Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Síða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Síða 6
18 - Þriðjudagur 25. febrúar 1997 Jlagur-'ðKmmn MENNING O G LISTIR Með vífið í lúkunum LEIKFÉLAGIÐ BÚKOLLA SÝNIR ( UÓSVETNINGABÚÐ eftir Rick Abbot í þýðingu Guðjóns Ólafssonar Leikstjóri: SKULI CAUTASOIU 3. SÝNING FIMMTUDAGINN 27. FEBRÚAR KL. 20.30 I UÓSVETNINGAB. FYRIR SÝN. S: 464 3617 ÞIÓÐLEIKHÚSB) Stóra sviðið kl. 20.00 KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI eftir Tennessee Wiliams Þýðing: Birgir Sigurösson Tónlist: Guömundur Pétursson Lýsing: Bjöm Bergsteinn Guðmundsson Leikmynd og búningar: Axel Hallkell Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson Leikendur: Baltasar Kormákur, Margrét Vilhjálmsdóttir, Erlinaur Gíslason, Helga Bacmann, Halldóra Bjömsdóttir, Valdimar Om Flyenring, Þórhallur Sigurðsson, Randver Þorláksson, Deboarh Dagbjört Blyden o.fl. FRUMSÝNING fimmtud. 6. mars 2. sýn. miðvikud. 12. mars 3. sýn. sunnud. 16. mars 4. sýn. fimmtud. 20. mars KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson Fimmtud. 27. febr. - Föstud. 28. febr. Sunnud. 9. mars - Laugard. 15. mars VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen Laugard. 1. mars Nokkur sæti laus. Laugard. 8. mars Fóstud. 14. mars Nokkur sæti laus. Laugard. 22. mars ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Sunnud. 2. mars - Föstud. 7. mars Fimmtud. 13. mars Ath. Síðustu sýningar LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS eftir H.C. Andersen Sunnud. 2. mars kl. 14.00. Nokkur sæti laus. Laugard. 8. mars kl. 14.00 Sunnud. 9. mars kl. 14.00. Nokkur sæti laus. Laugard, 15 marskl. 14.00 Sunnud. 16. marskl. 14.00 Smíðaverkstæöið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford Fimmtud. 27. feb. Nokkur sæti laus. Laugard. 1. mars. Uppselt. Laugard. 8. mars Nokkur sæti laus. Sunnud. 9. mars • Föstud. 14. mars Athygli skal vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn ettir að sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30 í HVÍTU MYRKRI eftir Karl Ágúst Úlfsson Miðvíkud. 26. febrúar - Aukasýning Sunnud. 2. mars - Nokkur sæti laus. Sfðasta sýning! Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Miöasalan er opin mánudaga og þríðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tima, Einnig er tekið á móti símapöntunum Irá kl. 10 virka daga. Haukur Kf Ágústsson "T skrifar Freyvangsleikhúsið í Eyja- (jarðarsveit frumsýndi verkefni sitt á þessu leik- ári föstudaginn 21. febrúar. Stykkið, sem til meðferðar hef- ur verið tekið, er „Með vífið í lúkunum" eftir Ray Cooney, en þýðandi íslensku gerðarinnar er Árni ibsen. Leikstjóri upp- setningarinnar er Hákon Waage. „Með vífið í lúkunum" er gamanfarsi. í verkinu er mjög byggt á hinni klassísku flækju þríhyrningsins, en hún færð í nútímann meðal annars með verulegri viðkomu í samkyn- hneigð. í þessum þætti verksins má ef til vill segja, að sé hinn eini boðskapur, sem í því felst, 1 I I ROí! i !S! WjWfiifeil li 5i í jg í uGjvFtÍ LEIKFÉLAG AKUREYRAR Kór Leikfélags Akureyrar Kossar og kúlissur Föstud. 28. febr. kl. 20.00. Athugið breyttan sýningartíma. Afmælistilboð Miðaverð i 500 krónur. Börn yngri en 14 óra 750 krónur. Undir berum himni eftír Steve Tesich Sýningar á „Renniverkstæðinu" (Strandgötu 49) Aukasýning Laugard. 1. mars kl. 20.30. Þetta er allra síóasta sýning Látið hana ekki fram hjá ykkur fara Sýningin er eklci við hæfi barna. #Ekki er hæat að hleypa gestum inn í salinn ettir að sýning er hafin. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími í miðasölu: 462 1400. jDagur-'CEtmtmt - besti tími dagsins! þó þar sé vissuiega leikið á létt- ari nóturnar sem á öðrum stöð- um, því í heild er verkið kostu- lega fjörlega saminn skopleikiu, þar sem kemur fyrir margur vel unninn orðaleikurinn og einnig atriði, sem jaðra mjög við „siap-stick kómedíu“. Þýðing Árna Ibsen er skemmtilega unnin. Honum tekst lipurlega að koma hinu breska skopi yfir á íslensku. Það er veruleg kúnst, sem ekki er öllum Iagið. Textinn fer vel í munni leikenda og fátt að hon- um að finna. Nokkur naddur er Freyvangs- leikhúsið Frumsýnum firna fyndinn gamanleik: „Meí> vífib í lúkunum" eftir Ray Cooney Leikstjóri: Hákon Waage 3. sýning þriðjud. 25. febrúar. kl. 20.30 4. sýning föstud. 28. febrúar. kl. 20.30 5. sýning laugard. 1. mars kl. 20.30 6. sýning fimmtud. 6. mars kl. 20.30 7. sýning föstud. 7. mars kl. 20.30 8. sýning laugard. 8. mars kl. 20.30 Miðapantanir í síma 463 1193 milli kl. 18 og 20. Á öbrum tíma í síma 463 1196 (símsvari) þó upphrópunin „My God“, sem hljómar ankannalega í verkinu og er óþörf sletta, sem virðist ekki þjóna nokkrum tilgangi, ekki einu sinni þeim að lita per- sónuna, sem notar hana. Leikstjórinn, Hákon Waage, hefur unnið verk sitt vel í heild tekið. Sviðsferð er almennt góð og mikil og samfelld hreyfing á sviðinu. Einungis í fáein skipti gætir nokkurrar stöðnunar. Svo er til dæmis um miðjan seinni hluta, þar sem svo virðist um stund, að vindur fari úr seglum flytjenda. Staðar uppstihingar koma lítið fyrir. Þó má finna fyrir þeim í einstaka fjöldasen- um, og þá einna helst í Qöldaat- riði í seinni hluta verksins, þar sem næst allir leikendur eru á sviðinu og mynda nokkuð kyrr- stæða h'nu á sviðinu, sem verk- ar daufleg um stund. Framsögn er almennt í góðu lagi, svo að orðaleikir og annað skop skilar sér almennt vel. Fyrir kemur að leikarar tala heldur fljótt inn í hláturrokur áhorfenda og tap- ast þar nokkur texti. Umbúnaður uppsetningar Freyvangsleikhússins um leik- ritið er hóflegur og þjónar vel. í honum er slegið saman tveimur íbúðum og er leikið í þeim báð- um eða farið á milli þeirra. Á þessum kringumstæðum byggir skop verksins verulega. Búningar eru vel við hæfi og og lýsing, sem ekki er ýkja flók- in, vei fullnægjandi. Stefán Guðlaugsson leikur leigubflstjórann John Smith. Fas Stefáns byggir yfirleitt vel á þeim vandræðum, sem at- burðarásin í verkinu kemur honum í, en jaðrar við einhæfni nokkrum sinnum. Leikur hans rís er á h'ður verkið og nær nokkru hámarki undir lokin, þegar hann finnur það ráð helst til lausnar að látast vera sam- kynhneigður. Valur Brynjarsson fer með hlutverk Stanleys Gardners. Valur á skemmtilegan leik þeg- ar í upphafsatriði sínu og held- ur vel sínu striki allt til loka. Viðbrögð hans við því, sem ger- ist í ferli verksins eru góð og líf- leg og honum tekst allvel að túlka tregðu persónunnar til að taka þátt í makki Johns og jafn- framt klípuna, sem hún kemst í. Helga Ágústsdóttir leikur Mary Smith. Hún fer rólega af stað í túlkun sinni á þessari sem næst dæmigerðu húsmóð- ur, en nær sér í heild tekið vel á strik er á líður. Hlutverkið gerir talsverðar kröfin- um skap- sveiflur og nær Helga þeim tals- vert vel. Barbara Smith er leikin af Elísabetu Friðriksdóttur. Þessi persóna er nokkurt glæsikvendi og fellur Elísabet skemmtilega í hana og nær víða töktum henn- ar. Henni tekst vel að draga fram andstæðurnar á milli per- sónu sinnar og Mary, en þær eru einn meginþáttanna, sem verkið byggir á. Bobby Frankhn, samkyn- hneigðan mann, leikur Friðrik Stefánsson. Honum tekst víða að ná því fasi, sem margir líta á sem dæmigert fyrir þá, sem hneigjast að sínu eigin kyni í kynferðismálum. Þó er túlkun hans ekki að fullu svo samfelld, sem hún mætti vera, en gefur þó víða tækifæri til þess að birta þá fordóma, sem samfé- lagið nokkuð almennt hefur í garð samkynhneigðra. Garðar Björgvinsson leikur lögreglumanninn Troughton. Garðar fer dálítið dauflega af stað í hlutverki sínu, en nær sér á strik, er líða tekur á og þá einkum í síðari hluta verksins. Porterhouse, annan lög- reglumann, leikur Ólafur Theo- dórsson. Hann skapar aðra lö- grelgumannsgerð en Garðar, svo sem væri hann af „gamla skólanum". Andstæðan við Tro- ughton verkar víða talsvert vel. Kristján Jónasson er í litlu hlutverki fréttamanns og gerir því viðhlítandi skil. í heild er uppsetning Frey- vangsleikhússins á „Með vífið í lúkunum" verulega íjörleg og vekur víða hlátur. Leiti menn léttrar gleðistundar í leikhúsi, er óhætt að mæla með þessari sýningu.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.