Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.02.1997, Síða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.02.1997, Síða 5
Jlagur-®mmm MINNINGARGREINAR Laugardagur 1. febrúar 1997 - V Jóna Jóhannesdóttir frá Ytra-Laugalandi Jóna Jóhannesdóttir fæddist að Ytra-Laugalandi í Eyja- (jarðarsveit O5.október 1905. Hún lést í Kristnesspítala 18. Janúar 1997. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhannes Heigason bóndi Ytra-Laugalandi, f. 18.des- ember 1865, d.23. nóvember 1944 og Aðalbjörg Tryggvadóttir húsfreyja Ytra-Laugalandi, f. 17. Ágúst 1873, d.17. maí 1921. Systkyni Jónu eru: Finnur, f. 11. Ágúst 1907, d. 18. Nóvember 1984, TYyggvi, f. 20. Júní 1911, og Ólafur, f.12. ágúst 1914, d. 9. Október sama ár. Jóna var ógift og barnlaus en ól upp Guðnýju Magnúsdóttur frá flmm ára aldri, f. 12. Febrúar 1923, húsfreyju á Öngulstöðum í Eyjafjarðarsveit, maki Sigurgeir Halldórsson bóndi Öngulsstöðum. Eiga þau fjögur börn. Okkur systurnar langar að minn- ast Jónu frænku eins og hún var alltaf kölluð af okkur systkinunum á Laugalandi. Frá því við munum fyrst eftir bjó hún uppi á loftinu heima ásamt afa og ömmu og var einn af þessum fóstu punktum í tilverunni. Það var sárt að horfa á eftir henni af heimilinu fyrir sex árum þegar heilsan var orðin lé- leg, en um annað var ekki að ræða. Það var þá sem söknuður og eftirsjá réðu ríkjum, en nú er það þakklæti fyrir gamlar stundir og viss léttir yfir því að þessu jarð- neska lífi þreyttrar og gamallar konu er lokið. Það, að alast upp í sveit í faðmi stórfjölskyldunnar eru forréttindi sem við munum búa að alla tíð, og þar á Jóna frænka stóran hlut að máli, þar sem í mörg horn var að líta hjá mömmu með stórt sveita- heimili á sinni könnu. Hún bjó uppi á lofti í stóru herbergi með prjónakompu inn af og maður skyldi gjöra svo vel að banka á dyrnar þó að erindið væri brýnt. Hjá Jónu var allt í röð og reglu og hún var skapstór kona , hrein- skiptin, með stórt hjarta og hrein- lát með afbrigðum. Oft gat kastast í kekki milli hennar og krakkask- arans er lætin og hávaðinn gengu úr hófi fram og hún kannski að reyna að leggja sig, en allt var gert upp og málin jöfnuð áður en langt um leið. Fyrstu minningarnar tengdar Jónu frænku eru allar sögurnar, kvæðin og bænirnar sem hún kunni og fór með fyrir okkur og oft var beðið um „...bara eina sögu í viðbót.” Hún kunni sögur sem engir aðrir sögðu, s.s. söguna um Króknefju, Þegar eldurinn slokkn- aði og margar fleiri. Einnig sagði hún okkur frá gömlum búskapar- háttum t.d. hvernig það var að heyja á engjunum í gamla daga, gamla torfbænum, hvernig hún hafði leikið sér sem barn og frá fólki sem bjó eða dvaldi á hennar bernskuheimili þannig að allt stóð þetta manni ljóslifandi fyrir sjón- um. Þá eru Stekkjarferðirnar ógleymanlegar þegar hún skund- aði af stað með krakkaskarann úr Torfunni með gos og súkkulaði í farteskinu. Þegar fór að togna úr ungviðinu á neðri hæðinni tók lestrarkennsl- an við uppi á loftinu. Þar var setið við og leyndardómur stafanna numinn með bandprjónsaðferðinni upp úr Gagn og Gaman og þegar þreytumerki fóru að sjást á nem- endunum var skúffan á gula borð- inu opnuð og einhverju góðgæti laumað í h'tinn lófa. Jóna frænka prjónaði listafalleg dúkkuföt sem og fatnað á okkur systkinin og seldi prjónavörur í búðir á Akur- eyri á sínum yngri árum, enda handbragðið vandað. Hún kenndi okkur margar kvenlegar dyggðir, s.s. að prjóna, sauma út myndir og púða og hafði mikla þolinmæði við þessa iðju. Öðru máli gegndi þeg- ar við fórum að sýna einhverja til- burði í eldhúsinu, sérstaklega við bakstur. Það var yfirleitt allt of mikið kakó í brauðinu og við bök- uðum eftir uppskrift, en það hafði hún aldrei gert og svo voru bekkj- artuskurnar ónothæfar á eftir, all- ar smurðar út í kakói og smjöri. Þó kom nú fyrir að útkoman var æt og þá fékk maður hrós fyrir. Skólaganga Jónu var ekki Iöng, aðeins 24 vikur í farskóla en fáir stafsettu réttar eða voru eins vel að sér um marga hluti og hún, því hún var mjög bókhneigð. Hún átti margar góðar bækur sem við máttum ganga í og oft kom hún okkur á bragðið með því að lesa einhvern kafla úr góðri bók eða eina smásögu eftir Einar Kvaran sem varð svo til þess að maður las allt ritsafnið hans í framhaldi af því. Hún hafði mikinn áhuga á dulrænum efnum og átti margar bækur er fjölluðu um þau mál og ræddi oft við mann um eihfðar- málin. Hún hafði mikið dálæti á gömlu höfuðskáldunum og fór oft með heilu ljóðabálkana eftir þá og Davíð Stefánsson var í sérstöku uppáhaldi. Svaf hún með ljóða- bókina Svartar fjaðrir undir kodd- anum fyrst eftir að hún kom út eins og svo margar aðrar af henn- ar kynslóð. Hún fylgdist vel með þjóðmálunum og hafði yndi af því að rökræða við gesti og gangandi og enginn kom að tómum kofanum hjá henni. Hún var ein af þeim sem vildi heldur veita en þiggja og það voru ófáir seðlarnir og flík- Halldóra Sigurðardóttir fæddist á Brautarhóli á Svalbarðsströnd 24. nóv. 1927. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akiu-eyri þann 14. janúar síðastliðinn. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Vigfús Ólafsson f. 7. nóv. 1922. Foreldrar hennar voru Sigurður Vilhjálmsson frá Dálksstöðum og Sigurlaug Jónsdóttir frá Flatey á Skjálf- anda. Systkini Halldóru eru Vil- hjálmur, f. 16. 3. 1926, d. 16.8. 1993, Jón Björn, f. 3.3. 1932 og Helgi, f. 2.12.1933. Börn Halldóru og Vigfúsar eru: 1) Anna Gunnur, f. 8.4. 1948, maki Anton Sölvason og eiga þau einn son, Sölva, f. 6.12. 1979. 2) Sigurlaug, f. 9.2. 1950, maki Jónas Franklín og eiga þau þijár dætur, Ásdisi Maríu, f. 26.9. 1978, Auði Dóru, f. 26.7. 1981 og HUdi Þóru, f. 19.12. 1985. 3) Sigurð- ur, f. 17.1. 1954, maki Þóra Leifsdóttir og eiga þau tvö börn, Erlu Hrönn, f. 4.10. 1975, og Leif f. 9.11. 1978. 4) Hulda f. 5.1. 1957, maki Ómar Stefánsson, börn þeirra eru Vigfús, f. 22.7. 1975, Stefán, f. 7.10. 1978 og Ester, f. 24.5. 1990. 5) Gunnar, f. 22.4. 1960, urnar sem komu frá Jónu og seint gleymir öimur okkar því er hún gaf henni rauða strigaskó til að fara í að heimsækja mömmu á fæðingardeildina þar sem skórnir jöfnuðust nú alveg á við þann ný- fædda bróður sem þar var. Og þeg- ar veikindi herjuðu á smáfólkið stjanaði hún við okkur á alla lund og seint gleymist það þegar hún sat og veifaði dagblaði yfir annarri okkar tímunum saman þegar hlaupabólukláðinn var í hámarki. Margs er að minnast en nú er langri vegferð lokið. Jóna talaði ósjaldan um það að hún óskaði þess að verða ekki háöldruð og ekki upp á aðra komin en hvoru tveggja varð hlutskipti hennar síð- asta spölinn á h'fsleiðinni. Þá dvaldi hún á Kristnesspítala þar sem vel var að henni hlúð og þar hafði hún gott útsýni heim í Laugaland þar sem hugurinn var jafnan. En þó að minnið væri farið að svíkja þá var sumt sem ekki gleymdist og alltaf gátum við sungið saman Caprí Catarínu og fleiri góð lög sem hún hélt upp á. Við kveðjum þig Jóna frænka í hinsta sinn. Það var þín trú að þín væri beðið þarna fyrir handan eins og þú sagðir og það erum við hka vissar um. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þínar Þóra og Hugga Einn af öðrum kveðja þeir, sam- ferðamennirnir sem við höfum átt á mislangri lífsgöngu, samferða- menn sem með nærveru sinni hafa áhrif á líf okkar hinna og varpa á það ljósi eða gefa því lit eftir atvik- um. Nú síðast féll í valinn Jóna Jó- hannesdóttir frá Ytra-Laugalandi, sem við öll í daglegu tali kölluðum Jónu frænku. Jóna var dóttir hjónanna Aðal- bjargar Tryggvadóttur og Jóhann- esar Helgasonar á Ytra-Lauga- maki Jóhanna M. Friðriksdótt- ir, synir þeirra eru Samúel og Friðrik, báðir f. 23.10. 1989. 6) Dóra Vigdís, f. 23.11. 1967, maki Þórður Már Sigurðsson. 7) Ásdís, f. 6.6. 1970, d. 16.3. 1971. Útför Halldóru fór fram frá Akureyrarkirkju 21. janúar kl. 13.30. Þegar við fréttum að þú, elsku mamma og eiginkona, værir með erfiðan sjúkdóm og ættir ekki langt eftir lifað þá var eins og tilgangsleysi og tómleiki fyllti líf okkar og við spurðum okkur sjálf af hverju þú. Þú sem varst fasti punktur- inn í tilveru okkar og varst alltaf til staðar, þú sem alltaf varst svo dugleg og sterk, þú sem alltaf hugsaðir meira um aðra en sjálfa þig. Hversu oft vorum við ekki búin að minnast á það við þig að nú væri kom- inn tími á að minnka vinnuna og hugsa meira um sjálfa þig. Svo hófst barátta þín við sjúkdóminn og þú barðist svo hetjulega að það var um það talað. Við reyndum að styðja þig í baráttu þinni eftir bestu getu og við áttum erfiðar en jafnframt yndislegar stundir landi, og þar átti hún heima nær alla sína ævi ásamt bræðrum sín- um þeim Tryggva og Finni, en sá síðarnefndi er látinn fyrir nokrum árum. Síðustu árin var Jóna vistmað- ur á dvalarheimili aldraðra að Kristnesi, þar sem hún undi sér vel, bjó við gott atlæti, þar var hún á heimaslóð. Jóna var harðdugleg kona, þurfti ung að standa fyrir heimilis- haldi að Ytra-Laugalandi með föð- ur sínum og bræðrum, þegar Aðal- björg móðir hennar féll frá um aldur fram, og eins og annað sem hún tók sér fyrir hendur leysti hún það með þeim skörungs og mynd- arskap, sem einkenndi alla hennar framgöngu. Síðar þegar Tryggvi bróðir hennar kvæntist og tók ásamt konu sinni Guðrúnu Jónsdóttur við búi föður síns, voru þau systkinin Jóna og Finnur áfram að Lauga- landi og unnu heimili og búi eins og áður. Jóna var víkingur til allra starfa bæði innan húss og utan og gekk til útiverka svo sem heyskap- ar meðan þörf var handverkfæra saman. Þetta voru stundir þar sem við gátum sagt hug okkar, við gátum grátið og hlegið sam- an. Það varst þú sem hjálpaðir okkur svo mikið í gegnum sorg- ina með þínum glettnu tilsvör- um og uppörvunar orðum. Að lokum sagðist þú vera sátt við að deyja og tilbúin og stuttu seinna varstu farin frá okkur. Þú varst og ert hetja í augum okkar allra. Við eigum yndisleg- ar minningar um yndislega mömmu og eiginkonu og þær munu aldrei gleymast. Við söknum þín. við shk störf. Hún var stálgreind, minnug, ljóðelsk og mjög vel lesin og átti safn góðra bóka og tímarita og var verðugur fulltrúi þeirra fjölmörgu einstaklinga sem á eigin spýtur öfluðu sér staðgóðrar þekk- ingar um hin ýmsu mál. En lengst munum við eftir Jónu fyrir hennar glöðu lund og hlýja viðmót, sem við eins og allir aðrir nutum í samskiptum við hana. Jóna hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og hvikaði hvergi frá þeim hver sem í hlut átti, hún rökstuddi mál sitt einarð- lega og sköruglega svo að enginn velktist í vafa um skoðanir hennar, stundum beitt, en þó miklu oftar með skemmtilegri glettni, og víst var að eftir orðum hennar var munað. Jóna var barngóð og þess nutu ekki einasta synir þeirra Rúnu og Tryggva heldur hka börn og ung- lingar sem dvöldu á Ytra-Lauga- landi um lengri eða skemmri túna, og má þar nefna Guðnýju Magnús- dóttur og Símon Jónsson sem þar voru langdvölum, og síðar börn þeirra Hjörleifs og Aðalbjarnar Tryggvasona, en á Ytra-Lauga- landi var hin dæmigerða stórfjöl- skylda, þar sem kynslóðirnar undu saman við leik og störf. Af þessari glaðværu og hispurs- lausu heild, var hlutur Jónu býsna afgerandi, og átti sinn stóra þátt í að alltaf var bæði gott og gaman að koma í Ytra-Laugaland og heimsóknir þangað gleymast seint. Við leiðarlok þökkum við fyrir þær góðu minningar sem tengjast ótöldum heimsóknum milli bæja um árabil, megi minningar um góða og ljúfa frænku lifa með okk- ur sem þeirra nutum. Góður Guð blessi minningu Jónu Jóhannes- dóttur. Systkinin frá Syðra-Laugalandi Þegar ég leystur verð þrautun- um frá, þegar ég sólfagra landinu á lifi og verð mínum lausnara hjá. Það verður dásamleg dýrð handa mér. Dásöm það er dýrð handa mér, dýrð handa mér, dýrð handa mér. Er ég skal fá Jesú auglit að sjá, það verður dýrð, verður dýrð handa mér. Og þegar hann, sem mig elskar svo heitt, indœlan stað mér á himni ‘hef- ur veitt svo að hans ásjónu ég augum fœ leitt, það verður dásamleg dýrð handa mér. Ástvini sé ég, sem unni ég hér, árstraumar fagnaðar berast að mér. Blessaði frelsari, brosið frá þér, það verður dásamleg dýrð handa mér. Eftir Lárus Halldórsson Viggi, Anna, Silla, Siggi, Hulda, Gunni og Dóra. Halldóra Sigurðardóttir

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.