Dagur - Tíminn Reykjavík - 06.03.1997, Síða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 06.03.1997, Síða 3
JDagur-®mrimt Fimmtudagur 6. mars 1997 - 3 ----- F R É T T I R Kvóiabrask S Kvótabraskið fær á sig brot fyrir Félagsdómi Forustumenn sjómanna voru ánægðir með niðurstöðuna eftir uppkvaðningu dómsins í gær. Mynd: Hilmar Þór Óheimilt að draga frá verðmæti kvóta áður en kemur til skipta. Niðurstaða dómsins er í samræmi við það sem við höfum alltaf sagt. Það er óheimilt að draga verðmæti veiðiheimilda frá áður en kem- ur til skipta,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands íslands. Forustumenn sjómanna brostu breitt í gær eftir að Fé- lagsdómur hafði úrskurðað að þátttaka sjómanna í kvótakaup- um útgerða væri ólögleg. Jónas Haraldsson, lögfræðingur LÍÚ, vildi hinsvegar ekki tjá sig um niðurstöðu dómsins. í þessu tilfelli var dæmt í máli sem Farmanna- og fiski- mannasambandið höfðaði gegn útgerð Sæbergs frá Ólafsfirði í svokölluðum tonn á móti tonni viðskiptum. Um níu mánuðir eru liðnir síðan þetta mál kom upp. „Ef þetta hefði farið á hinn veginn, þá var kjarasamningur sjómanna ónýtur," segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður FFSÍ. Hann segist vonast að dómur- inn grafi undan kvótabraskinu og þessum frjálsu leiguviðskipt- um með kvóta, eða tonn á móti tonni. Hann er jafnframt á því að niðurstaða dómsins muni efla sjómenn til dáða í barátt- unni gegn braskinu, enda hafi réttarstaða þeirra batnað til muna. Formaður FFSÍ segir að það sé auðvitað umhugsunarefni fyrir sjómenn og aðra þegar þeir þurfa að fara með ákvæði kjarasamninga fyrir dómstóla. Hinsvegar hafa málefni kvótans þróast á þann veg að útgerðir hafa dregið verðmæti fiskveiði- kvótans frá heildaraílaverð- mæti. Það hafa menn ekki að- eins gert í viðskiptum sem kennd hafa verið við tonn á móti tonni heldur og einnig í gegnum lágt fiskverð. -grh Ríkisbankarnir Grænt ljós hjá Guðna Einkaaðilar geta eignast allt að 35 prósent í ríkisbönkun- um, en ekki 49%, eftir breyting- ar sem gerðar hafa verið á frumvörpum um að breyta rík- isbönkunum tveimur í hlutafé- lög. Þingflokkar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafa báðir samþykkt að frumvörpin verði lögð fram sem stjórnarfrum- vörp og koma þau væntanlega til fyrstu umræðu á Alþingi eftir helgi. „Bankarnir fá að starfa áfram og verða áfram í eigu ríkisins og almennings, þannig að málið er orðið ásættanlegt," segir Guðni Ágústsson, þing- maður Framsóknarflokksins, sem var mjög ósáttur við fyrir- hugaðar breytingar á bönkun- un. Ekki verður hægt að selja hlut ríkisins í bönkunum fyrr en eftir 4 ár og verður það þá ákvörðun Alþingis hvort og með hvaða hætti það verður gert. Hins vegar verður heimilt að auka hlutafé og selja þann hlut, en þó ekki meira en sem svarar 35% af heildarhlutafé. Þá hefur verið felld út heimild til ráð- herra til að taka annan bank- ann og sameina hann öðrum íjármálastofnunum, eins og gert var ráð fyrir í eldri drög- um. Guðni segir að einnig hafi verið gefin fyrirheit um að starfsfólk muni á einhvern hátt njóta forgangs að kaupum á hlutabréfum og hann treysti því að við það verði staðið. -vj Reykjavtk Borgarstjóri blæs í lúðra Kosningabaráttan er hafin í Reykjavík. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri seg- ir að greinilega sé ijör að færast í borgarpólitíkina, sjálfstæðismenn séu að fær- ast í aukana og fundir í borgarstjórn séu farnir að dragast á langinn vegna pólitískrar umræðu. í lok opins fundar hjá Regnbog- anum í fyrrakvöld blés borgarstjóri í herlúðra og hvatti liðsmenn til dáða í borgarstjórnarkosningunum vorið 1998. „Nú er að færast aukið Qör í leikinn. Sjálfstæðis- menn eru farnir að safna saman sínum vopnum og ætla að vinna á okkur. Þeir reyna líka að sá sundur- lyndisfræjum. En þetta er samstilltur hópur sem er ákveðinn í að vinna kosn- ingarnar og vera annað kjörtímabil við völd. Það er fyrst þá sem breytingar fara að sjást í borginni," sagði borgarstjóri meðal annars. Á fundinum kom fram að borgarfulltrúar Reykjavík- urlistans eru þegar farnir að huga að kosningum. Stofnaðir hafa verið starfs- hópar til að vinna með borgarfulltrúunum, til dæm- is að stefnumótun. Þá sagði borgarstjóri að huga þyrfti Borgarstjóri hvatti liðsmenn Regnbogans til dáða á opnum fundi í fyrrakvöld og sagði að það markaði „skil í stjórn- málasögunni" þegar Reykja- víkurlistanum tækist að vinna borgina í annað sinn. að Qáröflun fyrir listann og aðferðafræði við framboðið. „Það þarf að fara að huga að því hvernig við ætl- um að bjóða fram og hvern- ig á að raða á lista,“ sagði borgarstjóri en hún hefur þegar lýst yfir að hún sækist aftur eftir áttunda sæti Reykjavíkurlistans. „Það markar skil í stjórnmála- sögunni þegar okkur tekst að vinna borgina í annað sinn.“ -GHS Hæstiréttur Fjalla um ásakanir um vanhæfi starfsbróður Forráðamenn Frægs hf. ráða virta danska lögmenn sem hugs- anlega fara með mál sitt til Mannréttinda- dómstóls Evrópu. Hæstaréttardómarar hafa undanfarna daga fundað um álit ríkislögmanns varðandi kröfu Hreins Loftsson- ar, lögmanns Coca Cola á fs- landi. Hreinn krafðist endurupp- töku skattamáls, sem fyrirtækið tapaði fyrir Hæstarétti. Hann telur Pétur Kr. Hafsteins hafa verið vanhæfan í dóminum. Svars Hæstaréttar til Hreins er að vænta allra næstu daga að sögn Haraldar Henrýssonar, for- seta Hæstaréttar, í gær. Mál af svipuðum toga þar sem krafist er endurupptöku dóma vegna meints vanhæfis eins dómarans, Péturs Kr. Haf- stein, forsetaframbjóðanda, eru orðin fjögur talsins. Þrjú mál- anna varða dóma yfir trillukörl- um sem Jón Oddsson rekur. Fjórða kærumálið, vegna Frægs hf., mun bíða umsagnar lögmanns, sem mun staddur er- lendis og erindið ekki komið til ríkislögmanns, Jóns G. Tómas- sonar. Lögmaður Frægs, Jón Oddsson, segir að umbjóðandi sinn hafi falið „virtri danskri málflutningsskrifstofu" að reka mál Frægs fyrir. Mannréttinda- nefnd Evrópu og áfram til Mannréttindadómstólsins ef þörf krefur og að lokinni athug- un á niðurstöðum Hæstaréttar á endurupptökukröfunni. Fyrrverandi stjórnarmenn forsetaframboðs Péturs Kr. Haf- stein hafa sent frá sér yfirlýs- ingu vegna vanhæfiskrafa lög- manna. Þeir segja það rangt að Pétur hafi óskað eftir við fjár- málaráðuneytið að virðisauka- skattur yrði endurgreiddur. Það hafi verið forsvarsmenn fram- boða Ólafs Ragnars, Péturs og Guðrúnar Agnarsdóttur sem héldu á fund með fjárlagnefnd Alþingis skömmu fyrir áramót. Erindi þeirra var hafnað. Stuðningsmenn benda enn og aftur á að Pétur hafi í upp- hafi ákveðið með tilliti til dóm- arastarfa sinna að fá ekki vitn- eskju um einstök framlög eða fjárhæðir þeirra. Þessu hafi í hvívetna verið fylgt. -JBP Bæjarstjórn Akureyrar Áhugi fyrir þjónustumiðstöð Tillaga Guðmundar Stef- ánssonar bæjarfulltrúa (B) á fundi bæjarstjórnar Akureyrar sl. þriðjudag um að skipuleggja svæðið sunnan Strandgötu og austan Glerár- götu vakti töluverðar umræður. Þar var hugsað til starfsemi s.s. umferðarmiðstöðvar, fólksflutn- ingabifreiða, leigubifreiða, strætisvagna, upplýsingaþjón- ustu fyrir ferðamenn, veitinga- þjónustu o.fl. tengt ferðaþjón- ustu. Heimir Ingimarsson (G) vildi þó að málið færi til skipu- lagsnefndar en ekki til bæjar- stjórnar, það væri eðlilegur far- vegur fyrir málið. Gísli Bragi Hjartarson (A) flutti síðan til- lögu sem samþykkt var með 7 atvæðum en 4 sátu hjá, þar sem bæjarstjóra var falið að athuga hjá hagsmunaaðilum hvort áhugi væri fyrir byggingu sam- eiginlegrar þjónustumiðstöðvar fyrir ferðaþjónstuaðila og fyrir- tæki í fólksflutningum. Bæjar- stjóri á að skýra frá niðurstöð- um eigi síðar en 1. apríl nk. GG

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.