Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Qupperneq 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Qupperneq 8
Kvenréttindafélag íslands fagnaði 90 ára afmœli sínu á mánudaginn í Ráðhúsi Reykvíkinga. Þar var heilmikið um dýrðir og konur að sjálfsögðu í öllum aðalhlutverkum Flutt voru ávörp og Ijóð og leikið á hörpu og flautu. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, borgarstjóri, bauð gestum að gœða sér á létt- víni og snittum í borgarstjórnarsalnum, en afmœlisdagskrá- in fór að öðru leyti fram í TjarnarsaL Ingibjörg Sólrún sagði það vel við hœfi, að minnast afmœlis Kvenréttindafélagsins í Reykjavík, því þar hefði það verið stofnað og nú hefðu konur tekið völdin í Ráðhúsinu. Þijár konur voru gerðar að heið- ursfélögum Kvenréttindafélagsins, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Sigríður Erlendsdóttir, sagnfrœðingur og Björg Einarsdóttir, sagnfrœðingur, en þœr tvœr síðastnefndu unnu saman að ritun sögu Kvenréttindafélagsins. Sjálfstæðisráðherramir Þorsteinn Pálsson og Björn Bjarnason í fríðum hópi kvenna, f.v. Ingibjörg Pálmadóttir, Þorsteinn, Vigdís Finnbogadóttir, Sigríður Erlendsdóttir og Björn. Tvær síðastnefndu konurnar voru gerðar að heiðursfélögum Kvenréttindafélagsins. Myndir pjetur. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðavaka, og flokksystir hennar Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, hljóta að hafa þakkað Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra, fyrir höfðinglegar afmælisveitingar. Sif Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, ræðir við nýorðinn heið- ursfélaga Kvenréttindafélagsins, Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi for- seta. Hansína B.Einarsdóttur stýrði afmælisfagnaðinum í ráðhúsinu og er hér að ráðgast við Guðrúnu Katrínu og Bryndísi Hlöðvers- dóttur, formann Kvenréttindafélagsins. Það var þéttsetinn bekkurinn í Ráð- húsinu í gær, þegar konur fögnuðu 90 ára afmæli Kvenréttindafélagsins. Einn og einn karlmaður lét sjá sig, þótt þeir sjáist ekki á þessari mynd.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.