Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.02.1997, Page 1
Jtagur-Wixmnn
Fóstbrœöurnir Árni og Ingó
hafa bardúsað ýmislegt
saman, gefið út blöð og gert
þœtti báðir reknir áfram af
hugsjóninni umfjölmiðlun
óháða pólitískum línum,
Helst hefur slest upp á
vinskapinn þegar rœtt er
um hljómsveitirnar Bítlana
og Herman’s Hermits. Ingó
er þekktur Bítlamaður og
ver Bítlana með kjafti og
klóm en Árni heldur upp á
Herman’s Hermits. Vinátta
Árna og Ingós birtist nú
landsmönnum íþœttinum
Á elleftu stundu í
sjónvarpinu.
Miðvikudagur 26. febrúar 1997 - 80. og 81. árgangur - 39. tölublaö
MYnd:
ANNAR.I LTONINU
- HINN ERNAUT
LÍFIÐ í LANDINU
Fóstbrœðurnir Árni Þórarinsson og Ingólfur
Margeirsson, þáttagerðarmenn hjá
Ríkisútvarpinu, eru hippar af ’68
kynslóðinni sem bundust vináttu- og
tryggðarböndum eftir kokkteilboð undir
vegg á Hótel Holt haustnótt eina árið 1978.
Það samband, gagnkvœm aðdáun og
virðing, hefur staðið óslitið síðan og birtist
nú landsmönnum í sjónvarpinu.
*
g var í útgáfuboði hjá
bókaútgáfunni Iðunni og
Ingó sagði: „Ert þú þessi
Árni Þórarinsson?" og hóf síðan
mikla lofrullu um mig sem stað-
ið hefur óslitið síðan. Þá þurfti
ég náttúrlega að fara að hrósa
honum. Ég man sérstaklega eft-
ir því að hann teiknaði dálítið
mikið í Þjóðviljann á þessum
árum. Það var besta framlagið
hans. Svo töluðum við saman
lengi vel.“ Þannig segir Árni
Þórarinsson frá því þegar þeir
Ingólfur Margeirsson kynntust
haustnótt eina árið 1978 og
bundu sín fyrstu vináttubönd.
„Svo var kokkteilboðið búið
og þá sá ég að þessi kurteisi og
prúði maður, sem hafði verið að
játa mér ást sína, aðdáun og
virðingu, stóð upp við húsvegg
á Hótel Holti og þjarmaði þar
bæði með orðum og æði að
ákveðnum málsmetandi for-
ystumanni í íslenskri fjölmiðlun
núna,“ segir Árni og neitar að
tilgreina hvern um er rætt en
Ingó útskýrir málið.
„Okkur varð þarna sundur-
orða um menningarmál. Síðan
hefur Árni Þórarinsson alltaf
borið virðingu fyrir mér,“ segir
Ingó um rökræðurnar við hinn
málsmetandi forystumann og
Árni bætir við: „Það er ekkert
gott að lenda í þessum manni
þegar hann er ekki sammála
manni." Þar á hann við Ingólf.
Geggjaðir eða
góðglaðir
Það er margs að minnast og
flestallt skemmtilegt. Ingólfur
var um nokkurt skeið við nám
og vinnu í norskri blaða-
mennsku þar sem vaninn var
að blaðamenn skemmtu sér
saman. Þegar hann kom aftur
til íslands kom það honum
spánskt fyrir sjónir hve blaða-
menn hér voru bundnir í flokka
þannig að blaðamenn á Mogg-
anum töluðu ekki við blaða-
menn á Þjóðviljanum.
„Við Arni vorum báðir af
þeirri kynslóð og þeirrar hug-
sjónar að búa til blað sem væri
óháð pólitíkinni. Okkur datt í
hug að búa til klúbb fyrir blaða-
menn sem myndu hittast og fá
sér í glas saman og væru yfir
þetta hafnir. Okkur datt í hug
að kalla klúbbinn KGB,“ útskýr-
ir Ingólfur og þeir fara að riíja
upp hvað KGB stóð fyrir: „Var
það Klúbbur kófdrukkinna
blaðamanna eða Klúbbur
geggjaðra blaðamanna?" „Nei,
sennilega „Klúbbur góðglaðra
blaðamanna“,“ segja þeir og
komast þar með að niðurstöðu.
Löng ganga og
skrykkjótt
Haustið 1978 var Árni Þórar-
insson umsjónarmaður helgar-
blaðs Vísis og Ingólfur var ný-
tekinn við á Þjóðviljanum sem
umsjónarmaður helgarblaðs.
Báðir höfðu þeir þó byrjað á
Morgunblaðinu, Ingólfur sem
fréttaritari þess í Svíþjóð 1969
en Árni á ritstjórninni í Reykja-
vík 1971. Leiðir þeirra lágu þó
ekki saman fyrr en í kokkteiln-
um 1978 og það jafnvel þótt að-
eins séu tvö ár milli þeirra og
báðir séu þeir aldir upp í Vest-
urbænum fyrstu æviárin, Árni á
Hávallagötunni og Ingó á Brá-
vallagötunni. Ingó er fæddur í
nautsmerkinu 1948 og Árni í
ljóninu árið 1950.
„Árni var afskaplega hlé-
drægur, skilst mér á móður
hans, mjög inni í sér og fór
mjög eigin götur. Ég var
akkúrat andstaðan," segir Ing-
ólfur. „En nú er þetta að breyt-
ast, ég er að verða hógvær og
auðmjúkur,“ segir hann. „Þetta
er búið að vera löng og skrykkj-
ótt ganga.“ Árni mótmælir
þessu ekki en kveðst vera mjög
„prinsippfastur maður, fastur á
hefðir," enda frægur fyrir það
að fara aldrei á fætur fyrr en
um hádegi.
Ber vírðfngu fyrir
sögunni
„Ég var alltaf manna árrisulast-
ur fram undir 1971 þegar ég
byrjaði á Morgunblaðinu. Þar
hófst starfið klukkan eitt og
stóð fram á kvöld og til hvers
að vakna snemma ef maður
þurfti ekki að mæta fyrr en
klukkan eitt?“ spyr hann. „Mér
fannst bara rétt að taka mið af
sögu Moggans."
Árni og Ingó hafa starfa mik-
ið saman allt fram á þennan
dag en með hléum þó, á Helg-
arpóstinum, í útvarpi og sjón-
varpi. Þeir eru mjög ólíkir
menn en eiga ýmis sameiginleg
áhugamál. Báðir hafa þeir
áhuga á íjölmiðlun og kvik-
myndum.
„Þú hefur áhuga á Bítlunum
og ég hef áhuga á Herman's
Hermits,“ segir Árni. Þar eru
þeir komnir að stærsta deilu-
málinu, hvor hljómsveitin er
betri, Bítlarnir eða Herman’s
Hermits. Þessi ágreiningur hef-
ur staðið lengi og segir Árni að
aldrei hafi gróið um heilt milli
þeirra. Deila um þetta efni hef-
ur nefnilega alltaf skotið upp
kollinum annað slagið.
„Við stuðum hvorn annan
eins og við getum,“ segja þeir.
-GHS