Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Qupperneq 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Qupperneq 3
íDagur-'cEímmn Miðvikudagur 29. janúar 1997 - 15 NEYTENDALIFIÐ I LANDINU Aðferðum sölumanna líkt við dáleiðslu Tugir manna hafa leitað til Neytendasamtakanna eft- ir að hafa hrokkið upp úr vímunni sem virðist leggjast á þá sem fara á kynningarfundi um orlofs- hlutdeildir. Lögfræðingur NS segir fólk lýsa sölu- mennskunni á fundunum sem hálfgerðri dáleiðslu. Að sögn Hjalta Pálmasonar, lög- fræðings NS, hafa tugir manna hringt til að leita upplýsinga um rétt sinn eftir að hafa skrifað undir samninga um orlofshlutdeUd sem ferða- skrifstofan GCI - Golden Crown Invest- ment - hefur verið að selja hér á landi. Þá veit hann um 15 pör sem vilja hætta við. GCI hefur rift sumum þeirra og lofað öðrum hinu sama. En að sögn Hjalta eru riftanirnar þó ekki „lögfræðilega skot- heldar.“ Þannig hafi enginn fengið und- irskrifaða yfirlýsingu um að samningi hafi verið rift, ekki allir fái skuldabréfið til baka né fyrirframgreiðslu end- urgreidda. „Fólk skrifar upp á rað- greiðslusamninga, þ.e. skuldabréf, og þau geta farið út um víðan völl. Þetta eru náttúrulega bara viðskiptabréf og það getur verið erfitt að ná í þau aftur.“ „Það er ekki endilega verið að svíkja fólk í öllum tilvikum," segir Hjalti en hann telur margt athugavert við aðferðir sölumannanna. Riftunarreglur ekki í samningi ESB setti reglur um 10 daga skilyrðis- lausan riftunarfrest slíkra samninga til að vernda neytendur þar sem aðferðir sölumanna þóttu varhugaverðar. „En GCI hefur ekki fengist til að taka þessar reglur upp í samningana hjá sér.“ Hjalti segir lögfræðinga líta svo á að þessar reglur skuli gilda hér en þær verða ekki lögbundnar á Alþingi fyrr en fyrir lok apríl. Það þýðir að þeir sem skrifa undir samning fyrir lok apríl við GCI geta lent í vandræðum vilji þeir rifta honum og gætu jafnvel þurft að fara með málið fyr- ir dómstóla. Eftir að Alþingi hefur bund- ið reglurnar í lög munu slík riftunarmál hins vegar ganga í gegn án nokkurrar fyrirhafnar af hálfu kaupenda. „Svo er hægt að benda á ýmis ákvæði í samningum hjá GCI sem eru vafasöm og óhklegt að standist önnur lög í land- inu. T.d. ákvæði um aðgang fyrirtækisins að bankareikningum þeirra sem kaupa.“ Hvað er selt? Ferðaskrifstofan selm- afnotarétt af hótelíbúð á hótehnu Sunset Beach Club á Spáni í eina viku eða fleiri ár hvert. „í rauninni ertu bara að kaupa aðild að klúbbi sem heitir Sunset Beach Club og klúbbmeðlimir hafa aðgang að hótel- inu.“ Gjaldið er mismunandi eftir því á hvaða árstíma kaupandi hyggst nota réttinn. Vilji menn helst vera á Spáni um hásumarið getur greiðslan numið allt að 600.000 kr. sem eru greiddar á ca. 3 ár- um. En auk þess greiðir fólk 17.000 kr. ár- gjald. Árgjaldinu er ætlað að standa straum af kostnaði við viðhald, innrétt- ingar, öryggisgæslu, gjöldum til sveitar- félagsins o.s.frv. „Samt er fólk ekkert að kaupa í steinsteypunni því það er ekki í raun að kaupa fasteign," segir Hjalti. Dale Carnegie söluaðferðir GCI heldur kynningarfundi fyrir áhuga- sama kaupendur og sagði Hjalti að einn þeirra hefði líkt sölumennskunni við að- ferðir Dale Car- negie. Fáum hjónum sé boðið saman á fundi, hvert par fær sinn sölumann, sem uppheija væntanlega kúnna, sýna áhuga og virð- ingu fyrir störf- um þeirra o.s.frv. Þ.e. láta þeim hða vel með sjálfa sig. „Svo er talað um að þetta sé lottóvinningur og þú sért að græða einhver ósköp, öryggi í sumarfríi og í lokin er sagt: Jæja, þú verður að ákveða þig núna annars missirðu af af- slætti upp á...“ Hjalti hefur heyrt talað um afslátt á bilinu 50- 150.000 kr. „Fólk hefur þá engan tíma til að lesa skilmálana og margir virðast fá einhverja sekt- arkennd og skrifa bara undir.“ Endursala ótrygg „Það er tekið fram í samning- um GCI á íslandi að þeir sjá ekki um endursölu á þessu. Það er því enginn virkur endursölumarkaður fyrir þetta. Þannig að ef þú getur ekki selt afnota réttinn og vilt ekki eiga hann lengur þá siturðu uppi með þetta árgjald það sem eftir er ævinnar, hvort sem þú ferð þarna út eða ekki.“ lóa Geimverur og Lestrarhátíð var haldin í Ráðhúsinu í Reykjavík í síðustu viku, þar sem veittar voru viðurkenningar vegna lestrarmagnskeppni grunnskólanna í Reykjavík. Alls lásu börnin 8 milljón bækur á hálfum mánuði, sem er stafli ívið hærri en Esjan eða eins og 13 Hallgrímskirkjur. En það var fleira gert en veita verðlaun. Sögur voru lesnar og strákur og stelpa í 10. bekk Réttarholt- skóla, þau Anna Jóna Heimis- dóttir og Halldór Örn Guð- mundsson, áttu orðaskipti um kynjahlutverkin. Heyrum hvaða álit unga fólkið hefur á hinu gagnstæða kyni. og sjá aukakílóin í hverjum spegli. Stelpa: Strákar eru með óeðlilega virka munnvatnskirtla, allavega eru þeir alltaf hrækjandi út um all- ar götur. Maður má teljast heppinn að hafa ekki orðið fyrir einni slummunni. Svo eru buxurnar þeirra al- veg kafli út af fyrir sig. Þeir hafa klofið fyrir miðja kálfa, mittið er rétt fyrir ofan hné og svo láta þeir brækurnar standa upp úr þessu öllu saman og halda að þeir séu voðalega sexí. Ég held nú ekki. Strákur: Eldunarkunnátta kvenna er h't- ils virði fyrir konur, sem flestar eru með anorexíu á heilanum Strákur: En þessir stjórnsömu englar eru þó ágætir þegar upp er staðið því eins og sagt er þá englar vissi Adam lítið hvað paradís var fyrr en Eva kom til sögunn- ar. Stelpa: En þegar allt kemin- til alls þá eru strákar eins og loft, maður fattar ekki að maður þarfnist þeirra fyrr en þeir eru farnir. Þó eru þeir ósköp góðir innst inni. Jafnvel hörðustu töffarar mega ekkert aumt sjá og há- grenja þegar þeir fatta loksins að aumingja Lína langsokkur á enga mömmu. Strákur: Margar stúlkur eru rosa gellur, en það pirrar okkur strákana hvað þær þurfa að vera „Hæfl- lega seinar“ á öll stefnumót. Stelpa: Strákar eru fullir af ranghug- myndiun um stelpur og allt sem þeim viðkemur. Strákar eru og verða allt öðruvísi en við stelp- urnar. Stundum er eins og þeir séu alls ekki mannverur af hinu kyningu heldur geimverur frá plánetunni Hommónus og komnir til að gera okkur æðra kyninu h'fið leitt. Strákur: Svona athugasemdir eru gott dæmi um þá illkvittni og upp- nefningar sem þær grípa til þegar minnst er á ókosti þeirra. AI Skötuljölskyldan Þessi saga er um skötufjöskyldu sem átti heima við botninn á grunnum sjó. Og einu sinni um miðjan vetur var svo kalt að sjórinn fraus. Hann fraus næstum alveg niður að botni en skötufjölskyld- an fékk smá pláss til að synda. Það var rosalega þröngt hjá þeim og þau voru alltaf að flækjast fyrir hvert öðru. Þeim fannst gott þegar sumarið kom. Þessi saga er eftir Sigrúnu Ingu Gararsdóttir, 7 ára bekk, 2.E í Melaskóla í Reykjavík. Sigrún Inga Garðarsdóttir las upp sögu sem hún skrifaði um skötufjölskylduna.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.