Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Side 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Side 8
8 - Þriðjudagur 25. febrúar 1997 <5ktgurJ©mtrat Þ J Ó Ð M Á L fflagur-®ítramt Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 563 1600 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Stöð 3 in memoriam í fyrsta lagi Fáum harmdauði, enginn orðstír, ekkert - nema skuldir. Þetta er niðurstaðan þegar öll fínu fyrirtæk- in á íslandi pakka saman og biðja Jón Ólafsson, Halla í Andra og hina strákana að sjá um að halda uppi merkjum einkaframtaksins í sjónvarpi. Út ganga Skeljungur, Eimskip, Sjóvá, Árvakur og fleiri með tæpan miHjarð sem finnst ekki milli samanbit- inna tannanna. Enginn hlakkar yfir sóun verðmæta, allra síst dagblað sem á nóg með sig. En ætli verði fögnuður hjá hluthöfum þessara fyrirtækja þegar út- skýringarnar koma á aðalfundi - útskýringar á því hvers vegna geypifé var lagt í íjórðaflokks mynd- bandaver sem aldrei sá til sólar? Einhveijar raddir heyrast um samþjöppun eignar- haids í ijölmiðlum vegna þess að slökkt hefur verið á Stöð 3. T51 þess er ekkert tilefni. Stöð 3 var aldrei neitt afl í íslenskri íjölmiðlun og hafði enga skírskot- un til almeiuúngs. Þetta var dýr og misheppnuð til- raun nokkurra stórfyrirtækja til að kaupa sér stöðu í stríði um áhrif. Útaf fyrir sig getur almenningi nokk- uð staðið á sama, þótt áhugavert sé að velta fyrir sér hvers vegna svona mikið er lagt undir í taflinu um aðgang að íslenskum heimilum. í þriðja lagi Á stuttum ferli sínum hefur Stöð 2 hvað eftir annað orðið að kaupa sér frið frá utanaðkomandi sam- keppni og innri deilum eigenda. íslenska viðskipta- mannastéttin, hagsmunapólitísk samtök og peninga- blokkir, einstaklingar og hópar, hafa lagst á eitt með að afsanna kenninguna um að frjáls samkeppni sé lausnarorðið í ljósvakanum. Kannski er kaupsýslu- stéttin okkar svo bernsk að þegar eitt leikfang bætist við þurfi allir að prófa það? Nú linnir loksins látun- um - sem viðskiptavinir Stöðvar 2 hafa orðið að borga - og ótrúlegt að nokkrum detti í hug að leggja í enn einn slaginn. Og hvað verður þá til vamar guð- inum samkeppni? RÚV! Stefán Jón Hqfstein. V_____________________________________________________J Spusating, dxityöutö Kalla hræringar á fjölmiðlamarkaði á aukinn stuðning hins opinbera við RÚV? Guðlaugur Þór Þórðarson formaður Sambands ungra sjálfstœðis- manna Það er víst alveg ör- uggt að ekki þarf að auka stuðning við RÚV. Við verjum nú þegar svipuðum upphæðum til fjölmiðlarekstrar á vegum ríkisins og til Háskóla fs- lands. Líkur benda til að fleiri einkaaðilar myndu koma að fjölmiðlun ef stuðningur við RÚV væri Ekki nauðsynlega. Rík- isútvarpið hefur við- imandi h'fsskilyrði sem stendur en ef hins veg- ar á að veikja stöðu þess, t.d. með afnámi auglýs- ingatekna, tel ég nauðsyn- legt að hækka á móti af- notagjöld. Nú hefur Stöð 2 einfaldlega keypt upp and- stæðing til að leggja hann niður. Það gerist á fimm ára fresti eða svo og llklegt að svo verði áfram á með- an lögunum er ekki breytt. En ég sé alls ekki að þetta veiki RÚV. ♦ Hannes Hólmsteinn Gissurarson dósent RÚV þarf ekki meiri peninga heldur betri nýtingu á þeim fjár- munum sem stofnunin hef- ur nú þegar. RÚV hefur eytt allt of miklu í steinsteypu handa Herði Vilhjálmssyni og öðrum stofhanamönn- um, en allt of litlu í dag- skrárgerð. Hins vegar er RÚV eini ljósvakamiðillinn sem heldur uppi metnaðar- fullu starfi. Það er til skammar hve Stöð 2 er áhugalaus um innlent dag- skrárefni og þar tala ég af eigin reynslu. Svavar Gestsson alþingismaður Alþýðubandalags Ekki endilega. En von- andi hljóðna nú þær raddir sem heyrst hafa úr Sjálfstæðisflokkn- um um að veikja beri Rík- isútvarpið. Vonandi fær RÚV að nýta þá krafta sem það hefur í þágu íslenskrar dagskrárgerðar og þar með íslenskrar menningar. Sagtucvt^ Nýtt undir sólinni „Nýstárleg er sú kenning Morg- unblaðsmanna að menn afli sér atvinmiréttinda ókeypis. Hvar skyldu þau vera atvinnuréttind- in sem menn afla sér án þess að kosta einhverju til?“ - Sigurður Líndal í DV í gær. Litli Rauður „í fyrstu var þetta ekki mikið starf. Ég kom niður í Sjónvarp klukkan fimm, eftir vinnu fyrir VR, og sá um íþróttir fyrir átta- fréttir og fór síðan heim.“ - Bjarni Fei í Mbl. sl. sunnudag. Upp, upp mín sál „Til lengdar fær núverandi þjóðskipulag ekki staðizt, nema endurvakinn verði hinn frjáls- borni borgari, sem átti að vera hornsteinn þess og kjölfesta.“ - Jónas Kristjánsson í DV sl. sunnudag. Blóðrautt „Loksins loksins getur landinn glatt augu sín á blóði og lflcams- meiðingum á sjónvarpsskján- um. Ekki er þó um hryllings- mynd að ræða né ofbeldismynd, heldur er E.R. eða Bráðavaktin komin á kreik á miðvikudög- um.“ - Úlfhildur Dagsdóttir í DV í gær. Stóri bróðir „Ég hef varað við útbreiðslu og ofurvaldi hins opinbera vegna hættunar á að brjóta niður einkah'f íjölskyldunnar.“ - Steinunn Björk Birgisdóttir í Mbl. sl. sunnudag. Lýðræðið í hættu Margt bendir til að pólitísk þreyta fari vaxandi og afskipti almeim- ings af stjórnmálum er hverfandi. Fólk bindur sig ógjarnan í flokki og flestir þeirra sem eru skrifaðir í flokk hafa þar sáralítil áhrif, eða reyna yfirleitt að taka virkan þátt í stefnumörkun. Atvinnu- mönnum í stjórnmálum er látið það eftir. Víða er farið að ræða um áhugaleysi almennings á stjórnmálum sem vanda- mál sem getur orðið lýðræðinu skeinu- hætt ef heldur sem horfir. Breska blaðið The Economist birti nýlega greinaflokk um efnið. Vandamálið er áhuga- og af- skiptaleysi almennings af sínum eigin málefnum. Fulltrúalýðræðið er að hætta að virka og fólk greiðir atkvæði með hangandi hendi. Leiðin til úrbóta er að koma á þjóð- aratkvæðagreiðslum á mörgum sviðum og gera almenning ábyrgari en nú er á stefnumörkun í einstökum málum. Bent er á Sviss sem fyrirmynd, en þar taka borgaramir virkan átt í ákvarðanatöku með beinum atkvæðagreiðslum. Undirgefni við ímyndir Það er ekkert einfalt mál að endurvekja áhuga almennings á stjórnmálum og virkja þannig þjóðarviljann. Á sama hátt er hægt að láta íbúa sveitarfélaga ákvarða sjálfa um fjölmörg atriði, sem fámennisstjómir ráða nú öll um. Jónas Kristjánsson skrifaði athyglis- verðan leiðara, sem birtist í DV s.l. laug- ardag undir fyrirsögninni Þrælahald nú- túnans. Þar sýnir hann fram á hvernig fólk er matað á ímyndunum, sem farnar era að stjóma lífi íjölmargra í stóru sem smáu. Um stjórn- málaáhugann segir: „Fólk hefur að mestu látið af þátttöku í stjórnmálum, og mætir í kjörklefann á nokkurra ára fresti til að játa undirgefni sína við únyndir, sem komið hefur yerið á framfæri af atvinnumönnum og eru í alls engu samræmi við neinn veruleika. Fólk kýs í blindni og leiðslu." Niðurstaðan er ekki uppörvandi: „Til lengdar fær núverandi þjóðskipulag ekki staðist, nema endurvakinn verði hinn frjálsborni borgari, sem átti að vera hornsteinn þess og kjölfesta." Þarna kemur fram svipuð skoðun og í tilvitnuðum greinaflokki í The Econ- omist, og ályktunin er áþekk. Almenningur fái úrskurðarvald Þess sjást dæmi að þjóðaratkæði um einstök málefni eru farin að tíðkast í einstökum lýðræðis- ríkjum. Hér á landi ber h'tið á að almenn- ingi séu færð völdin á þann hátt. Þó hefur fólk fengið að kjósa um sameiningu sveit- arfélaga og löng hefð er fyrir því að íbúar fá að kjósa um hvort opna eigi áfengisútsölur í þeirra byggðum. Annað er það nú ekki. Vel væri hægt að hafa þjóðarat- kvæðagreiðslur um íjölmörg áhtamál, sem kjörnir fuUtrúar leiða nú einir til lykta. Kjósa mætti um kjördæmaskipan og hvalveiðar, veiðileyfagjald og inngöngu í valdamikil þjóðabandalög. Skattamál og skipan menntamála væri hægt að útkljá með atkvæðagreiðslum, bæði á landsvísu og heima í héraði. Vel er hægt að stilla svo til að kjósendur fengju val um hvort þeir vildu heldur öflugan framhaldsskóla í byggðina sína eða gat í gegnum fjall. Ef ekki tekst að virkja vilja fólks til að ráða fram úr sínum eigin hagsmuna- málum eða þjóðmálum yfirleitt er vissu- lega hætta á ferðum. Það er gömul tugga að frelsi þarf að varðveita á hverjum degi og það verður ekki betur gert en með því að veita kjósendum mun meiri ákvörðunarrétt en nú er gert. Fróðir menn halda því fram að stjórnmál næstu aldar muni ekki fjalla um efnahagsmál, hermál eða mennta- mál, heldur um lýðréttindi og hvernig þau verði best varðveitt. Stjórnmálaflokkar og fulltrúalýðræð- ið hefur ekki gengið sér endanlega til húðar, en styrkja þarf undirstöður þess mun betur ef það á að halda veUi. Það verður aldrei gert nema með virkri þátt- töku almennings, sem er furðufús að af- henda öðrum ákvörðunarrétt sinn. Sjálf lýðræðishugsjónin er í húfi, að farið verði að gera eitthvað í málunum. OÓ Oddur

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.