Dagur - Tíminn Reykjavík - 06.03.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 06.03.1997, Blaðsíða 8
8 - Fimmtudagur 6. mars 1997 PJÓÐMÁL ÍDagur-'Smxmit IDagur- Œtmmrt Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 563 1600 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax augiýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Frá hinu opinbera: Skoðanamótun? fyrsta lagi Nýleg skoðanakönnun sem Markaðsskrifstofa iðnað- arráðuneytisins og Landsvirkjun létu gera fyrir sig um viðhorf til virkjana og stóriðju er dæmi um að ÍJölmiölar verði að umgangast niðurstöður kann- anna með varúð. Eins og rakið er í blaðinu í dag er hægt að gera ýmsar athugasemdir við könnunina og hvernig nið- urstöður voru kynntar. Það er orðin lenska að not- færa sér kannanir af þessu tagi í áróðursstríði, og þegar opinberu fé er varið til slíks verður að gera sérlega hertar kröfur til þeirra sem að standa. Engin vafi er á að skoðanakannanir geta verið skoð- anamótandi þegar þörf er á, villandi þegar verst lætur, og einskis virði í öðrum tilvikum, þótt áróð- ursmeistarar noti þær sér til framdráttar. Ef hið op- inbera sér ástæðu til að kalla eftir könnun um af- stöðu almennings í stórpóhtísku hitamáU - er þá ekki sérstök ástæða til að kaUa að því aUa málsmet- andi deiluaðila og bjóða til samstarfs við færustu fé- lagsvísindamenn? Hér á landi eru leikreglur lýðræð- isins álíka hálar og bananahýði - þetta með skoð- anakannanir á kostnað almennings er svipað því þegar ráðherrar og aðrir valdamenn birta auglýs- ingar frá hinu opinbera sjálfum sér til dýrðar - og einkum fyrir kosningar. þriðja lagi Hér verður ekki sagt að Félagsvísindastofnun Há- skólans hafi tekið þátt í samsæri með Markaðsstofn- un Iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjun og leitt al- menning að tiltekinni niðurstöðu. Hór er hins vegar fullyrt að þessi könnun hefði tekið öðruvísi á málum ef náttúruverndarsjónarmið hefðu verið með í gerð, eða bara hlutlæg þekkingarleit ráðið ferð. Það getur meira en verið, og er einkar líklegt, að þjóðarviljinn liggi einhvers staðar nálægt því sem þessi könnun gefur til kynna. Það getur líka meir en verið að al- menningur hafi enn meira um málið að segja en hér kom fram. Um þessa könnun gildir eins og áður: svarið felst í spurningunni. Stefán Jón Hafstein. Skiptir meirihlutaeign íslenska ríkisins í íslenska járnblendifélaginu engu máli? þingmaður Alþýðuflokks Guðmundur Árni Stefánsson Það er merkileg uppgötvun hjá iðn- aðarráðherra að komast að þessu. Mitt mat er að auðvitað skipti meiri- og minnihlutaeign máli hvað varðar eignar- aðild í fyrirtækjum. Ákveðnar séraðstæður eiga þó við í Grundar- tanga, vegna þess að einn minnihlutaeigandi er ráð- andi varðandi markaðs- mál. Árni Ragnar Árnason þingmaður Sjálfstœðisflokks Meirihlutaeign ís- lenska ríkisins skiptir máli með- an félagið átti í veruleg- um erfiðleikum. En al- mennt er það ekki hlut- verk ríkisins að leggja fé í áhættustarfsemi af þessu tagi. Því á ríkið að draga sig út úr þessum rekstri og selja sinn hlut. ♦ ♦- Hjálmar Árnason þingmaður Framsóknarflokks Meirihlutaeign rík- isins skiptir auð- vitað máli, en er ekki meginatriði og á að vera víkjandi sjónarmið. Þetta verður að meta út frá því hvað er félaginu tryggast þannig að at- vinna haldist - og þjóðin og starfsmenn fái þann beina og óbeina ávinning sem fyrirtæki þurfa að skila. þingmaður Sjálfstœðisjlokks Skv. því sem fram hefur komið hjá iðn- aðarráðherra gefur meirihlutaeign í félaginu ekki þau völd sem venja er. Slíkt er þekkt í ljósi samninga, t.d. um mark- aðssetningu, forkaupsrétt og slíkt. Því getur verið að meirihlutaeign gefi ekki vald yfir fyrirtækinu. Þá skiptir ekki máli hvort ríkið á 55% eða 40% - og það segir ekkert um verð- mæti félagsins. Burt með flotann „Ég leyfi mér að fullyrða að meng- un frá tilvonandi álveri er á við hreint og tært fjallaloft samanborið við mengun fiskiskipaflotans." - Baldvin Björgvinsson í Alþýðublaðinu í gær. Gauja litla borgið „Hópur franskra og bandarískra vísindamanna hefur uppgötvað gen sem stjórnar fitubruna í líkamanum og eykur það vonir um að hægt verði að meðhöndla þá sent þjást af offitu og hugsanlega sykursýki.“ - Morgunblaðið í gær. Kvenhatur álfursta „Stóriðjan er farin að rægja kenn- arastéttina og beina sjónum sínum gegn henni, ekki síst konum sem eru meirihluti stéttarinnar. Skilaboðin og undirtóninn hjá fulltrúa karla- veldisins er augljós. Sjáiði hvað kon- ur eru heimskar. ... Ætli það sé nokkuð mengun frá Járnblendinu sem fær forstjórann til að skrifa svona skemmtilegar lygasögur." - Hlín Agnarsdóttir í Degi-Tímanum í gær. Ekki við neitt ráðið „Eitthvað það versta sem menn lenda í, hvort heldur í viðskiptalíf- inu eða í einkalífinu, er þegar at- burðarásin tekur völdin. Þá verður stundum ekki við neitt ráðið. Margt bendir til að þetta sé, því miður, að gerast í kjarasamning- um. Atburðarásin er að taka völdin og knýja launþega í aðgerðir, sem þeir hafa enga löngun til að taka þátt í.“ - leiðari Viðskiptablaðsins í gær. Vanrækt réttlætismál Starfsreynsla er verðlögð og metin til launahækkana hjá flestum starfsstéttum. í sumum tilvikum hjá ríkinu er aldurinn einn metinn til kjarabóta, skítt með starfsreynslu eða hæfni viðkomandi til að inna þau verk af hendi sem kaupið er borgað fyrir. Ekki þarf mikla leikni í innrætingar- fræðum til að færa rök fyrir því að hækka beri laun eftir því sem iengur er starfað í sömu grein. Vel má einnig rökstyðja að engin glóra sé í því að borga gamalreyndum meira en þeim sem hefja störf, fulfir af áhuga og framagirni. Ekki er sjálfgefið að gamlir og heimaríkir starfsmenn vinni fyrirtækj- um og stofnunum meira gagn en þeir sem skemur hafa starfað. Það er ekki endilega víst að dugnaður og starfs- hæfni aukist með aldrinum. Má því vel setja spurningarmerki við hvort starfsaldurshækkanir séu réttmætar eða nauðsynlegar. Tvíbentur ávinningur Síðustu dagana hafa komiö upp atvik sem sýna að starfsaldurshækkanir séu ekki launþegunum sjálfum alltaf hag- kvæmar. í stórskrýtinni gæðakönnun sem VR gerði meðal verslunarfyrir- tækja kom upp úr kafinu að hjá nokkr- um verslunum hættir starfsfólk í stór- um stíl áður en það fær nokkrar starfsaldurshækkanir. Er látið að því liggja að með því spari vinnuveitendur sér kaupgreiðslur. Flugvirkjar, sem sagt hefur verið upp hjá Flugleiðum, eöa settir kostir sem þeir líta á sem uppsögn, segja fullum fetum, að eldri starfsmenn séu látnir fjúka til að ekki þurfi að greiða þeim hærri laun vegna aldurs- flokkahækkana. Á þessu sést að það getur orkað tví- mælis fyrir launþega að starfsaldurs- hækkanir séu óhóflegar. Á hitt er einnig að líta, að yfirleitt léttist lífsbaráttan eftir því sem aldur- inn færist vflr. Fólk eignast sitt eigið húsnæði með tíð og tíma og skuldirnar minnka. Börnin komast á legg og hætta að vera á framfærslu foreldra og áfram má telja. En eftir því sem fólk þarf minna á peningum að halda hækka launin. Öfugsnúið, eða hvað? Engin algild regla Aldrei á ævinni þarf fólk á eins miklum fjármunum að halda og þegar starfs- ævin hefst. Þá þarf að borga námsskuld- irnar og slá ný lán fyrir húsnæði. Börn- in fæðast og kosta sitt. Vaxtabyrðin er mörgum óbærileg. En þá eru tekju- möguleikarnir minnstir. Að minnsta kosti hjá hefðbundnu launafólki. Ungt fólk sem er að vinna sig í álit og út úr skuldum er iðulega miklu hetri starfskraftur og fyrirtækjum dýr- mætari en þeir eldri og reyndari sem kannski eru farnir að slá slöku við. ef til vill af heilsufarsástæðum eðajafnvel starfsleiða. En gamlingjar geta líka verið hörkugóður starfskraftur og reynsla þeirra vegið þungt til að halda fyrirtækjum gangandi. Það er ekki hægt að setja fram neina algilda reglu um svona atriði. En hitt er víst að unga fólkið þarf fremur á góðum launum að halda en þeir sem eldri eru. Af þeim sökum einum er réttlætanlegt að draga úr þeim miklu aldurshækkunum sem eru í mörgum kjarasamningum. Yfirleitt eru þær ekki raunhæfar og varla siðlegar, ef xit, í þá sálma er farið. Gjarnan mætti draga eitthvað úr af- vegaleiddu nuddinu um mismun á kjörum kynjanna og leiða hugann að fleiri réttlætismálum, svo sem að jafna mismunun á milli kynslóða. Ef fullorðna fólkið sem nýtur ald- urshækkananna telur að það missi spón úr aski sínum við launajöfnun af svona tagi, er hugsanlegt að bæta það upp með styttingu starfsævinnar eða þvíumlíku. Ifvað um það. Tími er til kominn að gefa þessum málum einhvern gaum og jafnvel fara að ræða þau. OÓ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.