Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Síða 9
3Dítgur-®mrám
Þriðjudagur 25. febrúar 1997 - 9
Klárir í
PJOÐMAL
samkeppina
Frá hádegisverðarfundinum á Fiðlaranum í gær.
Birgir
Guðmundsson
aðstoðarritstjóri
skrifar
Páll Halldórsson, deilar-
stjóri innanlandsflugs
Flugleiða og verðandi
framkvæmdastjóri hjá Flugfé-
lagi íslands, sagði á hádegis-
verðarfundi á Fiðlaranum á Ak-
ureyri í gær að forsendan fyrir
því að Flugfélag íslands næði
sér á strik sem trúverðugt félag
í innanlandsflugi væri að félag-
ið væri rekið sjálfstætt og óháð.
Páll lét þessi orð falla á fundi
sem Atvinnumálanefnd Akur-
eyrar, Iðnþróunarfélag Eyja-
íjarðar, Dagur-Tíminn og Rann-
sóknarstofnun Háskólans á Ak-
ureyri boðuðu til um framtíð
innanlandsflugs, en hann var
annar tveggja frummælenda.
100 m.kr.
viðsnúningur
Það kom fram hjá Páli að hann
telur þetta sjálfstæði á mark-
aðnum m.a. felast í því að hags-
munum Flugleiða mætti ekki
hygla hjá fyrirtækinu. Páll benti
á að árum saman hafi innan-
landsflugið verið í rekstrar-
vandræðum en á síðasta ári
hafi verið farið út á þá braut að
aðskilja innanlandsflugið frá
annarri starfsemi og reka það
með sjálfstæðari hætti en verið
hefur. Þetta sagði Páll hafa gef-
ist vel eins og sæist best á því
að afkoma innanlandsflugsins
hafi batnað um 100 milljónir
króna á síðasta ári. Páll lýsti
því yfir við fundarmenn að sá
aukni sveigjanleiki sem næðist
fram með aðskilnaði innan-
landsflugsins og millilanda-
flugsins ætti að tryggja
áframhaldandi góða þjónustu
þannig að hið nýja fyrirtæki
gæti tekist á við þá samkeppni
sem kæmi fram þegar flugið
verður gefíð frjálst þann 1. júlí í
sumar.
Hagsmunir neytenda
Hinn frummælandinn á
fundinum var Ómar Benedikts-
son, stjórnarformaður íslands-
flugs. Hann virtist ekki eins
sannfærður um ágæti hins nýja
félags eða sjálfstæði þess gagn-
vart Flugleiðum. Benti hann t.d.
á að hið nýja félag tæki til
starfa 1. júní þó flugfrelsið hæf-
ist ekki fyrr en 1. júlí. í millitíð-
inni væru menn að nota sérleyfi
Flugleiða til að byggja sig upp.
Ómar var almennt nokkuð
hvass í garð Flugleiða og hins
nýja félags. „Einhverjir þurfa
að hyggja að hagsmunum neyt-
enda,“ sagði hann m.a. og gaf
þar með í skyn að neytendurnir
væru ekki efstir á blaði sam-
keppnisaðilans. Ómar sagði að
fslandsflug væri mjög vel undir
aukna samkeppni búið. Flug-
vélakosturinn og uppbygging öll
væri mun sveigjanlegri en hjá
samkeppnisaðilum. Auk þess
væri launakostnaðm- íslands-
flugs hlutfallslegra mun lægri
en hvorki flugmenn né deildar-
stjórar hjá fyrirtækinu fengju
jafn há laun og byðust hjá Flug-
leiðum. Þrátt fyrir að það væri
ekki aðalatriði fyrir íslandsflug
að berjast í samkeppni var
greinilegt á Ómari að íslands-
flug ætlar að stimpla sig inn á
Akureyri þegar l.júh'.
Morgunferðir frá
Akureyri
Á fundinum voru frummælend-
ur m.a. spurðir um hvað hið
breytta fyrirkomulag muni þýða
fyrir neytendur. Fundarmenn
viðruðu m.a. áhyggjur af örygg-
ismálum, bæði í fluginu og hvað
varðar ferðir. Bæði Páll og
Ómar sögðu að hvað sem á
dyndi myndu menn ekki slaka á
öryggiskröfum í fluginu, enda
slíkt forsenda þess að viðskipta-
vinir hefðu trú á félögunum.
Um ferðaöryggið sögðu þeir að
það myndi ekki minnka frá því
sem nú er. Aðspurðir um hvort
þeir myndu taka upp morgun-
flug frá Akureyri snemma á
morgnana lýsti Páll því yfir að
því yrði komið á enda væri það
eitt af því sem ynnist við sam-
eininguna við Flugfélag Norður-
lands, að unnt yrði að hafa
áhafnir og vélar yfir nótt á Ak-
ureyri. Það varð hins vegar
færra um loforð þegar far-
gjaldalækkun vegna aukinnar
samkeppni bar á góma. Þó taldi
Páll einsýnt að talsverðiu- þrýst-
ingur myndi koma fram um
lækkun á íjölfarnari leiðum.
Ómar hins vegar sagði íslands-
flug mundi hiklaust lækka far-
gjöld ef félagið teldi það skyn-
samlegt, t.d. til að auka nýtingu
eða íjölga farþegum. Það yrði
hins vegar að koma í ljós í fyll-
ingu túnans.
Útlendingar
vaxtarbroddur
Frummælendur virtust nokkuð
sammála um að vaxtarbroddur
í innanlandsflugi lægi að miklu
leyti í flutningi erlendra ferða-
manna milli Iandshluta og Páll
taldi aðspurður líkur á að það
yrði litið á það sem sérstakt
hagsmunamál innanlandsflugs-
ins að halda uppi beinu flugi til
útlanda frá landsbyggðinni.
í lok fundar voru báðir frum-
mælendur spurðir um hvar þeir
teldu að samkeppnin yrði mest
þegar frelsið brysti á. Virtust
íjórir staðir efstir á blaði: Akur-
eyri, Vestmannaeyjar, fsafjörð-
ur og Egilsstaðir. Báðir virtust
klárir í samkeppnina.
Hefur bændaforystan
misst trúna á landið?
Stefán
Tryggvason
bóndi á Þórisstöð-
um, Svalbarðs-
strönd skrifar
Það er stundum sagt að oft
velti lítil þúfa þungu
hlassi. Svo getur einnig
verið um eitt orð. Fyrir stuttu
ályktaði stjórn bændasamtak-
anna um fyrirhugað álver í
Hvalfirði. Ályktunin virtist að
mestu meinlaus viðvörun um að
fara skuli með gát ef til bygg-
ingar álvers kemur. í lokin
sagði þó: „Stjórnin lítur svo á,
að framtíðarlausnir í atvinnu-
og orkumálum þjóðarinnar séu
ekki einvörðungu stóriðja, held-
ur verði áherslan að vera á at-
vinnurekstur sem fellur betur
að þeirri ímynd, sem við höfum
skapað okkur um hreint og
ómengað land.“
Það er þetta orð, einvörð-
ungu, sem mér er með öllu
óskiljanlegt hvernig hér fær
staðist í ályktun bænda um
stóriðju. Setningin væri mjög
eðlileg án þessa orðs. Ég átti
þess kost að spyrja Sigurgeir
Þorgeirsson framkvæmdastjóra
BÍ á fundi með eyfirskum
bændum hvort ekki væri um
prentvillu eða mistök að ræða.
Hann staðfesti hins vegar að
svo væri ekki heldur væri um
ágreining að ræða innan stjórn-
arinnar í afstöðu til stóriðju. Sá
ágreiningur snýst væntanlega
um það að meirihluti stjórnar
telur stóriðju vera framtíðar-
lausn í atvinnu- og orkumálum
þjóðarinnar en minnihlutinn
ekki. Ég tek fram að með orð-
inu stóriðja er að sjálfsögðu átt
við mengandi stóriðju í líkingu
við álver. Orðaleikir sem snúast
um að kalla sjávarútveg, mat-
vælaframleiðslu og aðrar stórar
atvinnugreinar stóriðju eru
ekkert annað en útúrsnúningur.
Verðum að hafa kjark
til að velja og hafna
Ég hef svo sem ekki heyrt eða
séð margt frá stjórn BÍ sem
verða mætti landsbyggðinni til
eflingar. Reyndar sá ég í síðasta
Bændablaði að formaðurinn
auglýsti eftir hugmyndum okk-
ar í grasrótinni sem kynnu að
koma að gagni til að bæta kjör
bænda. Sjálfsagt á ég engar
töfralausnir fremur en aðrir.
Mér finnst þó að ef við töpum
trúnni á landið og auðlindir
náttúrunnar sjálfrar þá sé fokið
í flest skjól. Því er mér svo mik-
ið í mun að við áttum okkur á
þeim auði sem felst í strjálbýl-
inu á íslandi, náttúru þess og
mannlífi. Vissulega mun vægi
búvöruframleiðslunnar ekki
aukast með sama hraða og
gerst hefur á þessari öld en eft-
ir sem áður verða það gæði
landsins sem skapa niðjum
okkar lífsviðurværi umfram allt
annað.
Eftirspurn eftir landinu okk-
ar eykst stöðugt. Þar skiptir
hins vegar í tvö horn. Annars
vegar eykst eftirspurn eftir að
nota landið til raforkufram-
leiðslu og í framhaldi af því til
stóriðju. Hins vegar eykst eftir-
spurnin eftir að ferðast um
landið, njóta þess og upplifa
það. í mínum huga getur ekki
verið vafamál hvor leiðin nýtist
bændastéttinni betur, já og
reyndar allri landsbyggðinni.
Þjóðin verður á næstu misser-
um að taka afstöðu til þessara
tveggja valkosta. Reynist nauð-
synlegt að fara milliveginn í
þessu uppgjöri þjóðarinnar tel
ég að skásti kosturinn sé að
stóriðjan verði eingöngu stað-
sett á Reykjanesi en að austur á
Hellisheiði og uppi í Hvalfirði
verði sett upp stór skilti við
þjóðveginn þar sem vegfarend-
ur á leið útá land verða boðnir
VELKOMNIR í NÁTTÚRU ÍS-
LANDS og landsbyggðin þannig
markaðssett sem hinn hreini og
ómengaði hluti landsins. Það er
trú mín að slík stefna sé lands-
byggðarfólki mun meira virði
en stóriðja dreifð um landið.
Náttúruleg lífssýn á
nýrri öld
Nú er það svo að stjórnarmenn
BÍ kunna að vera fylgjandi stór-
iðju t.d. sem framsóknarmenn,
íhaldsmenn eða sveitarstjórnar-
menn. En sem stjórnarmenn í
samtökum bænda verður að
gera þá kröfu til manna að
hagsmunir stéttarinnar séu
settir í öndvegi. Ég skora því á
Búnaðarþingsfulltrúa að taka af
skarið og lýsa afdráttarlausum
stuðningi við landnýtingarstefnu
sem byggir á virðingu fyrir
landinu, sjálfbærum gildum og
eflingu byggðar. Stuðningur við
vistvæna framleiðslu og græna
ferðaþjónustu sem megin burð-
arása í atvinnuh'fi íslenskra
byggða á nýrri öld, í landi sem
lýst hefur sig stóriðjufrítt, lýsir
slíkri framtíðarsýn. Stuðningur
bændaforystunnar við stóriðju-
stefnu er á hinn bóginn lífssýn
liðinnar tíðar.
Vonandi hafa þingfulltrúar
kjark til að horfa fram til nýrr-
ar aldar og þor til að veðja á
nýjar leiðir. Ef ekki er þeim best
að þegja.
LIFANDI LANDSBYGGÐ
- auðlind án álvera -