Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.02.1997, Blaðsíða 2
2 - Miðvikudagur 5. febrúar 1997
IDagur-tiJmmm
Heiti Potturinn
Þetta er eins og spánski
rannsóknarrétturinn," sagði
Gaflari í heita pottinum í gær.
Hann sagðist hafa í grandaleysi
hringt í Skattstofu Reykjaness [
Hafnarfirði til að fá eyðublað
sent til að geta talið rétt fram til
skatts. Símakonan brást hin
versta við þegar enginn svaraði
í viðkomandi deild og vinur vor
vildi koma skilaboðum þangað.
Hann spurði hvað væri til ráða,
konan sagði með þjósti að ein
leiðin væri að leggja símann á.
Sem hún og gerði með miklum
skelli...
Sjálfstæðismenn í Reykjavík
bollaleggja fyrir borgar-
stjórnarkosningar sem nú eru í
15 mánaða fjarlægð. Prófkjör er
talið að verði í flokknum í nóv-
ember. Það er því stuttur tími til
stefnu að stilla upp gegn R-list-
anum. Heyrst hafa óánægju-
raddir með núverandi oddvita,
Árna Sigfússon. Hann er ekki
talinn maðurinn sem getur velt
R- listanum í Tjörnina. Fæstir
telja Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson
koma þar til greina, en enn sem
komið er hefur hann verið talinn
sá eini sem komi sterklega til
greina. Nú er leitað er að þriðja
manninum..
W
Iheita pottinum á Akureyri var
verið að segja frá því að það
væri búið að loka í Kjallaranum
sem staðinn var að því að
þynna út áfengið. Einhver velti
því upp hvort það gæti stafað af
vatnsskorti..
Nú heyrist að Stöð 3 sé búin
að skipta um auglýsinga-
stofu og sé hætt viðskiptum við
Gott fólk en skipti við AUK. Það
væri í sjálfu sér ekki í frásögur
færandi nema hvað enn sann-
ast að sjaldan lofar kálfurinn of-
eldið, Gott fólk eins og aðrir
samþykktu nauðasamningana
við Stöð 3 og munu hafa tapað
talsverðum peningum...
Kennarar skoða
verkfallsleiðina
Fulltrúaráð kennara
tekur afstöðu til
framhaldsins í Ijósi
árangurslausrar við-
ræðuáætlunar
Valkostirnir eru kannski
þrír. Það er að halda
áfram viðræðum við
sveitarfélögin, vísa málinu til
ríkissáttasemjara eða skoða
verkfallsleiðina," segir Eiríkur
Jónsson formaður Kennara-
sambands íslands.
Á fundi fulltrúaráðs Kenn-
arasambands íslands í vikulok-
in verður væntanlega tekin af-
staða til einhvers af þessum
þremur möguleikum sem kenn-
arar standa frammi fyrir. En
viðræður um gerð nýs kjara-
samnings á grundvelli viðræðu-
áætlunar hafa ekki skilað þeim
einu eða neinu. Síðast en ekki
sx'st hefur launanefnd sveitarfé-
Iaga ekki lagt fram neitt gagn-
tilboð á borðið um hugsanlegar
launahækkanir til handa kenn-
urum þrátt fyrir marga fundi.
Aftur á móti hafa fulltrúar í
launanefnd sveitarfélaga lýst
yfir áhuga á því að skoða betur
vinnutíma kennara. Þá þykir
þeim kjarasamningur kennara
vera flókinn og hafa lýst yfir
áhuga á því að einfalda hann
að einhverju leyti og gera hann
skiljanlegri.
Formaður KÍ vildi hinsvegar
ekki tjá sig um það hvort mikil
umræða sé meðal kennara að
verkfallsvopnið sé það eina sem
gæti fært þeim einhverjar
kjarabætur. En heyrst hefur að
kennarar séu orðnir æði lang-
þreyttir á þeim seinagangi sem
verið hefur í kjaraviðræðum
þeirra og því vilja sumir brýna
verkfallsvopnið til að auka
þrýsting á launanefnd sveitarfé-
laganna. -grh
Múlakaffi
Hræðumst ekki hamborgara
Þorramaturinn sívin-
sæll. Ótti um línurnar
hræðir unga fólkið frá
feitum lundaböggum
og bringukollum.
Við hræðumst ekki ham-
borgara og eitthvað
pizzaslor. Við segjum
bara svona skyndibitastöðum
stríð á hendur. Það er deginum
ljósara," segir Jóhannes Stef-
ánsson, veitingamaður í Múla-
kaffí.
Svo virðist sem ekkert lát sé
á vinsældum þorramatarins og
þaðan af síður verða menn var-
ir við eitthvert kynslóðabil í
þeim efnum. Ef eitthvað er, þá
virðist unga kynslóðin narta
einna minnst í feita lundabagga
og súrsaða bringukolla af ótta
við línurnar. Hinsvegar stendur
þorranýmetið alltaf fyrir sínu
og gott betur, eins og t.d. há-
karl, hangikjöt, harðfiskur, svið
o.fl.
Jóhannes í Múlakaffi segir
að ágangurinn í þorramatinn
hjá sér sé það mikill að hann
hefur neyðst til að taka frá mat
til að geta staðið við umsamdar
pantanir í lok þorra.
„Það eru ekki margir kokk-
ar sem geta lagað góða punga í
dag,“ segir Jóhannes, en fyrir-
tæki hans býr við 35 ára
reynslu við gerð þorramatar.
Hann segir að kunnátta við
gerð þorramatar sé ekki á allra
færi, auk þess sem það sé ekki
kennt í Hótel- og veitingaskól-
anum.
Hann segist ekki treysta sér
til að meta hvað landsmenn
innbyrða mikið af þorramat.
Það sé hinsvegar mjög mikið og
hleypur á mörgum tonnum í
það heila tekið, nú sem endra-
nær. -grh
Sællegir kokkar á Múlakaffi með girnilega þorrabakka.
Mynd:BGS
Góður
hagnaður
s
Islandsbanki hf. og dótturfélög
voru rekin með 642 millj. kr
hagnaði á síðasta ári. Á árinu
1995 var hagnaðurinn 331
millj. kr. “Góða afkomu má fyrst
og fremst rekja til þess að mikil
aukning hefur orðið í allri starf-
semi bankans, án þess að
rekstrarkostnaður hafi aukist,"
segja stjórnendur íslands-
banka.
Rekstrarkostnaður bankans
lækkaði í heild um 6 millj. kr.
og hefur farið stöðugt lækkandi
undanfarin ár og er nú 4,7% af
heildarfjármagni, en var 5,3% í
hitteðfyrra. Framlög á af-
skriftareikning útlána var 922
millj. kr., borðið saman við 830
millj. kr. árið áður.
Öll dótturfélög íslandsbanka
skiluðu hagnaði á síðasta ári,
jafnframt því sem viðskipti juk-
ust. Hagnaður GUtrns var 87
millj. kr., VÍB hagnaðist um 37
millj. kr. og Verslunarlánasjóð-
ur um 57 millj. kr. -sbs.
Viðskipti
Marel færir
út kvíamar
Ekkert lát virðist vera á vel-
gengni Marel hf. sem nýver-
ið stofnaði dótturfyrirtækið
Marel Trading ehf. Tilgangur og
markmið hins nýja fyrirtækis er
að styrkja og efla samskipti og
viðskipti við fyrirtæki í vestur-
hluta Rússlands.
Á undanförnum árum hafa
viðskipti rússneskra fyrirtækja
við Marel orðið sífellt umfangs-
meiri. Athygli vekur að þau ein-
skorðast ekki eingöngu við
framleiðsluvörur Marel heldur
ná orðið yfir allt frá beiðnum
um endurbætur á rússneskum
skipum til afurðasölusamninga.
Framkvæmdastjóri hins nýja
dótturfyrirtækis er Sverrir Guð-
mundsson sem er fisktæknir að
mennt. -grh
FRETTAVIÐTALIÐ
Of mikið treyst á óljósar úrlausnir
Guðjón Bjarnason
starfsmaður Barnaverndarstofu
Geðheilbrigðisþjónusta fyrir
börn og unglinga ekki sem
skyldi. Frœðsla og áróður
gegn afleiðingum kynferðis-
legrar misnotkunar
á börnum.
Hvað er til ráða gegn kynferðislegri
misnotkun á börnum?
„í þeim efnum er kannski mikilvæg-
ast að reyna að gera þjóðfélaginu grein
fyrir þeim skelfilegum afleiðingum sem
þetta hátterni hefur. Þetta hefur óaft-
urkallanleg áhrif á fólk, veldur kreppu
sem maður sér kannski fyrir endann á.
Þetta brýtur fólk niður og eiginlega
ekki bara á meðan á því varir heldur
til langs tíma og kannski til allrar
framtíðar. Hitt er svo að vera mjög
vakandi fyrir því að þetta er til í okkar
menningu, vera meðvituð, horfast í
augu við það og vernda börrnn okkar
gagnvart þessu án þess þó að það séu
einhverjar galdraofsóknir á ferðinni."
Hvað um áœllanir og ráðagerðir af
hálfu hins opinbera?
„Það helst í hendur við eflingu
barnaverndarkerfisins og stofnun
Barnaverndarstofu sem hefur eftirlit
með barnaverndarnefndum og leið-
beinir þeim í þeirra daglegu störfum.
Við erum t.d. búin að fara um allt land
á síðasta ári og halda námskeið fyrir
hátt í 300 manns. Þannig að við erum
að gera eitt og annað. Við erum Iíka að
ræða nýjungar sem við getum innleitt
að þessu leyti og m.a. um meðferðar-
þáttinn. í því sambandi erum við að
ræða hvort ekki sé hægt að veita börn-
um einhverja öðruvísi meðferð og þá
hvernig, því þetta er mjög sérhæfð
vinna. í þeim efnum höfum við átt
fundi með Stígamótum og með barna-
geðdeildum. Það stendur t.d. upp á
okkur að innleiða nýjungar og ástunda
þróunarstörf á þessu sviði.“
Hvernig miðar í þeirri vinnu?
„Við erum komin nokkuð áleiðis en
þetta er afskaplega vandasöm vinna og
þá líka stórnsýslulega. Barnaverndar-
vinnan og framkvæmd hennar er á
ábyrgð sveitarfélaga. Þótt rekstur sér-
hæfðra meðferðarheimila fyrir börn og
unglinga sé á hendi ríkisins, þá fæst
maður ekki við svona mál inná með-
ferðarheimilum. Þess í stað á fólk að fá
aðstoð og langtímameðferð í sínu um-
hverfi. Síðan er spurning hvort þetta
sé ekki hreinlega geðheilbrigðismál
þar sem börnum og ijölskyldum þeirra
er veitt kannski margra ára viðtals- og
fj ölskyldumeðfer ð. “
Njóta þessi mál skilnings í kerfinu?
„Ég held að það vanti dálítið uppá
það og t.d. er geðheilbrigðisþjónusta
íyrir börn og unglinga kannski ekki í
rúst en hún er mjög illa á sig komin.
Þá finnst mér persónulega að sveitar-
stjórnarmenn átti sig t.d. ekki alveg á
þeirri staðreynd að sveitarfélögin eiga
að sjá til þess að börnin séu vernduð.
Ég er ekki viss um þaðað þeir skilji al-
veg hvað felst í þessu og hvað það get-
ur verið krefjandi þegar svona mál
koma upp. Ég held að menn treysti
alltof mikið á einhverjar óljósar úr-
lausnir og að það verði send einhver
víkingasveit úr Reykjavík sem muni
koma til bjargar, Qarlæga vandamálið
og allt verði slétt og fellt á eftir.“ -grh