Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.02.1997, Side 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.02.1997, Side 7
3Dagur-®tnmm MINNINGARGREINAR Laugardagur 1. febrúar 1997 - Olgeir Hinriksson Jónsson frá Höskuldsstöðum íReykjadal Olgeir H. Jónsson var fæddur á Höskuldsstöðum í Reykjadal 5. maí 1902. Iiann andaðist í Hvammi, heimili aldraðra á Húsa- vík 24. janúar sl. Foreldrar hans voru Kristín Kristjánsdóttir d. 1945 og Jón 01- geirsson d. 1936 er bjuggu á Hösk- uldsstöðum frá árinu 1898. Höskuldsstaðasystkinin voru alls tíu, og var Olgeir sjöundi í röðinni, en auk hans eru þau í aldursröð: Björg, Anna, Ásgeir, Elín, Hermína, Ásrún, Sigfríður, Dórothea og Jak- obína. Eru þau nú öll látin nema Sigfríður og Dórothea. Olgeir ólst upp á llöskuldsstöð- um og tók við búinu af föður sínum ásamt systkinum sínurn þeim Ás- geiri og Önnu. Árið 1953 giftist hann Krist- björgu Jónsdóttur f. 31.12.1907 frá Voladal á Tjörnesi, en hún hafði komið tU hans sem ráðskona árið áður þá orðin ekkja og með tvö börn, Pétur f. 1934 og Helgu Sigur- rós f. 1939. Þau bjuggu á Höskuldsstöðum allan sinn búskap, eða þar tii að þau fluttu í Hvamm, eUiheimili aldraðra á Húsavík 1982. I>á var Kristbjörg farin að missa heilsuna, en Olgeir var hraustur og stóð á áttræðu þegar hann hætti búskap. Kristbjörg andaðist 30. október 1982, en Olgeir hefur dvaUð síðan í Hvammi og unað sér vel. Hann varð bráðkvaddur á dvalarheimUinu að kvöldi 24. janúar sl. á 95. aldursári. Heldur er hugur minn þungur og erfitt að festa hann við nútíðina, því gamlir tímar leita mjög á þessa stundina. Olgeir Jónsson, Olli frændi á Höskuldsson er farinn yfir móðuna miklu. Hann lést föstudagskvöldið 24. jan. ‘97. Egill Olgeirs hringdi í okkur þá um kvöldið og sagði okkur tíðindin. Það hafði verið haldið Þorrablót í Hvammi um kvöldið. Borðhaldið gekk vel fyrir sig og var mjög gam- an, m.a. voru skemmtiatriði, söng- ur og fleira. Olli hafði beðið söng- hópinn að æfa óskalag og var það síðasta lagið á dagskránni. Það var ljóðið mitt um Reykjadalinn, daUnn, sem honum þótti svo óum- ræðUega vænt um, OUi hlustaði á og ljómaði allur. Hann var sáttur og ennþá teinréttur og hress. Síð- an var stiginn dans og dansaði OUi einn dans, en fór síðan tU herberg- is síns, en þangað komst hann ekki af sjálfsdáðum. Hann féll á ganginum og þó svo að læknir væri kominn innan nokkurra mínútna, kvaddi Olli á nokkrum andartök- um. Vona ég að þar með hafi gengið eftir ósk hans um að verða ekki sjúkur og öðrum til byrði. Daginn eftir kom ég litlú í verk og var svona eins og hálf dofinn, svo óg settist niður og gerði það sem mér er orðið nokkuð tamt ef á móti blæs, ég setti saman smá minningu til að létta á huganum og læt ég fyrstu og síðustu vísuna fylgja hór með. Nú hugur minn reikar til horfinna tíma, hugsun mín dvelur við jjarlœgar stundir, sem áttum við saman, um átthaga þína, aldrei mér gleymast, þeir indœlu fundir. Ég kveð þig elsku Olli, ég klökkur er í huga, kveðjustundin þessi mun erfið reynast mér. Ég blessunar þér óska, sú bón verður að duga, ég bið að guð þig geymi og gœti vel að þér. sjb. Olli frændi var okkur öUum sem áttum því láni að fagna að kynnast honum, sem börn og unglingar, mikiH vinur og leiðbeinandi, en ekki síst tákn þess tíma sem var þá að kveðja í samfélagi okkar. Við lærðum tU verka með þeim am- boðum sem fyrri kynslóð notaði og okkur lærðist að ekki er allt fengið með hraða og kröfum nútímans. Olgeir Jónsson var maður orðheld- inn, traustur, vinamargur og um- fram aUt sá sem allir, sveitungar sem frændur og vinir, gátu leitað tíl. Alltaf var einhverja úrlausn að hafa hjá honum og konu hans, Kristbjörgu Jónsdóttur, sem nú er gengin fyrir nokkriun árum. Við hjónin áttum okkar bestu stundir tengdar þessu fólki og heimiU þeirra að Höskuldsstöðum í Reykjadal. Þar áttum við okkar tíl- hugalíf og þar áttum við vini sem voru hafnir yfir allt kynsIóðabU. Þau hjónin ásamt heimilismanni sem hjá þeim var síðustu búskap- arárin, Aðalsteini Kristjánssyni frá Bergstöðum, voru okkur börnum og ungUngum sem áttum þar lengri eða skemmri dvöl, sumar- langt eða árum saman, eins og sum okkar, bestu vinir og uppalendur sem nokkur getur ósk- að. Mörg dæmi og margar sögur er hægt að segja frá þessum árum, þó held ég að ekki sé hægt að taka allt til hér og erfitt er að gera upp á milli, voranna við lambfé, girð- ingarvinnu og áburðardreifingu, sumarvinnu við heyskapinn, slátt og hirðingu eða haustanna við smölun, flokkun sláturfjár, slátrun og undirbúning vetrar. Þá var ómetanlegt að kynnast natni og umhyggju hans og þeirra allra, við gegningar og hirðingu búsmala yfir veturinn, því kynntist óg nokk- uð þegar nálgaðist fullorðins ár mín. Ég get þó ekki látið hjá h'ða að minnast heyskapar á útengjum, niður við Vestmannsvatn, þar sem slegið var með orfi og ljá. Síðan bundum við í bagga, votaband, sem við settum í prammann og fluttum þangað sem hægt var að koma vagni og dráttarvél að vatn- inu. Þá munum við líka þegar síð- ast var heyjað í Höskuldsstaðaey. Þar var heyið þurrkað og bundið í bagga sem voru á sama hátt sel- fluttir í prammanum tU lands. Ekki get ég sleppt að geta veiði- skaparins í Vestmannsvatni. Ofarlega í huga verða okkur stundirnar við vatnið, umhverfið aUt er ein náttúruperla og gerast þær ekki fegurri á íslandi. Sumar- kvöldin í kyrrðinni við vatnið þeg- ar verið var að vitja um lagnet eða draga fyrir gleymast engum sem það hefur upplifað. Að læra hand- tökin og staðsetningar, mið og annað sem í huga verður að hafa þegar verið er að veiða þarna er eitt, en það sem Olli kenndi okkur um lífið, náttúruna, kyrrðina, feg- urðina og hvernig aUt þetta hafði síðan áhrif á líf okkar, mannlífið allt, það er eitthvað sem maður lærir bara á Stólpadráttunum hjá Olgeiri á góðu kvöldi eftir langan og erfiðan dag í heyskap eða öðr- um daglegum verkum í sveitinni. Þá eru okkur öllum ógleymanlegar margar stundir við orgelið í stof- unni, á tröppunum á vorkvöldum eða um „júlinótt“ við vatnið, þegar söngurinn ómaði, þar sem við lærðum öll gömlu og góðu lögin. Hver man ekki „Kvöldið er fag- urt“, „Nú máttu hægt um heiminn líða“ eða „Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit“. Olgeir lauk svo oft erfiðum vinnudegi með því að kalla hópinn saman að orgelinu tU að syngja fallegt lag áður en lagst var til hvflu. Fyrir þessar stundir erum við svo óendanlega þakklát og þær hafa gefið okkur svo mikið og von- andi getum við skilað einhverju af því til barna okkar og komandi kynslóða. Það segir mikið um þetta fólk að ættlið eftir ættlið komu börn og unglingar til smnardvalar hjá þeim. Þannig hélst og endurnýjað- ist sambandið, ekki bara við heim- ilisfólkið, heldur má segja að aUur sá hópur fólks sem þar dvaldi á mismunandi tímum þekktist og kynntist. í dag er það vel á þriðja tug manna sem við þekkjum, bæði sem voru okkur samtiða þar, en einnig þeir sem voru þar áður og svo líka börn þeirra, sem voru þar á eftir okkur. Þetta finnst mér lýsa Olla frænda og fólkinu á Höskulds- stöðum betur en svo margt annað sem hægt væri að segja frá, því af nógu er að taka. Þessi andartök og minningabrot rísa hvað hæst með okkur hjónum þegar við lítum til baka. Elsku Olli ég bið góðan Guð að geyma þig og ég veit að á hans vegum mun þörf fyrir þig og þína líka. Við þökkum af alhug samveru liðinna ára og þann fjársjóð sem við notum í daglegu lífi og rekja má til veru okkar hjá þér. Ég kveð þig elsku frændi minn, ég veit þú fórst sáttur við alla menn oghafðir lokið góðu verki, því get ég ekki leyft mér að syrgja í eigingirni, en í stað þess fagna ég heimkomu þinni til ástvina, vina og ættingja sem gengnir eru á undan þér. Þinn systursonur, Stefán Jón Bjarnason Fyrir rúmlega hálfri öld voru búskaparhættir í sveitum landsins með öðrum hætti en nú á dögum. Þegar við systkinin „vorum send í sveitina" austur að Höskuldsstöð- um í Reykjadal á fimmta tug ald- arinnar voru hestarnir ennþá helstu aflgjafarnir við bústörfin, fyrir utan fólkið á bænum. Það varð okkur mikill og dýrmætur skóh, að fá að kynnast gömlu bú- skaparháttunum og einnig að fylgjast með innreið nýrra tíma í búskapnum. Það hafði ekki síður mikU áhrif á okkur að kynnast því heilsteypta og glaðlynda fólki sem tók á móti okkur á vorin og gekk okkur í for- eldrastað yfir sumarið. Olgeir bjó á Höskuldsstöðum öU þau ár sem við vorum þar í sveit. Hann kenndi okkur að umgangast húsdýrin með vinsemd og virðingu og einnig lærðxun við að meta gUdi þess að reyna að vinna verk okkar fljótt en af vandvirkni. Þessi þjálf- un hefur orðið okkur drjúgt vega- nesti. Þegar við urðum eldri og vorum ekki lengur að staðaldri í sveitinni yfir sumarið urðu samskiptin að sjálfsögðu minni, en alla tíð hafa tengslin haldist. Og það hefur alltaf verið jafn ánægjulegt að heimsækja Olgeir, lengst af á Höskuldsstöðum, meðan hann bjó þar, og seinni árin á dvalarheimil- inu Hvammi á Húsavík, þar sem hann dvaldi eftir að hann hætti búskap. Svo kemur sumarið bjarta. Sólin á lofti hœkkar. Mannsins hugur og hjarta heillast af jurt, sem stœkkar, úr blöðum sínum hún breiðir, bœtir landið og grœðir, áhyggjum bóndans eyðir, uppskeruvonir glœðir. Við systkinin kveðjum góðan vin með þessum orðum föður okk- ar um sumardrauma bóndans. Ingólfur og Stefanía Hannes Ágústsson Einn ágætur Húnvetningur er nýlega fallinn í valinn. Nokk- uð var hann orðinn aldinn að árum, fæddur að Gunnsteins- stöðum í Langadal 11. nóv. 1912. Foreldrar hans voru hjórnn Á- gúst Sigfússon og Sigurlaug Björnsdóttir. Alls fæddust þeim sjö börn og var Ilannes næstyngstur þeirra. Rétt á undan Ilannesi lést bróðir hans, Ingvar, sem alllengi var bóndi á Ásum í Svúiavatns- hreppi. Eftir eru á lífi tvær systur hans, þær Guðmunda og Svein- björg. Hannes ólst ekki upp hjá for- eldrum sínum, en var settur í fóst- ur til frænda síns, Þorgríms Stef- ánssonar, og Guðrúnar Björnsdótt- ur, konu hans, er bjuggu í Brúar- hlíð í Blöndudal. Sá bær hét áður Syðra-Tungukot. Foreldrar Ilann- esar voru fátækt fólk. Þau skildu að samvistum. Þegar ég minnist Ilannesar með fáum orðum, get ég ekki látið hjá líða að minnast föður hans. Hann var bóndi í dölum Húna- vatnssýslu, lengstaf í Blöndudal. Oftast var hann kenndur við býlið Selland, fremst í þeim dal. Hag- mæltur var Ágúst. Sagðist vera á- kaflega hagorður, en skorta hug- myndina. Hann naut mjög lítUlar menntunar í æsku, eins og títt var um æsku landsins á hans tíð. Fæddur var Ágúst 1864, en lést 1944. Ég man hann vel, er hann stóð að slætti í landi Litla-Vatns- skarðs á Laxárdal fremri, þá orð- inn aldinn að árum. Hann kom nokkrum sinnum til okkar, er við bjuggum á Sneis, aumingja karl- inn. Kvað þá vísur eftir sig eða fór með í heyranda hljóði. Ljóðum hans var safnað í bók, vélritaða, og fengu börn hans sitt eintakið hvert. Ég fékk að glugga í þessa bók og leist margt vel ort. Get ekki stillt mig um að tilfæra eina vísu þaðan, en hún er á þessa leið: Ein sat tófa upp við stein, yrðling mjóan syrgði. Hvein við skógar gisin grein; gaddur flóa byrgði. Hannes erfði skáldgáfu föður síns. Hann var bráðhagmæltur. Geta þau, sem lengi urðu honum samferða í félagsstarfi hjá Kvöld- vökufélaginu Ljóð og Saga um lið- in 35 ár, um það borið. Hannes var einn af frumherjum þess ágæta fé- lags, sem lengi hefur borið merki ljóða, söngs og sögu, stofnað 24. febr. 1961. Hannes var lífið og sál- in í starfi þessa félagsskapar. Sum- arferðalögin áttu í honum góðan liðsmann. Vísur hans flugu bflinn á enda og vöktu kæti, því að þar var engan að finna, sem ekki hafði yndi af vel gerðum vísum. Og margur botninn við vísu var lesinn upp eftir Hannes á samkomum Ljóðs og Sögu. Og auðvitað var hann kjörinn heiðursfélagi við gef- ið tækifæri. Það var svo sannar- lega verðskuldað. Þá var Hannes 80 ára. Á heiðursskjal hans var ég beðinn að setja saman vísu: Ætíð velur orðin högu; auðkenndur í mannaþvögu. Hannar marga hnyttna bögu; heiðursfélagi í Ljóði og Sögu. Við fráfall Hannesar hefur Kvöldvökufélagið Ljóð og Saga misst einn af sínum dyggustu liðs- mönnum. En kona hans og börn hafa að sjálfsögðu misst mest. Þau hjón áttu lengi heimili á Laugar- nesvegi 104 hér í borg. Þar bjó kona hans, hún Sigurlaug Jóns- dóttir úr Fljótshlíð, manni sínum fallegt heimili. Mikið og vandað bókasafn átti Hannes. Mátti þar finna margt rita á ensku og dönsku. Hann naut að vísu ekki mikillar bóklegrar menntunar, en menntaði sig sjálfur, eins og marg- ir vel gefnir menn hafa ætíð gert. Hann rak fyrirtæki, Fínpússning- argerðina, sem enn er í gangi og í eigu sonar hans. Andláts Hannesar heyrði ég ekki getið fyrr en nokkru eftir að það bar að, og útför hans var gerð í kyrrþey, að ósk hins látna. Fór hún fram í Fossvogskapellu fóstu- daginn 22. nóvember. Hann and- aðist af völdum hjartasjúkdóms í Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 16. nóvember 1996, orðinn 84 ára fjórum dögum fyrr. Mætur maður er genginn, þeg- ar Hannes Ágústsson er allur. Þökk fyrir samveruna og samvinn- una, kæri vinur. Auðunn Bragi Sveinsson, félagsmaður Kvöldvöku- félagsins Ljóð og Saga.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.