Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Qupperneq 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Qupperneq 11
^Oagur-Síitttrat Þriðjudagur 25. febrúar 1997 - 23 FINA FRÆGA FOLICIÐ Oskarstilnefningar Breski kvikmyndaiðnaðurinn er sœll og glaður þessa dagana enda vel mettur af óskarstilnefhingum, Þrjár af fimm myndum tilnefndum íflokk Bestu myndar eru að meira eða minna leyti breskar og þrjár leikkvennanna sem tilefndar eru í flokk Bestu aðalleikkonunnar eru breskar. Þótt flestir hafi sjálfsagt tekið því sem gefnu þá er fröken Madonna ekki til- nefnd fyrir hlutverk sitt í Evítu og skyggir það sjálfsagt nokkuð á móð- urgleði hinnar knáu leik- konu, Þá eru stóru Hollí- vúddfabrikkurnar nokk- uð vonsviknar því litlu sjálfstœðu kvikmyndafé- lögin eru mun fyrirferð- armeiri en oft áður. At- höfninfer svo fram með pilsaþyt og hárspreys- skýi þann 24. mars í Los Angeles. Besta leikkonan (1) : Brenda Blethyn (Secrets And Lies) (2) : Diane Keaton (Marvin’s Room) (3) : Frances McDormand (Fargo) (4) : Kristin Scott Thomas (The English Patient) (5) : Emily Watson (Breaking The Waves) Besti leikarinn (1) : Tom Cruise (Jerry Maguire) (2) : Balph Fiennes (The English Patient) (3) : Woody Harrelson (The People Vs Larry Flynt) (4) : Geoffrey Rush (Shine) (5) : Billy Bob Thornton (Sling Blade) ■ . mR Besta aukaleikkona (1) : Barbara Hershey (The Portrait OfALady) (2) : Juliette Binoche (The English Patient) (3) : Joan Allen (The Crucible) (4) : Lauren Bacall (The Mirror Has 7ivo Faces) (5) : Marianne Jean-Baptiste (Secrets And Lies) Besta aukaleikari (1) : William H Macy (Fargo) (2) : James Woods (Ghosts OfMissi- sippi) (3) : Armin Mueller-Stahl (Shine) (4) : Cuba Gooding Jr (Jerry Maguire) (5) : Edward Norton (Primal Fear) (Zótax£jfið Teitur Þorkelsson skrifar Tvo hjona- herbergi Eina konu þekki ég sem vill helst hafa tvö aðskilin svefnher- bergi fyrir sig og sinn ekta- mann. Og ástæðan? Hún vill hafa sitt einkalíf áfram þrátt fyrir alla ást, barnafans og hjú- skaparheit. Hún vill geta átt sínar stundir í einrúmi og þögn þegar hún vill. Lesið bók og skrifað niður vangaveltur, bara með kött og kertaljós. Fyrst fannst mér þetta vera frekar kalt og ein- manalegt, bæði fyrir hana sjálfa og svo náttúrlega aumingja manninn sem húkir aleinn inni í hinu herberginu. Var mann- eskjan svona kynköld eða hvað, og hvað yrði eiginlega um ást- arlífið? En síðan hugsaði ég að- eins lengra og fór að finna ýmsa kosti við aðskilin svefn- herbergi. Þó einkalífsþátturinn einn nægi ef til vill ekki kemur fleira til. Til dæmis lífgar það örugglega upp á hversdagsleika hjónalífsins og getur falið í sér ýmislegt spennandi þegar karl- maður heimsækir meyjar- skemmuna eða þegar kona læð- ist fáklædd inn í svefnskála hans. Með því að sofa stundum í sitt hvoru herberginu kann fólk betur að meta nakinn lík- ama hvors annars þegar hann kemur í heimsókn. Þið heyjið ekki framar stríð um sængur, kodda og plássið í rúminu og ef þið getið ekki sofið fyrir hávær- um andardrætti, fótasparki eða hrotum þá skiptið þið bara um herbergi. STARFSMANNAFÉLAG AKUREYRARBÆJAR STOFNAÐ 2. MARS 1941 Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 18. mars 1997 kl. 20 að Hótel KEA. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkv. 19. gr. félagslaga. Kosning fuiltrúa á 38. þing BSRB 24.-27. apríl nk.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.