Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.02.1997, Síða 7
ílagur-tEúuirat ■ Miðvikudagur 23. janúar 1997 -19 I
MENNING O G LISTIR
—— —I
Braust út eldgos
Barbara Westman er að sýna Íslendingum bláleitar myndir á
Kjarvalsstöðum sem urðu til ejtír að eldgos braust út i höföi
hennar í september sL Fyrri myndir hennar hafafarið víða því
um árabil teiknaði hún forsíður fyrir The New Yorker.
september sl
kom
Barbara
hingað
ásamt
manni sín-
um, Arthur
C. Danto,
sem ætlaði
að halda hér
fyrirlestur
um Andy
Warhol. Þeg-
ar hún hafði
„lent á tungl-
inu“ og var á
leiðinni frá
Keflavíkur-
flugvelli
rigningar-
dembu
snemma
morguns var
„eins og eld-
fjall gysi í
höfðinu á mér.
Ég sá hér eitt-
hvað sem ég hafði
leitað í mörg, mörg
ár.“
t>að var sjón-
deildarhringurinn
sem heillaði svo
Barböru, litirnir,
gufan og rigningin í
móðu morgundags-
ins. „Það opnaði
aftur huga minn að
landslaginu sem ég
hafði ekki málað í
mörg ár.“
Teiknaði
skilti
Barbara hefur
gert ýmislegt til
að lifa af teikn-
ingum sfnum,
kennt í skólum
og á söfnum, mál-
að skilti á flutn-
ingabfla og í 10
ár vann hún 3
daga vikunnar við
Peabody safnið við Harvard háskóla þar
sem hún teiknaði nákvæm landakort og
myndir af fornleifum fyrir bækur 10 pró-
fessora. Þannig hafði hún 4 daga tii að
vinna að eigin verkum og nýtti þá til að
teikna Bostonborg.
Útgefandi nokkur fékk hana til að
teikna myndir í bækur um borgina og
eiginmaður hennar
lýsir þessu tímabili
svo: „Barbara naut
ámóta hylli í Boston
og besti kastarinn í
Red Sox-liðinu í
hafnarbolta... Ég
uppgötvaði að Bar-
bara hafði skapað
myndræna goðsögn
um Boston, ekki
ósvipaða hinni sið-
ferðilegu goðsögn
jólanna sem Charles
Dickens hafði búið
lesendum sínum.“
Boston-teikningar
Barböru hafa síðar
orðið eins konar
fyrirmynd stór-
borgarinnar í
bandarískum
teiknimyndum sem
flestir kannast við,
þessi
myrka borg
með þröng-
um götum
og háum
húsum.
„Forsíðurnar breyttust. f fyrstu teiknaði
ég mjög nákvæmiega, með mörgum strikum og
mlkið af smáatriðum. Seinna varð þetta frjálsara,
færri Knur og fólkið varð stærra."
Barbara hefur teiknað myndir (fjölda bóka. Hún skrifaði Kka og myndskreytti bamabækur um
hundana sina, Chartotte og Emilio.
Tvær stúlkur
borða pítsu
Árið 1979 sendi Bar-
bara vikuritinu The
New Yorker 100 litlar teikningar sem
notaðar voru undir ýmsum dálkum og
upp úr því fór hún að vinna fyrir blaðið.
The New Yorker hefur heila hjörð af
listamönnum til að teikna í blaðið og f
um áratug var Barbara ein af þeim. Bar-
bara segist
hafa verið
hálflirædd
við borgina
og mannlífið
þar fyrst eft-
ir að þau
Arthur
fluttu þang-
að. „í Bost-
on, Hollandi
og Frakk-
landi er
einhver
heildar-
svipur
fólkij
andliti,
tjáningu,
fatatísku
en ekki
New York.
Þar eru
allar teg-
undir
fólks." Því
eru fyrstu
forsíður Barböru afskaplega nákvæm-
ar teikningar með hús og blokJdr í for-
grunni. En smám urðu myndirnar frjáls-
ari. „Fólk varð mér mikilvægara en
á
í
í
arkítektúrinn. Kannski hætti ég að vera
svona hrædd. New York þvingaði mig til
að einfalda hlutina."
Barbara fékk mikinn áhuga á hvers-
dagslegum athöfnum fólks. „Ég var vön
að fela mig bak við súlur, horfa á fólk
borða á veitingastöðum og rissa upp
myndir í glósubókina rnína, áður en mér
var hent út.“
Hamlandi form
Um 1990 tók nýr ritstjóri við The New
Yorker og hætti Barbara þá þar sem
listamennirnir höfðu ekki lengur fijálsar
hendur við forsíðuna. „Ég vissi líka í
hjarta mínu að þetta var orðið of tak-
markað form.“
Síðan þá hefur Barbara breytt um
stfl. Er farin að mála með svörtum
penslastrikum, en ekki bleki, og er hætt
að teikna ailt sem hún sér. Hún segist
vera búin að koma sér upp sínu orða-
safni og þarf því ekki að eyða orku sinni
í að tína upp öll smáatriði sem á vegi
hennar verða likt og áður þegar hún
ferðaðist um með strætó og neðanjarð-
arlestum til að teikna allt sem fyrir augu
bar.
Og hugljómunin frá Reykjanesskag-
anum er ekki farin að fölna því Barbara
er enn að mála upp úr henni. „Og ég
skemmti mér konunglega." lóa
í höfðínu