Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Blaðsíða 7
 Þriðjudagur 25. febrúar 1997 - 7 E R LENDAR F R É T T I R : 1 I Bretland Tókst að klóna kínd Breskum vísindamanni hefur tekist að „klóna“ - eða einrækta - kind með því að flytja erfðaefni úr full- orðinni kind í eggfrumu, þannig að útkoman varð heilbrigt lamb sem er í reynd eineggja tvíburi fullorðnu kindarinnar. Þar með hafa verið opnaðar leiðir til þess að gera slíkt hið sama við mannlega einstaklinga. Til þessa hafa flestir vísinda- menn haldið því fram að litlar sem engar hkur séu á því að hægt verði að einrækta spendýr með því að nota erfðaefni úr fullorðnu dýri - þ.e eftir að frumuskipting fóstursins hefur átt sér stað. Áður hefur tekist að búa til nákvæmlega eins ein- Kína Kínverjar halda fast í forna siði þrátt fyrir aukna velmegun margra. Dengjarðaður Jarðarför Deng Xiaopings í dag verður látlaus, ólíkt þvf sem tfðkast hef- ur í Kína. Þótt Deng Xiaoping sé látinn er umbótum hans ekki alveg lokið. Með ráðstöfunum sínum varðandi jarðarförina og með- höndlun líkama síns eftir dauð- ann hefur hann sett kínversku þjóðinni fordæmi sem gæti haft víðtæk áhrif. Deng Xiaoping skipaði svo fyrir að hkami hans yrði brenndur og jarðarfórin yrði með einföldu sniði. Þetta geng- ur þvert á viðtekna venju í Kína, þar sem fólk leggur áherslu á viðamiklar jarðarfar- ir. Rfkisstjórnin hefur árum saman reynt að fá fólk til þess að ijúfa þessa hefð, en með litl- um árangri. Aukin velmegun hefur þvert á móti ýtt enn undir íburð og öfgar í jarðarfarasið- um þjóðarinnar. III Fræðslumiðstöð Reykjavíkur auglýsir lausar stöður við grunnskóla Reykjavíkur: ÆFINGASKÓLINN Starfsmaður óskast í skólasel Æfingaskólans. Um er að ræða hálft starf fyrri hluta dags. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 563 3950. Skammt gæti verið í það að fólk verði „fjöldaframleitt“ með hjálp erfða- tækninnar. staklinga með því að kljúfa fóst- ur eftir að það er nýmyndað úr eggi og sæðisfrumu. Dr. Ian Wilmut, fósturfræð- ingur við Roslin stofnunina í Edinborg í Skotlandi, skýrði frá því á laugardaginn var að fæðst hefði einræktað lamb í júlí síð- astliðnum, sem gengur undir nafninu Dollý. Það fór þannig fram að notaðar voru frumur úr júgri sex vetra gamallar ær, og voru þær ræktaðar þangað til erfðaefnið varð stöðugt. Síð- an tók dr. Wilmut frumukjarn- ann úr eggfrumu úr annarri kind, og sameinaði þá frumu einni af júgurfrumxmum úr fyrri kindinni. Við sameining- una tók erfðaefnið úr júgur- frumunni til við að stjórna vexti og skiptingu frumunnar - sem þar með var orðin að fóstri. Síðan var fóstrinu komið fyrir í þriðju kindinni með þeim ár- angri að hún Dollý fæddist í júh' sl. Og er ekki annað að sjá en að hún sé við bestu heilsu. Siðferðileg álitamál Úr því að tekist hefur að ein- rækta kindur með þessum hætti þá er í sjálfu sér ekkert því tfl fyrirstöðu að það sama verði gert við manneskjur. Sjálf tækn- in sem til þarf er alls ekki flók- in. Það þarf engin rándýr og risastór tæki til, heldur aðeins útbúnað sem er áþekkur því sem gerist og gengur á flestum rannsóknarstofum. í sumum löndum, þ.á m. Bretlandi, hafa verið sett lög sem banna einræktun manna, en t.d. í Bandaríkjunum hafa engin shk lög verið sett. Og jafnvel þótt það verði gert þá er enn sem komið er a.m.k. hægur vandi að flytja starfsemina eitt- hvert annað - ef einhver hefði hug á því að fjöldaframleiða lif- andi eftirmyndir af einhverjum einstaklingum. Sjálfum sér t.d., eða einhveiju átrúnaðargoði sínu. Viðbrögð manna við þessum tíðindum hafa verið á ýmsa lund. Dr. Ursula Goodenough er friunuhffræðingur við Washing- ton háskólann í St. Louis í Bandaríkjunum, en hún slær á létta strengi og segir að nú verði ekki lengur nein þörf fyrir karlmenn. Öðrum hrýs hugur við því sem gerst gæti ef farið verður að beita þessari tækni á menn. Dr. Wilmut sjálfur segist reyndar ekki geta séð neinar „læknisfræðilegar ástæður“ fyr- ir því að einrækta fólk, eins og hann orðar það. En John Ro- bertson, lagaprófessor við Tex- asháskóla í Austin, bendir á að það sé hreint ekld Qarlægur möguleiki að kröfur komi upp um að mannlegar verur verði einræktaðar. Hann tekur dæmi af foreldrum sem eiga dauð- vona barn og vildu gjarnan geta fengið „nýtt eintak“ í staðinn - í bókstaflegum skilningi. Byggt á The New York Times. Innlausnarverð vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 10. mars 1997 er 23. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 2. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 23 verður frá og með 10. mars n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.693,00 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. september 1996 til 10. mars 1997 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. mars 1997. Reykjavík, 25. febrúar 1997. SEÐLABANKIÍSLANDS TILBOÐ A SMAAUGLYSINGUM IDagur'®ímírm; - besti tími dagsins! FYRSTA BIRTING 800 KR. ENDURBIRTING 400 KR. Ofangreind verð miðast við staðgreiðslu eða VISA / EURO Simi auglýsingadeildar er 460 6100 - Fax auglýsingadeildar er 460 6161

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.