Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Page 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Page 4
4 - Miðvikudagur 29. janúar 1997 ^Dagur-®ótmm F R E T T I R Atvinnulíf Vestmannaeyjar Fyrirtækjuin fjölgar og fækkar um 13% á ári Ný störf verða eink- um til við stofnun fyr- irtækja fremur en að þau sem fyrir eru fjölgi fóiki. Konur stofna fjórðung nýrra fyrirtækja. Um 2.200 til 2.500 fyrir- tæki eru stofnuð árlega hér á landi, sem svarar til 13% fjölgunar þeirra, sam- kvæmt athugunum Þjóðhags- stofnxmar, borið saman við 10% fjölgun innan ESB. En bæði hér og þar er gallinn sá, að svipað hlutfall fyrirtækja leggur árlega upp laupana vegna gjaldþrota og annarra ástæðna, þannig að þeim íjöigar lítið. Konur stofna um íjórðung nýrra en um 15% allra íslenskra fyrirtækja eru í eigu kvenna og stjórnað af þeim. Þótt íslenskum athafna- konum hafi þannig fjölgað mjög á síðari árum eru þessi hlutföll enn talsvert lægri en í Evrópu (30% og 25%). Örfá stórfyrirtæki Þetta kemur m.a. fram í skýrslu evrópsks rannsóknarhóps um lítil og meðalstór fyrirtæki (LMF) sem Þjóðhagsstofnun er aðili að. Til LMF teljast fyrir- tæki með færri en 250 starfs- menn. Hópurinn hefur undan- farin ár séð um árlegt yfirlit um þau. En þetta er í í fyrsta sinn sem ísland er með í athugunum hópsins sem unnar voru af Þjóðhagsstofnun í samstarfi við Viðskiptastofnun HÍ og Sam- vinnuháskólann að Bifröst. Athygli vekur að 99,8% fyrir- tækja í Evrópu eru lítil og með- alstór fyrirtæki og hjá þeim starfa 2/3 alls vinnuaflsins. Á íslandi er hlutfallið 99,9% og hlutfall vinnuaflsins ennþá hærra. Enda þau 19 stórfyrir- tæki sem finnast á íslandi miklu minni en slík fyrirtæki í Evrópu. Tvær leiðir til fjölgunar starfa Frá 1988 hafa lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu sýnt heldur meiri vöxt en stórfyrirtæki og hér er sama sagan. Á þessum árum stóð starfsmannafjöldi í stað í LMF en fækkaði um 0,5% á ári í stórum fyrirtækjum. Tal- ið er að þriðjungur nýrra starfa í Evrópu verði til við stofnun nýrra fyrirtækja, enda verði störf fremur til á þann hátt heldur en í þeim fyrirtækjum sem fyrir eru. Markmiðum stjórnvalda um fjölgun starfa má ná með tvennum hætti, að segir í skýrslunni; með auknum hag- vexti eða með því að gera fram- leiðsluna vinnuaflsfreka. Hvor leiðin sem verði fyrir valinu veki upp spurningar um hvort vænlegra sé fyrir stjórnvöld að beina aðgerðum sínum að þeim sem vænlegastir eru til að íjölga fólki eða hinna sem líklegir eru til að fækka starfsfólki. Að mati Þjóðhagsstofnunar er stefnumótun íslenskra fyrir- Islenskum athafnakonum hefur fjölgað mjög undanfarin ár, þótt þær séu ennþá hlutfallslega færri en annarsstaðar í evrópu. tækja nokkuð frábrugðin öðrum evrópskum fyrirtækjum. Þau ís- lensku hafi undanfarin ár lagt lagt áherslu á að hagræða og draga úr kostnaði. Auk þess sem stór markaðsleiðandi fyrir- tæki verji hér stöðu sína. „Fá ís- Ferdaþjónustan Japanir keyptu 5-falt meira en Bretar Japanir versla hér miklu meira en nokkrir m.v. tölur frá „Tax- free shopping“ á íslandi, en Bretar halda þéttast um budduna. Aðeins um 10% þeirra Breta sem hingað komu á síðari helmingi nýhðins árs versluðu í þeim mæli að þeir fengju endurgreiddan virð- isaukaskatt. Það gerðu hins vegar rúmleg 40% Japana. Gestir okkar frá öðrum þjóðum komu þarna einhvers staðar á milli. Útlendingar fengu end- urgreiddan virðisaukaskatt af rúmlega 250 milljóna króna verslun á síðari helmingi ársins 1996, samkvæmt yfirliti frá ETS á íslandi hf. (Europe Tax-free Shopping), sem tók til starfa undir lok júm' s.l. Næstum 3/4 hlutar þessarar verslunar (um Útlenskir ferðamenn versla mismikið hér á landi. Japanir eru kaupglaðastir. 183 m.kr.) voru ullarvörur. Minjagripir voru tæplega 5% viðskiptanna og bækur álíka, en hlutfall annarra vöruflokka ennþá minna. Miðað við Qölda erlendra ferðamanna hér á síðari helm- ingi ársins hefur hver þeirra einungis gert rúmlega 2.100 kr. skattfrí innkaup að meðaltali. Skattfrí verslun Breta svaraði aðeins til 960 kr. að meðaltali á hvern þeirra sem hingað kom. Meðal- Japaninn verslaði hins vegar fimm sinnum meira (4.700 kr.). Flestra annarra þjóða fólk virðist kringum með- altalið. Taiwanar, Kanadamenn og Finnar nokkru fyrir ofan það. En Danir, Hollendingar og Bandaríkjamenn annað hvort fundið fátt áhugavert eða ekki tímt að kaupa það - þótt ekki færu þeir héðan alveg jafnt tómhent af íslenskum munum eins og Bretarnir. lensk fyrirtæki hafa verið fram- sækin og nýtt sér þá möguleika sem í innri markaðnum felast". Til að efla atvinnu innan lít- illa og meðalstórra fyrirtækja er talið vænlegt að gera vinnu- tímann sveigjanlegri, útvíkka verktakastarfsemi og draga úr launatengdum gjöldum, sam- hliða þjálfun starfsmanna og ráðningu langtíma atvinnu- lausra. Bæjarmálapunktar •Stjórn Bæjarveitna í Eyjum hefur samþykkt hækkun á rúmmetraverði Vatnsveitu Vm. um 3,86%, eða úr 38,08 rúmmetrum í 39,55 rúm- metra. Sama hækkun verður á fastagjaldi heimila. Breyt- ingarnar á gjaldskrá eru í samræmi við breytingar á byggingavísitölu frá júlí 1996. •Listaskóli Vestmannaeyja verður settur á stofn í sumar og hefur verið ákveðið að gamla Iðnaðarskólahúsnæðið að Vesturvegi 38-40 fari undir Listaskólann. Undir Listaskól- ann falla Tónlistardeild, myndlistadeild og leiklistar- deild. •Ein umsókn barst um stöðu kennsluráðgjafa í Eyjum. Skólamálaráð gat ekki orðið við erindinu m.a. vegna þess að viðkomandi hafði ekki til- skilin kennsluréttindi á grunnskólastigi. •Borist hefur staðfesting frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um allt að 6 millj. kr. styrk vegna aukninga á skólastofum í Barnaskóla Vestmannaeyja. Þetta hefur í för með sér að fjórar nýjar skólastofur verða teknar í notkun á næsta skólaári og er lausleg kostn- aðaráætlun um 30 millj. kr. Er þetta fyrsti áfangi í einsetn- ingu skólans fyrir árið 2003. •Tæknideild upplýsti að nauð- synlegar endurbætur þarf að gera á Safnahúsi Vestmanna- eyjar en brunavarnir sam- kvæmt skoðunarskýrslu Brunamálstofnunar eru í mol- um. í safnahúsi eru helstu menningarverðmæti Vest- mannaeyinga en þar er til húsa Byggðasafnið, Skjala- safnið og Bókasafnið. Ljóst er að kostnaður við endurbæt- urnar skipta tugum milljóna króna en jafnframt þarf að laga húsið að utan því hús- veggir eru þaktir sprunguneti. ÞoGu/Eyjum Afbrot Þyngri dómar Umboðsmaður barna skor- ar á dómsmálaráðherra að beita sér fyrir breyt- ingu á 26. gr. skaðabótalaganna nr 50/1993 í álitsgerð sinni, dagsettri 16. janúar 1997, varðandi miskabætur til barna sem fórnarlamba kynferðisaf- brota. Umboðsmaður vitnar í hæst- arréttardóm sem kveðinn var upp í maí í fyrra þar sem miskabætur til barns vegna al- varlegs kynferðisafbrots föður voru ákvarðaðar helmingi lægri en bætur sem dæmdar voru bárninu í héraði og segir það vekja upp spurningar um hvaða atriði komi til skoðunar við mat dómsstóla á ijárhæð miskabóta. Ennfremur vekur umboðs- maður athygli á breytingum sem m.a. hafa verið gerðar á norsku skaðabótalögunum þar sem tilgreind eru ákvæði sem dómstólar skulu leggja sérstaka áherslu á við mat sitt á miska- bótxun vegna kynferðisafbrota. Má þar nefna að misnotkun ættartengsla er eitt af þeim at- riðum sem eigi að leiða til hækkunar á miskabótum. BÞ Húsavík Hætt að mæla í Köldukvísl Veitunefnd Húsavíkur hefur samþykkt að segja upp nú- gildandi samningi við Orku- stofnun um vatnsmælingar í Köldukvísl á Tjörnesi. Þessar mælingar hófust á sínum tíma vegna hugmynda um virkjun Köldukvíslar og raforkufram- leiðslu sem menn töldu að myndi nægja til að sinna a.m.k. raforkuþörf Húsvíkinga. Nú er greinilega fallið frá öll- um slíkum áformum. js

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.