Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.02.1997, Page 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.02.1997, Page 6
Laugardagur l.febrúar 1997 - VI MINNIN GARGREINAR 3Di:gur-®mimn Fyrir hönd okkar skóla- systra úr Ljósmæðraskóla íslands langar mig til að minnast Sigríðar Þórarinsdótt- ur með nokkrum orðum. Við vorum 12 sem hófum nám hér í skólanum. Ein varð að fresta námi um eitt ár vegna veikinda, svo við vorum 11 sem þreyttum prófin og útskrifuð- umst 30. september 1953. Þetta var samstilltur hópur, sem tók námið alvarlega og allar höfum við síðan unnið við ljósmæðra og hjúkrunarstörf um lengri eða skemmri tíma. Við erum þó búnar að missa aðra úr hópnum, hana Ingi- björgu sem lést fyrir mörgum árum langt um aldur fram. Sigríður, eða Sissa eins og við kölluðum hana alltaf, hóf sín ljósmóðurstörf í sinni heimasveit strax að loknu námi. Starfaði sem umdæmis- ljósmóðir í Kelduneshreppsum- dæmi á sjötta ár. Frá hausti 1959 hefur hún starfað «em Ijósmóðir á sjúkrahúsinu á Húsavík, allt til 1. apríl 1986, en þá sagði hún upp störfum af heilsufarsástæðum. Fyrstu árin á Húsavík þjón- aði hún einnig umdæmum í ná- greimi Húsavíkur. Ég get ekki sagt um hvernig vinnuskipting Ijósmæðra á sjúkrahúsinu á Húsavík er núna, en oft skiptu 3 ljósmæður með sér tveim heilum stöðum. Þar var ekki Sigríður Þórarinsdóttir HÚsavík um venjuleg vaktaskipti að ræða heldur sólarhringaskipti. Oft var Sissa boðin og búin að skipta við sér yngri ljósmæður ef þær langaði til að fara á ball, eða þá að vera heima hjá sér um jólin, svo eitthvað sé nefnt. Um vorið 1986 fékk Sissa hjartaáfali og má segja að árin þar á eftir hafi verið nær sam- felldur sjúkdómsferill. Sykur- sýki, skjaldkirtilssjúkdómur, hryggbrot og síðan lærbrot ásamt fleiru. Þetta urðu því margar sjúkrahúsferðir og oft löng lega. Oftast var hún á sjúkrahúsinu á Húsavík og var þar samfellt frá 15. maí 1995. Oft þurfti hún þó að fara á önn- ur sjúkrahús, t.d. Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri, en þar lést hún á gjörgæsludeild um kl. hálf fimm, seinnihluta sunnu- dagsins 19. janúar eftir tveggja sólarhringa legu þar. Efalaust hefur hún fundið að hverju stefndi, því hún bað manninn sinn endilega að koma með sér og vera hjá sér, en í önnur þau skipti sem hún þurfti á sjúkra- húsvist að halda taldi hún enga þörf á fylgd. Ég er bara að fara á sjúkrahús sagði hún. Þann 29. ágúst 1959 giftist Sissa eftirlifandi manni sínum, Gunnari Valdimarssyni. Þau eiga þrjú börn: Aðalstein Rúnar f. 1960, Þórhildi f. 1961 og Guðrúnu f. 1968. Áður eignað- ist Sissa tvær dætur: Gunnþóru Guðnýju f. 1951 og Kolbrúnu f. 1954. Öll eru börnin með fjöl- skyldur og eru barnabörn Sissu orðin 15 og barnabarnabörnin tvö. Það vildi svo einkennilega til að eitt barnabarnið, Her- mann Þór Hauksson á Kambs- stöðum, var að halda upp á 9 ára afmælið á sama tíma og Sissa kvaddi. Þar voru því sam- an komnir margir af afkomend- um henar þegar þeim barst þessi sorgarfregn. Þótt svo að Sissa ætti við mörg heilsuvandamál að stríða æðraðist hún ekki og oft komu góðir dagar inn á milli. Gunnar eiginmaður hennar er líka al- veg einstakur. Hann var óþreyt- andi að styðja við Sissu í veik- indum hennar á allan þann hátt, sem hægt var að gera. Hann aðstoðaði hana ef hún var heima, heimsótti hana á sjúkrahúsið þegar hún var þar og tók hana heim hvenær sem færi gafst á þeim tíma. Eftir að þau seldu húsið á Uppsalaveginum og fluttu að Skálabrekku 19 gat Gunnar ekið henni heim þangað í hjóla- stól flesta daga og um helgar. Þau urðu æ samrýmdari eftir því sem árin hðu og fundu sér ýmislegt til að vinna saman að þessar stundir. Síðasti dagurinn hennar heima var þriðjudagur- inn 14. janúar. Eftir það fór að halla undan fæti. Það er þakk- arvert að Sissa virtist oft ekki finna mikið til og oftar en ekki var stutt í brosið. Ég minnist Sissu sem bros- andi konu og mikillar handa- vinnukonu. Á meðan við vorum í skólanum var hún alltaf að sauma út eða með aðrar hann- yrðir þegar færi gafst frá námi og vinnu. Ég sé enn fyrir mér fallegan kjól sem hún saumaði á dóttur sína. Mér er einnig minnisstætt þegar ég mörgum árum seinna kom í heimsókn á Uppsalaveg 12 til þeirra hjóna að sjá alla þá hluti sem Sissa hafði unnið af mikilli vand- virkni og prýddu veggi og aðra staði í húsinu. Og blómin, — þvílík natni. Ennþá sé ég fyrir mér klifurjurtina sem fékk að teygja sig út um allt í stofunni og fékk meir að segja sérsmíð- aðan grindarvegg til að feta sig áfram í. Eins og áður sagði var hóp- urinn okkar í ljósmæðraskólan- um mjög samstilltur og höfum við reynt að halda sambandi áfram með því að koma saman á ýmsum tímamótum eða rétt- ara sagt skólaafmælum. Aldrei hefur þó tekist að ná öllum saman í einu. Sissa og Gunnar náðu því að vera með í glöðum hópi bæði á Akureyri og í Reykjavík. Haustið 1993, þegar 40 ár voru liðin frá útskriftinni, fórum við nokkrar erlendis. Sissa var þá ekki ferðafær eftir lærbrotið og sagðist ekki geta lagt á okkur að hafa meðferðis stirða konu á hækjum, en bætti hlæjandi við, hver veit nema ég geti komið með næst. Nú er hún lögð af stað í lengra ferðalag og viljum við gera orð Valdimars Briem að okkar: Far þú ífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér núfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Útförin fór fram frá Húsavík- urkirkju laugardaginn 25. janúar að viðstöddu miklu íjölmenni. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Gunnari, öllum börn- unum og íjölskyldum þeirra. Ása Helgi Jónsson Föstudaginn 10 janúar fór ég ásamt Kára bróður míniun og fleiri fram að eyðibýlinu Skatastöðum í Aust- urdal til þess að liggja fyrir tófu við æti. Fyrrum samstarfsmenn á Stöð 2 slógust í fór með okkur í þeim tilgangi að mynda tófu- veiðarnar. Eftir að myndatökum lauk um daginn fór ég ásamt fréttamanni og myndatöku- manni austur yfir Jökulsá heim að bænum Merkigili þar sem vinur minn Ilelgi Jónsson bjó einbúi. Helgi bjóst við okkur en ég hafði hringt á undan mér og beðið um gistingu um nóttina. Þó að þessi ferð hafi upphaflega ekki verið farin í þeim tilgangi að taka einbúann á Merkigili tali fór á endanum þannig að við tókum langt og merkilegt sjónvarpsviðtal við Helga. Þetta var góð kvöldstund. Helga þótti gaman að fá góða gesti, ekki síst á þessum tíma árs. Sá er síðast hafði ritað í gestabókina á Merkigili var Ein- ar bróðir minn en hann hafði komið gangandi yiir Merkigilið fimm vikum áður. Gestabókin er góð heimild um erfiðar sam- göngur á þessum slóðum yfir vetrartímann og það rifjaðist upp fyrir mér að þegar við Elen- ora fórum gangandi í Merkigil seinnipart aprfl 1995 hafði ekki borið gesti að garði frá því um áramót. Þannig gat skammdegið Merkigili verið langt og erfitt fyrir einbú- ann í dalnum. Lýsing Njálu á Skarphéðni átti vel við Helga. Hann var mikill maður vexti, tæpir tveir metrar á hæð, beinvaxinn og svipmikill. Hann var óhemju hraustur, snarpur til átaka og hafði mikið úthald. Hann var fær klettamaður og kjarkurinn svo óbilandi að mörgum hraus hugur við að sjá til hans. Helgi var hvatskeyttur í framgöngu, lá hátt rómur og sagði sínar skoð- anir umbúðalaust við hvern sem var. Hann gat verið mikill grall- ari þegar svo bar undir og í góðra vina hópi var hann hrók- ur alls fagnaðar. llelgi var sannarlega ekki hvers manns viðhlæjandi og mikill mannþekkjari. Mislíkaði honum eitthvað í fari annarra lét hann það í ljósi og gleymdi seint. En undir oft á tíðum hrjúfu yfirborði bærðist hlýtt og viðkvæmt hjarta. Þessi stóri hrausti maður, sem virtist ekki geta bognað en bauð náttúruöfl- unum byrginn í ríki sfnu í daln- um, hann var fyrst og fremst ljúfmenni og drengur góður. Við strákarnir í Flatatungu fórum oft í gegnum árin fram að Merkigili til þess að hjálpa þeim Helga og Moniku við heyskap, smalamennsku eða annað. Frá vorinu 1984 stunduðum við grenjavinnslu í dalnum. Fyrsta vorið gekk okkur veiðin afskap- lega illa enda einungis 16 og 17 ára gamlir, reynslulausir og illa búnir vopnum og verkfærum. Sjálfur var Merkigilsbóndinn miklu meiri veiðimaður en við og vön skytta. Það lýsir Helga betur en margt annað hvernig hann hvatti okkur áfram, bar í okkur mat um langan veg og talaði í okkur kjark á allan hátt á þessu köldu vordögum. Ein- hver hefði brugðist við með skömmum. Annað atvik frá síðasta sumri er mér minnisstætt. Þá riðum við nokkur saman fram í dalinn og gistum á Merkigili. Á leiðinni til baka var aftur komið við hjá Helga en síðan riðið áfram nið- m dalinn, að Merkigilinu og yfir það. Við vorum komin upp úr gilinu að norðan þegar Ilelgi birtist á hesti á barminum að sunnan og kallar „lykilinn" styrkum rómi yfir þessa miklu ófæru. Ég snéri við og teymdi hest minn aftur niður gilið og sé þá mér til skelfingar að Helgi ríður sfnum hesti talsverðri ferð niður einstigið að sunnan, sem liggur í krákustígum utan í klettum, snarbratt og háskalegt. Þegar við mættumst var Helgi kominn yfir gilið og hálfnaður upp að norðanyerðu. Ég hafði í millitíðinni áttað mig á að ég var með bfllykilinn í vasanum og konan mín komst þar af leið- andi ekki af stað á bflnum frá bænum en hún átti að fara með farangur eftir akveginum niður að vestan. Helgi sagðist ekki ætla að skamma mig fyrir hugsunar- leysið að ríða af stað með bfllyk- ilinn, það væri sennilega nóg að Elenora gerði það. Þegar hann kom til baka í Merkigil þar sem Elenora beið kvaðst hann hafa skammað mig rækilega og hún þyrfti þess vegna engu þar við að bæta. Samband Ilelga og Moniku fannst mér einkennast af gagn- kvæmri virðingu. Gamla konan var mikill sjúklingur síðustu ár ævi sinnar og án stuðnings Helga hefði hún aldrei fengið þá ósk sína uppfyllta að búa í daln- um fram á síðustu stundu. Hann gerði þar í raun miklu meira heldur en skyldu sína. Við nágrannar og vinir höf- um nú kvatt góðan dreng. Helgi Jónsson var jarðsettur í Ábæjar- kirkjugarði. Legstað sinn hafði hann sjálfur fyrir löngu valið og ég veit að hann kvaddi þennan heim sáttur þó að andlát hans hafi borið að með sviplegum hætti. Við í Flatatungu biðjum Guð að blessa góðan vin. Helgi var sannur af verkum sínum og minning hans Iifir áfram í daln- um. Árni Gunnarsson frá Flatalungu íslendingaþættir Dagur-Tíminn birtir minningargreinar aðeins á laugar- dögum í íslendingaþáttum. Þeir eru hugsaðir sem eins konar safnrit, enda eru margir sem halda þeim saman og geyma. Mikill þrýstingur er á ritstjórn að birta minningargreinar á útfarardegi þeirra sem ritað er um, eða sem næst honum. Reynt er að verða við þeim óskum eftir því sem mögulegt er. Híns vegar eru höfundar greina að að- standendur þeirra sem skrifað er um beðnir að hafa í huga, að íslendingaþættir eru hugsaðir sem safnrit. Hljóta þeir að sætta sig við að ritstjórn hafi nokkurn ákvörðunarrétt um hvenær greinar birtast og hverjar þeirra eru teknar til birtingar.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.