Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Qupperneq 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Qupperneq 5
jOagur-3Jtmínrt Miðvikudagur 29. janúar 1996 - 5 F R É T T I R Austurland n Mjólkursamsalan Tekjutap bílstjóra JEU og hærra vöruverð $• ‘ -i.v ‘ "•' V/ Það getur orðið erfitt hjá fiutningabíistjórum að halda vinnutima sínum innan ramma ESB, þegar þeir þurfa að aka yfir fjallvegi í verstu vetrar- veðrum. Tilskipun ESB um vinnutíma bílstjóra eykur kostnað flutn- ingafyrirtækja á iengri leiðum. Bíl- stjórar á Austurlandi lækka í launum um 30% og vöruverð hækkar um 15%. Tilskipun ESB um há- marksvinnutíma flutn- ingabílstjóra kann að óbreyttu að leiða til 30% tekju- taps hjá bílstjórum hjá Flutn- ingamiðstöð Austurlands. Einnig er tabð að aukinn til- kostnaður við flutningana muni hækka vöruverð í fjórðungnum um allt að 15%. Þá er viðbúið að tilskipunin hafl einnig áhrif flutninga á Vestijörðum og á Norðausturlandi. Þessi ESB tilslcipun kom til framkvæmda um síðustu ára- mót og samkvæmt henni skal vinnutími flutningabflstjóra vera 36 tímar á viku og að há- marki 48 tímar. Sé unnið lengur geta menn fengið allt að 25 þúsund króna sekt og 50 þús- und króna sekt ef brotið er ítrekað. Ef menn svína hinsveg- ar gróflega á ákvæðum tilskip- unarinnar getur sektin numið allt að 75 þúsund kr. og þeir misst ökuleyfið. Héðinn Gunnarsson fram- kvæmdastjóri FMA segir að það sé ekkert mál að vera innan þessara takmarkana yflr sum- armánuðina, þegar ferðin frá Reykjavík til Reyðaríjarðar taki um 10 tíma. A veturna geti ferðin hinsvegar tekið 16-20 tíma. „Þessu verður bara rúllað út í verðlagið. Það er alveg pott- þétt mál vegna þess að það er ekki til nein önnur leið,“ segir Héðinn Gunnarsson um við- brögð fyrirtækja við auknum tflkostnaði. En hann felst m.a. í því að bflstjórum verður íjölg- að. Hann segir að hingað til hafi stjórnvöld daufheyrst við óskum flutningafyrirtækja um að bflstjórum á lengri leiðum verði gert kleift að ljúka sinni ferð án eftirmála. Þar fyrir utan sé það óhæft að verið sé að inn- leiða lög sem taka mið af evr- ópskum aðstæðum og vegakerfi sem sé allt annað og betra hætti en hérlendis. -grh Stjórn Mjólkursamsölunnar hefur skorað á stjórnvöld að hvika í engu frá ýtrustu kröfum um mengunarvarnir og forðast sem frekast er unnt að velja stóriðjuframkvæmdum stað innan gjöfulla landbúnað- arhéraða. Samsalan leggst því á sveif með Kjósarbændum og öðrum í nágrenni Grundar- tanga. „Viðamiklar efnarannsóknir hafa staðfest að aðskotaefni í íslenskri mjólk eru í algjöru lágmarki og gæði framleiðsl- unnar um leið meiri en víðast þekkist,“ segir í ályktun stjórn- ar MS. Ennfremur að svipaðar rannsóknir erlendis sýni bein tengsl á milh hreinleika mjólk- ur og nálægðar lanbúnaðarhér- aðs við mengandi verksmiðju- rekstur. „íslendingar hafa sjálfdæmi í varðveislu náttúrunnar og í þeim efnum geta landsmenn með stöðugri árvekni lagt grunn að afdráttarlausri sér- stöðu á meðal þjóða heims,“ segir stjórn Mjólkursamsölunn- ar. -JBP Stútur Fleiri konur virðast keyra ölvaðar nú en áður. Endurkröfur á ölvaðar konur tvöfaldast Tryggingafélögin hafa krafið 108 ökumenn um 25 milljóna endur- greiðslu vegna tjóna sem þeir ollu með ölvunarakstri. Samþykktar kröfur tryggingafélaganna um endurgreiðslur 116 ökumanna vegna tjóna sem þeir urðu valdið af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi hækkuðu í rúmlega 25 millj- ónir á nýliðnu ári, eða 35% frá árinu áður. Nálægt í 40% þessara gálausu ökumanna voru á aldrinum 17—25 ára og næstum allir (108 öku- menn) voru ölvaðir. Einn þeirra er krafin um 2ja milljóna endurgreiðslu, ann- ar um 1.750 þús. og 34 þeirra verða að snara út meira en 250 þúsund krón- um. Fjórðungur (29) þessara tjónvalda voru konur og hef- ur hlutfall þeirra næstum tvöfaldast á aðeins þrem ár- um, því þær voru aðeins 14% þeirra ökumanna voru endurkrafðir 1992. Um 40% hinna ölvuðu ökumanna voru með meira en 2 prómill vínandamagn í blóði. Samkvæmt umferðarlög- um er tryggingafélögum heimilt að endurkreija öku- menn um greiddar bætur vegna tjóna sem þeir hafa valdið af ásetningi eða stór- kostlegu gáleysi. Samkeppnisráð Flugleiðir mega kaupa Flugleiðir mega kaupa Ferðaskrif- stofu íslands hf. - en með skilyrðum þó, samkvæmt úrskurði Samkeppnisráðs. Flugleiðir keyptu þriðjung hlutabréfa í fyrirtækinu í haust er leið, - og fá nú að nýta sér rétt til að kaupa það sem eftir er af fyrirtækinu. Þetta gerist eftir „sáttagjörð fé- lagsins og Samkeppnisráðs“, eins og það er orðað. Einar Sigurðsson, fulltrúi forstjóra Flugleiða, sagði í gær að eftir viðræður Samkeppnis- stofnunar og Flugleiða hafi náðst sátt um skilyrði sem kaupum á öllu hlutafé Ferða- skrifstofu íslands yrðu sett, en þau miða að því að tryggja að samkeppnisstaða fyrirtækja sem þjóna erlendum ferða- mönnum hér irmnanlands rask- ist ekki við kaupin. „Markmið Flugleiða með kaupunum var fyrst og fremst að styrkja íslenska ferðaþjón- ustu í alþjóðlegri samkeppni. Flug- leiðir settu sér nýja stefnu í fyrra og skilgreina sig nú sem alhliða ferða- þj ónustufyrirtæki með ísland sem hornstein. Liður í þeirri stefnu var virkari þátttaka í uppbyggingu ferðaþjónustunnar hér innanlands og jafnframt aukin sókn í mark- aðs- og sölustarfi erlendis,“ sagði Einar Sigurðsson í gær. - JBP Einar Sigurðsson fulltrúi forstjóra Flugleiða „Markmið Flugleiða var fyrst og fremst að styrlga íslenska ferðaþjónustu í alþjóðlegri samkeppni “ Borgarstjórn MeiriMutinn ósáttur við Harald Borgarstjóra óviðkom- andi hvaða fulltrúa verkalýðsfélögin skipa í byggingarnefnd Iðnó. Borgarstjórn samþykkti aldrei þá sem skipaðir voru í byggingarnefnd Iðnó 1992. Þá hefur núverandi meirihluti borgarstjórnar ætíð verið ósáttur við formennsku Haraldar Blöndals í nefndinni. Auk þess var ekki trúnaðar- samband á milli hans og borg- arstjóra „hvorki til góðs né flls.“ Þetta kom m.a. fram í svari Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur borgarstjóra við fyrirspurn vegna Iðnó á fundi borgarráðs í gær. Tilefnið var sú umræða sem átt hefur stað í íjölmiðlum að hluti byggingarnefndarinnar hefur verið endurskipaður án þess að nokkur umræða hafi átt sér stað um það í borgarráði. Auk Haraldar hefur Guðmund- ur J. fyrrverandi, formaður Dagsbrúnar, verið látinn hætta í nefndinni. í svarinu kemur einnig fram að verkalýðsfélögunum, þ.e. Dagsbrún, Framsókn og Sjó- mannafélagi Reykjavíkur, er í sjálfvald sett hvern þau skipa í nefndina, enda sé það borgar- stjóra með öllu óviðkomandi. Að frumkvæði borgarstjóra hafa hins vegar oft verið rætt um að tilnefna nýjan sameigin- legan fulltrúa, þ.e. formann byggingarnefndar. -grh

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.