Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.02.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.02.1997, Blaðsíða 3
jDagur-ÍDmtrm Miðvikudagur 26. febrúar 1997 -15 TÆKNILÍFIÐ f LANDINU Mynddiskar Með vorinu er búist við að ný tœkni, svokallaðir stafrœnir mynddiskar, tröllríði markaðnum enda um mun víðtœkari byltingu að rœða en þegar t.d. geisladiskarnir tóku við af hljómplötunum. essir nýju diskar munu leysa af hólmi VHS-tækn- ina sem tækjaframleið- endum hefur lengi þótt gölluð um margt. Ekki verður þó ein- asta um að ræða margfalt betri myndgæði á heimabíóinu held- ur byltir tæknin ekki síður tölvuheiminum auk þess sem notandinn er virkjað- ur meira. DVD- tæknin (Digital Video Disk) þýðir ekki bara betri mynd- gæði heldur er mögulegt að setja á diskinn kvikmynd sem áhorfandinn getur síðan horft á mismunandi klippta. Eins er hægt að ráða sjónarhorninu eða velja sér upptökuvél sem þykja góðar fréttiy fyrir unn- endur íþróttaviðburða hvers konar. Skemmtilegt að koma sér t.d. fyrir í markinu þegar vítið er tekið! Hvaða endi viltu? Þá verður hægt að velja endi á kvikmyndir og mismunandi út- gáfur fyrir vissa aldurshópa, leyniorð er þá valið til að sjá fullorðinsútgáfuna eða óklipptu útgáfuna. Hægt er að velja um 32 tungumál og hljóðrásir verða með sömu gæðum og þeir geisladiskar sem nú eru á markaðnum en þeir verða áfram í fullu gildi þar sem DVD afspilunartækin spíla hefð- bundna hljómdiska, tölvugeisla- diska, CD-ROM og CD-I. Eitt tæki sem lítur út eins og geislaspilararnir sem við þekkjum í dag mun því koma í staðinn fyrir, græjurnar, vídeótækið og tölvuna! Diskarnir eru nákvæmlega eins útlítandi og tónlistargeisla- diskar en í raun eru tveir þunnir diskar límdir sam- an svo hægt sé að koma fyrir efni á báðar hliðar. Kemur með vorinu Það er Toshiba sem fer fremst í þessari tækni og hér á landi er það Einar Farestveit & Co hf. sem hefur umboð fyrir „Mynddiskurinn tekur á hvora hlið 4,7 gíga- bœti sem er svipað magn efnis og þrjár heimilistölvur myndu rúma eða 3200 diskettur. “ þeirra vörur. Þráinn Bjarnason verslunarstjóri býst við að tæk- in og diskarnir komi á markað- inn með vorinu. „í raun er allt tæknilega klárt en menn eru eitthvað að deila um höfunda- rétt og slíkt en hingað til hefur þessari tækni seinkað vegna þess að nauðsynlegt þótti að búa til hindranir til þess að ekki væri hægt að margfalda efni.“ Þráinn segir að menn séu sam- mála um að tæknin sé stórkost- leg og þó að Toshiba leiði þetta verði allir að vera með og nú sé ljóst að Sony muni taka virkan þátt í markaðssetningunni frá byrjun. .Mynddiskur- inn tekur á hvora hlið gíga- bæti sem er svipað magn efnis og þrjár heimilis- tölvur myndu rúma eða 3200 diskettur. Gæðin eiga efir að aukast mikið því ef við berum þessa tækni saman við venjulegan VHS-spilara með um 240 línur þá verða í þessum nýja spilara um 720 línur. Það er samt alveg hægt að nota gamla sjónvarpsskjáinn en það þarf milhtengingu á milli sem þá skilar hinni margföldu upp- lausn. Ekki mjög dýrt Þráinn segir að DVD-afspilarinn muni kosta um 5-700 dollara og að mismunurinn felist í þeim gæðamun sem er á þeim þrem- ur spilurum sem Toshiba kem- ur með á markaðinn í byrjun. Hann segir einnig ljóst að mynddiskarnir verði á viðráð- anlegu verði og segir að nú sé talað um að þeir verði eitthvað ódýrari en hefðbundnir hljóm- diskar. En býst hann við að það muni spretta mynddiskaleigur um allt innan nokkurra ára? „Já, óg býst við því að við eigum eftir að fara út í diskaleiguna að leigja okkur myndir eða annað efni og að vídeóleigur eins og við þekkjum þær í dag Þá verður hœgt að velja endi á kvikmynd- ir og mismunandi út- gáfur fyrir vissa ald- urshópa, leyniorð er þá valið til að sjá full- orðinsútgáfuna eða óklipptu útgáfuna. fyrirtækin geta illa sætt sig við að missa sinn hlut í markaðs- setningu sem í dag gefur mögu- leika á að markaðssetja fyrst vestan hafs og síðan í Evrópu. Þetta er kvikmyndafyrirtækjum þyrnir í augum því hýja tæknin greinir ekki á milli kerfa og sama er hvort sýna á myndina í NTSC eða PAL. „Þetta er rosa tækni og mað- ur bíður spenntur eftir að greitt verði úr þessum lagaílækjum, kannski má búast við einhverjum töfum frá Banda- ríkjamarkaði yfir í evrópskan." -mar hverfi. En vídeótækin munu verða áfram því það er kannski stærsti gallinn á þessari nýju tækni að það verður ekki hægt að taka efni upp, tækin eru aðeins til afspilunar. Fram- leiðendur spá því að þess verði þó ekki lengi að bíða og tala um að koma upptökutækj- um á markað strax á næsta ári.“ Grænu Ijósin En höfundarrétturinn er enn vandamál og kvikmynda- Lán í fimm ár Leiðrétting í viðtali við Draumeyju Aradóttur kennara í gær var óljóst hvort hún gæti fengið námslán í samtals íjög- ur ár eða fimm. Hið rétta er að Draumey á kost á námsláni í fimm ár til viðbótar ef henni tekst að nýta rétt sinn til fulls. Það fer meðal annars eftir því í hvaða nám hún fer.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.