Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Qupperneq 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Qupperneq 10
22 - Miðvikudagur 29. janúar 1997 iDtigur-®ímittn RADDIR FOLICSINS , 0 i ð i s. . . Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602 Akureyri Bændur og mcngun Brynjólfur Brynjólfsson skrifar Bændur í Hvalfirði og ná- grenni hafa verið með há- vaða og fyrirgang vegna álvers sem hugsanlega verður reist á Grundartanga. Peir hafa hrifið aðra með sér sem ímynda sér að þeir eigi þarna hags- muna að gæta eða hafa bara gaman af að taka þátt í tiltekt- um sem þessum. Ég hefi nú alla tíð verið hlynntur bændum en finnst þrátt fyrir það að þeir séu að kasta grjóti úr glerhúsi. Búrekstur er mikill mengunar- valdur og nægir að benda á haughús bænda sem senda stöðugt frá sér óæskilegar loft- tegundir út í andrúmsloftið sem hafa mjög slæm áhrif á óson- lagið. Líka er hægt að benda á að landið er örfoka eftir ofbeit af völdum búfjárhalds og hafa bændur ekki verið sérstaklega samvinnufúsir þegar Land- græðslan hefir reynt að fá þá til þess að hlífa shkum landsvæð- um. Mikii svæði af votlendi hef- ir tapast vegna skurðgraftar og framræslu fyrir ræktun sem í sumum tilfellum var svo aldrei framkvæmd. Villt fuglah'f hefir beðið tjón af þessum fram- kvæmdmn bænda. Mikil sjónmengun er líka af sumum bújörðum þar sem trassarnir í bændastétt búa. Þar er haugurinn gjarnan fremsti hlutinn af búsetunni og svo er á slíkum stöðum oft mikil rusla- söfnun og eru þar iðulega bíl- hræ sem sýnishorn af mörgum árgöngum helstu skrautgripirn- ir í slíku safni. Kaupstaðarbúar sem aka þjóðvegina á ferðalög- um hafa horft á svona búsetu áratugum saman á sömu jörð- unum og virðist ekki nein breyting á þar á meðan ekki verða ábúendaskipti. Nokkur rýrnunarmengun hefir líka orðið í fjárhirslum ÉfeS .Landið er örfoka eftir ofbeit af völdum búfjárhalds' segir ma. i greininni. ríkisins vegna bænda þó ég sé ekki með þess- um orðum að leggjast gegn ijárstuðningi við bændur því hann kemur öllum lands- mönnum til góða t.d. í at- vinnumálum, því landbúnað- ur skapar mikla atvinnu. Hagsmunaaðilar ferðamála með í leikinn Álversandstæðingar hafa reynt að virkja hagsmunaaðila ferða- mála til andstöðu við fram- kvæmdir á Grundartanga og orðið nokkuð ágengt. Þeir hafa svo fram- lengt andstöð- una að virkj- unarfram- kvæmdum og línulögnum þeim tilheyr- andi. Svo virð- ist af málflutn- ingi þessara aðila að helst engar stór- framkvæmdir megi gera á landinu vegna þess að það sé eini bletturinn í þess- um heimshluta sem sé jafn ósnortinn og raun ber vitni og hann þurfi að vernda fyrir er- lenda ferðamenn til að skoða og ferðast um. Þessir annars ágætu aðilar verða að sætta sig við að fleiri búa í landinu en þeir sem til- heyra þessum tveimur hags- munahópum. Þeir landsmenn sem ekki tilheyra þessum hags- mimahópum geta ekki látið hinum eftir í eigin þarfir landið og afnot af því. Þeir munu því nota afnotarétt sinn til þess að flytja atvinnutækifæri inn í landið með sölu raforku til er- lendra aðila. Ef afnot bænda af landinu verða til þess að gróð- urhúsaáhrif eyðileggja það með tímanum eða að það fýkur á haf út þá er ekki miklu spilft fyrir framtxðina með stóriðju- framkvæmdum. Það sama gildir um hagsmunaaðila ferðamála þegar viðskiptamenn þeirra verða búnir að troða í svað þennan síðasta óspillta blett þessa heimshluta. Mér finnst því að þeir sem nú hamast gegn stóiðjuframkvæmdum af svo mikfu kappi séu að kasta grjóti úr glerhúsi. Þeir landsmenn sem ekki tilheyra þessum hagsmuna- hópum geta ekki látið hinum eftir í eigin þarfir landið og afnot af því. Lesandi hringdi Beyklajis lesandi kvartar reyking^óívært etótíínxS Hafstein á að reyki ekki og ætla ndllega °geðslegt. Ég stórlega hneyksluð .r aIdrei að gera, en ég er ems °Í einhverjar ógeðsíL^, reykingafólk ræða 0g segir reykherbergi^hafalxT1111 h Sé að natturu að verða ógeðslS afa nndariegu vxssulega ekki góð of sóðtv yMngalykt er ekki er að gáð.g En ! SbekSaPUr af ÖSku ef ln^fólk og vildi gjarna Snyrtilegt reyk- ani Jóni. Ég skil ekkí^Í^ Það fyrir Stef- ofsóknir og skrýtnar í þokkabóf^r’- Petta eru Þær mta að fæla annsn xf 1 lj0si þess a« sem sest niður að morgni ^Sfð lesanda fra- sma' Alveg er það makalaust hvað snjórinn getur komið landanum alltaf jafn mikið á óvart. Það er eins og fólk sé bxíið að gleyma í hvaða landi ' það býr og hvar það sé á hnettinum. Á dögun- um þegar snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu voru margir ökumenn á illa búnum bílum fyrir vetrarakstur. Þá eins og svo oft áður lentu margir í ógöngum og tepptu um- ferð fyrir hina forsjálu. Það getur stundum verið erfitt að búa við götu JPb sem er laus við strætó og þá sérstaklega yfir vetrartímann. Þessir fbúar verða að bíta í það r súra að þeirra götur eru síðastar á verkefna- skrá snjóruðningstækja. Á meðan verða þeir að gera svo vel að bjarga sér sjálfir í von um að senn komi betri tíð. * Saltaustur á götur gerir það að verkum að göngufólk kemur heim með hvíta skán á skón- um sínum. Það kallast að eiga salt í grautinn, eða þannig. Árvisst pókerspil Árvisst pókerspil er hafið. Skelfing er að heyra tón- inn í vinnueigendum og verkalýðseigendum. Samningar nást aldrei fyrr en allt er komið í hund og kött og Karphúsið eitt framundan. Báðum megin við spila- borðið er vitað með nokk- urri vissu um hvað verður samið. Eftir verkföll í svo og svo margar vikur vaka menn síðan í þrjá sólar- hringa. Þá loks fara samn- ingamenn að hugsa skýrt. Samið verður um það sem flestir vissu að samið yrði um. Okkar minnstu bræður í þessu blaði var haft eftir forkólfi vinnuveitenda að ef lágmarkslaun í þessu landi hækkuðu í 70 þús- und krónur yrði algjör kollsteypa í efnahagsmál- um! Alkunna er að til- raunir til að rétta okkar minnstu bræðrum og systrum hjálparhönd, hef- ur einatt orðið til þess að dýfa þeim enn dýpra ofan í vesaldóminn. Uppmæl- ingarfólk, forstjórar, flug- stjórar og fleiri fá prósent- ur láglaunafólksins, og oft- ast ábót að auki. Hækkan- ir þessara hópa skapa ekki kollsteypu! Áralangar tilraunir til að „rétta hag hinna lægstlaunuðu" hafa verkað þveröfugt. Þetta hefur hagfræðingur Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna áreiðan- lega haft í huga, þegar hann sagði að bæta yrði kjör láglaunafólksins á annan hátt en með stórum prósentuhækkunum launa. Sextán mainna makar Það er undarlegt að fyrir- tæki skuli greiða forstjór- um sínum jafnvel á aðra milljón á mánuði eins og þekkt er, sextánföld lægstu laun. Eru þessir forstjórar sextán manna makar? Varla. Og hvað hafa menn að gera með hálfu og heilu milljónirnar í mánaðar búrekstri sfnum? Spyr sá sem ekki skilur. Launþegar með 50 þús- und kallinn sinn leyfa sér ekki margt. Þeir kaupa nánast ekki nokkurn skap- aðan hlut. Þetta fólk örvar ekki hinn margrómaða hagvöxt í þjóðfélaginu. Fyrirtækin þeirra græða vel, en senda fólkið bók- staflega á næstu félags- málastofnun eftir lifi- brauðinu. Umsjón: Jón Birgir Pétursson.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.