Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.02.1997, Qupperneq 8
8 - Miðvikudagur 5. febrúar 1997
4lJagur-3Imtmrt
ÞJÓÐMÁL
JDaqur-CDmttm
Útgáfufélag: Dagsprent hf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein
Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson
Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson
Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík
Símar: 460 6100 og 563 1600
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuöi
Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað
Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja
Grænt númer: 800 70 80
Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639
Emkunnir
í fyrsta lagi
Það er ekki líklegt að foreldrar leiði hjá sér upplýs-
ingar um meðaleinkunnir skólanna í landinu. Skóla-
fólk hefur verið ofurviðkvæmt fyrir þeim saman-
burði sem nú er boðið uppá. Samanburður er öhjá-
kvæmilegur og æskilegur. Tregða skólafólks og yfir-
valda að veita þær upplýsingar sem nú koma fram
hefur byggst á þeirri skoðun að almenningur sé ófær
um að meta þær. Úr því að ekki er lengur hægt að
standa á því, er þeim fylgt úr hlaði með því að taka
fram að þær segi í raun sárak'tið. Er það nú alveg
rétt? Nei, og við getum auðveldlega séð í gegnum
umhyggjuna fyrir fáfræði okkar.
í öðru lagi
Höfum á hreinu að einkunnir og próf segja ekki
nema h'tinn hluta sögunnar af skólastarfinu. En þó
kemur fram í viðbrögðum við einkunnatöflum sem
nú birtast að hitt og þetta þarfnast athugunar. Það er
sláandi að skólar á höfuðborgarsvæðinu standa sig
betur en hinir. Ganga má út frá því sem gefnu að
námshæfileikar barna í strjálbýli séu ekki síðri en
borgarbarna, og þá hlýtur að mega ræða opinskátt
hvers vegna þau standa sig ekki jafn vel á prófum.
Vanmeta foreldrar námið? Eru kennarar ekki jafn
hæfir? Er aðbúnaður verri? Allt þetta er gefið í skyn,
hálf vandræðalega - en þarf að ræða af hreinskilni.
í þriðja lagi
Fyrirvarar og undanbrögð mega ekki koma í veg
fyrir iærdóm af málinu. Getur verið að tregðan til að
birta þessar upplýsingar og vandræðagangurinn í
umræðunni endiu-ómi hræðslu skólafólks við að fólk
fari að gera auknar kröfur til skólanna? Já, áreiðan-
lega. Mjög margir í menntakerfinu hafa viljað halda
skólaumræðunni innan dyra. Jafn rangt og það er,
verður þó að viðurkennast að mikið er um foreldra
og stjórnmálamenn sem ekki hafa hundsvit á skóla
og vilja hvergi koma nærri nema með sleggjudómum
og fáránlegri kröfugerð um að leysa öll heimsins
vandamál þar - en ekki í eigin ranni. Nú er lag - fyr-
ir alla - að gera hreint í kompu sinna fordóma.
Stefán Jón Hafstein.
Ertu sammála forsætisráðherra að aðild
að Evrópska myntbandalaginu komi
ekki til greina?
Sighvatur
Björgvinsson
formaður
Alþýðuflokksins
Nei. Myntbanda-
lagið er bara
einn þátturinn í
því samrunaferh Evr-
ópuríkja sem varðar
okkur miklu og við get-
um ekki látið einsog
hann komi okkur ekki
við.
Vilhjálmur
Egilsson
alþingismaður
og framkv.stj.
Verslunarráðs
Þetta er fyrst og
fremst reiknings-
dæmi. Kostirnir
við sjálfstæða mynt eru
fyrst og fremst að hún
eykur aðlögunarhæfni
hagkerfisins, en gallinn
er fyrst og fremst fólg-
inn í umframkostnaði.
Þetta tvennt þarf að
vega og meta.
♦
Ari
Skúlason
hagfræðingur
Alþýðusambands
íslands
s
Eg er ósammála
því. Ég vil ekki
útiloka aðild, þó
hún sé ekki vænleg
lausn einmitt í dag.
Grundvallaratriði er að
maður á aldrei að
segja aldrei.
Gunnlaugur
Sigmundsson
þingmaður
Framsóknarflokksins
Já, ég er sammála
því á þessu stigi
málsins. Ég tel að
íslenskt hagkerfi sé
ekki enn nógu þroskað
til að gangast undir
þær kvaðir sem slíkri
skxddbindingu fylgja.
-TíimrTTTmT i
5, ÉEÍ
Slökkva bara á draslinu.....
„Nú vil ég bara að við fórum í
vekfall og slökkvum á öllu heila
draslinu,"
- segir Guðmundur Gunnarsson form.
Rafiðnaðarsambandsins í Alþýðublað-
inu.
Peningana eða lífið....
„Verkfall er álíka ofbeldi og að
leggja byssuna að höfði manns
og hrópa: „Peningana eða lífið!“
- segir Pétur Guðvarðarson í Austra.
Hetjurnar á Fróni samar við sig
„Alls staðar erlendis þykir sjálf-
sögð regla að fara ekki í vetrar-
fjallgöngur án mannbrodda og
ísaxar. Hér er þessu öfugt farið.
Ég sé oft menn, líka þá sem eru
vanir göngum, skælast vanbúna á
íjöllum. Oftast kemst fólk upp með
þessa vanrækslu (sumir miklast af
því) en æ oftar verða slys,“
- sagði Ari Trausti Guðmundsson í Mbl.
um vetrarferðir á byggöafjöll.
Bara helmingur á braut með
prófi...
„í könnun undirritaðs á brottfalli
úr framhaldsskólum á fslandi
kom fram að í þremur skólum
sem höfðu mesta brottfallið
hurfu 47% nemenda frá námi án
þess að ljúka skilgreindum
brautum. Á hinn bóginn var að-
eins 7% brottfall úr þeim þrem
skólum sem lægst brottfall
höfðu.“
- Baldur Gíslason kennslustjóri í Mbl.
um framhaldsskóla fyrir alla?
Bráðum verð ég ríkur
Nú er gaman að eiga peninga. Þeir
eru orðnir þeirrar náttúru gædd-
ir að æxlast og margfaldast af
sjálfum sér, rétt eins og amöbur og
skyld frumdýr. Ekki þarf annað en að
leggja aurana sína inn á rétta reikn-
inga, kaupa rétt hlutabréf, eða aðrar
tegundir verðbréfa og upphæðin vex og
dafnar og milljónir og milljónatugir
verða úr smáupphæðum, sem eru stofn
auðsöfnunarinnar.
Það er enginn vandi að velja rétta
ávöxtunarleið. Hún er í auglýsingunni
sem maður las síðast frá peningastofn-
un eða verðbréfasölu. Hver einasti
banki og sparisjóður býður hæstu ávöxt-
un. Enn hærri og ríkulegri en allir hinir
bankamir og sparisjóðirnir. Sama er
uppi á teningnum hvað varðar verðbréf-
in. Öll verðbréfafyrirtækin bjóða betri
fjáröflunarleiðir en öll hin.
í auglýsingunum eru sýnd dæmi um
hvernig allir skjóta keppinautunum ref
fyrir rass, og hvflíka afbragðsávöxtun er
boðið upp á.
Ofsagróði
Ríkissjóður lætur ekki sitt eftir liggja og
Lánasýslan gerir aðrar peningastofnanir
og verðbréfafyrirtæki tortryggileg í sín-
um auglýsingum. Þú tryggir ekki eftir á,
segja tryggingafélögin og það er ekkert
að marka fortíðarávöxtun segir Lána-
sýslan. Okkur ber að treysta og engum
öðrum, segja segja þeir hjá ríkinu.
Bankar og verðbréfafyrirtæki sýna
aftur á móti svart á hvítu, að ávöxtun
spariskírteina sé heldur ræfilsleg miðað
við ofsagróðann sem
hægt er að höndla
með kaupum á þeirra
bréfum. Alli rflci var
maðin- síðasta árs, en
loðnukvóti hans
margfaldaðist að
hlutabréfaverðgildi
tvö eða þrjú ár í röð og er maður ársins
orðinn forríkur og meðeigendur hans
sterkefnaðir. Þetta dæmi um velgengni á
verðbréfamarkaði sýnir hvernig maður
á að ávaxta sitt pund og allir geta orðið
rfldr með því að kaupa sig inn í ríki-
dæmi Alla ríka á Eskifirði.
Fréttir berast af því að risakvóti
Samherja fari brátt á hlutabréfamarkað
og bíða margir í ofvæni eftir að fá að
leggja vænar fúlgur í það ævintýri, en
enn veit enginn hvar á að leggja inn
pantanir. En þarna eru sem víðar mikil
uppgrip í vændum, og verða ávöxtunar-
leiðirnar sífellt glæsilegri.
Fyrirheit um glæsta fortíð
Peningastofnun auglýsti að ef maður
leggur mánaðarlega inn fislétta fjárupp-
hæð í 40 ár sé auðvelt að eignast 30
milljónir. Bara sýna
ofurlitla sparsemi og
biðlund og allar pen-
ingaáhyggjur hverfa
eins og dögg fyrir
sólu - eftir íjóra ára-
tugi.
Agnarlítill skuggi
hvflir samt yfir léttu leiðinni, ljúfu til að
komast í álnir. Hann er sá að taki mað-
ur leiðinlegar staðhæfingar í auglýsing-
unum trúanlegar um hvað allir keppi-
nautarnir bjóða lélegar ávöxtunarleiðir.
Skyldi það vera satt, sem Lánasýsla
sjálfs rfldsins segir, að ávöxtun í fortíð
gefi engin fyrirheit um ávöxtun í fram-
tíð? Getur það verið að bréfin í Alla ríka
haldi ekki áfram að stíga og tvöfaldast
og fjórfaldast að verðgildi á hverju ári?
Nei! Þetta er bara auglýsingabrella.
Hlutabréfasalarnir hljóta að leiðrétta
svona misskilning.
Það stendur líka í auglýsingum frá
mörgum öðrum, að ríkisskuldabréíin
hjá Lánasýslunni séu óttalegur skíta-
bisniss. Allir bjóða miklu betri ávöxtun
en það útibú ríkiskassans. Það er svo-
sem eftir þeim þar að gera heiðarlega
verðbréfasala og peningastofnanir tor-
tryggilegar.
Það alflottasta í auðsöfnuninni sem
nú er boðið upp á, er að hægt er að fá
lán til að kaupa verðbréf og græða
þannig á sjálfum lánveitandanum, sem
bæði lánar og selur bréfin. Hann veit
nefnilega ekki að hann mundi græða
miklu meira á því að eiga sjálfur bréfin
og njóta ávöxtunarinnar, en að taka
smáskítlega vexti af mér og þér, af lán-
um til að kaupa verðbréfin. Lfldega lesa
þeir hjá verðbréfasjóðimum ekki boðin
sem auglýsingastofurnar senda út um
gróðavænlegar ávöxtunarleiðir.
Nema að þeir séu svona áfjáðir í að
láta aðra græða á sér.
OÓ