrir kemur að fleiri andar en íþróttaandinn taka sér bólfestu í hjarta íþróttakempunnar. Vín- andi kemur þar stundum við sögu. Sú var tíðin að menn fögnuðu sigri með því að kíkja í glas og drekktu sorgum sínum eftir tapleiki úr þessu sama giasi. Þessi árátta er sem betur fer á undanhaldi. íþróttafólk í fremstu röð er að'mestu hætt heimsóknum sínum í hús Bakk- usar. Kröfurnar eru orðnar það miklar til afreksfólksins, að það getur ekki bæði notið víns og rósa og einnig verið í fremstu röð. Það er nánast liðin tíð að iþróttamenn, fyrirmyndir ung- linganna, séu að veltast sauð- drukknir milli skemmtistaða eins og algengt var á árum áð- ur. Heilbrigð íþróttahetja er einhver besta forvörn unglinga gegn áfengi og eiturlyfjum. Unglingur á íslandi sem vill líkj- ast Ríkharði Daðasyni og Robbie Fowler lætur sér ekki til hugar koma að halla sér að svörtu sauðum samfélagsins. Guðmundur Bragason og Grant Hill væru ekki atvinnumenn í körfubolta ef þeir gerðu flösk- unni og körfunni jafn hátt undir höfði. Samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið hér á landi og annarsstaðar er fylgni á milli góðs árangurs í íþróttum og góðs árangurs í námi og starfi. Sá unglingur, sem vill ná langt í íþróttum, þarf fyrst og síðast að skipuleggja tíma sinn. Þarna geta íþróttafélög og skólar unn- ið betur saman. Það er ófært að kennarar séu að skamma ung- linga fyrir að eyða of miklum tíma í æfingar og keppni og það er jafn slæmt þegar unglingur- inn kemur í skólann og segist ekki hafa getað lært heima af því hann var að keppa um helg- ina. Foreldrar, skólar og íþróttafélög eiga að kenna börnum og unglingum að skipuleggja tíma sinn þannig, að þau hafi alltaf eitthvað já- kvætt fyrir stafni. Þannig mynd- ast ekki tómarúm aðgerðar og eirðarleysis í huga unglinganna sem á endanum slævir hugi þeirra, minnkar mótstöðuafl þeirra og gerir sölumönnum dauðans auðveldara að ná eyr- um þeirra. Þess vegna þurfa fþróttafélögin að laða til sín mun fleiri börn og unglinga, heldur en þau sem eingöngu stunda stífa keppni og stefna að því að verða afreksfólk. HNEFALEIKAR — Sjónvarpsbox verður vinsætia Sjónvarpsstöðin Sýn hefur boðið áskrifendum sínum upp á hnefaleika reglulega í vetur. Þeir Bubbi Morthens og Ómar Ragnarsson hafa lýst bar- Hamar félagsheimili Þórs: Salir til leigu Tilvaldir til hvers konar íþrótta- og tóm- stundaiðkana. Gufa - Pottur - Búningsaðstaða Hamar sími 461 2080 dögunum einstaklega skemmti- lega og nánast verið með kennslustund í hnefaleikum fyr- ir þá sem áhuga hafa, og nýtur þetta sjónvarpsefni sívaxandi vinsælda að sögn aðstandenda. Stundum eru lýsingarnar þann- ig að þeim sem heima situr finnst þetta ekki vera neitt mál og langar gjarnan til að prófa sjálfur. En Guð forði mönnum frá því. Á laugardagskvöldið voru hnefaleikar á dagsskrá og var boðið upp á mjög athyglisverða bardaga í léttari þyngdarflokk- um. Einn þungavigtarbardagi flaut með upp á grín. Þar áttust við aligölturinn, Butterbean, (Smjörbaunin) og slagsmála- hundur að nafni Curt Allen. Þeir eiga það sameiginlegt að kunna afar lítið fyrir sér í boxi. Svo fór að Butterbean kláraði Allen nokkuð fljótt enda maður- Bubbi Morthens. inn 150 kíló að þyngd og hrammarnir þungir eftir því. Viðureign þeirra Michael Carbajal og Mauricio Pastrana í létt fluguvigt var stórskemmti- leg. Carbajal átti titil að verja en hann varð að láta í minni pokann eftir 12 lotu bardaga við Pastarana, sem er minna þekktur boxari, en er nú örugg- lega kominn á kortið. Oscar De La Hoya - Miguel Angel Gonzalez Hápunktur kvöldsins var viður- eign þeirra De La Hoya og M. A. Gonzalez í yfir lóttvigt. Þeir eru báðir Mexíkanar en De La Hoya býr í Bandaríkjunum og nýtur þar geysilegra vinsælda. Hins vegar fyrirlíta Mexikanar hann þar sem Gonzalez er þeirra óskabarn. Fyrir De La Iloya var heimsmeistaratitillinn í húfi. Þjóðarstolt Mexíkana var, að ganga frá De La Hoya og koma með titilinn heim. Bardaginn hófst með látum þar sem Gonzalez lagði allt undir. Hann ætlaði að selja sig dýrt. En munurinn á þessum hnefaleikamönnum er mikill. Þeir eru báðir mjög snöggir en það er það eina sem þeir eiga sameiginlegt. Stíll þeirra er af- ar ólíkur. Það má líkja þeim við ketti þar sem De La Hoya er sem villiköttur en Gonzalez eins og gæfur heimilisköttur. Bar- dagaaðferðir Hoya eru mun vænlegri til árangurs enda fór það svo að hann vann yfirburða sigur á stigum. Það telst þó af- rek út af fyrir sig hjá Gonzalez að hafa staðið allar tólf loturn- ar. Hann hefur nú sannað sig rækilega í sinni fyrstu keppni utan heimalands síns. Það á enginn sigur vísan gegn Miguel Erikiengli Gonzalez. Dagur - Tíminn hafði sam- band við Bubba Morthens til að forvitnast um hvað væri fram- undan í boxinu. Það er skemmst frá því að segja að boðið verður til veislu laugar- daginn 8 febrúar. Þar mætir Prinsinn, Naccm Ilamed, Bandaríkjamanninum Tom Johnson í fjaður vigt. Þeir eru taldir bestu boxarar heimsins í þeim þyngdarflokki í dag. gþö

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.