Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.02.1997, Side 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.02.1997, Side 1
Landsvirkjun Forsetaheimsókn Skattur eða arður? Eiga Akureyringar og Reykvíkingar að fá arð af eign í Lands- virkjun? Eða á að lækka orkuverðið? Það var hart deilt um Landsvirkjunarfrumvarp- ið á Alþingi í gær og stóð 3ja og síðasta umræða um það langt fram á kvöld. Þingmenn Alþýðubandalagsins segja að með fyrirhuguðum breytingum á lögunum um Landsvirkjun, sé verið að leggja 10 prósenta skatta á landsbyggðina, sem verði að borga meira fyrir raf- orkuna. Stjórnarliðar og aðrir stuðningsmenn frumvarpsins benda á yfirlýsingu fulltrúa eig- enda um að verðlækkun á raf- orku hafi forgang á arðgreiðsl- ur. Alþýðubandalagsþingmenn- irnir segja ekkert hald í þeirri yfirlýsingu. Líkir sækja líka heim Frændur vorir Norðmenn taka á móti íslensku forsetahjónunum þessa dagana. Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín eru hér að höllu ásamt Haraldi konungi, borðalögðum, og Sonju drottningu, lengst til hægri. Yst til vinstri er systir konungs, Astrid Ferner prinsessa. Ólafur Ragnar ætlaði að taka daginn snemma í dag, taka sporvagn upp til Holmenkollen og ganga á skíðum. Mynd: GTk Grundartangaálverið Undirskriítir með álveri „ Við skrifum undir þetta sem áhugafólk um atvinnu- uppbyggingu á Vestur- landi, “segir Pétur Ottesen, afgreiðslu- og bœjarstjórn- armaður á Akranesi Baráttuhópur myndaður til stuðnings ál- veri á Grundar- tanga, stefnt gegn mótmæl- endum. Nú á að leiða í ljós hversu mikill meirihluti íbúa á Vesturlandi er fylgjandi álversbyggingu á Grundar- tanga. Undirskriftasöfnun hefst á Akranesi í dag. „Við ætlum að fá undirskrift- ir þeirra sem styðja byggingu álvers. Það verða ekki gerð formleg samtök um þetta,“ segir Pétur Otte- sen, afgreiðslu- og bæjarstjórnarmað- ur á Akranesi, einn þriggja sem hafa frumkvæðið að undirskriftasöfn- uninni. „Við skrif- um undir þetta sem áhugafólk um atvinnuuppbygg- ingu á Vestur- landi,“ segir Pétur aðspurður um hvaða svæði sé að ræða. „Þetta teygir anga sína út í kjördæmið þó það liggi næst okkur.“ Búast við góðum við- brögðum Þeir félagarnir fóru ekki af stað með málið fyrr en þeir voru búnir að kanna viðbrögðin og segir Pétur þau hafa verið langt framar björtustu vonum. „Eg verð illa svikinn ef það verður ekki fjölmennt," segir hann. Undirskriftasöfnunin hefst í versluninni Skagaver klukkan hálf sex í dag en síðan munu undirskriftalistar liggja frammi í verslunum á Akranesi. „Við ætlum að starta þessu með bra- vör.“ Pétur segir álversbygginguna vera fyrst og fremst atvinnu- spursmál, það sé allra stærsti hagurinn. Hvað varðar náttúru- vernd segir hann að vera eigi með eins fullkomnar mengun- arvarnir og frekast sé kostur á. Treysta mengunar- vörnum „Tækninni er alltaf að fleygja fram í því. Við viljum treysta þessum fræðingum sem eru Hollustuvernd og starfsmenn umhverfisráðuneytis. Mér hefur nú þótt svolítið kyndug umræð- an hjá leikmönnum um þessi hátæknilegu efnafræðimál. Það er hægt að mata mann á öllu, en það hafa nú fæstir þekkingu á því. Þannig að við verðum bara að treysta þeim til að vinna sína vinnu. En að sjálf- sögðu gerum við kröfur um að þetta verði innan þeirra marka að allir geti við unað,“ segir Pétur Ottesen. -ohr Grafarvogur Barnalán 37% Grafarvogsbúa eru yngri en 16 ára. Ef hlutfall barna væri alls staðar eins hátt væru 30.000 fleiri börn á íslandi Rúmlega fjórðungur fs- lendinga (68.800) er á aldrinum 0-15 ára. Þessir ungu íslendingar búa hlutfalls- lega lang flestir í Grafarvogin- um. Hvergi er hlutfall barna hærra á landinu. Væri hlutfallið (37%) það sama um allt land þá væru um 30.000 fleiri börn á Is- landi. í Reykjavík allri er hlutfall barna samt töluvert lægra en annars staðar á landinu, eða 23% íbúanna borið saman við 27% að meðaltali í öðrum landshlutum. Hafnir eru ríkast- ar allra sveitarfélaga af börn- um. Lífíö í landinu Fjármál fótboltans MUNIÐ TILB0Ð A SMÁAUGLÝSINGUM FYRSTA BIRTING 800 KR. ENDURBIRTING 400 KR. n Ofangrelnd verð miðast viö staðgreiðslu eða VISA / EURO c

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.