Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Page 6
6 - Þriðjudagur 25. febrúar 1997
Jlagur-®tmmn
F R É T T I R
Sameining fjölmiðla
Ekki beint eins og
að koma á vinafund
Ragnar Tómasson héraðsdómslögmaður við Stöð 3 í Húsi verslunarinnar í gærmorgun. Reyndur friðarboði milli harðvítugra keppinauta. Mynd: pök
agnar Tómasson lög-
maður batt saman
hnútana, bræddi ís og
tortryggni milli keppinaut-
anna á Stöð 3 og Stöð 2 og
færðí þá saman i eina sæng -
Jón Gunnar Zoéga hóf sam-
bræðsluna fýrir áramót
„Það má orða það svo að
mér hefur oft verið tekið betur,
það var ekW eins og ég væri að
koma á vinafund. Þetta var
þannig hjá forráðamönnum
beggja stöðvanna. Það gætti
verulegrar tortryggni, ekki var
mér beint sýnd ókurteisi, en
menn vildu vita hver hefði „sent
mig“, vildu fá umboð. En smám
saman skapaðist tiltrú, menn
fóru að sjá að þarna væri skyn-
samlegur möguleiki í stöðunni,"
sagði Ragnar Tómasson lög-
maður í samtali við Dag-Tím-
ann í gær. Fyrir hans tilstilli
voru Stöðvar 2 og 3 sameinaðar
um helgina.
Sameinaði Bónus og
Hagkaup líka
Ragnar Tómasson er 57 ára,
hann er einn úr hópi hörðustu
aðdáenda hins frjálsa framtaks
einstaklingsins. Hann er guð-
faðirinn að sameiningu og sam-
runa Stöðvar 3 við Stöð 2.
Ragnar lék sama leikinn, og
ekki síður óvæntan leik, þegar
hann sameinaði Bónus og Hag-
kaup um árið.
Nú sameinar hann tvær sjón-
varpsstöðvar en Ragnar rekur
einskonar fyrirtækjamiðlun án
formlegrar skrifstofu. Hann
segir „skrifstofu" sína í raun
vera á vettvangi hverju sinni, í
viðtölum við fólk hér og þar.
Ragnar er orðinn einhver al-
ræmdasti sameiningarsinni ís-
lands, einskonar Bismarck okk-
ar tíma og okkar breiddar-
gráðu.
Þurfa þriðja manninn
til
„Allur fyrirtækjarekstur á ís-
landi er í mikilli uppstokkun.
Einingar eru að stækka og fyr-
irtæki eru að skapa sér betri
sóknarfæri með hagræðingu og
sameiningu rekstrar. Það er oft
erfitt fyrir tvö fyrirtæki, oftast
hatrama andstæðinga, að eiga
frumkvæðið. Það þarf þriðja
manninn tfi. Það er minn akur,“
sagði Ragnar Tómasson í viðtali
við Dag-Tímann í gær.
„Oft eru þetta eins og hundar
og kettir, þarna ríkir tortryggni,
óvild og menn hafa mikið stolt.
Oft finna menn sig tilneydda tU
að halda áfram baráttu sem
þeir innst inni vildu gjarnan að
tæki enda,“ sagði Ragnar. Hann
sagði að vissulega hefðu margir
séð að enginn grundvöllur var
fyrir tvær áskriftarstöðvar á
litlum markaði eins og íslandi.
Ragnar segir að þegar hann
hefur komið fram með hug-
myndir um sameiningu fyrir-
tækja hafi hann orðið að rjúfa
múr höfnunar og tortryggni.
Hann hefur verið spurður að
því hver hafi sent hann. Ragnar
segir átakanlegt ef íslendingar
geta ekki einbeitt sér að því að
styrkja lífskjörin í landinu með
hagræðingu á fyrirtækjasviðinu.
Sameining leiðir gott
af sér
„Ég er ekki í vafa um það að
innkaupsverð á matvælum og
fleiru hefur stórlækkað með
samrunaferli Bónuss og Hag-
kaups. Sú aðgerð varð þannig
til góðs fyrir allan almenning í
landinu," sagði Ragnar.
„Þeir menn sem ég hef haft
tal af eru ekki aðeins miklir
baráttumenn, þeir eru líka góð-
ir bissnessmenn. Ég hef beðið
menn að leggja stoltið til hliðar
um stund, og það hefur tekist í
þessum tveim tilvikum," sagði
Ragnar.
Ragnar hefur allt frá unga
aldri í Verslunarskóla og Há-
skóla talað hárri röddu fyrir
frjálsu framtaki einstaklingsins.
Hann kveðst síðin- en svo hafa
snúið baki við þeim hugmynd-
um sínum. En oft sé það besti
kosturinn fyrir keppinauta að
slíðra sverðin og taka höndum
saman um reksturinn.
Báðir hefðu legið í
valnum
„í rauninni datt mér þetta í hug
með Stöð 2 og Stöð 3 fyrir
löngu síðan. En mér finnst
stundum að þetta sé líkt og með
mann sem drekkur of mikið af
víni, fyrirtækið þarf að ná
ákveðnum botni áður en bata
er von. Mér fannst núna fyrir
nokkrum vikurn síðan að vit-
leysan væri orðin þvflík að nú
hiytu menn að skilja að það var
annað hvort eða. Ég velti því
líka fyrir mér hvort þarna væru
ekki tvö fyrirtæki í hólmgöngu,
sem mundi lykta með því að
bæði mundu liggja í valnum.
Hver var þá árangurinn af
hólmgöngunni. í þetta sama
stefndi með Bónus og Hagkaup
á sínum tíma. Ótti beggja sam-
einar, og sú skynsemi sem
skynjar hættuna," sagði Ragnar
Tómasson í gær.
Ragnar sagði að þrátt fyrir
miklar sameiningar fyrirtækja á
síðustu misserum, í verslun, út-
gerð, flugi, bönkum og víðar,
mætti gera enn meira í þessa
veruna, öllum til góðs.
Samrunaferlið hófst
fyrir áramót
Ragnar Tómasson sagði að
hann hefði í raun tekið við
starfi sem Jón Zoéga hæstarétt-
arlögmaður hóf fyrir síðustu
áramót. Jón staðfesti þetta í
samtali við Dag-Tímann.
„Ég var búinn að ræða við
báða aðila. Stöð 2 var ekkert
óviljug í þessu máli, en Stöð 3
síður,“ sagði Jón í gær. Hann
sagðist hafa komið að málinu
sem einskonar sjálfboðaliði.
„Þetta er sama niðurstaðan og
ég stillti upp, Ragnar tók við
þessu og kom því blessunarlega
í höfn,“ sagði Jón.
Jón Gunnar Zoéga, hæsta-
réttarlögmaður, sagði að þessi
sameining væri ekki að öllu
leyti í höfn. Mikil vinna væri
greinilega eftir í hinu nýja sam-
eiginlega félagi og um marga
hluti að ræða og semja. -JBP
Auglýsing um innlausnarverð
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000,00
1982-1.fl. 01.03.97 -01.03.98 kr. 183.487,50
1983-l.fl. 01.03.97 -01.03.98 kr. 106.606,30
1984-2.fl 10.03.97 kr. 100.240,90
1985-2.fl.A 10.03.97 kr. 61.926,70
< 1985-2.fl.B 10.03.97 - 10.09.97 kr. 28.442,30**
* Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
** Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, 25. febrúar 1997.
SEÐLABANKIÍSLANDS