Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Síða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Síða 4
16- Miðvikudagur 29. janúar 1997 ^Dagur-®útmm 1Umfkíðadauót Sannleikskrafan í lííl okkar Þegar leiksýningar og kvik- myndir eru sem bestar vekja þær umræður, sem oft teygja sig langt út fyrir eig- inlegt eða sýnilegt efni sitt. Þannig er bæði með Villiöndina eftir Ibsen svo og mynd Mike Leighs Leyndarmál og lygar sem hægt er að sjá í Reykjavík þessa dagana. Bæði leikritið og kvikmyndin koma inn á sann- leikskröfuna sem stundum hel- tekur líf okkar allra. Það er krafan um afhjúpun sjálfs- blekkingar og leyndarmála jafnt í fjölskyldum sem úti í þjóðfélaginu. Leikrit Ibsens er rúmlega aldargamalt, en mynd Leighs glæný, en samt eiga þessi tvö verk margt sameiginlegt. Þau ljalla bæði hvort á sinn hátt um afleiðingar sannleikskröfunnar. Hjá Ibsen fær hún tragískan endi, en hjá Leigh vekur hún up vonir um betri líðan og ham- ingjusamara líf þeirra persóna sem þar eru í brennidepli. Það er bæði freistandi og spennandi að bera þessi tvö verk saman og sjá vissar hliðstæður, þótt ólík séu. í þeim báðum er ein af aðalpersónun- um ljósmynd- ari að atvinnu, annars vegar íjölskyldufaðir- inn í Villiönd- inni og hins- vegar bróðir- inn í Leyndar- mál og lygar. Munurinn á þeim er þó sá, að íjölskyldu- faðirinn hjá Ib- sen skynjar ekki eigin sjálfsblekkingu og er tiltölulega ánægður með líf sitt og íjölskyldu, á meðan bróðirinn hjá Leigh, hefur allt að því takmarkalausan skilning og samlíðan með þjáningum konu sinnar og systur og reynd- ar einnig með viðskiptavinun- um, sem koma til hans á ljós- myndastofuna. En það er margt annað sem er líkt í vef Ibsens og Leighs. Villiendur fyrr og nú Sá sem kemur að utan og ryðst inn í líf Ijölskyldu ljósmyndar- ans hjá Ibsen er einbúi, sem hefur búið í einangrun ljarri mannabyggðum um margra ára skeið. Sú sem allt í einu ryðst inn í fjölskyldu ljósmyndarans í mynd Leighs er ógift svört stúlka, sjón- tækjafræðing- ur að mennt. Bæði hún og einbúinn eru hálfgerðar villiendur í h'f- inu. Þau tengj- ast viðkomandi fjölskyldum á leyndardóms- fullan hátt og telja sig bæði hafa rétt til að leita sannleik- ans, þótt forsendur og markmið þeirra séu ekki þau sömu. Bæði verða þau utanaðkomandi ör- lagavaldar. Eigingjörn sann- leikskrafa þeirra setm- allt á annan endann en þó með mis- jöfnum hætti. Hjá Ibsen drukkna allir í ólgusjó afleið- Hjá Ibsen drukkna all- ir í ólgusjó afleiðing- anna sem sannleiks- krafan setur af stað, á meðan fjölskyldunni í mynd Leighs tekst að sigla út úr hafrótinu sem uppljóstrun leyndarmálanna hefur íför með sér. i £6 G/9F FFÆ/VM M/NUM A/FÆK/VÉL / jólfgjöf OG J//9A/A/ H£F//K £/</</ ’ T/4//)£> V/ÐM/G inganna sem sannleikskrafan setur af stað, á meðan Qölskyld- unni í mynd Leighs tekst að sigla út úr hafrótinu sem upp- ljóstrun leyndarmálanna hefur í för með sér. Að skynja sársaukann Mike Leigh er þekktur í heima- landi sínu fyrir einstök vinnu- brögð sín og efnistök. Hann leggur upp með það sem mestu máli skiptir í góðum kvikmynd- um, trúverðugar persónur sem sýna okkur mannlegan breysk- leika í öllum sínum myndum. Fáir kvikmyndahöfundar leyfa sér jafnmikið að skynja sárs- aukann í lífinu og Mike Leigh. Leigh er einstakur mannþekkj- ari eins og sést best í mannlýs- ingunni sem dregin er upp af bróðurnum í Leyndarmál og lygar. Leigh hefur valið að sýna okkur í myndum sínum samspil fátæktar og menntunarleysis í hinu stétthrjáða Bretlandi, en jafnframt þrá manneskjunnar eftir betra lífi bæði efnahags- lega og tilfinningalega. Það er líklega sannleikskrafa hans að sýna okkur h'fið á gagnrýninn hátt, en þó með umhyggju og kærleika. Þannig geta myndir hans vakið endalausar spurn- ingar um siðferði og ábyrgð í mannlegum samskiptum. GARRI Sameinuð sjálfsmynd Garri er farinn að hafa verulegar áhyggjur af Sighvati Björgvinssyni. Hann hefur einhvern veginn ekki verið með hýrri há eftir að hann varð formaður og er jafnvel farinn að falla í skuggann af Margréti Frí- mannsdóttur, hinum krata- formanninum, en slíkt hefði nú einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar. Skýringarnar geta verið marg- ar. Kannski er Sighvatur með flensu. Kannski er hann einfald- lega orðinn svona ruglaður, leiður og pirraður á öllu þessu sameiningar- og sundrungartali að hann veit ekki sitt rjúkandi ráð. Kannski saknar hann Jóns Baldvins. Trúlegast er þó að þetta sé sambland af þessu öllu þar sem sjálfsmyndar- kreppa jafnaðarmannsins birtist í sinni nöktustu mynd, hann vill vera hann sjálfur en hann vill líka vera sam- einaður. Og vegna þess að sameinaður jafnaðarmaður vill sem víðtækasta samein- ingu hafa markalínur milli hans og hinna ólíklegustu stjórnmálahópa dofnað. Af- leiðingin er að pólitískt verða menn eins og lítil börn, vita ekki alveg hvar þeir sjálfir enda og umheim- urinn byrjar. Alþýðuflokks/sjálf- stæðismaður Hvað svo sem veldur þá er ljóst að Sighvatur á orðið erfitt með að hugsa um sig sem einfaldan Alþýðuflokks- formann. Hann virðist sjá sig sem einhvern Alþýðu- flokks/sjálfstæðismann eins og virðist vera að koma í ljós aftur og aftur. Á flokksstjórnarfundi krata um síðustu helgi mis- mælti Sighvatur sig meinlega þegar hann talaði um „sjáv- arútvegsstefnu okkar sjálf- stæðismanna“. Það tók nokkurn tíma að fá Sighvat til að átta sig á mismæli sínu, og ættstórir eðalkratar pískruðu um það sín á milli hvort þetta bæri að skilja Freudískum dulvitundar- skilningi, sem myndi þá þýða að djúpt í sálu sinni þráði Sighvatur að vera formaður Sjálfstæðis- flokksins en ekki Alþýðu- flokksins. Þetta eina mismæli væri svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki kæmi til yfirlýs- ing Sighvats í Alþýðublaðinu í gær þar sem hann talar um það sem stórsigur Alþýðu- flokksins að ríkisstjórnar- frumvarpið um hálendismál sé komið inn á þing. Nú er Alþýðuflokkurinn ekki í rík- isstjórn og ber því sem slíkur ekki ábyrgð á stjórnarfrum- vörpum, hvorki um hálendið né annað. Betri ósameinaður Hins vegar gerir Sighvatur sér ekki rellu út af slíkum smámunum og styður málið eindregið og segir að „þetta sé eitt af þeim málum sem við munum fylgja mjög stíft eftir á þessu þingi.“ Orðalag- ið er ekki orðalag stjórnar- andstöðukrata, heldur orða- lag þess sem við stjórnvölinn situr. Það er því ekki furða þó kratískir stjórnmálaskýr- endur velti því fyrir sér hvort Sighvatur muni nú fara að tala um „hálendisstefnu okk- ar sj álfstæðismanna" eða jafnvel „hálendisstefnu okk- ar framsóknarmanna". Sjálf- sagt er það einfaldlega fylgi- fiskur þess að vera virkilega sameinaður jafnaðarmaður að renna svona saman við pólitískt umhverfi sitt. Hins vegar kunni Garri nú betur við Sighvat einan og sér, það fór honum einhvern veginn betur. Garri.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.