Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Blaðsíða 7
iDagur-®tmttm
Þriðjudagur 25. febrúar 1997 -19
MENNING O G LISTIR
Kraftmikið kórastarf
Rúmlega 200 manns
munu flytja hið vinsœla
verk Carls Orff,
Carmina Burana, þann
26. mars nœstkomandl
Sex kórar afEyjafjarð-
arsvœðinu taka þátt í
flutningum auk
Sinfóníuhljómsveitar
Norðurlands.
Það eru kirkjukórar Dal-
víkur, Grenivíkur, Sval-
barðsstrandar og tveir
kirkjukórar úr Svarfaðardal
auk kórs Tónlistarskólans á
Akureyri sem um ræðir. í þess-
um nýja samkór eru um 150
manns og í Sinfóníuhljómsveit-
inni eru um 50 manns. Tveir
einsöngvarar syngja með, þau
Arndís Halla Ásgeirsdóttir
sópran og Michael Jón Clarke,
sem bregður sér bæði í hlut-
verk baritóns og tenórs. Guð-
mundur Óli Gunnarsson stjórn-
andi Sinfómuhljómsveitar
Norðurlands stjórnar flutn-
ingnum.
„Það hafa oft verið hug-
myndir uppi um að sameina
kórana en þetta hefur verið
erfitt upp á æfingar að gera og
annað slíkt. Ætli þetta sé ekki í
fyrsta skipti sem þetta virðist
ætla að takast með góðu móti.
Kórarnir hafa æft hver um sig
síðan um áramót en síðasta
sunnudag komum við síðan öll
saman í fyrsta skipti," segir
Michael Jón Clarke.
Flókið og einfalt
Þetta er í fyrsta skipti sem
Carmina Burana verður flutt
með hljómsveit á Akureyri en
Passíukórinn hefur tvisvar
sungið þetta mikla og
skemmtilega verk með tveimur
píanóum og slagverki, eins og
reyndar íslenska óperan gerði
síðast. Ástin fer fremst í flokki
í verkinu, þarna er vori fagn-
að, fólk dansar
úti í garði og
vaknar til lífsins.
„Þetta er verk
sem þarf mikla
krafta og því er
gaman að hafa
þennan fjölda í
kórnum en auð-
vitað hefur það
verið sungið með
miklu færri rödd-
um. Þessi sam-
eining er liður í
að sem flestir fái
tækifæri til að
syngja með
hljómsveitinni og
úr þessu verður
heljarmikill
kraftur og engum
getur leiðst.
Verkið er í senn
flókið og mjög
einfalt, það er
mjög taktmikið
Guðmundur Óli Gunnarsson sér um að stjórna flutningnum og hér er hann að hvetja kórmeðiimi og biðja um tilfinningaríkari söng.
Myndir: JHF
og í raun og veru syngja allar
raddir samtímis og því hefur
verkið í sér dægurlagaívaf sem
er liður í því að það er svona
vinsælt. Carmina Burana er
ekki tónfræðilega rökrétt verk
heldur frumstætt tónverk sem
gerir það auðvelt, - en síðan er
raddsviðið aftur á móti rosa-
legt,“ segir Michael.
Hljómleikahöll eða
vélageymsla
Aðeins er fyrirhugaður einn
flutningur á verkinu eða dag-
inn fyrir skírdag, þann 26.
mars í íþróttaskjmmunni á
Akureyri. Að sögn Michaels er
skemman eina húsnæðið sem
getur rúmað svona stóran kór
og þá áheyrendur sem búist er
við. „Þetta getur jafnvel verið
síðasta skiptið sem við eigum
kost á svona húsnæði þvi' það
hefur verið rætt um að taka
íþróttaskemmuna undir véla-
geymslu. Glerárkirkja er alltof
hljómmikil og ekld er nokkur
leið að koma þessum fjölda
fyrir í Akureyrarkirkju. Ef
íþróttaskemman verður tekin
eru okkur allar bjargir bann-
aðar í framtíðinni." -mar
Aðeins einir tónleikar eru fyrirhugaðir á Carmina Burana að svo komnu og
verða þeir haldnir í fþróttaskemmunni á Akureyri.
Helga Bryndís Magnúsdóttir, annar píanóleikarínn sem þátt tók í fyrstu samæfingunni á
sunnudaginn, þar sem um 150 kórmeðlimir sungu Carmina Burana.