Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.02.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.02.1997, Blaðsíða 3
^íDagur-^Kmnm Miðvikudagur 12. febrúar 1997 - 3 FRÉTTIR Bankastfóralaun HHI iHi Wí Vátryggingar Sóðaskapur í kerfínu Bankasfjóralaun í Seðlabanka hækkuðu um 36% á sl. 2 árum. Nær þreföld lægstu laun og langt umfram almennar launahækkanir. Björn Grétar Sveinsson segir að það sé ágætt að fólk sjái það svart á hvítu hver launakjör bankastjóra rík- isbanka eru í raun. Sérstaklega þegar haft er í huga að þeir hinir sömu telja að þjóðfélagið fari á heljarþröm ef lægstu laun hækka úr 50 þús. kr. á mánuði í 70 þúsund krónur. „Þeir í elít- unni skammta hver öðrum og það ríflcga," segir hann um launahækkanir bankastjóra. Steingrímur Hermannsson Seðlabankastjóri segir að þess- ar hækkanir skýrist af því að bankaráð hafi talið eðlilegt að hækka Seðlabankastjóra til launajöfnunar við bankasjtóra ríkisbankanna. „Ég fyrir mitt leyti hefði getað samþykkt að bankastjórar allra bankanna væru með eitthvað lægri laun. Það væri reyndar mjög fróðlegt að vita hvað bankastjóri ís- landsbanka hefði í laun. Ég harma það að launamunur hef- ur farið vaxandi í þjóðfélaginu,“ segir Steingrímur, en telur bankana ekki fara í broddi fylk- ingar í þeim efnum. f svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðar- dóttur á Alþingi í gær kom fram að laun Seðlabankastjóra hafa hækkað um 36% á sl. tveimur árum, eða um 130 þúsund krónur á mánuði. Það eru nær þreföld lægstu laun og langt umfram almennar launahækk- anir. í svari ráðherra kom einnig fram að meðal mánaðarlaun bankastjóra ríkisbanka eru frá 481 þúsund krónum í Seðla- banka og uppí 536 þúsund hjá Búnaðarbanka. í Landsbanka eru meðallaunin á mánuði um 518 þúsund krónur. Birgir ísleifur og Steingrímur: Seðlabankinn gerir tillögur um hófsemd í kjaramálum almennings, en bankaráð telur toppmenn bankans þurfa mun meira. Steingrímur vísar í launajöfnunarstefnu milli ríkisbankanna. Segir að laun allra bankastjóra mættu lækka. Gagnrýni Jóhönnu Jóhanna gagnrýndi þessar hækkanir harðlega í ljósi þess hve við- brögð við kjara- kröfum launafólks hafa verið dræm. Athygli vekur að mánaðarlaun þess- ara bankastjóra hafa hækkað á sl. sex árum frá 27- 52%, eða frá 110 þúsund til 165 þús- und á mánuði. Þar fyrir utan fá þeir sérstakar greiðslur vegna setu í stjórnum fyrir bankana. Laun fyrir hverja stjórn eru á bilinu 20-100 þúsund krónur á mán- uði. Viðbótartekjur vegna þessa geta því numið allt frá 50-250 þúsund krónum á mánuði eftir því hvað menn sitja í mörgum nefndum. Þá hefur bankaráðs- þóknun í Búnaðarbanka hækk- að um 42% á sl. sex árum en aðeins 11% í Landsbanka og 27% í Seðlabanka. Þá greiða ríkisbankarnir bankastjóralífeyri til 17 ein- stakhnga, eða að meðaltali um 291 þúsund kr. á mánuði. Hæsta lífeyrisgreiðslan nemur um 445 þúsund á mánuði. Margir þessara einstaklinga njóta einnig greiðslna úr Lífeyr- issjóði þingmanna og Lífeyris- sjóði ráðherra. Slæm tímasetning? En eru þessar fréttir slæm tímasetning í ljósi kjaramála nú? Steingrímur Hermannsson Seðlabankastjóri og fyrrverandi forsætisráðherra segir um það efni: „Ég man ekki eftir því að hækkanir til þeirra hærri hafi ekki verið taldar tímaskekkja." -grh Björn Grétar Sveinsson formaður VMSÍ: „Þeir í elítunni skammta hver öðrum. “ Valum nærri 100 trygginga- félög Stétt vátryggingamiðl- ara hefur vaxið, því tólf einstaklingar og fýrir- tæki hafa starfsleyfi til vátryggingamiðlunar á íslandi í dag. Alls 82 erlend tryggingafélög í ýmsum Evrópubandalags- löndum hafa nú leyfi Vátrygg- ingaeftirlitsins til að stunda við- skipti hér á landi. Þar af er eitt félaganna með starfsstöð hér á landi, þýska líftryggingafélagið Allianz. Aðeins eitt félaganna hefur uppgjörsfulltrúa hér, en það er Lloyds Ibex Motor Policies, sem félagar í FÍB skipta við með bflatryggingar í gegnum trygg- ingamiðlara. Auk hinna erlendu félaga sem mega hasla sér völl á Is- landi í skjóli Evrópusamninga, eru íslensku tryggingafélögin 19 talsins. Vátryggingastarf- semin á íslandi rennur hins vegar eftir sem áður að stórum hluta gegnum tvö fornfræg fyr- irtæki, Sjóvá-Almennar og VÍS. Stétt vátryggingamiðlara hefur ennfremur vaxið, því tólf einstaklingar og fyrirtæki hafa starfsleyfi til vátryggingarmiðl- unar á Islandi í dag. -JBP Öskudagur Nammidagur númer 1 Mesti sælgætisdagur þjóðarinnar er í dag. Börn fara um og syngja tönnum sínum til tjóns. Sælgætisgerðin Nói-Síríus er nýflutt til Ak- ureyrar og búa menn sig undir stórsókn barna í bænum þar sem Öskudagshefðir standa traustari en annars staðar á landinu. Búið er að útbúa 1500 sælgætispoka til að allt sé til reiðu. Sjá Lífið i landinu. vís Toppmaður hættir • • rn Gústafsson, fram- kvæmdastjóri einstak- lingstrygginga VÍS, hefm látið af störfum hjá félaginu. Þetta var tilkynnt innan félags- ins í gær, en meira var ekki gefið upp um málið. Ekki náðist í Örn Gústafsson í gærkvöldi. Hvorki Axel Gíslason, for- stjóri VÍS, né Hilmar Pálsson, stjórnarformaður, vildu neitt segja um þetta er eftir því var leitað. Heimildarmaður blaðsins, sem þekkir til innan VÍS, telur greinilegt að brotthvarf Arnar hafi ekki borið að hávaðalaust. Samkvæmt upplýsingum Dags-Tímans hafa verið átök innan VÍS að undanförnu milli arms Samvinnutrygginga gt. og Brunbótafélags íslands, en þessi tvö fyrirtæki sameinuðust fyrir nokkrum árum í Vátryggingafé- lag íslands. -sbs. Þjóðsöngurinn Skiptar skoðanir uin nýjan þjóðsöng Flestir forystumenn í íþróttahreyfingunni vilja nýjan þjóðsöng, en kórar, sýslumenn, ráðuneyti og rithöf- undasambandið leggjast gegn því. Iþróttasamband íslands og nær öll sérsambönd þess eru hlynnt því að lög um þjóðsöng Islendinga verði end- urskoðuð. Þetta kemur fram í umsögnum þeirra um þings- ályktunartillögu Unnar Stefáns- dóttur og 4 annarra þingmanna um þjóðsönginn. Þar er lagt til að skipuð verði nefnd til að endurskoða lögin um þjóðsöng- inn og það m.a. skoðað hvort rétt sé að taka upp annan þjóð- söng við hlið þess gamla. Rökin eru einkum þau að finna þurfi söng, sem sé aðgengilegri í flutningi og henti betur t.d. í skólum og á íþróttakappleikj- um, en „Ó, Guð vors lands.“ Allsherjarnefnd hefur óskað eftir umsögnum íjölmargra að- ila, en þær skiptast mjög í tvö horn. í umsögn framkvæmda- stjórnar ÍSÍ segir m.a. að öfugt við aðrar þjóðir virðist íslend- ingar almennt ekki kunna text- ann við þjóðsönginn og lagið sé of þungt og erfitt til þess að menn taki undir. Öfund í garð annarra „íþróttaforystumenn og raunar íþróttafólk hefur stundum hlustað öfundar- og aðdáunar- eyrum á stuðningsmenn ann- arra þjóða meðan íslenskir áhorfendur hafa að mestu staðið hljóðir undir sínum eigin þjóðsöng," segir ÍSÍ. Sundsam- bandið, körfubolta,- knatt- spyrnu- og fimleikasambandið eru sama sinnis og einnig sam- tökin íþróttir fyrir alla og Ólympíunefndin. Fimleikasam- bandið mælir reyndar sérstak- lega með laginu „ísland er land þitt.“ Ungmennafélagið tekur ekki afstöðu til þjóðsöngsins, en telur rétt að skipa nefndina. Sýslumannafélagið varar við Stjórnir Glímusambandsins, HSÍ og íþróttasambands fatlað- ar vilja hins vegar ekki að hróflað verði við þjóðsöngnum. í sama streng taka Kvenna- og karlakórar Reykjavíkur, stjórnir Kirkju- kórasambandsins, Prófastafélagsins, sýsliunannafélags. íslands og rithöf- undasambandsins o.fl. í umsögn Sýslumannafélags- ins segir m.a. að varhugavert sé að hafa annan þjóð- söng við hlið þess sem fyrir er. „Líklegt er að sá þjóðsöngur yrði fljótlega að hverju öðru síbyljulagi, auk þess sem því má velta fyrir sér hvort ólíkir hópar færu að til- einka sér annan hvorn þjóð- sönginn.“ -vj íþróttasambandið: „íþróttafólk hefur stundum hlustað öfundar- og aðdáunareyrum á stuðningsmenn annarra þjóða, meðan íslenskir áhorfendur hafa að mestu staðið hljóðir undir sín- um eigin þjóðsöng. “

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.