Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Qupperneq 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Qupperneq 12
 Björn Einarsson veðurfrœðingur Þriðjudagur 25. febrúar 1997 Reykjavík °g Mið Fim Fös Lau NNA3 VSV4 ASA 3 NNV 4 NA4 SSV4 ASA 4 N4 ANA 3 Stykkishólmur Mið Fim Fös Lau mm NA 3 VSV 4 SSV 5 A3 N5 NA6 N5 A3 Bolungarvík A 2 V1 NA 3 N 3 NA 4 SSV3 A3 N5 ASA 2 Blönduós c Mið Fim Fös Lau n mm NNA 2 SV2 ANA 1 NNV3 ANA 2 S 4 ASA 2 NNV4 NA2 Akureyri N3 SV3 S 3 NNV4 ANA 3 S3 SA3 NV3 NV3 Egilsstaðir °9 Mið Fim Fös Lau mm NNV 3 SV3 SA3 NV5 A4 NV4 SSV4 VNV6 NV6 Kirkjubæjarklaustur N2 VSV3 NNA 2 NV3 A4 VNV2 SA4 NV3 NNA3 Stórhöfði N4 VSV 5 A3 NV6 A8 SSV5 SA8 N5 ANA 4 Útsala á Candy heimilistækjum -—, KAUPLAND |a KAUPANGI Sfmi 462 3566 • Fax 4611829 Línuritin sýna Qögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyr- ir neðan. Norðan og norðaustan átt, dálítil él á annesjum norðanlands og á Austfjörðum en annars bjart veður. Frost 1 til 6 stig. ÞORSLIÐIÐ I KÖRFUBOLTA Lentu í tveimur umferðarslys- um með fjögurra tíma millibtíi Keppnisferð körfubolta- liðs Þórs frá Akureyri til Kópavogs í fyrradag varð söguleg fyrir margra hluta sakir. Ekki er einasta fréttnæmt að liðið hafi sigrað á útivelli (!) heldur lenti hluti liðsins í tveimur umferðar- slysum á heimleiðinni. Þórsliðið ferðaðist á tveimur bflum og voru enn að fagna sigrinum þegar fremri bifreiðin, Mitsubishi L-300, rann til í vindhviðu um miðnættið við Kalastaði í Hvalfirði. Gunnar Sverrisson, aðstoðarþjálfari liðsins, var farþegi í framsæt- inu. „Það kom snörp hviða og bfllinn þaut út í hægri kant. Bfl- stjórinn brást hárrétt við með því að stíga ekki á bremsuna enda stefndi bfllinn á grjót- hrúgu. Hann náði að sveigja frá gijótinu en bflhnn tókst þá á loft og fór heila veltu. Hann endaði á hjólunum en snerist í leiðinni 180 gráður og vísaði í átt að Reykjavík þegar hann stöðvaðist.“ Gunnar segir að beltanotkun hafi eflaust bjargað því að ekki fór verr og nefnir því til rök- stuðnings að einn af farþegun- um sjö hafi hangið hálfur út um glugga þegar bfllinn stöðvaðist, beltið hafi vamað því að hann fór ekki lengra. Allar hliðarrúð- ur og aftiurúða splundruðust en meiðsli Þórsara urðu ekki önnur en skrámur og mar. „Það er reyndar mjög alvarlegt mál að beltið hjá mér losnaði í velt- unni en áður en bílinn valt sá ég í hvað stefndi og bjargaði mér með því að halda mér í handfang með hægri hendi,“ segir Gunnar. Hinn hluti Þórshðsins varð vitni að slysinu og var þeim mjög brugðið þegar þeir sáu fremri bflinn hendast í loftköst- um, enda hefði hæglega getað orðið stórslys. Hjálpsamir áhorfendur á leiðinni frá Borg- arnesi til Keflavfkur voru á leið heim og tóku farþegana upp í og keyrðu til Borgarness. Þar lagðist hluti Þórsara til hvflu en þeir sem brýnast erindi áttu til Akureyrar ákváðu að halda áfram á hinum bflnum. Um kl. 04:00 var bfllinn staddur í Mið- Hluti Þórsliðsins í afmælisveislu Kjartans Kolbeinssonar, stjórnarmanns í körfuknattleiksdeild Þórs, í gær. Til stóð að fjölskylda Kjartans kæmi honum á óvart í fyrrinótt og fagnaði honum með afmæiiskaffi en óvænt atvik komu í veg fyrir það. Eftir að allir leikmenn Þórs voru svo komnir til Akureyrar um miðjan dag í gær var ákveðið að halda loks veisluna og þótt ekki sé hægt að segja að Þórsarar hafi brosað út að eyrum voru þeir þó vel á sig komnir þrátt fyrir allt. Aftari röð frá vinstri: Böðvar Kristjánsson, Kjartan Kolbeinsson, Hafsteinn Lúðvíksson. Fremri röð frá vinstri: Gunnar Sverrisson, John Cariglia, Stefán Hreinsson og Þórður Steindórsson. MyndKK Bíllinn tókst á loft og fór heila veltu. Hann endaði á hjól- unum en snerist í leiðinni 180 gráður og vísaði í átt að Reykjavík þegar hann stöðvaðist. Allar hliðarrúður og afturrúða splundr- uðust en meiðsli Þórsara urðu ekki önnur en skrámur og mar. firði en lenti þá í blindbyl með þeim afleiðingum að hann stakkst út af veginum og sat fastur. Þetta var þá annað um- ferðarslys Gunnars á ijórum klukkustundum og þegar hann hljóp í hríðinni að næsta bónda- bæ til að leita aðstoðar ásamt Konráði Óskarssyni, fyrirhða, spurði hann sig þeirrar spurn- ingar hvort þeir væru staddir í raunveruleikanum eða óhugn- anlegu ævintýri. Bóndi á ónefndum bæ var svo hissa að sjá aðkomumenn um miðja nótt að það tók hann töluverðan túna að samþykkja að félagarn- ir kæmu inn fyrir, en það gekk þó loks. Hringdi þá Gunnar í Hermann ívarsson, lögreglu- mann á Hvammstanga, sem brást vel við og var kominn á staðinn innan 25 mínútna. Her- mann dró svo bfl Þórshðsins upp á veginn og eftir það var ferðin tíðindahtil. Til Akureyrar var komið um kl. 08:00 um morguninn og voru allir kátir þrátt fyrir aht, enda komu þeir aftur og enginn þeirra dó eins og segir í kvæðinu. BÞ HANDBOLTI Rúnar valinn Þorbjörn Jensson til- kynnti í gær landsliðs- hóp sinn sem leikur gegn Egyptum í Laugardalshöll- inni annað kvöld og í Smáranum á fimmtudags- kvöldið. Hópurinn er þann- ig skipaður, tölurnar sýna landsleikjafjölda viðkom- andi. Markverðír: Hlynur Jóhannesson, HK 2 Guðm. Hrafnkelsson, Val 255 Reynir Þór Reynisson, Fram 0 Aðrir leikmenn: Geir Sveinsson, Montpellier 302 Bjarki Sigurðsson, UMFA 179 Dagur Sigurðss., Wupperthal 63 Gústaf Bjarnason, Haukum 56 Konráð Olavss., Stjörnunni 138 Ólafur Stefánss., Wupperthal 54 Róbert Julian Duranona, KA 9 Gunnar Berg Viktorsson, ÍBV 27 Njörður Árnason, Fram 2 Rúnar Sigtryggsson, Haukum 5 Björgvin Björgvinsson, KA 13 Ingi Rafn Jónsson, Val 7 Sigurður Sveinsson, UMFA 5 f

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.