Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.02.1997, Blaðsíða 11
íDagur-CEmnmt Miðvikudagur 5. febrúar 1997-11
Margt af stóðhestum hjá Páli Bjarka
Isíðustu HESTAMÓTUM voru
sagðar fróttir af tamningum
hjá tveimur þekktum tamn-
ingamönnum á Suðurlandi.
Áfram verður haldið að skýra
frá því sem forvitnilegt er í
þessum efnum sem víðast á
landinu. Páll Bjarki Pálsson
sem var tamningamaður á stóð-
hestastöðinni í Gunnarsholti í
fyrra hefur nú fært sig um set
og er búsettur á Kvistum í
Landssveit sem er stutt frá Ár-
bæ. Hann er með aðstöðu bæði
í Árbæ og einnig á Árbakka en
megnið af tamningahrossunum
er á Rauðalæk. Þessir staðir
eru í það mikilli nálægð hver
við annan að hann fer ríðandi á
milli.
Hann reiknar með að hafa í
sinni umsjá um 10 stóðhesta í
vetur fyrir utan hóp af hryssum
en þau hjón Páll og Anna verða
með um 20 hross á járnum. Að-
spurður sagðist Páll vera að
leita sér að léttum aðstoðar-
manni eins og hann orðaði það.
Af þeim hestum sem verða í
þeirra umsjá skal fyrstan telja
eigin stóðhest Kormák frá
Flugumýri sem efstur stóð í sín-
um aldursflokki á Stóðhesta-
stöðinni í fyrra. Hann er undan
Kveik frá Miðsitju og Kolskör
frá Gunnarsholti. Þá er Heljar
frá Hofi í Vatnsdal sem líka er
1. verðlauna hestur undan Eldi
950 frá Stóra-Hofi og Þotu 6983
frðá Hvammi. Þá er foli á 5.
vetur Logi frá Flugumýri undan
Kveik og Rimmu Freysdóttur
frá Flugumýri. Efnilegur hestur.
Þá er Gljái Viðarsson frá Hrafn-
kelsstöðum sem Páll Bjarki var
með í fyrra hjá honum áfram.
Móðir Gljá er Rangá frá Kirkju-
bæ en hún er undan Öngli frá
Kirkjubæ og Brönu sem er syst-
ir Rauðhettu að móðurinni.
Orrasonurinn Fáni frá Hvals-
nesi er einnig hjá Páh. Móðir
Fána er Villa-Brúnka frá Hvals-
nesi undan Andvara 922 frá
Sauðárkróki.
Þyrill frá
Aðalbóli hjá Páli
Stóðhestur Skagfirðinga og
Austur-Húnvetninga Þyrill frá
Aðalbóli er í þjálfun hjá Páli.
Þyrill er undan Gassa frá
Vorsabæ og Freistingu frá
Bárðartjörn. Þá verður Svipur
frá Vindási í Hvolhreppi einnig
hjá Páh en hann er undan
Ófeigi frá Flugumýri og Fjöður
4344 frá Hnjúki í Vatnsdal.
Fleiri stóðhestar kunna að
h'ta þarna við í vetur. Þá er
nokkur hópur af hryssum sem
verða í umsjón þeirra hjóna og
var auðheyrt að Páll bar
nokkra von í brjósti yfir skag-
firskri hryssu sem Sandra heitir
og er á 4. vetur undan Bárði frá
Bráðartjörn og Ófeigsdóttur frá
Flugumýri.
Margt forvitnilegt hjá
Sauðárkróksfeðgum
Hjá þeim feðgum á Sauðárkróki
er margt forvitnilegt í uppeldi
og tamningu eins og endranær.
Það er Guðmundur sem annast
tamningarnar á þeim hrossum
sem heima eru. Af stóðhestum
er fyrst að nefna Fleyg sem
HESTAMÓT birtu mynd af ný-
lega og var hann þar ættfærður.
Kormákur frá Flugumýri, knapi Páll Bjarki Pálsson.
Þá er hjá Guðmundi í tamningu
Hjalti frá Hólum en hann er
undan Kveik frá Miðsitju og Eld-
HESTA-
MÓT
Kári
Arnórsson
ey frá Hólum. Þetta er foh á 5.
vetur, magnaður á tölti og
brokki en ekki farið að reyna á
vekurðina ennþá. Ögri undan
Anga frá Laugarvatni og Ösp
frá Sauðárkróki er hjá Guð-
mundi í vetur. Ögri hlaut 1.
verðlaun í fyrra. Annan fola
undan Ösp átti að temja í vetur
en hann varð fyrir slysi og verð-
ur látinn bíða þetta árið. Sá er
undan Otri. Þá á Sveinn víga-
legan fola undan Hervöru og
Kjarval. Hann er brúnskjóttur
og heitir Landi. En hann er að-
eins á þriðja vetur og bíður síns
tíma. Nokkrar hryssur eru í
tamningu, en frekar fáar eru í
þessum árgangi. Síðasta af-
kvæmi Hrafnhettu gömlu er þó í
þessum hópi. Hún er undan
Mynd: ej
Hvin frá Vatnsleysu sem er
undan Otri og Kveðju frá Syðra-
Skörðugili. Hryssan heitir Gjörð
og er brúnskjótt. Margar hryss-
ur eru hins vegar í hópnum
sem er á þriðja vetur og verður
gaman að fylgjast með þeim
þegar þar að kemur. Eins og
fram hefur komið áður þá er
Eiríkur Guðmundsson með tvo
hesta frá þeim feðgum.
Haldið verður áfram í næstu
HESTAMÓTUM af segja fréttir
af hrossum í tamningu hjá
þekktum tamningamönnum.
Þing Hestaíþróttasambands íslands
Þing Hestaíþróttasambands
íslands var haldið í Mos-
fellsbæ 1. og 2. febrúar.
en venja er að þingið sé haldið
á þeim stað sem síðasta ís-
landsmót í hestaíþróttum er
haldið. Margar tillögur voru
afgreiddar á þinginu og m.a.
samþykkt að taka inn til
reynslu flokkaskiptingu knapa í
meistaraflokki, 1. flokki og 2.
flokki. Atvinnuknapar mega
ekki keppa í 2. flokki heldur
skulu þeir byrja í 1. ílokki og
færast svo upp í meistaraflokk
nái þeir 6,5 í tölti og 6 í Ijór-
gangi.
Samþykkt var að taka nýja
grein inn í lög HÍS svohljóðandi:
„Auk hefðubndinnar keppni,
æfinga og þjálfunar líkamlegrar
heilksuræktar, samanber lög
ÍSÍ, er það í verkahring HÍS að
sinna hagsmunamálum sem
tengjast hestaíþróttum svo sem
á sviði ræktunarmála, tamn-
inga, samgöngu- og ferðamála,
landnýtingar- og umhverfis-
mála“.
Sameinigarmálin fengu tals-
verða umræðu og voru stóru
orðin þar ekki spöruð af sum-
um málheíjendum. Formaður
milliþinganefndar um samein-
ingu fór mikinn, en ræða hans
þótti ekki sérstakt innlegg til
sameiningar. Samþykkt var að
halda áfram vinnu við samein-
ingu HÍS og LH. Gengi samein-
ingin í gegn yrði HÍS lagt niður.
Stjórn HÍS var falið að skipa
þriggja manna nefnd til að
vinna að málinu með nefnd frá
LH.
Fyrsti hestamaðurinn
sem fær gullmerki ÍSÍ
Hákon Bjarnason sem var með-
al stofnfélaga íþróttadeildar
Fáks á sínum tíma og hefur alla
tíð síðan sinnt þessum málum
af miklum áhuga, auk mikils
framlags til annarra íþrótta-
mála, var sæmur gullmerki ÍSÍ
og var það forseti ÍSÍ, Ellert B.
Schram, sem það gerði.
Þá hlaut Hestamannafélagið
Léttir á Akureyri unglingabikar
HÍS. Þessi bikar var afhentur í
fyrsta sinni og er viðurkenning
fyrir gott æskulýðsstarf. Léttir
Sigurður Sigmundsson á Eiðfaxa ►
afhendir Ragnari E. Ágústssyni úr
Sörla, bikar frá
hestafréttamönnum sem
viðurkenningu fyrir frábaeran
árangur á síðasta ári. Mynd: ej
stóð á síðasta ári fyrir æsku-
lýðsmóti sem nefnt var Frissa
fríska mótið. Það fór fram á Ak-
ureyri og þótti takast vel. Von-
andi verður framhald á því.
Þá var Ragnari E. Ágústssyni
úr Sörla afhentur bikar frá
hestafréttamönnum sem viður-
kenning fyrir frábæran árangur
á síðasta ári.
Þær breytingar urðu í stjórn
HIS að Sævar Kristjánsson úr
Gusti gaf ekki kost á sér til
áframhaldandi stjórnarsetu og í
hans stað var kjörin Oddný
Jónsdóttir í Gusti. Að öðru leyti
er stjórnin óbreytt. Formaður
er Jón Albert Sigurjónsson en
framkvæmdastjóri HÍS er Sig-
rún Sigurðardóttir. HÍS er með
skrifstofu í íþróttamiðstöðinni í
Laugardal.
Taka þarf ákvörðun um örmerkingakerfi
Nokkur skrif hafa orðið um
ranga ættfærslu á hrossum
sem seld hafa verið til útlanda.
Ekki þarf að orða það hve þetta
er bagalegt þegar verið er að
byggja upp markað fyrir kyn-
bótahross. Dæmið frá Dan-
mörku er ekki einsdæmi, því
miður.
Nokkrar hugmyndir hafa
verið reifaðar um það hvernig
hægt væri að koma í veg fyrir
þetta. Það er alltaf erfitt að eiga
við óprúttna menn sem gera sér
að leik að falsa upplýsingar ef
það hefur einhverja hagnaðar-
von í för með sér.
í umræðunni hefur verið tal-
að um að ekkert hross færi
ómerkt úr landi og helst þyrfti
að merkja folöldin meðan þau
gengju undir mæðrum sínum.
Þetta verður trúlega erfitt í
framkvæmd þegar tæpur helm-
ingur af fæddum folöldum er
skráður hvað þá merktur. Sú
merking sem líklegust er til að
eiga sér framtíð er örmerking-
ar. Örmerking er þannig fram-
kvæmd að örlitlum tölvukubb
er komið fyrir undir húð hests-
ins á hálsinum. Þetta er svo lít-
ið fyrirferðar að því er þrýst
undir húðina með holnál. Til að
lesa af þessu merki þarf síðan
sérstakt tæki. En merkingin er
fyrst og fremst til þess að geta
sannað að hrossið sé sá ein-
staklingur sem það er sagt vera
og til þess að geta sannað
eignarétt sinn á hrossinu.
En það er einn galli á gjöf
Njarðar. Enn hefur ekki verið
ákveðið hvaða kerfi á að vera á
örmerkingunum og af þeim
ástæðum bíða íjölmargir hrossa-
eigendur eftir að geta merkt sín
hross. Bændasamtökin verða að
ákveða hvaða kerfi á að nota
eða láta hanna sérstakt kerfi
fyrir íslenska hrossakynið. í
leiðara síðasta tölublaðs Eiðfaxa
er stungið upp á því að fæðing-
arnúmerakerfið verði notað til
örmerkinga. Þetta er góð hug-
mynd ef hún er framkvæmanleg.
En hvað sem því líður þá verða
Bændasamtökin að taka af
skarið og ákveða sem fyrst
hvaða kerfi á að nota.