Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Side 1
Þjóðviljinn á Netinu
Stöð 3
„Verið að andskotast í
Alþýðubandalaginu“
Sjálfstæðismenn
farnir að gefa út
Þjóðviljann.
Alþýðubandalags-
menn ósáttir.
Váfi leikur á hvort útgáfa
dagblaðsins Þjóðviljans á
Veraldarvefnum stenst
lög. Heimir Már Pétursson,
framkvæmdastjóri Alþýðu-
bandalagsins, segir spurningar
uppi hvort íjölskylda Skúla
Thoroddsen hefur einkarétt á
nafninu, en sem kunnugt er gaf
Alþýðubandalagið út dagblaðið
Þjóðviljann allt fram á þennan
áratug.
„Við höfum ekki kannað
þetta til hh'tar en hins vegar
finnst mér þetta heldur lélegur
húmor og vondur smekkur hjá
þeim sem standa að þessu. Það
er verið að afbaka veruleikann
og söguna," segir Heimir Már.
Andríki hefur hafið útgáfu
Þjóðviljans á Veraldarvefnum
nú og segja aðstandendur að
tilgangurinn sé að koma á
framfæri skoðanaskiptum um
málefni líðandi stundar. Andríki
er félag stofnað af áhugamönn-
um um frjálslynd stjórnmála-
viðhorf og skipa ritstjórn
heimasíðunnar Glúmur Jón
Björnsson hjá Sjálfstæðisflokkn-
um og fleiri aðilar sem hafa
staðið fjærst hugmyndastefnu
Alþýðubandalagsins. „Við höf-
um ekki rætt af fullri alvöru
hvort við gerum athugasemdir
við þetta en munum fylgjast
með þróun mála, hvort um
stundargaman er að ræða eða
hvort nota á nafn blaðsins með
meira áberandi hætti. Maður
heyrir mikið talað um að fólki
þykir þetta ósmekklegt, enda
held ég að þetta sé aðallega
gert til að andskotast í Alþýðu-
bandalaginu,“ sagði Heimir
Már Pétursson. BÞ
Starfsmenn pakka saman á Stöð 3. Nokkrum áskrifendum tókst að segja henni upp í tæka tíð áður en henni var
lokað. Mynd: Hilmar
800 millj ónir glatast
Eurovison
Flytjandi
lags er
leyndarmál
Ekki fæst uppgefið hver
verður fulltrúi íslands í
Eurovison-keppninni, sem
haldin verður í Dublin þann 3.
maí næstkomandi. Að sögn Sig-
urðar Valgeirssonar, dagskrár-
stjóra Sjónvarps, er þetta gert
að ósk flytjandans, sem er með-
al höfunda lagsins, sem halda
vill nafni sínu leyndu að
minnsta kosti fram yfir mán-
aðamót.
„Þetta er ljómandi gott lag
og í raun og veru er ég skít-
hræddur um að við vinnum
þessa keppni," sagði Sigurður
Valgeirsson í samtali við Dag-
Tímann. Hann sagði að sér
þætti sérstakur ávinningur í því
að lagið væri samið eftir ís-
lenskum forsendum, en ekki
þeirri hefð sem skapast hefði
um lög þau sem flutt eru í
Eurovision. „Þetta er íslenskt,
já takk,“ bætti Sigurður við.
-sbs.
Naglasúpa fjölmiðla-
heimsins, sagði
maður úr viðskipta-
heiminum í gær um
tilraun til samkeppni
í sjónvarpi.
tli það sé ekki stóri
lærdómurinn að fara
ekki út í svona rekstur.
Þegar það komu að þessu menn
sem kimnu tU verka þá kom í
ljós að þetta var mun fjárfrek-
ara fyrirtæki en áætlanir höfðu
gert ráð fyrir. Þá var ljóst að
það borgaði sig frekar að renna
þessu saman í staðinn fyrir að
leggja í reksturinn á ekki
traustari grunni,“ sagði Einar
Sveinsson, forstjóri Sjóvár-Al-
mennra hf., í samtali við Dag-
Túnann í gær.
Stöð 3 var læst seinnipartinn
í gær að loknum fundi stjórnar
íslenskrar margmiðlunar
(Stöðvar 3). í stað dagskrár
hennar kom efni Sýnar. Jón Ól-
afsson sagði að íslenskar stöðv-
ar hefðu annað og þarfara að
gera en að heyja vonlítið stríð
sín á mfili.
Stærsti hluthafi íslenskrar
margmiðlunar er úr hópi mestu
viðskiptajöfra landsins, Árni
Samúelsson í Sam-bíóunum, en
hann er nú erlendis. Hinir eru
Morgunblaðið (Árvakur), Japis,
Fóðurblandan, Sjóvá-Almennar,
Skeljungur og fleiri fyrirtæki. í
fyrri tilrauninni varð Nýherji
fyrir miklu áfalli af völdum
sjónvarpstUraunar sem aldrei
varð annað. Síðustu greiðslur
þess þrotabús munu hafa verið
inntar af hendi í síðustu viku.
Greiddar voru 30% krafna á
búið.
Ljóst er að mikið fé hefur
glatast í tilraun þessari, menn
giska á að það sé ekki undir
800 milljónum króna. Höfuð-
borgarbúar hafa
hins vegar haft
ókeypis skemmtun
af Stöð 3 í meira
en ár, - mn 2 þús-
und manns hafa
hins vegar greitt
áskriftargjald þrátt
fyrir galopna dag-
skrá. Sjá mátti ein-
hverja þessara
áskrifenda koma á
skrifstofu Stöðvar-
innar í gærdag til
að segja upp áskriftinni.
Kom aftan að
starfsfólkinu
í Degi-Tímanum á föstudaginn
voru forráðamenn Stöðvar 3
brattir, búnir að fá fyrstu mynd-
lyklasendinguna og búnir að
tryggja sér 20 þúsund lykla frá
Sviss. Þann dag óraði forráða-
mennina, nýkomna frá Stöð 2,
ekki fyrir framtíð sinni. Þó
höfðu þreifingar átt sér stað
síðan fyrir áramót!
Starfsfólk Stöðvar 3, um 40
manns, átti síst von á þeim
skjótu endalokum sem starf
þeirra fær. Það mun ræða við
nýjan stjómarformann félags-
ins, Hreggvið Jónsson, fyrir há-
degið í dag. Ætlunin mun að
bjóða þeim sem vilja endur-
ráðningu. Óljóst er um þá 8
starfsmenn sem komu frá Stöð
2 fyrir fimm vikum og öllum er
í fersku minni.
Eimskipafélag íslands, virt
fyrirtæki í atvinnulífinu, hefur
farið á undan í sameiningar-
málum stöðvanna. Lykilmaður-
inn að „uppgjöf" eða undan-
haldi Stöðvar 3 var Þorkell Sig-
laugsson. -JBP
Sjá nánar bls. 6
Einar Sveinsson
forstjóri Sjóvár-Almennra
„Stóri lœrdómurinn
að fara ekki út í
svona rekstur.
Þetta varfjárfrekara
en áœtlanir höföu
gert ráð fyrir. “
Maðurinn
á bak við
Lífið í landinu
Draumeyju
dreymir
um nám
MUNIÐ TILB0Ð A
SMÁAUGLÝSINGUM
FYRSTA BIRTING 800 KR.
FNDURBIRTING 400 KR.