Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.02.1997, Side 10
22 - Miðvikudagur 26. febrúar 1997
RADDIR FÓLICSINS
IDagur-tJKmóm
Bréfleiðis...
Heimilisfanglö er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 88,602 Akureyri
í tilefni af skrífum um
Hestamannafélagið Fák
Þórður H. Ólafsson
gjaldkeri Fáks
skrtfar
*
skammdeginu gerir fólk ým-
islegt sér til dundurs. Sumir
fara á skíði, aðrir í göngu-
ferðir, margir á hestbak en ein-
staka maður sest niður og níðir
félagið sitt niður og líður
væntanlega betin- á eftir.
Einn úr síðastnefnda hópn-
um sá sig knúinn til að setja á
blað handfylii af skítkasti í
blaðagrein sem, undir nafn-
leynd, birtist í hinu annars
ágæta dagblaði Degi- Tímanum
á miðvikudaginn og skotmarkið
var Hestamannafélagið Fákur
og stjórnendur þess.
Ef greinin hefði einungis ver-
ið í léttum dúr og tekið mál-
efnalega á hlutunum hefði mér
ekki dottið í hug að stinga niður
penna. Fáksfélagar sem og aðr-
ir geta haft allar þær skoðanir
sem þeir vilja án þess að það
pirri neinn, bara að rætt og
skrifað só um hlutina málefna-
lega og með rökum. öll um-
ræða og skrif um málefni fé-
lagsins á tilfínninganótum leys-
ir engan vanda og síst af öllu
fínnst mér að slíkar greinar eigi
erindi í útbreidd dagblöð, en
sum þeirra vantar eflaust efni
til uppfyllingar.
Undarleg fyrirsögn
Grein „Fáksfélagans“ með
nafnleyndina er meira og
minna á tilfínninganótunum og
full af fínni rómantík um liðna
tíma og hugaróra um aftur-
hvarf til þeirra, en því miður
þurfti hann líka að krydda hana
með smá skítkasti, kannski til
að fá útrás fyrir einhverja óút-
skýrða óánægju með eitthvað
sem almennilega kemur ekki
fram í greininni hvað er.
Fyrst er það fyrirsögnin: Er
Hestamannafélagið Fákur von-
laust fyrirbæri ?
Bara fýrirsögnin, sem ég
geng út ílrá að sé „Fáksfélag-
ans,“ hún ein og sér hefur orðið
til þess, hvað svo sem hver mun
nú eða seinna skrifa málefna-
lega eða ómálefnalega um fé-
lagið nú í þessari grein eða öðr-
um greinum, að eftir stendur sú
skoðun hjá einhverjum hesta-
mönnum og öðrum að eitthvað
stórkostlegt sé að hjá Hesta-
mannafélaginu Fáki.
Órökstuddar dylgjur
En hvað ætli geti verið að? Það
er reyndar tilfeliið að nú síðast-
liðin tvö ár hefur félagið farið í
gegnum ákveðna þætti í sínum
rekstri og verið að horfa til
framtíðar og núverandi stjórn
hefur verið að framkvæma
ákveðnar breytingar á rekstri
og framtíðarskipan félagsins,
sem ailt of langt mál er að fara
út í hér. Sumt af því hefur birtst
í síöustu tölublöðum fréttabrófs
Fáks, sem hefði verið rétti vett-
vangur fyrir þau skoðanaskipti,
sem hér fara fram. Fróttabréfíð
er opið öllum Fáksfólögum með
sínar skoðanir og skrif, en til
þess er ætlast að greinar séu
birtar undir nafni, alla vega
þegar verið er með grófar að-
dróttanir að einstaklingum eins
og gert í grein „Fáksfélagans."
An þess að ég ætli að fara
elta ólar við eða reyna að svara
eða sannfæra þennan „Fáksfó-
iaga“ um alla þá hluti sem ég
skilgreini sem skítkast sá ég
þörf þjá mór til
að setja á blað
örfáar athuga-
semdir við
þennan grein-
arstúf.
Fyrir utan
órökstuddar
dylgjin- um
stjórnarmenn
og fram-
kvæmdastjóra
félagsins bæði
núverandi og
fyrrverandi eru
fjölmargar
rangfærslur í
greininni. Eitt
lítið dæmi er
meðhöndlun
„Fáksfélagans“
á ákvörðun um sölu á reið-
skólahestum þess, en þar fer
hann reyndar heilan hring því
framarlega í greininni segir
hann:
„Alla reiðskólahesta er búið
að selja eða fella svo og öll reið-
ver.“
Þegar kemur svo aftast í
greinina þá segir:
„Nú er allt búið að vera,
hestarnir dauðir og hnakkarnir
týndir.“
Bara þessi hringferð með
hlutina segir manni reyndar allt
sem segja þarf um þessa grein
„Fáksfélagans." Staðreyndin er
hins vegar sú að Fákur hefur
um árabil átt hesta sem notaðir
hafa verið fyrst og fremst á
reiðnámskeiðum á vegum
íþrótta- og Tómstundaráðs.
Þannig var komið að útlagður
kostnaður Fáks vegna þessara
hesta var hærri en það gjald
sem þeir aðilar, sem nýttu hest-
ana, voru tilbúnir að greiða fyr-
ir afnot af þeim, sem þýðir á
mannamáli að Fákur safnaði
upp tapi vegna þeirra. Eina
lausnin sem
við töldum
skynsamlega
og án áhættu
fyrir félagið
var að selja
alla hestana
svo og öll reið-
tygi. Hesta-
mannfélagið
Fákur á ekki
og hefur held-
ur ekki efni á
að líta á sig
sem félags-
málastofnun,
þar sem fólk
innan og utan
fólagsins er
styrkt með
óbeinum fjár-
framlögum frá fólaginu hvort
sem það eru hestaeigendur í fó-
lagshúsunum eða börn og ung-
lingar sem áhuga hafa á því að
læra á hest. Ef styrkja á starf-
semi eins og reiðnámskeið fyrir
börnin í borginni verða aðrir en
Fákur að standa straum af
þeim kostnaði. Allir reiðskóla-
hestarnir, sem voru rétt um 40
talsins, voru seldir um og eftir
síðustu áramót svo og nánast
öll reiðtygi. Ekki er mér kunn-
ugt um að neinn kaupandi hafí
fellt einn einasta hest, þannig
að í dag eiga þeir allir með tölu
að vera einhvers staðar sprell-
lifandi úti í haga eða f notkun.
Bara til fróðleiks fyrir félagann,
þá hafa þau reiðtygi sem voru í
eigu Fáks undanfarin ár verið
geymd í mjög góðri og læstri
geymslu í Reiðhöllinni.
Svartnættishjal
Upphaf greinarinnar er svona :
„Það lítur út fyrir að þetta
gamla góða félag sé að syngja
sitt síðasta vers, að því komið
að grotna niður í sandinn eða
moldina,“ og niðurlag greinar-
innar er síðan: „ Það virðist svo
að allt sé að renna út í sandinn
hjá þessum mönnum og stefni
að því að Fákur verði ekki eldri
en sjötíu og fimm ára.“
Þetta er svartsýnn félagi í
Fáki sem þetta skrifar og hefur
ekki mikla trú á því sem verið
er að gera og getum við í
stjórninni hugsanlega sjálfum
okkur um kennt. Eg held þó
reyndar að þeir séu fjölmargir
sem hugsa jákvætt og með
sanngirni til þess sem félagið
hefur verið að gera til margra
ára svo og þess sem verið er að
gera nú, og þeir séu í raun ör-
fáir félagar í Fáki sem sjá ekk-
ert nema svartnættið framund-
an, hinir taka með jákvæðum
hætti þátt í því að byggja Hesta-
mannfélagið Fák áfram upp og
það stendur síður en svo á
brauðfótum og framundan er
góðæri hjá þessu stærsta hesta-
mannfélagi landsins, sem hefur
á félagssvæði sínu stærstu hest-
húsabyggð í heimi.
Stöndum nú saman Fáksfé-
lagar og hættum skftkasti hver í
annan, hugsum um það eitt að
standa vörð um félagið okkar
það gera ekki margir aðrir fyrir
okkur.
Ég er þess reyndar fullviss
að það heyrir til undantekninga
í félaginu að fólk nærist á því
að rífa félagið niður en ef til vill
vorður skoðunum manna eins
og þessa félaga okkar ekki
breytt, sem í skjóli nafnleyndar
hefur komið óorði á félagið,
sem seint eða aldrei verður
leiðrótt þjá öllum.
Til þess að „Fáksfólaginn,“
sem ekki þorir að láta nafns sín
getið, öðlist nú hugarró er
stjórnin og framkvæmdastjóri
Fáks tilbúin til að setjast niður
með þessum huldumanni og
gera tilraun til að ræða málefni
félagsins hvenær sem er, en þá
verður hann að svipta af sér
hulunni og segja tíl nafns.
Einu vildi ég síðan koma á
framfæri við ritstjórn Dags-
Tímans: ég hélt það heyrði til
liðinni tíð að greinarhöfundar
fengju birtar slíkar greinar sem
þessa nema þá undir fullu
nafni.
Með Fákskveðju.
Eina lausnln sem við
töldum skynsamlega
og án áhættu fyrir fé-
laglð var að selja alla
hestana svo og öll
reiðtygi. Hestamann-
félagið Fákur á ekki
og hefur heldur ekki
efni á að líta á sig
sem félagsmála-
stofnun,...
Tóznatar á
tvöföldu veröi
Víkverji Morgunblaðsins
gerði það að umkvörtimar-
efni á dögunum hve verð á
íslensku grænmeti væri
svimandi hátt. Frekar vildi
hann japla á ódýrum út-
lenskum tómötum en rán-
dýrum íslenskum. Á þessu
eru hins vegar tvær hliðar.
Alltaf gaman að fá ódýrar
matvörur en þær verða þá
að vera ætar. Sú er þetta
ritar býr á miklu tómata-
heimili. Ailtaf eru til tómat-
ar í skál og varla líður sá
dagur að nokkrum tómöt-
um sé ekki sporðrennt af
heimilisfólki - nema á vet-
urna þegar ekki fást inn-
lendir tómatar. Erlendu
tómatarnir skemmast
nefnilega mörgum sinnum
hraðar en þeir innlendu.
Jafnvel þó ekki séu keyptir
nema 2-3 í einu bregst ekki
að alltaf skulu þeir
eyðileggjast. Einn almenni-
legur tómatur hlýtur að
vera betri en tveir ónýtir,
þó þeir ónýtu kosti samtals
það sama og þessi eini!
Gaman á Eskifirði
Fréttaritarar eru eins mis-
jafnir og þeir eru margir.
Fáir eru þó jafn litríkir og
hún Regína, fréttaritari DV
á Eskifirði. Nýlega skrifaði
hún frétt um það þegar
hugulsamur sjómaður
færði íbúum og starfsfólki
á Dvalarheimilinu Huldu-
hlíð glæný hrogn og lifur. í
fréttinni kemur fram að
Regína er einn af vist-
mönnunum og er hún svo
þakklát fyrir þessa gjöf að í
lokin ályktar hún að mann-
lega sjónarmiðið ríki meira
á litlum stöðum út á lands-
byggðinni en í fjölmenninu
á Reykjavíkursvæðinu.
Sjálfsagt eitthvað til í því
l\já Regínu, en hvað varð
um hlutlausu frétta-
mennskuna?
Úr „sjúrnölum“
Þegar sjúklingar eru lagðir
inn á sjúkrahús þarf að
taka skýrslu sem í daglegu
tali eru kallaðar „sjúrnal-
ar“. Orðalagið í þessum
skýrslum er oft skondið
eins og eftirfarandi dæmi
sanna:
• Sjúklingur er fertug, að
öðru leyti ekkert athuga-
vert.
• Sjúklingur hefur form-
legar hægðir.
• Fékk vægan verk undir
morgunsárið.
• Skoðun við komu leiddi í
ljós unglingspilt.
• Það sem fyllti mælinn
var þvagleki.
• Sjúklingur var í morgun
að drekka te og borða
maís þegar að bar mann
sem heitir Kristmundur.
• Sjúklingur hefur aldrei
fundið fyrir þessum
verkjum nema þegar
hann vaskar upp í sum-
arbústað, en er ráðlagt
eftirlit ef verkirnir koma
fram við önnur tækifæri.
Umsjón;
Auður Ingólfsdóttir.