Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Qupperneq 2
14- Þriðjudagur 25. febrúar 1997
íChignr-'Smtmn
LÍFIÐ í LANDINU
Kærustuparið á Strandgötunni
Haukaparið, Aron Kristjánsson og Hulda Bjarnadóttir, urðu bæði bikarmeistarar með liðum sínum á laugardaginn. Mynd. -te
Haukar fognuðu tvöföldum sigri í
Bikarkeppninni í handknattleik,
með pompi og prakt á laugar-
dagskvöldið. í þeirra hópi var kærustu-
parið, Aron Kristjánsson, 24 ára gamall,
sem starfar sem gangavörður í Víði-
staðaskólanum í Hafnaríirði og Hulda
Bjarnadóttir, sem er ári yngri og er við
nám í Kennaraháskólanum. Bæði hafa
þau leikið stórt hlutverk með liðtim sín-
um í vetur.
„Pað hefur aldrei komið svona dagur
hjá félaginu áður og það er mjög sjald-
gæft í handboltanum að bæði meistara-
flokkslið félagsins verði bikarmeistarar.
Þetta er frábær dagur og allir áhagend-
ur félagsins eru í skýjunum, og ég held
að margir hveijir, sérstaklega þessir
eldri munu ekki ná sér niður í langan
tíma,“ sagði Aron, þegar hann var innt-
ur um merkingu þess fyrir Haukana að
vinna tvöfalt í bikarúrslitum.
Aron hefur aldrei áður orðið bikar-
meistari, en Hulda er reyndari og á fyrir
einn gullpening úr bikarkeppni. „Ég var
í Víkingsliðinu sem sigraði í þessari
keppni, en þetta er allt öðruvísi tilfinn-
ing, enda er þetta annað árið sem ég
spila með Haukum. Mér finnst ég eiga
heima hérna, en það var ekki sama upp
á teningnum þegar ég spilaði með Vík-
ingi.“
- Hvenœr lágu leiðir ykkar saman?
„Við hittumst fyrst á þjóðhátíð í Eyj-
um, en það var ekki fyrr en þremur ár-
um seinna að við hittumst á æfingu í
Strandgötunni. Pað var fyrir einu og
hálfu ári. Aron var búinn á æfingu og við
stelpurnar vorum að æfa á eftir. Við tók-
um síðan tal þarna,“ segir Hulda og
bendir á stað á áhorfendabekkjunum í
íþróttasalnum í Strandgötunni. „Stuttu
síðar byrjuðum við að hittast reglulega."
- Er handbolti mikið rœddur á heimil-
inu?
„Jú allt of mikið, það er alveg hrika-
legt, segir Hulda og Aron fer að útskýra
fyrir blaðamanni, að þau hafi sljómað
handboltaskóla félagsins. „Það gekk
mjög vel, þó að við höfum mjög mismun-
andi skoðanir á mörgu,“ segir Aron.
Aðspurður um það hvort þau séu
gagnrýninn á frammistöðu hvors annars
inn á leikvellinum, segir Aron: „Við
reynum að veita hvort öðru stuðning og
h'tum fyrst og fremst á björtu hliðarnar í
leik hvors annars. Síðan skjótum við
kannski inn í einhveiju sem betur má
fara, þegar við þorum, til að hinn aðilinn
viti hvemig hann geti bætt sig.“
- Hvað munduð þið segja að vœru
kostir og gallar hvors annars í handbolt-
anum?
„Hún er hkamlega sterk og með
ódrepandi baráttu- og sigurvilja. Mikill
íþróttamaður, er góð á línunni og til fyr-
irmyndar,“ segir Aron. Gallar ,já,... hún
er stundum fljótfær, en það er það eina
sem ég finn.“
- En hverjir eru kostir og gallar Ar-
ons?
„Ég mundi segja að hann væri klókur
leikmaður, bæði sóknarlega og varnar-
lega og hann veit hvað á að gera á úr-
slitastundu. Aron er mjög baráttuglaður
og hann er með Haukahjarta saumað í
sig, eins og sést mjög vel í leikjunum
gegn FH. Stundum er hann of bráður á
sér og það getur verið galli. Svo er hann
fjölhæfur leikmaður."
- Hvað er það sem gerir Haukaliðin
svona góð?
„Breiddin skiptir miklu. Það er ekki
nóg að vera með góða einstaklinga, eða
atvinnumenn í liðinu hjá sér. Það er liðs-
heildin sem skiptir mestu máli,“ segir
Hulda og Aron jánkar því. „Það má ekki
gleyma stjórninni sem er frábær og hef-
ur staðið vel á bak við okkur, en setur
ekki óþarfa pressu á leikmenn. Menn
eiga að gera sitt besta, þá er allt í lagi og
allir eru ánægðir. En eins og við erum að
spila núna þá hefur það fylgst að, ef við
gerum okkar besta, þá sigrum við,“ seg-
ir Aron. -fe
Rett eftimafn
er ekki nóg
s
g hef haft ákveðið frum-
kvæði að því hér að efla
samstarf milli listasafna á
Norðurlöndum. Við höfum með-
al annars verið að kíkja á það
með hvaða hætti má efla skipti
á listsýningum milh safna á
Norðurlöndum og efla sameig-
inlegar rannsóknir. Við höfum
komið á fót vinnuhópum varð-
andi söfn og tölvumál, tengsl
safna og skólakerfis þannig að
ég hef starfað talsvert að nor-
rænum safnamálum hér í Nor-
rænu ráðherranefndinni, “ segir
Ólafur Kvaran listfræðingur.
Ólafur hefur verið ráðinn
forstöðumaður Listasafns ís-
lands og tekur hann við því
starfi í sumar, trúlegast í lok
júlí, þar sem hann þarf að
vinna út uppsagnarfrestinn í
Kaupmannahöfn. Núverandi
forstöðumaður lætur af störfum
um næstu mánaðamót og gegn-
ir starfsmaður Listasafnsins
stöðunni þar til Ólafur tekur til
starfa í sumar.
í Köben í sex ár
Ólafur hefur starfað mikið að
safnamálum heima á íslandi.
Hann var safnvörður við Lista-
safn íslands frá 1975 til 1980
og forstöðumaður fyrir hsta-
safni Einars Jónssonar árin
1980-1991. Undanfarin sex ár
hefur hann verið búsettur í
Kaupmannahöfn og gegnt þar
starfi deildarstjóra menningar-
mála á skrifstofu Norrænu ráð-
herranefndarinnar. Starfið hef-
ur fahst í umsjón með listasam-
starfi á norrænum grundvelh,
einkum umsjón með norrænum
stofnunum, sem hafa með nor-
rænt samstarf að gera og
menningarpóUtískri stefnu-
mörkun á vegum ráðherra-
nefndarinnar.
- En hvernig hyggst Ólafur
marka brautina í starfi sínu
sem forstöðumaður Listasafns
íslands?
„Að sjálfsögðu er Listasafn
íslands einstök stofnun,“ svarar
hann og telur ótúnabært að
vera með nánari yfirlýsingar
um það hvaða braut hann
hyggist fara, hann þurfi fyrst að
ræða við safnráð og starfsmenn
safnsins. „En það er ákaflega
eðlilegt að gera ráð fyrir
einhveijum áherslubreytingum
þegar nýr maður tekur við,“
segir Ólafur.
Hann telur brýnt að góð
samvinna sé milU Ustastofnana
á íslandi. Það sé eðlilegt og
nauðsynlegt að stórar lista-
stofiianir hafi náið samstarf.
Ögrandi verkefnl
„Það sem er mjög skemmtilegt
og spennandi við þetta starf er
að taka raunverulega við vel
reknu safni. Það er ekki minnst
sú ögrun að gera það að enn
betra safni sem gerir þetta
spennandi," segir hann.
Ólafur segir ósanngjarnt að
bera saman íslensk söfn við
söfn í Skandinavíu. Ljóst sé að
stóru söfnin í Skandinavíu hafi
mun meiri möguleika en ís-
Ólafur Kvaran tekur við starfi for-
stöðumanns Listasafns íslands í
sumar. Hann telur brýnt að efla
samstarf milli stofnana á íslandi.
lensku söfnin, til dæmis til að
setja upp dýrar myndUstarsýn-
ingar, því að séu það stór, með
það mikinn Qölda starfsmanna
og meiri Qárráð. Gæði starfsins
á íslensku söfnunum sé þó fyUi-
lega sambærilegt.
Þarf meiri fræðslu
Mikið hefur verið að gerast í
söfnum og galleríum í Dan-
mörku undanfarið. Ólafur segir
að farið sé að h'ta meira á söfn-
in sem þjónustustofnanir með
meiri áherslu á virka áhorfend-
„Að sjálfsögðu er
Listasafh íslands
einstök stofnun, “ segir
ÓlafurKvaran og telur
ótímabœrt að vera
með yfirlýsingar um
það hvaða braut hann
hyggistfara í starfi
sínu sem forstöðu-
maður Listasafnsins.
ur sem fái þá þjónustu sem best
verði á kosið. Eftir því sem sýn-
ingar séu erfiðari og sérhæfðari
þurfi meiri fræðslu fyrir gestina
sem komi í safnið. Það sé ekki
síst þetta þjónustuhlutverk sem
sér fuinist mjög spennandi.
- Nú er Gunnar bróðir þinn
forstöðumaður á mikilsmetnu
safni að Kjarvalsstöðum. Er
nóg áð hafa eftirnafnið Kvaran
til að fá gott starf í listasafni á
íslandi?
„Nei. Ég hugsa að það nægi
ekki,“ svarar Ólafur og bendir á
að Gunnar sé að hætta á Kjar-
valsstöðum og flytjast til Björg-
vinjar í sumar. -GHS